Morgunblaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009
Staðreyndin er sú að ökumenn sjá vegfarendur með endurskinsmerki
fimm sinnum fyrr. Flest eigum við endurskinsmerki ofan í skúffu, en þau
koma aðeins að gagni séu þau notuð. Gætum að því að börnin okkar noti
endurskinsmerki.
Kaupþing ætlar í samstarfi við Umferðarstofu og lögregluna að gefa
endurskinsmerki, sem nálgast má í öllum útibúum Kaupþings. Þeir sem
búa fjarri útibúum Kaupþings, geta sent tölvupóst á fraedsla@us.is og
fengið merkin send.
Nældu þér í endurskinsmerki í næsta útibúi
Við viljum sjá þig
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A.
IS
K
AU
44
53
9
02
/0
9
("
")
* &"++ ,
!- +
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
HNÚFUBAKURINN sem merktur var á loðnuslóð aust-
ur af landinu 1. febrúar er nú kominn langt suður af
landinu. Gervihnattamerki frá hvalnum var síðast
greint á sunnudagskvöld og var hann þá vestur af Bret-
landseyjum. Hvalurinn nýtist því ekki lengur sem
loðnuleitartæki en fyrst eftir merkingu var hann á
hefðbundinni loðnuslóð austur og suður af landinu.
Vísindamenn hjá Hafrannsóknastofnun hafa ekki áð-
ur fylgst með hnúfubak á suðurleið á þennan hátt, sam-
kvæmt upplýsingum Gísla Víkingssonar, sérfræðings
hjá Hafró. Vitað er að hnúfubakar fara frá Íslandi til
vetrardvalar í Karíbahafinu. Sporður hnúfubaksins er
einstaklingsgreinanlegur eins og fingrafar og við skoð-
un á ljósmyndum sást hvalur sem myndaður var við Ís-
land á sumri í Karíbahafi að vetri.
Fjórtán þúsund hnúfubakar
Hluti íslenska stofnsins heldur sig þó líklega annars
staðar á veturna og er vetrarsvæðið óþekkt. Þá virðist
talsverður fjöldi halda sig hér á veturna, einkum á
loðnumiðum.
Hnúfubakur var mjög sjaldgæfur hér við land fram
yfir 1970 en honum hefur fjölgað mikið síðan eða um
10% á ári. Stofninn í Mið-Norður-Atlantshafinu er nú
talinn um 14 þúsund dýr.
Á leiðinni suður um höfin
TENGLAR
.......................................................................
http://www.hafro.is/hvalamerki
ÁKVEÐIÐ hefur
verið í iðn-
aðarráðuneytinu
að verja 100
milljónum króna
af byggðaáætlun
2006-2009 til að
styrkja uppbygg-
ingu í ferðaþjón-
ustu á lands-
byggðinni. Styrkirnir skiptast í tvo
flokka og er nauðsynlegt að verk-
efnið sé atvinnuskapandi á viðkom-
andi svæði.
Flokkarnir eru annars vegar
móttökuaðstaða í höfnum fyrir far-
þega skemmtiferðaskipa, en varið
verður 30 milljónum til upplýs-
ingagjafar, fegrunar umhverfis,
uppsetningar þjónustuhúss o.fl.
Hins vegar verða veittar 70 millj-
ónir króna í nýsköpun í ferðaþjón-
ustu. Fénu á að verja til uppbygg-
ingar á nýjum svæðum og þróunar
á nýrri vöru eða þjónustu er styrk-
ir viðkomandi svæði sem ferða-
mannastað.
100 milljóna
styrkir
STEFAN Wallin, menningar- og
íþróttamálaráðherra Finnlands,
leggur það til að Finnar taki upp
fæðingarorlofskerfi að fyrirmynd
þess íslenska.
Wallin, sem fer einnig með jafn-
réttismál í ráðuneyti sínu, segir að
Finnar geti gert tvisvar sinnum bet-
ur en Íslendingar og veitt nýbökuð-
um foreldrum sex mánaða fæðing-
arorlof hvoru, með greiðslum sem
nema 80% af tekjum þeirra á vinnu-
markaði, að viðbættum sex mánuð-
um sem foreldrar geti skipt á milli
sín eftir þörfum.
Þetta kemur fram á fréttavef
finnska utanríkisráðuneytisins, þar
sem vitnað er í viðtal við Wallin hjá
blaði þarlends verkalýðsfélags. Hér
á Íslandi fær hvert foreldri þrjá
mánuði í leyfi og foreldrarnir saman
fá þrjá mánuði til að skipta á milli
sín. Wallin segir einnig að Finnar
geti reynt sömu leið og Íslendingar
hafa farið, þ.e. að launamenn greiði
lítinn hluta launa sinna í fæðingaror-
lofssjóð. Samkvæmt finnskum lög-
um er réttur foreldra til fæðingaror-
lofs þannig að mæður geta fengið
105 vinnudaga á 80% kaupi, en feður
aðeins 18 daga. onundur@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Orlof Finnar ætla að auka fæðing-
arorlofið að íslenskri fyrirmynd.
Finnar
vilja tvö-
falt orlof
Íslenska fæðingar-
orlofið fyrirmyndin
VEGNA fréttar um framboðsmál
sjálfstæðismanna í blaðinu í gær
skal áréttað að Árni Johnsen hafnaði
í öðru sæti í prófkjöri flokksins í
Suðurkjördæmi fyrir síðustu alþing-
iskosningar. Vegna útstrikana í
kosningunum sjálfum færðist hann
hins vegar niður í það þriðja og
Kjartan Ólafsson upp í annað sætið.
Árni var
í öðru sæti