Morgunblaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 20
20 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009
NÝ RÍKISSTJÓRN
hefur tekið við völdum
og er efnahagsstefna
hennar – samkvæmt
orðum forsætisráð-
herrans sl. sunnudag
– grundvölluð á áætl-
uninni, sem fyrri rík-
isstjórn vann í sam-
starfi við
Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn (IMF). Fjármálaráðherra þess-
arar ríkisstjórnar verður einn
helsti tengiliður og samstarfsmaður
sjóðsins hér á landi þann tíma sem
hann situr í embætti. Svo vill til að
þar er á ferðinni sami stjórn-
málamaður og fyrir örfáum mán-
uðum fór fremstur í baráttu Vinstri
hreyfingarinnar – græns framboðs
gegn samstarfinu við sjóðinn.
Þessi stjórnmálamaður, Stein-
grímur J. Sigfússon, fór hvað eftir
annað í þingræðum ófögrum orðum
um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og
samkomulag íslenskra stjórnvalda
við hann um fjárhagslegan stuðn-
ing. Hann varaði ákaflega við lán-
tökunni, sem samkomulagið gerir
ráð fyrir, og taldi það vera „þungan
bagga að bera fyrir ungar axlir
komandi kynslóða og landsmenn
alla,“ svo notuð séu hans eigin orð.
Lántakan var slæm, en þó voru að
hans mati verri þeir skilmálar, sem
hann sagði felast í samkomulaginu.
Það voru að hans mati „ógnarskil-
málar“ og „þvingunarprógramm“,
sem Íslendingar þyrftu að losna
undan sem fyrst til að „end-
urheimta frelsi sitt á þessu sviði“.
Taldi hann að í áætluninni birtist
skýrt „harðlínuniðurskurðarstefna“
sjóðsins, sem væri
„eyðileggjandi fyrir
íslenskt velferðarsam-
félag til framtíðar“.
Hét hann því að lok-
um að ef þingmenn
Vinstri grænna fengju
til þess aðstöðu væri
það „forgangsatriði“
af þeirra hálfu að
komast út úr þessu
samkomulagi.
Nú liggur fyrir
stjórnarsáttmáli nýrr-
ar ríkisstjórnar. Ekkert er þar að
finna sem bendir til að Vinstri
grænir hafi gert þetta mál að for-
gangsatriði. Og þrátt fyrir tíða leka
til fjölmiðla af stjórnarmynd-
unarviðræðunum er ekkert sem
bendir til þess að flokkurinn hafi
gert svo mikið sem minnstu tilraun
til að gera þetta að forgangsatriði.
Á þessu eru bara tvær hugsanlegar
skýringar. Önnur er sú að Stein-
grími J. Sigfússyni og flokkssystk-
inum hans hafi snúist hugur í þessu
máli og þau hafi áttað sig á nauð-
syn samkomulagsins við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn. Ef svo er væri
heiðarlegast af Steingrími að koma
hreint fram og játa það að hann
hafi haft rangt fyrir sér í um-
ræðum um málið í haust og að öll
stóryrðin hafi verið á misskilningi
byggð. Hin mögulega skýringin er
sú að Steingrímur og félagar hafi
einfaldlega ákveðið að kyngja öll-
um fyrri yfirlýsingum í þessu
grundvallarmáli og hafi þannig
fórnað eldheitum hugsjónum sínum
fyrir ráðherrastólana.
Steingrímur J. og
stóryrðin um IMF
Birgir Ármannsson
skrifar um áherslur
nýrrar ríkisstjórnar
» Steingrímur J.
Sigfússon fór hvað
eftir annað í þingræðum
ófögrum orðum um
Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn og samkomulag
íslenskra stjórnvalda
við hann um fjárhags-
legan stuðning.
Birgir Ármannsson
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
NÚ ÞEGAR ljóst er
orðið að frjálshyggjan
hefur beðið skipbrot er
ekki að undra að menn
reyni að leita að fyr-
irmyndum um hvernig
hagkerfið eigi að líta
út á næstu árum. Und-
irritaður hefur búið í
Sviss síðastliðin ár þar
sem hagstjórn hefur verið til mik-
illar fyrirmyndar. Mig langaði að
ræða í stuttu máli hvað mætti læra
af Svisslendingum. Áður en evran
var tekin upp 1999 voru Seðlabanki
Þýskalands (þ. Bundesbank) og
Seðlabanki Sviss (þ. Schweizerische
Nationalbank) með þeim bestu í
heimi. Svissneski seðlabankinn er
algerlega sjálfstæður án íhlutunar
stjórnmála og eru færustu sérfræð-
ingar ráðnir til starfa þar. Verð-
bólga hefur ætíð verið mjög lítil þar
og útlánsvextir lágir líka. Þeir hafa
skuldabremsu (þ. Schuldenbremse)
sem kemur í veg fyrir að ráðuneytin
fari fram úr fjárlögum. Það er verk-
færi sem fjármálaráðuneytið gæti
notað til að koma böndum á rík-
isskuldirnar.
Íslensk hagstjórn hefur verið slök
í samanburði við aðrar
OECD þjóðir. Hag-
sveiflan okkar er því
oft miklu stærri en hún
þyrfti að vera. Síðasta
góðæri var gott dæmi
um þenslu sem var
framlengd og mögnuð
upp með virkj-
unarframkvæmdunum
fyrir austan. Nú hefði
verið gott að geta ráð-
ist í slíka framkvæmd
með afgangi úr góð-
ærinu og skapað at-
vinnu. Keynes talaði um skúffuverk-
efni, eins og t.d. vegalagningu, til að
ráðast í þegar kreppa steðjaði að.
Þessi nauðsynlegi agi í hagstjórn
var ekki til staðar en hefði mýkt
lendinguna.
Verðtryggingin var sett á 1979 út
af veikri hagstjórn, verðbólga hér
grandaði sparnaði vinnandi lands-
manna en lán skuldara eyddust upp
þeim í hag. Ólafslögin endurreistu
trú á hagkerfið. Íslenska hagkerfið
er byggt á norræna líkaninu sem
byggist á jöfnuði, velferð og mið-
stýrðum kjarasamningum á vinnu-
markaði. Verðbólgan var kveðin
niður með þjóðarsáttinni 1990 og
var það mikið afrek. Á síðustu 10
árum fjarlægðumst við þetta líkan
með afdrifaríkum afleiðingum.
Einkavæðing bankana ásamt greið-
um aðgangi að erlendu lánsfé leiddi
til mikils ójafnaðar og ójafnvægis.
Fjármálageirinn fékk að vaxa eft-
irlitslaust það mikið að Seðlabank-
inn gat aldrei komið til bjargar sem
lánveitandi til þrautavara (e. lender
of last resort) í lausafjárþröng. Pró-
fessor Buiter benti á þessa kerf-
isskekkju í skýrslu sinni, íslenska
krónan hefði aldrei þolað útrásina
til lengdar.
Nú eru miklir umbrotatímar og
vilji menn endurreisa fjármálakerfið
er nauðsynlegt að endurtaka ekki
mistök fyrri tíma og flýta sér hægt
til að vinna aftur traust alþjóðafjár-
málakerfisins. Við höfum nú póli-
tískan stöðugleika og virkt innlent
bankakerfi sem verður að teljast
mikið afrek miðað við aðstæður. Nú
eru erlendar skuldir ríkisins á bilinu
110 til 160% af landsframleiðslu.
Hlutfallið verður þeim mun betra
eftir því hvernig mönnum tekst upp
með björgunarstarfið, lánshæfismat
okkar mun batna og vextirnir munu
lækka við það. Því er það mikið lán í
þessu óláni að geta stutt sig við hag-
fræðiráðgjöf Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins. Þeir munu veita okkur
nauðsynlegt og reglulegt aðhald í
hagstjórninni til að rata út úr
ógöngunum. Krónan hefur lagast að
undanförnu og útflutningur styrkst.
Færeyingar sýndu það og sönnuðu
að þessi leið er fær ef menn taka sig
á og nýta tímann vel á næstu vikum
og mánuðum.
Nú er verið að breyta stofnunum
og því vildi ég lýsa svissneska kerf-
inu til þess að menn hafi fyrirmynd
um hvernig okkar stjórnkerfi geti
litið út.
Í Sviss er beint lýðræði til staðar
og það þýðir að almenningur veitir
stjórnmálamönnum aðhald með
þjóðaratkvæðagreiðslum og al-
menningsfrumkvæði (þ. Initiative).
Þetta minnkar fjarlægðina milli
stjórnvalda og umbjóðenda þeirra
sem getur orðið mjög mikið í full-
trúalýðræði. Í rauninni hefur þessi
fjarlægð verið mjög skaðleg því full-
trúarnir geta farið of geyst með
þessi mikilvægu völd sem þeim er
treyst fyrir. Í fulltrúalýðræði er ein-
göngu veitt aðhald á fjögurra ára
fresti en í Sviss er aðhaldið stöðugt
í gangi. Svissneska lýðveldið er 718
ára en það íslenska verður 65 ára á
þessu ári. Það er margt sem við get-
um lært af þeim í stjórnmálum,
enda hafa þeir mikla reynslu.
Það sem mér hefur finnst skorta
á Íslandi er þessi gagnrýna um-
ræðumenning sem Svisslendingar
hafa. Menn vega og meta kosti og
galla hugmynda út frá sjónarhóli
sérfræðinga, stjórnmálamanna og
almennra borgara. Mikilvæg þjóð-
mál eru krufin til mergjar á föstu-
dagskvöldum í svissneska ríkissjón-
varpinu. Oft hafa menn forðast
afglöp og slæmar skyndiákvarðanir
með hlutlausri og málefnalegri um-
ræðu. Hugsanlega hefði verið hægt
að koma í veg fyrir þessi ósköp ef
þessi gagnrýna umræða hefði verið
til staðar hér. Almenningur fær
mjög góðar og traustar upplýsingar
um málefnin með þessum hætti og
getur tekið traustari afstöðu til mál-
efna. Hinn mikli pólitíski óstöð-
ugleiki á Íslandi myndaðist að ein-
hverju leyti vegna skorts á
upplýsingum til almennings. Þetta
stjórnkerfi ásamt góðri upplýs-
ingagjöf gæti leitt til þess að
minnka fjarlægðina milli þjóð-
arinnar og fulltrúa hennar og end-
urheimta traustið milli þessara að-
ila.
Íslenska hagkerfið í endurreisn
Matthías Kjeld
ber saman
svissneska og
íslenska hagkerfið
ȃg vildi bera saman
svissneska hag-
kerfið og það íslenska,
hvað mætti læra af
Sviss. Fjalla stutt um
hagstjórn landsins og
ástandið og framtíð-
arlausnir.
Matthías Kjeld
Höfundur er hagfræðingur við Há-
skólann í Freiburg í Sviss.
FRÉTTASTOFA
RÚV flutti sl. föstu-
dag rangar fréttir um
að ríkislögreglustjóri
hefði ætlað að flytja
til landsins brynvarða
óeirðabíla þegar mót-
mælin stóðu sem hæst
í Reykjavík og að tals-
verður áherslumunur
hefði verið á afstöðu embættisins
og lögreglustjórans á höfuðborg-
arsvæðinu um hvernig taka ætti á
mótmælendum og hefði ríkislög-
reglustjóri viljað ganga miklu harð-
ar fram. Allt eru þetta rangar
fréttir en þrátt fyrir að komið hafi
verið á framfæri leiðréttingum og
réttum upplýsingum um málið kaus
fréttastofan að halda sig við hina
röngu frétt og bar fyrir sig ónafn-
greinda heimildarmenn, sem varla
getur talist vandaður fréttaflutn-
ingur og ber frekar vott um það að
hún láti misnota sig við að koma á
framfæri áróðri. Ríkislögreglustjóri
sendi einnig út fréttatilkynningu til
þess að leiðrétta rangfærslurnar og
hana má finna á lögregluvefnum.
Þær aðstæður sem upp komu
20.-22. janúar sl. voru þess eðlis að
lögreglumenn voru í lífshættu
vegna þess að þeir voru grýttir
með stórum grjóthnullungum.
Fréttastofa ríkissjónvarpsins kýs
að kalla atburðina það að nokkrir
lögreglumenn hafi verið fluttir á
spítala til aðhlynningar þegar jafn-
vel var um stóralvarlega líkams-
áverka að ræða og má þakka fyrir
að ekki fór verr. Lögreglu ber að
gæta almannaöryggis og halda uppi
lögum og reglu, þar á meðal að
framfylgja ákvæðum stjórnarskrár
íslenska lýðveldisins svo sem því
ákvæði að Alþingi er friðheilagt og
að enginn má raska friði þess né
frelsi. Í skyldum lögreglu felst hins
vegar ekki að lögreglumenn eigi að
þurfa að þola að vera grýttir með
stórum grjóthnullungum, sem get-
ur verið lífshættulegt.
Skipulag og búnaður lögreglu
gerir ráð fyrir því að þegar í óeirð-
ir er komið þá standi lögreglumenn
ekki undir grjóthríð
þótt séu útbúnir með
hjálma og skildi. Úr-
ræði lögreglu á Norð-
urlöndunum er að nota
sérstyrktar lögreglu-
bifreiðar sem skjól
fyrir lögreglumenn til
þess að tryggja öryggi
þeirra eða grípa til
þess ráðs að tvístra
ófriðsamlegum hópum
svo sem með táragasi.
Þar sem bifreiðar lög-
reglunnar hér á landi
þóttu ekki nothæfar til slíks var
það niðurstaða yfirlögregluþjóna
ríkislögreglustjóra og lög-
reglustjórans á höfuðborgarsvæð-
inu að morgni fimmtudagsins 22.
janúar og í ljósi atburða nætur-
innar, að kanna með lán á lögreglu-
bifreiðum frá dönsku lögreglunni,
sem þola grjótkast en eru ekki
brynvarðar. Alltaf lá fyrir að það
væri ákvörðun lögreglustjóra höf-
uðborgarsvæðisins hvort hann vildi
óska eftir slíkri aðstoð og embættin
voru sammála um nauðsyn þess að
bera málið upp við dómsmálaráð-
herra. Það er skylda yfirstjórnenda
í lögreglu að tryggja lögreglu-
mönnum nauðsynlegan búnað og
þjálfun til þess að sinna hlut-
verkum sínum og veita þeim góða
forystu. Það var því enginn ágrein-
ingur milli embættanna og er leið á
daginn var það niðurstaðan að óska
ekki eftir aðstoðinni að svo stöddu,
heldur endurmeta þörfina daginn
eftir en þá varð ljóst að ástandið
var tekið að róast a.m.k. í bili.
Ekki var ágreiningur á milli rík-
islögreglustjóra og lögreglustjór-
ans á höfuðborgarsvæðinu og frá-
leitt að halda því fram að
ríkislögreglustjóri hafi viljað ganga
harðar fram gegn mótmælendum.
Má í því sambandi vísa í þakk-
arbréf frá lögreglustjóra höf-
uðborgarsvæðisins til ríkislög-
reglustjóra og annarra
lögregluembætta þar sem segir
meðal annars í tölvubréfi þann 22.
janúar. „Ég vil fyrir hönd lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu færa
ykkur þakkir mínar fyrir gríð-
arlega mikilvægt liðsinni í dag og
síðustu daga.“ Fullur samhugur og
samstarf var á milli embætta og
lögreglumenn lögðu sig fram allir
sem einn að leysa úr erfiðu og
hættulegu verkefni. Á Íslandi er
ein lögregla sem er virkjuð saman
sem ein heild þegar á þarf að
halda. Ríkislögreglustjóri gaf út
sameiginlegt skipulag þegar í byrj-
un október, þar sem gert var ráð
fyrir mögulegum aðstæðum sem
skapast gætu. Lögregluyfirvöld
gerðu sér grein fyrir að ástandið í
þjóðfélaginu gæti orðið erfitt, lík-
legt væri að afbrotum fjölgaði, álag
ykist á lögregluna og komið gæti til
óeirða. Ríkislögreglustjóri lagði
áherslu á að aðgerðir lögreglu sam-
svöruðu tilefni hverju sinni og þess
bæri að gæta að lögreglan gengi
ekki harðar fram en þyrfti.
Embætti ríkislögreglustjóra hef-
ur ávallt beitt sér fyrir endurbótum
á búnaði lögreglunnar. Hefur verið
haft að leiðarljósi að tryggja betur
öryggi lögreglumanna við störf og
gera lögregluna hæfari til að rækja
verkefni sín. Tillögur um aukinn
útbúnað hafa ekki alltaf verið sam-
þykktar. Sem dæmi má nefna að
gerðar voru tilögur um að útbúa
fleiri lögreglumenn með hlífðarbún-
aði, að keyptar yrðu sérstakar lög-
reglugirðingar, sérstyrktar bifreið-
ar o.fl. Allt er þetta búnaður sem
minnkar þörfina á líkamlegum
átökum og eykur öryggi.
Spyrja má hver staðan hefði ver-
ið ef ástandið hefði haldið áfram
með sama hætti með grjótkasti í
lögreglumenn og óeirðum. Hver
ætlaði að bera ábyrgðina á því að
tefla fram fámennu og vanbúnu
lögregluliði við aðstæður sem gætu
verið lífshættulegar og verulegar
líkur á að lögreglumenn slösuðust
alvarlega?
Hver ber ábyrgðina
ef illa fer?
Jón F. Bjartmarz
skrifar um
skipulag og búnað
lögreglunnar
»Ríkislögreglustjóri
hefur beitt sér fyrir
endurbótum á búnaði
lögreglunnar og haft að
leiðarljósi að tryggja
betur öryggi lögreglu-
manna við störf.
Jón F. Bjartmarz
Höfundur er yfirlögregluþjónn hjá
embætti ríkislögreglustjóra.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið