Morgunblaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 16
16 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009 Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Elísabet Hjörleifsdóttir, dósent viðheilbrigðisdeild Háskólans á Ak-ureyri, lauk nýlega doktorsnámi fráháskólanum í Lundi í Svíþjóð og fjallaði í verkefninu um líðan, bjargráð og ánægju með þjónustu hjá sjúklingum í meðferð vegna krabbameins á göngudeildum hér á landi. Þátttakendur í rannsókninni voru 217, flestir í lyfja- eða geislameðferð á göngudeild Landspítala – háskólasjúkrahúss en lítill hópur í lyfjameðferð í Sjúkrahúsinu á Akureyri. Lyfjameðferð er veitt á nokkrum stöðum en geislameðferð, sem er jafnalgeng, er eingöngu veitt í höfuðborginni. Konum líður verr en körlum í krabbameins- meðferð, skv. rannsókninni, bæði andlega og líkamlega. Þær hafa marktækt verri þunglynd- iseinkenni og sýndu marktækt meiri kvíða ásamt því að líða almennt verr líkamlega og andlega en körlum. Þessi munur var áberandi í elsta aldurshópnum og einnig kom fram að yngstu sjúklingarnir voru mun verr staddir en þeir sem eldri voru hvað varðaði þunglynd- iseinkenni og kvíða. Elísabet bendir á að svipaðar niðurstöður hafi komið út úr rannsóknum sálfræðinga er- lendis, sem mikið hafi rannsakað þessi atriði. Niðurstaðan kom Elísabetu reyndar dálítið á óvart, samt sem áður: „Ég hef sinnt mikið krabbameinsveiku fólki, aðallega í heima- húsum, og hef ekki orðið vör við þennan mun. Karlmenn sýna alveg eins tilfinningar sínar við slíkar aðstæður. Svörin í rannsókninni eru svo á annan veg en ég hef skynjað hlutina úti á vett- vangi, en hvers vegna veit ég ekki.“ Það kom líka í ljós í rannsókn Elísabetar, sem er ámóta og erlendar rannsóknir sýna, að konur, en ekki karlar, notuðu bjargráð sem hafa jákvæða fylgni við andlega vanlíða og álagseinkenni. Konur leita meira eftir stuðningi fjölskyldu, annarra ættingja og vina heldur en karlar. Og því meiri sem kvíðinn er því meira leita þær eftir stuðningi. Við þessar aðstæður taka konur í ríkari mæli en karlar upp á því að fást við hluti sem þeim hafði aldrei dottið í hug áður; líkamsrækt, jóga, hugleiðslu og annað í þeim dúr. Bæði kyn lögðu áherslu á að þegar veikindi herja á er stuðn- ingur fjölskyldu, sérstaklega maka, haldreipið. Margir leita til bænarinnar og var greinilegt að það veitti styrk til að halda áfram og var því stundum lýst sem nánast persónulegu sam- bandi við Guð, sem alltaf var nálægur. Þegar hún spurði um þjónustu á göngudeild- um voru sjúklingarnir ánægðastir með fram- komu hjúkrunarfræðinga og síst ánægðir með skipulagið; 36,8% þátttakenda sögðu framkomu hjúkrunarfræðinga vera frábæra en 24,9% sögðu framkomu lækna frábæra. Enginn marktækur munur fannst á ánægju á milli karla og kvenna eða á milli aldurshópa. „Það hefur verið stimplað í okkur að sjúkling- ar séu ekki ánægðir með þjónustu í heilbrigð- iskerfinu; að það vanti starfsfólk og mikið sé að gera, en ég fæ allt annað út,“ segir Elísabet. „Fólk er þvert á móti gríðarlega ánægt með þjónustuna en ekki eins ánægt með ýmis atriði sem tiltölulega auðvelt ætti að vera að laga.“ Með viðtölum voru ánægjuþættirnir skoðaðir nánar: Sumir þátttakendur lögðu áherslu á það að hugulsemi, nærgætni og virðing sem heil- brigðisstarfsfólk sýndi í samskiptum sínum við sjúklingana hefði meiri áhrif á bata en sjálf lyfja- eða geislameðferðin. „Þó mikilvægt sé að huga að umhverfinu og viðhalda húsnæði göngudeildanna þá skiptir ekki mestu máli hvort húsnæðið sé flott eða nýbúið að mála; aðalatriði er að starfsfólkið sýni tillitssemi og sé gott í sínu fagi. Fólk er þarna í meðferð sem það vonar í lengstu lög að bjargi lífi þess.“ Þegar spurt var um það sem betur mætti fara nefndi fólk óþægileg sæti á biðstofum, að stundum þyrfti að fara í blóðprufu á einum stað og myndatöku á öðrum, jafnvel að labba þyrfti eftir löngum göngum, að erfitt væri að fá bílastæði við sjúkrahúsin og að stundum þyrfti að bíða lengur en áætlað var eftir viðtali við lækni. Þetta var talið vera bæði pirrandi og þreyt- andi þar sem líkamlegur kraftur og andlegt ástand væri ekki sem best. „En í öllum samtölum var það jákvæða nefnt fyrst,“ segir Elísabet. „Framkoma starfs- fólks og tengsl sjúklingsins við það skipti mestu máli. Það var meira að segja oft nefnt á undan meðferðinni sjálfri.“ Eitt af því sem þykir mikilvægt er að sami hjúkrunarfræðingur sjái alltaf um hvern sjúk- ling. Að fólk fái á tilfinninguna að ekki sé ein- ungis um að ræða samskipti sjúklings og fag- manns, heldur vinasamband. Að fólkið þekkist, muni um hvað það talaði síðast og þess háttar. Samskiptin skipta greinilega miklu máli: „Það er ekki nóg að vera faglegur, maður þarf líka að vera mannlegur. Nærvera og áhugi fyrir sjúklingum skiptir gríðarlegu máli,“ segir El- ísabet. Einn þátttakandinn komst svo að orði: „Það er þetta samband við hjúkrunarfræðing- inn; hún veit allt um mig – og ég veit heilmikið um hana. Þetta er vinskapur.“ Rannsókn sem þessi hefur ekki verið framkvæmd áður á Íslandi og sýna nið- urstöður nýja vitneskju á krabbameins- sviði, segir Elísabet.  Margir íbúar á Íslandi þurfa að sækja meðferð í öðrum landshlutum og jafnvel að dvelja að heiman meðan á meðferð stendur. Fjarvera frá fjölskyldu og ferða- lög gætu e.t.v. ýtt undir aukna vanlíðan og valdið áhyggjum en enginn marktækur munur fannst á andlegri líðan eða bjarg- ráðum þegar bornir voru saman þessir tveir hópar.  Elísabet tekur fram að margt hafi ver- ið gert til að styðja betur við þá sem búa fjarri meðferðarstað sem skili sér í betri líðan þeirra sem í hlut eiga. Til að nefna eitthvað þá hafi það létt mörgum róðurinn að geta verið í íbúðum Krabbameins- félagsins á höfuðborgarsvæðinu og þá með fjölskyldunni ef það á við. Einnig hef- ur þjónusta og stuðningur við þá sem eru í erfiðri meðferð aukist t.d. með aukinni og fjölbreyttari þjónustu heilbrigðisstarfs- manna Heimahlynningar á Akureyri.  Þó kom í ljós að þeir sjúklingar sem bjuggu fjarri meðferðarstað og þurftu að dvelja að heiman vegna meðferðar höfðu meiri áhyggjur en þeir sem bjuggu nær, en ekki var marktækur munur á því.  Þeir sem helst finna fyrir auknu and- legu álagi á meðan þeir eru í meðferð eru þeir sem búa einir, þeir sem hafa miklar áhyggjur af einhverju sérstöku eða eru að sýna ýmsa hegðun, sem þeir hafa ekki sýnt áður, í þeim tilgangi að deyfa vitn- eskjuna um sjúkdóminn.  Á móti því kom í ljós að helsti þátt- urinn sem eykur líkurnar á því að krabba- meinssjúklingar finni lítið fyrir andlegu álagi er hegðun sem hleypir ekki vitneskj- unni um sjúkdóminn að.  Fólki fannst sem sagt betra að við- halda sem eðlilegustu lífsmynstri; að halda vitneskjunni um sjúkdóminn í fjar- lægð. Ekki þarf að vera um afneitun að ræða heldur virðist það draga úr kvíða fólks ef það nær að fást við hversdagslega hluti í stað þess að hugsa sífellt um sjúkdóminn.  Ekki var munur á milli kvenna og karla hvað þetta varðar en þess- ar niðurstöður sem gefa mynd af því hvernig fólk á Íslandi lýsir sinni reynslu í þessum aðstæðum samræmast vel niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið erlendis. Elísabet segir það minna á að það sé margt sam- eiginlegt hjá þeim sem grein- ast með krabbamein og fara í meðferð, hvort sem þeir eru í Kína eða á Íslandi. Ný vitneskja Morgunblaðið/ÞÖK Aðstæður Sjúklingar segja það þreytandi og pirrandi að bíða í óþægilegum sætum á biðstofum, fara í blóðprufu á einum stað og myndatöku á öðrum og ganga eftir löngum göngum sjúkrahúsa. Konum líður verr en körlum í krabbameinsmeðferð Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þunglyndi Konur í krabbameinsmeðferð hafa marktækt meira þunglyndi en karlar, sam- kvæmt rannsókn Elísabetar Hjörleifsdóttur, kennara við Háskólann á Akureyri. Sumir krabbameinssjúklingar hérlendis telja hugulsemi, nær- gætni og virðingu heilbrigð- isstarfsmanna hafa meiri áhrif á bata en sjálf lyfja- eða geisla- meðferðin. Í nýrri rannsókn kem- ur fram að konum líður verr en körlum í krabbameinsmeðferð. „Framkoma starfsfólks og tengsl sjúklingsins við það skipti mestu máli“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.