Morgunblaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009 Á sjöunda hundrað mannsfyllti Kringlubíó kl. 18 álaugardagskvöldið þegar bein útsending hófst frá Metropo- litanóperunni í New York. Ég vissi svosem ekki alveg við hverju var að búast, búin að horfa á ótal óperumyndbönd um dagana og oftar en ekki orðið fyrir von- brigðum með það að sjá stór- brotin verk tekin upp með einni kameru á sýningu og með lélegu sjónvarpshljóði. Satt að segja var ég viðbúin því að útsendingin frá Metropolitan yrði í þeim dúr. En það var nú aldeilis ekki svo.    Þeir sem hafa komið í Metropo-litanóperuna þekkja það þeg- ar ljósin í salnum eru dregin upp. Það er til marks um að nú sé sýn- ing að hefjast. Meðan gestir í Kringlubíói biðu eftir að eitthvað gerðist var sýnt niður í hljóm- sveitargryfjuna og út í salinn þegar gestir komu inn. Það var óneitanlega glaðningur fyrir Ís- lendingshjartað að sjá Stefán Ragnar Höskuldsson í sæti fyrsta flautuleikara, og tilhlökkun, því í óperunni sem var á dagskrá, Lu- ciu di Lammermoor eftir Doni- zetti, er áhrifamikið atriði þar sem Lucia missir vitið, bók- staflega í dúetti með flautuleik. Einleiksflautuleikari hljómsveit- arinnar, Stefán Ragnar, var því í stóru hlutverki í sýningunni. Skyndilega var áhorfendum svipt upp á svið – tjöldin enn dregin niður, og ein af stór- stjörnum Metropolitanóperunnar, franski kóloratúrsópraninn Natal- ie Dessay, bauð gesti velkomna, kynnti óperuna og kvaðst verða gestgjafi okkar bíóáhorfenda. Svo hófst óperan, og um leið kómísk uppákoma. Á maður að klappa þegar hljómsveitarstjórinn geng- ur í salinn – þegar maður horfir á það í bíói … og eftir aríur? Gestir í Kringlubíói voru svolitla stund að átta sig á þessum óvenjulegu kringumstæðum, en margir klöppuðu, og þeir klöppuðu ákaft.    Ég held að mörgum í bíóinuhljóti að hafa verið innan- brjósts eins og mér þegar pólski baritónsöngvarinn Mariusz Kwie- cien hóf upp raustina í hlutverki Enricos, bróður Luciu. Hvílík rödd! Ég hafði bundið miklar von- ir við að heyra loks í rússnesku sópransöngkonunni Önnu Net- rebko, sem var í hlutverki Luciu. Hafði bara heyrt hana á plötu, en aldrei á sviði. Hún var auðvitað jafn stórkostleg söngkona og ég hafði ímyndað mér, en mér fannst hún lengi að komast í gang. Það var ekki fyrr en í öðrum þætti óp- erunnar að hún sýndi virkilega það sem í henni býr. Í senunni í lokaþættinum, þar sem Lucia sturlast, var samspil hennar og Stefáns Ragnars áhrifamikið og gríðarlega fallegt. Pólski tenórinn Piotr Beczala hljóp í skarðið fyrir forfallaðan stjörnutenórinn Rolando Villazón í hlutverki Edgardos, unnusta Lu- ciu, en kannski er það til marks um gæði söngvaraliðsins í Met- ropolitan, að ég á erfitt með að ímynda mér að Villazón hefði get- að gert þetta betur en forfalla- söngvarinn. Hljómsveitin var algjörlega óaðfinnanleg undir stjórn Marcos Armiliatos; skörp og dýnamísk, og auðvelt að skilja hvers vegna hún er í metum sem ein allra besta óperuhljómsveit í heimi, ef ekki bara sú besta.    Og svo kom hlé. Natalie Dessayleiddi okkur þá um undra- heima þessa mikilfenglega óp- eruhúss. Hún tók viðtöl við söngv- arana, greip þá glóðvolga þegar þeir komu af sviðinu; talaði við hljómsveitarstjórann og sviðs- stjórann og sýndi okkur sviðs- menn að störfum. Það kom mér á óvart hversu mikil handavinna er baksviðs. Hundrað manna flokkur réðst á sviðsmyndina um leið og tjöldin féllu, eins og skipulögð mauraþúfa, og smám saman hvarf gamla sviðsmyndin og sú nýja var sett upp. Allt var þetta meira og minna handgert, fyrir utan raf- drifna sleða sem drógu stærstu hlutana út á hliðarsviðin. Inn í öll skemmtilegheitin bak- sviðs fléttaði Natalie Dessay ákaf- lega forvitnilegu myndefni frá óperuhúsinu, meðal annars sam- antekt um feril Placidos Dom- ingos við Metropolitanóperuna, allt frá því að hann stökk með litlum fyrirvara inn í afleysinga- hlutverk fyrir Franco Corelli á sjöunda áratugnum. Hún sýndi líka brot úr heimildamynd um söngvarakeppnina sem MET held- ur fyrir unga söngvara, og ég sá ekki betur en að þar væri Dísella Lárusdóttir meðal annarra ungra söngvara, þótt ég þori ekki að fullyrða það.    Það kom mér verulega á óvarthversu mikið var lagt í út- sendinguna frá Metropolitanóper- unni. Óperusýningin sjálf var því sem næst fullkomin og mögnuð upplifun. En allt hitt, leiðsögn Dessay í gegnum sýninguna var gríðarlega vel heppnað og gerði upplifunina enn dýpri og skemmtilegri. Eftir þessa vel heppnuðu sýn- ingu varð mér hugsað til óp- erumenningarinnar á Íslandi. Framtak Sambíóanna að senda beint út frá besta óperuhúsi heims í hámarksgæðum í Kringlu- bíói er lofsvert. Ríkisútvarpið hefur sent beint út frá Metropo- litanóperunni í mörg ár, en auð- vitað vantar heilmikið þegar sjón- ræna þáttinn vantar. Ég hef mikla trú á því að það styðji við annað í íslenskri óperumenningu og auki áhuga almennings á óp- erutónlist. Síðast en ekki síst held ég að það hljóti að breyta við- miðum í íslenskum óperusöng. Um leið og við sjáum og lærum hvernig þeir bestu fara að og það verður hversdagsreynsla fyrir þennan fjölda fólks hljótum við að setja markið hærra sjálf. Magnað óperubíó Mariusz Kwiecien Frábær baritónsöngvari frá Póllandi. Hér er hann í hlut- verki Enricos ásamt vinnumönnum sínum á Lammermoor-búgarðinum. AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir » Síðast en ekki síst held ég að [sýningarnar] hljótiað breyta viðmiðum í íslenskum óperusöng. Um leið og við sjáum og lærum hvernig þeir bestu fara að og það verður hversdagsreynsla fyrir fjölda fólks hljótum við sjálf að setja markið hærra. Fim 12/2 kl. 20:00 aukas. Lau 14/2 kl. 19:00 Fös 20/2 kl. 19.00 Lau 7/3 kl. 19:00 Fös 13/3 kl. 19.00 Lau 14/3 kl. 19.00 Sun 22/3 kl. 19.00 Lau 28/3 kl. 19.00 Yfir 130 uppseldar sýningar. Áhorfendasýning ársins 2008. Fló á skinni (Stóra sviðið) 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Fólkið: Sýningum lýkur í febrúar! Fim 12/2 kl. 20.00 Fös 13/2 kl. 20.00 Lau 14/2 kl. 20.00 Fim 26/2 kl. 20.00 Fös 27/2 kl. 20.00 Lau 28/2 kl. 20.00 Fös 6/3 kl. 20.00 Lau 7/3 kl. 20.00 Ath! Bannað innan 16 ára. Ekki fyrir viðkvæma. Aðeins sýnt í febrúar og mars. .Fös 13/2 kl. 22:00 aukas Lau 14/2. kl. 19:00 aukas. Lau 21.2 kl. 19:00 8. kort Lau 21/2 kl. 22:00 aukas. Sun 22/2 kl. 20:00 9. kort Mið 25/2 kl. 20:00 10. kort Fim 26/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 19:00 Leiklestrar á verkum Söru Kane. Ást Fedru - 10. febrúar. Hreinsun - 17. febrúar. Þrá - 24. febrúar. 4:48 geðtruflun - 3. mars – 1.500 kr. Sannleikurinn, einleikur Péturs Jóhanns (Litla sviðið) Sýningum lýkur í febrúar á vinsælasta söngleik leikársins. Fólkið í blokkinni (Stóra sviðið) Fös 13/2 kl. 19:00 aukas. Fös 13/2 kl. 22:00 Lau 21/2 kl. 19:00 Lau 21/2 kl. 22:00 síð. sýn.Lau 14/2 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 19.00 Sun 8/3 kl. 20.00 Fös 13/3 kl. 20.00 Lau 14/3 kl. 20.00 Sun 15/3 kl. 20.00 Fös 20/2 kl. 22.00 aukas Mið 11/2 kl. 20:00 4. kort Fim 12/2 kl. 20:00 5. kort Fös 13/2 kl. 19:00 6. kort Lau 14/2 kl. 22:00 aukas. Sun 15/2 kl. 20:00 aukas. Fös 20/2 kl. 19:00 7. kort Fös 20/2 kl. 22:00 Mið 18/2 kl. 20:00aukas. Fim 19/2 kl. 20:00 aukas. Fös 27/2 kl. 19.00 Lau 28/2 kl. 19.00 Lau 28/2 kl. 22.00 Sun 1/3 kl. 20.00 Fös 13/3 kl. 19.00 Fös 13/3 kl. 22.00 Lau 14/3 kl. 19.00 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Hart í bak (Stóra sviðið) Skoppa og Skrítla í söng-leik (Kúlan) Sumarljós (Stóra sviðið) Heiður (Kassinn) Kardemommubærinn (Stóra sviðið) Fös 13/2 kl. 20:00 Ö Lau 14/2 kl. 20:00 Ö Fim 19/2 kl. 20:00 Ö Lau 28/2 kl. 13:00 Lau 7/3 kl. 13:00 Ö Sun 15/2 kl. 20:00 Ö Lau 14/2 kl. 20:00 Ö Fim 26/2 kl. 20:00 Ö Fös 27/2 kl. 20:00 Fim 5/3 kl. 20:00 aukasýn. Lau 14/3 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00 Ö Fös 20/2 kl. 20:00 Ö Fös 6/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Ö Mið 18/3 kl. 20:00 aukasýn. Lau 28/3 kl. 13:00 Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Sýningum lýkur í mars Örfáar aukasýningar með bestu vinkonum barnanna Síðasta sýning Sýningum að ljúka Sýningar í maí komnar í sölu, sjá www.leikhusid.is Lau 28/2 kl. 20:00 Ö Sun 1/3 kl. 14:00 U Sun 1/3 kl. 17:00 U Lau 7/3 kl. 14:00 U Lau 7/3 kl. 17:00 U Sun 8/3 kl. 14:00 U Sun 8/3 kl. 17:00 U Lau 14/3 kl. 14:00 U Sun 15/3 kl. 14:00 U Sun 15/3 kl. 17:00 U Þri 17/2 kl. 18:00 fors. Ö Mið 18/2 kl. 18.00 fors. Ö Fös 20/2 kl. 18:00 fors. U Lau 21/2 kl. 14:00 frums. U Lau 21/2 kl. 17:00 U Sun 22/2 kl. 14:00 U Sun 22/2 kl. 17:00 U Lau 28/2 kl. 14:00 U Lau 28/2 kl. 17:00 U Lau 21/3 kl. 14:00 U Lau 21/3 kl. 17:00 U Sun 22/3 kl. 14:00 U Sun 22/3 kl. 17:00 U Lau 28/3 kl. 14:00 U Lau 28/3 kl. 17:00 U Sun 29/3 kl. 14:00 U Sun 29/3 kl. 17:00 U Lau 4/4 kl. 14:00 U Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Fimmtudagur 12. febrúar kl. 19.30 Myrkir músíkdagar Stjórnandi: Daníel Bjarnason Einleikarar: Víkingur Heiðar Ólafsson og Einar Jóhannesson Daníel Bjarnason: Píanókonsert Haukur Tómasson: Dialogo Jón Ásgeirsson: Klarinettukonsert Þorkell Sigurbjörnsson: Ríma Það er ekki á hverjum degi sem nýr íslenskur píanókonsert er frumfluttur. Að þessu leyti má telja tónleikana stórviðburð í íslensku tónlistarlífi, en þá mun píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson frumflytja píanókonsert eftir Daníel Bjarnason, sem mun einnig þreyta frumraun sína sem stjórnandi með hljómsveitinni. ■ 19. febrúar kl. 19.30 Drottning fiðlukonsertanna Stjórnadi: Rumon Gamba Einleikari: Leila Josefowicz Carl Nielsen: Sinfónía nr. 5 G. Finzi: Romance for strings Ludwig van Beethoven: Fiðlukonsert ÁHUGI á leikritaskáldinu Söru Kane hér á landi hefur aukist til muna eftir frábærar viðtökur verksins Rústað í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur. Í kjölfarið hefur Borgarleikhúsið ákveðið að halda áfram kynningu á verkum skáldsins en öll önnur verk hennar verða flutt í sviðsettum leiklestrum á Nýja sviðinu á næstu fjórum vikum. Röðin hefst í kvöld á því að annað verk Kane, Ást Fedru, verður leiklesið. Fjöldi leikara tekur þátt í verk- efninu en í hverjum leiklestri er einn leikstjóri fenginn til þess að stýra, en sá fær aðeins viku til undirbúnings. Röðinni lýkur þann 3. mars þegar verk hennar 4:48 geðtruflun verður leiklesið. Sara Kane framdi sjálfsmorð aðeins 28 ára að aldri en hún olli straum- hvörfum í leikritun á stuttum ferli sínum. Ferill Söru Kane grand- skoðaður með leiklestrum Sarah Kane Lést árið 1999. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.