Morgunblaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009 ÞETTA var mjög góður fundur og að mörgu leyti breyting frá því sem við höfum búið við hingað til því umræðurnar voru opinskáar,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Haldinn var í gær fjölmennur samráðsfundur for- ystumanna heildarsamtaka launþega á almenna vinnu- markaðinum og hjá hinu opinbera, forsvarsmanna sam- taka atvinnurekenda og fulltrúa sveitarfélaga með fjórum ráðherrum í Ráðherrabústaðnum. Forsætisráð- herra kynnti verkefnalista ríkisstjórnarinnar. Gylfi segir að ASÍ hafi lýst því yfir að samtökin væru reiðubúin til samstarfs við stjórnvöld um að hrinda fjöl- mörgum verkefnum í framkvæmd en samtökin hafi þó fyrirvara á útfærslu einstakra mála. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir mjög brýnt að taka ákvarðanir um nokkur stór verkefni. Þar beri hæst lækkun vaxta, af- nám gjaldeyrishafta og að komast út úr ríkisbankafyr- irkomulaginu og að hér starfi bankar sem þjóni at- vinnulífinu. Margt hafi nú þegar verið gert vegna vaxandi atvinnuleysis en skerpa þurfi á aðgerðum gegn því. Viðsemjendur á almenna vinnumarkaðinum þurfa að ákveða fyrir mánaðamót hvort kjarasamningarnir verða framlengdir. Það ræðst væntanlega í framhaldi af for- mannafundi ASÍ sem boðað hefur verið til 16. febrúar. Sambandsstjórn Samiðnar samþykkti í gær að veita miðstjórn umboð til að fresta endurskoðun á launalið kjarasamninga fram á sumar. Kjarasamningar starfsmanna hjá ríkinu renna út í lok mars. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagðist eftir fundinn í Ráðherrabústaðnum í gær telja líklegt að framhald yrði á samráði aðila vinnu- markaðarins og stjórnvalda á næstu vikum. omfr@mbl.is Víðtækt samráð um brýnustu aðgerðir Morgunblaðið/Golli Málin rædd Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA, og Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, spjalla saman eftir umræðurnar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra boðaði til fundarins. Ræðst á næstu vikum hvort samningar verða framlengdir LANDGRÆÐSLAN þarf eins og flest opinber fyrirtæki að glíma við niðurskurð í fjárveitingum. Nið- urskurðurinn kemur misjafnlega niður á verkefnum og til dæmis hækkar framlag til verkefnisins Bændur græða landið. Einnig er lögð áhersla á að skera ekki niður fjármuni til Landbótasjóðs. Á heimasíðu Landgræðslunnar er Sveinn Runólfsson spurður hvort tækifæri séu í stöðunni og nefnir hann að gott fræsumar geti gefið möguleika á útflutningi. Gengið sé hagkvæmt útflutningi og ef vel tak- ist til með söfnun á fræi af lúpínu og beringspunti sé mögulegt að selja fræ til Alaska. aij@mbl.is Lúpínufræ til Alaska? Morgunblaðið/Eyþór „ÞETTA ER lífæð háskólastarfs og vísinda og ef við ætlum að vera með háskóla- og vísindastörf er þetta forsenda þess,“ segir Ágúst Ein- arsson, rektor Háskólans á Bif- röst. Um 80 millj- ónir króna vant- ar til að hægt sé að greiða fyrir landsáskrift að erlendum tíma- ritum og gagna- grunnum. Gert sé ráð fyrir sömu upphæð fyrir aðganginn og fyrri ár, þrátt fyrir gengisfallið. „Það vantar fé til að greiða fyrir landsaðganginn. Það voru ekki af- greiddir þeir fjármunir sem óskað var eftir við fjárlagagerðina, þegar fjárlög voru afgreidd. Það er veru- leg fjárvöntun fyrir landsaðgang að rafrænum áskriftum. Landsbóka- safnið sér um þennan þátt [...] Það eru uppi miklar áhyggjur innan há- skólanna og háskólabókasafna landsins. Auðvitað eru menn að reyna að ná niður samningum við tímaritin og annað slíkt en það er það mikil fjárvöntun að það blasir við að það þurfi að segja upp gagnagrunnum og í því felst stór- hætta. Það er von að ný stjórnvöld taki myndarlega á þessu.“ Ágúst kveður aðspurður „mega gleyma“ því að Íslendingar eignist háskóla á lista þeirra 100 bestu í veröldinni fari svo að þessi aðgang- ur rofni. baldura@mbl.is Óttast að lífæð háskól- anna rofni Ágúst Einarsson BRÁÐABIRGÐANIÐURSTAÐA krufningar hefur ekki varpað ljósi á dánarorsök konu á fertugsaldri, sem fannst látin í Kapelluhrauni, sunnan Hafnarfjarðar, á fimmtu- dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er áfram unnið að rannsókn málsins, sem er viðamikil. Aðilar sem tengdust hinni látnu og sambýlismanni hennar hafa verið yfirheyrðir. Einnig hefur verið rætt við þá sem þekkja til í Kapellu- hrauni en lík hinnar látnu fannst í húsi þar sem dúfur eru hafðar. Upplýsinga um frekari framgang rannsóknarinnar er ekki að vænta fyrr en í lok vikunnar. Eins og áður hefur komið fram var sambýlismaður hinnar látnu úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 20. febrúar. Enginn annar hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Dánarorsök ekki enn ljós Morgunblaðið/Júlíus Mannslát Af rannsóknarvettvangi. BÚIÐ er að sprengja nærri 40 pró- sent af Bolungarvíkurgöngum eða 1.928 metra af 5.100 metrum. Í síð- ustu viku voru sprengdir 55 metrar frá Hnífsdal og 39 metrar frá Bol- ungarvík. Fylgjast má með framvindu verksins á vef Vegagerðarinnar. Einnig er brú yfir Ósá langt komin Bolungarvíkurmegin auk þess sem unnið er við vegagerð út frá göng- unum Hnífsdalsmegin. Það er Ósafl sem vinnur verkið en að því standa Íslenskir aðalverktakar hf og sviss- neska verktakafyrirtækið Marti Contractors Ltd. aij@mbl.is Góður gangur í göngunum FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ sendi í gærkvöldi yfirlýsingu til fjölmiðla í tilefni af umræðum á Alþingi í gær- dag þar sem Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðist fyrir um það hvort forsæt- isráðuneytinu hefði borist umsögn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands. Í yfirlýsingunni kemur fram að eftir að frumvarpi til laga um breyt- ingu á lögum um Seðlabanka Íslands hafi verið dreift á Alþingi í sl. viku og það þýtt á ensku hafi embættismenn ráðuneytisins sent enska þýðingu frumvarpsins til upplýsingar til AGS. Hafi það verið gert í samræmi við vinnubrögð og alþjóðlegar hefðir í samskiptum stjórnvalda og AGS þegar unnið sé á grundvelli sameig- inlegrar efnahagsáætlunar. Í fram- haldinu hafi ráðuneytið fengið nokkrar tæknilegar ábendingar frá AGS sem sendar hafi verið í trúnaði og borist ráðuneytinu í tölvupósti um sl. helgi. Ráðherra hafi fengið þær í hendur eftir umræður á Alþingi í gær. „Forsætisráðuneytið hefur þegar óskað eftir því við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn að sem fyrst verði send formleg umsögn, sem ekki sé bundin trúnaði, og verði birt opin- berlega þegar hún berst og kynnt viðskiptanefnd Alþingis sem hefur frumvarp til laga um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands nú til umfjöllunar,“ segir í tilkynningunni. Hafa óskað eftir formlegri opinberri umsögn frá AGS Forsætisráðherra fékk tæknilegar ábendingar AGS fyrst í hendur eftir umræður Í HNOTSKURN »AGS sendi í gær frá sér yf-irlýsingu þar sem fram kom að stofnunin hefði ekki sent forsætisráðuneytinu bréf í tengslum við lagafrumvarp um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands. »Að beiðni yfirvalda hefðiAGS hins vegar sent tæknilegar ábendingar um frumvarpið. Tekið er fram að oft sé leitað til AGS vegna lagasetningar um seðlabanka. Morgunblaðið/Golli Seðlabanki Um fátt er meira rætt. EFTIRLAUN alþingismanna og ráðherra munu skerðast í hlutfalli við 5 til 15 prósenta lækkun á laun- um þeirra, samkvæmt úrskurði kjararáðs fyrir áramót. Fylgt er svo- kallaðri „eftirmannsreglu“, sem þýð- ir að eftirlaunin verða í takt við laun eftirmanna þingmanna og ráðherra. Þetta segir Páll Ólafsson, deild- arstjóri hjá Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins (LSR), sem leggur þó sérstaka áherslu á að það muni fara eftir áunnum réttindum hvers og eins hversu mikla tekjuskerðingu áðurnefnd lækkun hefur í för með sér. Inntur eftir því hversu margar milljónir króna launalækkunin muni spara ríkinu segist Páll ekki hafa slíkar tölur á hraðbergi. Hann tekur hins vegar ímyndað dæmi af dæmigerðum forstöðu- manni opinberrar stofnunar sem sé í launaflokki 130 og fái 577.459 krónur í mánaðarlaun. Eftir 10% lækkun fari launin niður í tæpar 520.000 krónur, sem sé sú tala sem miðað sé við þegar eftirlaun eru reiknuð út. Páll minnir á að enn sem komið er hafi einungis þingmenn og ráð- herrar verið lækkaðir í launum og því sé dæmið ekki raunverulegt. Til samanburðar er þingfar- arkaup nú 520.000 kr. á mánuði, eftir tæplega 7,5% lækkun. baldura@mbl.is Eftirlaun lækka líka Embættismenn lækkuðu í launum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.