Morgunblaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 30
30 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009
EINS og aðdáendur Söngvakeppni Sjónvarpsins (svo ekki sé tal-
að um Evróvisjón) vita, er spennan einatt mest í hinu svokallaða
græna herbergi þegar úrslitakvöld keppninnar fer fram. Í ár
verður það í höndum Páls Óskars Hjálmtýssonar að stýra því
sem þar fer fram, færa keppendum fregnir utan úr Sjónvarpssal og
leita eftir viðbrögðum eftir því sem úrslit berast. Þær Ragnhildur Steinunn og
Eva María verða sem fyrr kynnar keppninnar og binda þar vonandi endahnút
á vasklega framgöngu sína í þáttunum sem hefur einkennst af fagmennsku í
bland við hæfilegt magn af vitleysisgangi.
En Páll Óskar verður í öðru hlutverki að lokinni keppni því líkt og und-
anfarin ár verður hann allt í öllu á Nasa síðar um kvöldið þar sem heljarinnar
Evróvisjón-partí hans fer fram. Þar mun Páll Óskar þeyta skífum og syngja
með tilheyrandi látum og sprengjum eins og hann orðar það sjálfur. Sérstakur
gestur verður stúlknasveitin Elektra sem margir hafa spáð sigri í ár og er að-
gangur öllum opinn. Miðaverð er 2.000 krónur og hefst forsala nú á föstudag-
inn kl. 13.
Páll Óskar sér um „græna herbergið“
M
or
gu
nb
la
ði
ð/
Ó
m
ar
Hey þú? Hvort
2.000 krónur
samræmist fjár-
hagslegri heilsu,
er svo annað mál?
Fólk
Markaður fyrir heiðrunarbönd
hvers kyns eða „tribute“-sveitir er
giska stöðugur hérlendis sem er-
lendis. Nú fara t.a.m. mikinn sveit-
irnar Stóns, skipuð Mínus-meðlim-
um m.a., og Wild Roses, Guns N’
Roses-heiðrunarband með Gunna
Bjarna úr Jet Black Joe og Skíta-
móralsmeðlimi innanborðs.
Ein til er nú í startholunum og
ekki er ráðist á garðinn þar sem
hann er lægstur, en nú á að véla um
dramatískt rokk og ról Queen. Lið-
skipanin vekur þá óneitanlega at-
hygli en um er að ræða þrjá Hvann-
dalsbræður, Magna „Rockstar“
Ásgeirsson, sem nú verður ekki
kallaður annað en Magni Mercury,
og síðast en alls ekki síst Thiago
Trinsi, brasilískan þungarokksgít-
arleikara sem starfar sem tónlistar-
kennari á Ólafsfirði, „Shreddarinn
mikli“ eins og hann var kallaður á
síðum þessum. Það mun því hik-
laust „hvína“ vel í þessu bandi!
Víkur hökutoppurinn
fyrir mottunni?
„Nagli“, stuttmynd Benedikts
Erlingssonar, er nú sýnd á stutt-
myndahátíðinni í Clermont-
Ferrand. „Naglinn“ er önnur stutt-
myndin sem Benedikt leikstýrir, en
sú fyrri var „Takk fyrir hjálpið“.
Á hátíðina eru valdar tæplega 80
myndir (úr um 5.000 umsóknum) en
af þeim eru svo valdar átta til
áframhaldandi sýningar í París,
þar sem Parísarbúum er gefinn
kostur á að sjá rjómann af hátíð-
inni. „Naglinn“ er ein af þessum
átta. Í samtali við Land og syni
sagði Benedikt að viðbrögðin hefðu
verið mjög góð. „Bara það að vera
hérna þýðir að það hefur rignt yfir
okkur tilboðum um að koma með
myndina á hátíðir. Ég veit ekki
hvernig þetta verður ef hún myndi
vinna eitthvað,“ sagði leikstjórinn
við nýjan ristjóra logs.is, Ásgeir H.
Ingólfsson.
Naglinn ein af bestu
myndunum
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
SÓLSTAFIR hafa í áranna rás tek-
ið merkilegum stakkaskiptum og er
hljóðheimur sveitarinnar að sönnu
einstakur. Upphaflega ástundaði
sveitin hefðbundið svartþungarokk
af gamla skólanum en í þá blöndu
hefur síðan verið hent stuðrokki að
hætti Motörhead, sveimkenndri ný-
bylgju og á stundum tekur tónlistin
á sig gotneskan suðurríkja-
rokksblæ. Sveitinni verður þannig
trauðla lýst, eitthvað sem ergir
poppfræðinga alveg óskaplega.
Á leið til London
Ný breiðskífa, Köld, er nú komin
út undir merkjum Spikefarm Re-
cords, undirmerki finnsku útgáf-
unnar Spinefarm. Fyrirtæki það er
vel tengt um allar þungarokks-
grundir og Sólstafir fyrir löngu orð-
in ágæta vel kynnt sveit í al-
þjóðaheimi bárujárnsins. Á plötunni
kveður enn við nýjan tón og er síð-
rokk að hætti Sigur Rósar í allstóru
hlutverki auk þess sem söngröddin
er „hrein“. Þetta er svo sett í hina
einstöku Sólstafahræru.
Aðalbjörn Tryggvason, söngvari
og gítarleikari, segir blaðamanni að
bandið sé nú að flytja búferlum til
Lundúna. Aðalbjörn, eða Addi, hef-
ur verið búsettur í Glasgow þar
sem hann hefur numið upp-
tökufræði.
„Spinefarm er með skrifstofur í
London og platan kemur út í Bret-
landi í mars,“ upplýsir hann. „Hvað
getur maður sagt, við erum búnir
að spila í hverri einustu rottuholu
sem fyrirfinnst á Íslandi a.m.k.
þrisvar sinnum. Okkur langar til að
láta reyna á hlutina þarna úti og
slíkt löngu orðið tímabært“
Platan er komin út í Finnlandi í
„efnislegu“ formi en einnig sem nið-
urhal. Aðalbjörn veit ekki hvort eða
hvernig hún kemur út hér á landi
og veit ekki hvort það tekur því að
standa í því. En ánægður er hann
yfir því að platan sé loksins sloppin
út en hún var að mestu orðin tilbú-
in í desember 2007 og var tekin upp
í Gautaborg í Svíþjóð, höfuðborg
skandinavíska þungarokksins.
„Það er búið að vera óttalegt ves-
en með þennan grip. Það hvílir ein-
hver bölvun á honum og reyndar á
sveitinni allri. „The Curse is Eter-
nal,“ segjum við gjarnan í hljóm-
sveitinni, setning sem er nokkurs
konar mottó hjá okkur.“
Fylgt eftir
Aðalbjörn segir að ætlunin sé að
fylgja plötunni eftir eins vel og
kostur er á. Búið er að bóka bandið
á eina þungarokkshátíð í Þýska-
landi, verið er að vinna í Astur-
Evrópu og svo er það Finnland,
heimaland útgáfunnar.
„Við túrum Finnland, með eða án
Satyricon,“ segir Aðalbjörn (sjá
ramma). „Og jörðum þá með ann-
arri, ef svo færi að við slægjumst í
för með þeim.“
Frýs í æðum blóð
Köld, ný plata svartmálmsrokkaranna í Sólstöfum, er komin út
Sveitin hefur flust til Lundúna þaðan sem hún mun gera út á næstunni
Einstakt Sólstafir hafa flust til Lundúna þaðan sem bylmingsþungu fagnaðarerindinu verður dreift.
Á meðal þess sem er í farvatninu
hjá Sólstöfum er túr um Finn-
land ásamt norsku svartmálms-
sveitinni Satyricon. Um er að
ræða eina af framlínusveitum
svartþungarokksins sem hefur á
umliðnum misserum siglt upp að
tveimur stærstu svartþunga-
rokkssveitum heims, Dimmu
Borgum og Cradle of Filth, hvað
vinsældir varðar.
Túra með Satyricon
Þriggja daga ferð fyrir tvo til Búdapest 23. apríl til 26. apríl.
Gisting með morgunverði á Hotel Mercure Korona, sem er
ákaflega glæsilegt 4 stjörnu hótel með góðum veitingastað
og kaffihúsi. Hótelið er staðsett við Kalvin-torgið í miðborg
Búdapest og þar er einnig sundlaug, gufubað og sólbaðsstofa.
Öll herbergin eru fallega innréttuð með sjónvarpi, síma,
minibar, hárþurrku og loftkælingu.
Febrúarvinningur:
3ja daga ferð fyrir tvo til Búdapest
að verðmæti 180.000 kr.
Innifalið í verði ferðar:
• Flug og flugvallaskattar til Búdapest og aftur til Keflavíkur
• Gisting í tvíbýli með morgunmat á Hotel Mercure Korona
• Akstur til og frá flugvelli erlendis
Ekki innifalið:
• Skoðunarferðir
Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift
eða í síma 569 1122
mbl.is/moggaklubburinn
1.vinningurregið . ebrúar
Með Moggaklúbbnum
til Búdapest