Morgunblaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009 ./  ./     0 0 ./ ! 1/      0 0 2% 2+ & &#3      0 0 6/     0 0 ./ " ./ #     0 0 Þetta helst ... ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar, ICEXI6, hækkaði um 2,68% í við- skiptum gærdagsins og endaði vísitalan í 952,15 stigum. Gengi bréfa Straums- Burðaráss hækkaði um 14,43% og Bakkavarar um 1,49%, en Marel lækk- aði um 2,64% og Össur um 0,62%. Gengi annarra félaga stóð í stað. Velta á hlutabréfamarkaði var óvenjumikil, eða 340 milljónir króna, en velta á skuldabréfamarkaði nam tæpum níu milljörðum króna. bjarni@mbl.is Hækkun í Kauphöll ● MOODY’S mats- fyrirtækið hefur enn á ný lækkað lánshæfiseinkunn gamla Kaupþings. Er lánshæfismat bankans fyrir for- gangsskuldabréf nú C, en var áður Caa2. Lánshæfi í erlendri og innlendri mynt er óbreytt og horfur eru stöðugar. Er endurskoðun Moody’s á lánshæfi Kaupþings nú lokið. bjarni@mbl.is Lánshæfið lækkað Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÞÝSKI bankinn DZ bank AG hefur fryst 55 milljónir evra af fjármunum Kaupþings í bankanum og er það meðal þess sem stendur í vegi fyrir uppgjöri við þýska viðskiptavini EDGE-útibús Kaupþings. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi skilanefndar Kaupþings með erlendum kröfuhöfum sl. fimmtu- dag. Skilanefndin hafði ráðstafað þessu fjármagni til að greiða þýskum sparifjáreigendum. Heildarskuld- bindingar bankans vegna sparifjár- eigenda í Þýskalandi eru rúmlega 330 milljónir evra. Umræddar 55 milljónir evra hafði DZ bankinn í sinni vörslu þar sem Kaupþing nýtti reikninga DZ sem millilið þegar innlánum var safnað á EDGE-reikningana. Frysti DZ bankinn fjárhæðina vegna annarrar óskyldrar kröfu á Kaupþing. Skila- nefnd Kaupþings telur að frysting fjármagnsins sé ekki lögmæt og hef- ur farið fram á að DZ bankinn sýni fram að umrætt fé hafi ekki verið í vörslu hans vegna EDGE. Ekki verður gripið til sérstakra úrræðna fyrir þýskum stjórnvöldum til að fá frystingunni aflétt fyrr en samninga- leiðin hefur verið reynd til þrautar. Þýskir sparifjáreigendur hafa sýnt því takmarkaðan skilning að bú- ið sé að leysa mál viðskiptavina Kaupþings í flestum öðrum löndum, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Kaupþing á sem stendur í viðræðum við þýska fjármálaeftirlit- ið, Bafin, um lausn á málum þar- lendra sparifjáreigenda. Öll mál tengd innlánum vegna Kaupþing Edge-reikninganna í Nor- egi, Finnlandi og Austurríki hafa verið leyst og allir sparifjáreigendur í þessum löndum hafa fengið innlán sín greidd að fullu og voru þau greidd af eignum Kaupþings. Ljóst er að Kaupþing á nægt lausafé til að standa við kröfur Þjóðverjanna. Frystu eignir Kaupþings Í HNOTSKURN »Rúmlega 30.000 inni-stæðueigendur voru í við- skiptum við Kaupþing EDGE í Þýskalandi. »Kaupþing reynir nú að fáfrystingu DZ bankans af- létt svo hægt sé losa um 55 milljónir evra og gera upp við sparifjáreigendur, en fénu hafði verið ráðstafað í það. »Heildarkröfur sparifjár-eigenda í Þýskalandi nema 330 milljónum evra. Morgunblaðið/Kristinn Kröfuhafar Erlendir kröfuhafar funduðu í síðustu viku með fulltrúum skila- nefndar Kaupþings. DZ bank hefur fryst 55 milljónir evra í eigu Kaupþings. SAMKVÆMT mati á stöðu gamla Glitnis, sem unnið var fyrir skila- nefnd bankans, eru eignir bankans 1.008 milljarðar króna en skuldir bankans eru metnar á 2.417 millj- arða. Fram kemur í Morgunkorni Greiningar Glitnis, að umtalsverð óvissa sé í eignamatinu og óraun- hæft sé talið að selja eignir fyrir en eftir tvö ár þegar markaðir hafi skánað og hægt verði að fá hærra verð fyrir eignirnar. Haft er eftir Árna Tómassyni, formanni skila- nefndarinnar, að með fyrirvara um þessa miklu óvissu megi reikna með að gamli Glitnir geti greitt 20-40% af skuldum sínum til kröfuhafa. gummi@mbl.is Getur greitt 20-40% Skuldir gamla Glitnis eru 2,4 milljarðar Morgunblaðið/Árni Sæberg „STAÐGENGILL forstjóra Fjár- málaeftirlitsins tók við daglegri stjórn eftirlitsins eftir að gengið hafði verið frá starfslokum við fyrr- verandi forstjóra þess. Því varð dagleg starfsemi eftirlitsins ekki fyrir skaða vegna starfslokanna.“ Svo segir í yfirlýsingu frá við- skiptaráðuneytinu vegna ummæla formanns bankastjórnar Seðla- banka Íslands um stjórn FME í bréfi til forsætisráðherra hinn 8. febrúar sl. Þá segir að viðskiptaráðherra hafi skipað nýja stjórn FME hinn 5. febrúar sl. Því hafi ekki orðið tafir á afgreiðslu mála vegna þessa. Í bréfi formanns bankastjórnar Seðlabankans segir að brotthlaup- inn ráðherra hafi skilið FME eftir stjórnlaust, bæði hvað fram- kvæmdastjórn og yfirstjórn varð- aði. Af því hafi hlotist verulegur skaði. gretar@mbl.is Ekki tafir á afgreiðslu mála FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is EIMSKIP afskrifaði 34,5 milljónir evra, um fimm milljarða króna, í lok síðasta árs vegna eignar sinnar í hol- lenska frystigeymslufyrirtækinu Daalimpex. Félagið tilkynnti í gær að Daalimpex yrði tekið til gjald- þrotaskipta. Samkvæmt upplýsingum frá Eim- skip munu eignir Daalimpex að öll- um líkindum duga fyrir útistandandi kröfum, en félagið var metið á um 75 milljónir evra, tæpa ellefu milljarða króna, í árslok 2007. Eignirnar eru því taldar um 40 milljóna evra virði, eða 5,8 milljarða króna. Enginn íslenskur banki á kröfu Enginn íslenskur banki er á meðal kröfuhafa Daalimpex og því eru þeir ekki berskjaldaðir fyrir tjóni ef ekki tekst að innheimta fyrir kröfum. Eimskip tapaði samtals 648,4 milljónum evra, um 95 milljörðum króna, á árinu 2008. Það var Íslands- met í tapi þar til Straumur fjárfest- ingarbanki birti sitt ársuppgjör nokkrum dögum síðar, en hann tap- aði 699,3 milljónum evra. Kaupverðið ekki uppgefið Eimskip eignaðist Daalimpex að fullu fyrir tveimur árum þegar félag- ið keypti 60 prósenta eignarhlut. Áð- ur hafði það átt 40 prósent í félaginu. Kaupverð var ekki gefið upp á þeim tíma. Morgunblaðið óskaði í gær eftir því að fá kaupverðið uppgefið en fékk þau svör hjá Eimskip að það væri ekki hægt vegna trún- aðarsamkomulags við fyrri eig- endur. Til stóð að selja Daalimpex og voru samningar á lokastigi þegar snurða hljóp á þráðinn á síðustu metrunum og salan gekk ekki eftir. Því verður félagið tekið til gjald- þrotaskipta. Fjárfestu í frystigeymslum Þegar Eimskip keypti Daalimpex var það eitt stærsta frystigeymslu- fyrirtæki í Evrópu og rak sex stórar frystigeymslur í Hollandi. Eimskip fjárfesti um tíma í mörgum frysti- geymslufyrirtækjum á borð við Inn- ovate og Atlas Cold Store. Eimskip afskrifaði einnig Innovate í fyrra- sumar, en bókfært virði félagsins var á þeim tíma 72,1 milljón evra, um tíu og hálfur milljarður króna á núvirði. Eimskip setur Daalimpex í gjaldþrot Milljarðar í afskriftir Morgunblaðið/Frikki Átti Íslandsmet Eimskip tapaði tæpum 100 milljörðum á síðasta ári SÚ afstaða Dav- íðs Oddssonar, formanns banka- stjórnar Seðla- banka Íslands, að neita að segja af sér er neyðarleg. Þetta er mat Lars Christen- sens, yfirmanns greiningardeildar Danske Bank, að því er fram kemur í frétt Bloom- berg-fréttastofunnar. Segir Christensen liggja ljóst fyr- ir að með hliðsjón af þeim mistök- um sem gerð hafi verið hafi banka- stjórn Seðlabankans nú þegar átt að vera búin að segja af sér. Bloomberg hefur einnig eftir Thomas Haugaard, hagfræðingi hjá Svenska Handelsbanken í Kaupmannahöfn, að það sé grund- vallaratriði að komið verði á trú- verðugleik varðandi efnahags- stefnu Íslands. „Það er skynsamlegt að hreinsa til í kerfinu,“ segir hann. „Seðlabankinn hafði þeim skyldum að gegna að hafa yfirsýn yfir fjár- málakerfið, þeir hefðu átt að gera sér grein fyrir alvöru þess sem var að gerast.“ Þá er haft eftir Gunnari Helga Kristinssyni, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, í frétt Bloomberg, að ef ríkisstjórn í einhverju öðru landi hefði lýst því yfir að hún vildi að seðlabanka- stjórar hættu störfum hefðu þeir undir eins stigið til hliðar. gretar@mbl.is Neyðarleg afstaða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.