Morgunblaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 21
Afi, ég mun ávallt sakna þín. Góðu stundirnar sem við átt- um saman, eins og um jólin núna, voru frábærar og ég mun ávallt muna þær. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, þú gafst svo mikið af þér og ég get ekki sagt það nógu oft hversu mikið ég mun sakna þín. Þitt barnabarnabarn, Helgi Mikael. Jæja, afi minn. Þá hefur þú kvatt okkur að sinni. Mikið varstu lánsamur að fá að dvelja hér á jörð í næst- um heil 92 ár, geri aðrir bet- ur, meistari. Mig langar að þakka þér fyrir það skeið af lífinu sem við fengum að eyða saman. Mig langar að þakka þér fyrir að hafa gefið mér hana móður mína, án hennar væri líf mitt ekki samt. Ég bið góðan Guð að halda verndarhendi sinni yf- ir þér þar sem þið Gyða amma sitjið saman núna að skipuleggja tímann ykkar framundan. Hvíl í friði og ég sé þig í eilífðinni. Að eilífu þinn dótt- ursonur, Hafsteinn Már Hafsteinsson. HINSTA KVEÐJA Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009 ✝ Georg Jónssonfæddist á Önd- verðarnesi á Snæfells- nesi 4. júlí 1917. Hann lést á heimili sínu 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmunda Línberg Brandfríður Óladótt- ir, f. 26. júlí 1896, d. 6. júní 1963, og Jón Ólafur Þorkelsson, f. 25. september 1889, d. 20. ágúst 1967. Síð- ar giftist Guðmunda, móðir hans, Kristjáni Guðmundssyni, f. 21. nóvember 1894, d. 1. júlí 1953. Hinn 16. janúar 1944 kvæntist Georg Gyðu Eyjólfsdóttur, f. 12. júní 1921, d. 4. apríl 1995. Börn þeirra eru: 1) Eyjólfur Þór, f. 1945. Börn hans eru a) Gyða, maki Jón Kjartansson. Þau eiga þrjú börn, Grétu, Erik Odd og Láru Elínu. b) Sigurður Ragnar, maki Íris Ey- steinsdóttir. Þau eiga eina dóttur, Emblu Björgu. c) Hildur, maki Borgar Ólafsson. Þau eiga þrjú börn, Brynhildi Dóru, Ísak Óla og Birtu Maríu. 2) Guðmundur Birgir, f. 1949, í sambúð með Dong Qing Guan, f. 1965. Hún á tvo syni, Sig- urð Ými, f. 1994, og Aron Frey, f. a) Sigurlilja, f. 1977. Sonur henn- ar er Leó, f. 2003. b) Róbert Örn, f. 1983, sambýliskona Halla Ósk Haraldsdóttir, f. 1984. Þau eiga 2 börn, Emblu Nótt, f. 2004, og Bjarteyju Gyðu, f. 2008. c) Albert Guðni, f. 1987, sambýliskona Vala Dögg Sigurðardóttir. Þau eiga eina dóttur sem er óskírð. d) Gil- bert Daníel, f. 1992. Fyrir átti Georg Jóel Hreiðar, f. 1937, maki Eygló Fjóla Guð- mundsdóttir, f. 1939. Þau eiga 3 börn, a) Guðmund Sævar, f. 1960, sambýliskona Oddný Erlends- dóttir, f. 1964. Þau eiga tvíburana Bríeti og Viktor, f. 1999. b) Ás- laug, f. 1968, maki Jörundur Jör- undsson, f. 1968. Þau eiga þrjú börn, Hreiðar Geir, f. 1989, Krist- ínu Björgu, f. 1995, og Fjólu Ýri, f. 2001. c) Ólafía, f. 1968, maki Magnús Pálsson, f. 1963. Þau eiga tvær dætur, Eygló Önnu, f. 1990, og Margréti Sif, f. 1993, en fyrir á Magnús Halldóru Kristínu, f. 1985. Georg fluttist ungur til Reykja- víkur þar sem hann lagði stund á blikksmíði og varð síðar meistari og rak um árabil Blikksmiðjuna Loga við Síðumúla. Hann bjó lengst af á Háaleitisbraut 33 í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni og börnum. Þar áður bjuggu þau í Hvassaleiti 12 og Hólmgarði. Útför Georgs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1997. Börn Birgis eru: a) Jóhann, f. 1969, í sambúð með Sigrúnu Rósu Björnsdóttur, f. 1970. Þau eiga þrjá syni, Daníel, Birgi og Jóhann. b) María Íris Birgis. Stef- ánsdóttir, f. 1970,maki Ágúst Fjalar Jónasson, f. 1970. Dætur þeirra eru Ingigerður Bjarndís og Hjördís Alfa. c) Georg, f. 1971, í sambúð með Fanneyju S. Bjarnadóttur, f. 1974. Þau eiga tvö börn, Birtu og Bjarna Blæ. d) Gísli, f. 1975. Hann á þrjú börn, Arnór Blæ, Sóleyju Báru og Arnar Darra. e) Viktor, f. 1980. f) Davíð, f. 1999. 3) Helga Unnur, f. 1953, maki Hafsteinn Vilhelmsson, f. 1949. Þau eiga 4 börn, a) Ölmu Björk, f. 1975. Hún á tvö börn, Helga Mikael, f. 1993, og Söru Líf, f. 1998. b) Íris Björk, f. 1975, maki V. Andri Einarsson. Dóttir þeirra er Hekla Eir, f. 2001. c) Elfa Ýr, f. 1982, maki Ross Mundell, f. 1975. d) Hafsteinn Már, f. 1984. 4) Edda Júlíana, f. 1960, maki Albert Páls- son, f. 1958. Þau eiga fjögur börn, Elsku pabbi minn, nú ert þú far- inn til föður okkar á himnum. Eins og segir í orðinu sem ég dró fyrir þig úr Biblíunni, Lúkas 15:20, nótt- ina sem þú kvaddir þetta jarðríki: „Og hann tók sig upp og fór til föður síns. En er hann var enn langt í burtu, sá faðir hans hann og kenndi í brjósti um hann, hljóp og féll um háls honum og kyssti hann.“ Þetta sýndi mér að Guð svarar bænum okkar og þú svaraðir mér alltaf er ég leitaði til þín. Þú elskaðir mig ávallt eins og ég er og án þín væri ég ekki þar sem ég er í dag. Þú stóðst alltaf með mér og ég þakka þér af öllu hjarta fyrir það, elsku pabbi minn. Þegar ég hugsa til baka þá koma upp margar minningar og einungis þær góðu sitja eftir í mínu hjarta. Sérstaklega þótti mér vænt um að vera með þér og öllum krökkunum okkar, nú um jólin, svo glöðum og hressum og þú meira að segja spjallaðir við tengdason okkar á ensku, eins og ekkert væri. Ég veit að nú ert þú kominn heim og mig langar að segja þér að lok- um að ég elska þig og sakna þín og mun ávallt minnast þín í hjarta mínu. Takk fyrir allt sem þú sem þú hefur verið mér, elsku pabbi. Þín dóttir, Helga. Elsku besti Georg afi. Ég veit nú bara ekki alveg hvað ég á að gera á laugardögum, ég kom nefnilega allt- af með graut frá Múlakaffi og sat frammi á stól og beið eftir mömmu og þú komst alltaf fram og heilsaðir mér. Síðan fórstu inn og borðaðir grautinn og lagðir þig síðan. Og alltaf þegar við fórum og vorum að fara inn í lyftuna þá sagðir þú við mig og mömmu, farið varlega og við sögðum alltaf sömuleiðis og síðan fórum við. Alltaf talaðir þú við mömmu inni, ég er samt ánægð að þú skemmtir þér vel inni með mömmu minni. Það var kannski bara best fyrir þig að fara til Guðs og þá hittir þú Gyðu ömmu, en mér finnst mjög leiðin- legt að þurfa að kveðja þig núna. Ég þekkti ekkert annað en að þurfa að fara á laugardögum og sækja graut og hlaupa út í búð og sækja mjólkurpott fyrir þig og samloku með rækjusalati og kannski kex- köku fyrir þig. Líka þegar þú komst til okkar og varst með okkur fjöl- skyldunni um síðustu jól. Ég sakna þín rosalega, afi. Ég var líka ánægð þegar mamma sagði við mig um daginn: Hlauptu út, afi þinn er hérna fyrir utan og ég hljóp út og spurði hvað þú værir að gera. Þá varstu að leita að rak- arastofunni og ég sagði að hún væri ekki hér og ég fylgdi þér heim á elliheimilið og þig svimaði og það kom kona og hjálpaði þér inn, á stól. Svo komu konur og fylgdu þér í kaffið og þú fékkst þér kaffisopa og fórst svo að leggja þig. Þú fórst oft með okkur út að borða og varst alltaf með pípuna og hattinn og við fórum á Pottinn og pönnuna og þú vildir alltaf borga. Núna verð ég bara að venjast að þú sért ekki á lífi lengur og enginn til að fara í búðina fyrir eða sækja grautinn á Múlakaffi, það er svo erfitt en ég segi: Bless, bless, Georg afi og Guð geymi þig. Sara Líf. Georg Jónsson  Fleiri minningargreinar um Georg Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA JÚLÍUSDÓTTIR, til heimilis á Sléttuvegi 19, Reykjavík, lést aðfaranótt sunnudagsins 8. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Guðmundur Gunnarsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Björn Líndal, Anna Margrét Guðmundsdóttir, Kristinn Ágúst Friðfinnsson, Gunnar Örn Guðmundsson, Helga Margrét Söebech, Hlíf Guðmundsdóttir, Geir Björnsson, Hrönn Guðmundsdóttir Sicari, Frank Sicari, Ólöf Magnúsdóttir, Örlygur Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, vinur, afi og langafi, BENEDIKT JÓNSSON fv. forstjóri Hraðfrystihúss Keflavíkur h/f, áður til heimilis að Tjarnargötu 29, Keflavík, lést á Hlévangi, föstudaginn 6. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jón Benediktsson, Bjarnhildur H. Lárusdóttir, Margrét Þóra Benediktsdóttir, Hermann Ólafsson, Svanhildur Sigurgeirsdóttir, María Arnlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, TRYGGVI GUNNARSSON skipasmiður, Lindasíðu 2, Akureyri, andaðist á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri föstudaginn 6. febrúar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 13. febrúar kl. 13.30. Stella Sigurgeirsdóttir, Ingibjörg Tryggvadóttir, Haraldur Valdimarsson, Ragnar Geir Tryggvason, Erna Björk Guðmundsdóttir, Gunnar Tryggvason, Harpa Ágústsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, MARGRÉT ÞORVALDSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést föstudaginn 6. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði föstudaginn 13. febrúar kl. 13.00. Þorvaldur S. Hallgrímsson, Svanhildur Leifsdóttir, Leifur Þorvaldsson, Guðrún Ósk Gunnarsdóttir, Hallgrímur Smári Þorvaldsson, María Jóna Guðnadóttir, Grétar Már Þorvaldsson, Haddý Anna Hafsteinsdóttir og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA ÁGÚSTSDÓTTIR, Miðleiti 4, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni sunnudagsins 8. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Eggert Óskar Þórhallsson, Hafdís Eggertsdóttir, Sveinn Eyþórsson, Ólafur Eggertsson, Heiða Vernharðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAGNAR KVARAN, Stýrimannastíg 15, Reykjavík, lést sunnudaginn 8. febrúar. Útför verður auglýst síðar. Ólöf Björg Björnsdóttir, Tinna Kvaran, Hrafnhildur Kvaran, Harry Jóhannsson, Bergljót Inga Kvaran, Steinþór Carl Karlsson, Sigrún Hjörleifsdóttir, Thorben Lund og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG KRISTÍN JÓNSDÓTTIR leikskólakennari, Sóltúni 12, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut, sunnudaginn 8. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 17. febrúar kl. 13.00. Guðrún Lára Kjartansdóttir, Bjarni Sólbergsson, Kjartan Kjartansson, Halla Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.