Morgunblaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 41. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Lífeyrisgreiðslur skerðast  Líklegt er, að lífeyrisgreiðslur margra sjóða verði skertar á þessu ári enda hafa eignir þeirra rýrnað umtalsvert. Á það einkum við um sjóði á almennum vinnumarkaði en trúlega verður skerðingin engin hjá Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna og sjóðum sveitarfélaganna. Hafa forsvarsmenn lífeyrissjóðanna átt viðræður við stjórnvöld um uppgjör vegna framvirkra gengissamninga við gömlu bankana en þau mál eru enn í skoðun. »Forsíða Ákvæði um uppljóstrara  Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, kynnti í gær starfsemi embættisins og starfsmenn þess. Eru þeir fjórir í fullu starfi og einn í hlutastarfi. Það er nýlunda, að nú má hlífa svokölluðum uppljóstrara við ákæru, þótt sekur sé, að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. »4 Frysti 55 milljónir evra  Þýski bankinn DZ bank AG hefur fryst 55 millj. evra af fjármunum Kaupþings í bankanum og er það eitt með öðru, sem stendur í vegi fyrir uppgjöri við viðskiptavini Edge-útibús Kaupþings. »14 SKOÐANIR» Staksteinar: Sjálfstæði bankastjóra Forystugreinar: Norrænar varnir? | Til hamingju, Pacifica! Ljósvakinn: Stephen King á Mýrdalssandi Pistill: Arnsúgur þjóðarandans UMRÆÐAN» Jón Baldvin, EES og bankahrunið Íslenska hagkerfið í endurreisn Hver ber ábyrgðina ef illa fer? Steingrímur J. og stóryrðin um IMF 4' 5"(' / ! ", ! 67889:; (<=:8;>?(@A>6 B9>96967889:; 6C>(B"B:D>9 >7:(B"B:D>9 (E>(B"B:D>9 (3;((>$"F:9>B; G9@9>(B<"G=> (6: =3:9 .=H98?=>?;-3;H(B;@<937?"I:C>? &J& &J J  J &J& %J ?'!   !! ""&$"'/ "& J& & &J J  J & %J J& &J&%& .B 2 ( & &J J%  J& & Heitast -1° C | Kaldast -9° C Fremur hæg, norð- læg átt. Víða létt- skýjað en skýjað að mestu norðan- og aust- anlands og él. » 10 Karlakórinn Fjalla- bræður þakkar Færeyingum fyrir sig með því að semja lag um smáþjóðina vingjarnlegu. »32 TÓNLIST» Sungið með pungnum FÓLK» Stjörnurnar mættu á Bafta-verðlaunin. »33 Sæbjörn Valdimars- son gefur kvikmynd- inni The Reader þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum. »35 TÓNLIST» Winslet er mögnuð TÓNLIST» Plant og Krauss sigursæl á Grammy. »31 TÓNLIST» Sólstafir ætla að flytjast til London. »30 Menning VEÐUR» 1. Íslendingar „nýju Pólverjarnir“ 2. Sigurður Helgason látinn 3. Fljúgandi furðuhlutur yfir Obama 4. Gleymdist í bílskúr í hálfa öld Íslenska krónan styrktist um 0,26% »MEST LESIÐ Á mbl.is VEÐURBLÍÐAN á landinu undanfarna daga hefur verið með eindæmum. Eitthvað hefur dregið úr frostinu en eftir sem áður hefur ver- ið bjart. Því hefur viðrað vel til að fara út að ganga, líkt og þessar ungu konur gerðu í of- anverðum Elliðaárdal um helgina. Samkvæmt spá Veðurstofunnar viðrar ágætlega í dag og á morgun en á fimmtudag er spáð suðaust- anvindi með snjókomu og slyddu. Hressandi ganga í vetrarblíðunni Morgunblaðið/Heiddi KONUM líður verr en körlum í krabbameins- meðferð. Þær finna frekar fyr- ir þunglyndi, kvíða og al- mennri lík- amlegri og and- legri vanlíðan. „Ég hef sinnt mikið krabba- meinssjúku fólki og hef ekki fundið fyrir þessum mun,“ segir Elísabet Hjörleifsdóttir um niðurstöðu dokt- orsrannsóknar sinnar. „Karlmenn sýna alveg eins tilfinningar sínar.“ Því komi niðurstaðan á óvart. | 16 Konum líður verr en körlum Elísabet Hjörleifsdóttir FIÐLULEIKARINN Sigurbjörn Bernharðsson fékk á sunnudag Grammy-verðlaun sem liðsmaður kammersveitarinnar Pacifica. Þau voru veitt fyrir besta flutning kammertónlistar á plötu. Verðlaunaplatan geymir strengjakvartetta nr. 1 og 5 eftir tónskáldið Elliot Carter er fagnaði aldarafmæli fyrr í vetur. | 28 Íslendingur fær Grammy MINNI losun á sorpi er einn af fylgi- fiskum kreppunnar. Á þetta ekki hvað síst við um fyrirtæki, en þó einn- ig almenning, samkvæmt upplýs- ingum frá bæði Gámaþjónustunni og Sorpu. Eru heildartölur um losun sveitarfélaganna á sorpi þannig um 15-17% lægri í janúar í ár en þær voru á sama tíma í fyrra. „Við sjáum þetta nokkuð glöggt í fyrirtækjaúrganginum, sem er um 60% af því sem við tökum við,“ segir Ragna Ingibjörg Halldórsdóttir, deildarstjóri markaðs- og fræðslu- sviðs hjá Sorpu. Hún segir vissulega hafa dregið úr byggingaúrgangi, en einnig pakkningum og öðrum umbúð- um sem fylgi verslunarrekstri. „Við verðum varir við samdrátt bæði í heimilis- og byggingaúrgangi,“ segir Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Gámaþjónustunnar. Samdrátturinn sé vissulega meiri er kemur að rusli frá byggingariðn- aðinum, en þó sé hann líka áberandi hjá heimilunum. „Dagblöðum hefur til dæmis fækkað og þau sem eftir eru á markaðinum eru áberandi þynnri. Þetta verðum við varir við í endurvinnslutunnum okkar.“ Hann segir þá hjá Gámaþjónust- unni hafa verið farna að íhuga að losa tunnurnar oftar áður en kreppan skall á, en nú sé þess engin þörf. Hjá Sorpu verða menn ekki jafn- mikið varir við að heimilisúrgang- urinn hafi minnkað. Samdráttar verði engu að síður vart bæði á endur- vinnslustöðvunum og í móttökustöð- inni, auk þess sem hreyfing í þessa átt eigi sér einnig stað í Góða hirð- inum. „Það var lítill munur fyrst í stað, en nú er þetta aðeins að byrja,“ segir Ragna Ingibjörg. annaei@mbl.is Minna um sorp  Úrgangur fyrirtækja og heimila minnkar í kreppunni  Samdrátturinn líka farinn að ná til Góða hirðisins Morgunblaðið/Frikki Samdráttur Minna er um umbúðir og annan úrgang í kreppunni. Í HNOTSKURN »Sorpúrgangur hefur dreg-ist saman um 15-17% frá sama tíma í fyrra og er áber- andi minna um sorp frá fyr- irtækjum. »Það er þó ekki bara sorp-úrgangurinn sem hefur minnkað því markaðurinn fyr- ir endurvinnsluefni hefur einnig dregist mjög saman. Að sögn Sveins á það jafnt við um ál, stál, pappa og olíu. „Í sum- ar fengum við um 100 evrur fyrir tonnið af pappa, núna fáum við kannski tíu evrur fyrir sama magn.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.