Morgunblaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.02.2009, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009 Sólveig Sigrún Oddsdóttir ✝ Sólveig SigrúnOddsdóttir fæddist í Móhúsum í Garði, 11. október 1916. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi 30. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Útskálakirkju 7. febrúar. Meira: mbl.is/minningar Egill Guð- mundsson ✝ Egill Guðmunds-son, bóndi í Króki í Grafningi í Árnessýslu, fæddist í Eyvík í Grímsnesi 13. maí 1921. Hann lést á bráðamóttöku Landspítalans í Reykjavík 21. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Selfosskirkju 10. janúar. Meira: mbl.is/minningar Ómar Ingi Ol- sen Ómarsson ✝ Ómar Ingi OlsenÓmarsson fædd- ist í Reykjavík 8. febr- úar 2008. Hann lést 15. nóvember sl., að- eins níu mánaða gamall. Útför hans fór fram 24. nóvember 2008. Meira: mbl.is/minningar ✝ Haraldur Björns-son fæddist í Ána- naustum í Reykjavík 2. október 1924. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Landa- koti, 31. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Anna Pálsdóttir húsmóðir, f. 17. sept- ember 1888, d. 6. des- ember 1961 og Björn Jónsson skipstjóri, f. 6. júlí 1880 d. 9. ágúst 1946. Haraldur var ell- efti í hópi 13 systkina, sem ólust upp hjá foreldrum sínum í Ánanaustum. Systkinin eru nú öll lát- in, en þau voru: Ásta Laufey, f. 24. nóvember 1908, Jón, f. 28. júlí 1910, Sigurbjörg, f. 5. nóvember 1911, Unn- ur, f. 3. nóvember 1913, Björgvin Halldór, f. 24. ágúst 1915, Hildur, f. 27. nóvember 1916, Viggó Páll, f. 27. febrúar 1918, Sigríður, f. 1. nóv- ember 1919, Anton Björn, f. 6. júní 1921, Auðbjörg, f. 5. apríl 1923, Guð- jón f. 27. febrúar 1926, Valdimar, f. 16. ágúst 1927 . Haraldur kvæntist 9. júní 1951 Þóru Stefánsdóttur, f. 10. júlí 1924, d. 26. janúar 2006. Foreldrar hennar fyrirtækisins ásamt Gunnari Guð- jónssyni. Undir stjórn Haraldar breyttist fyrirtækið úr hefðbundinni heildverslun í sérhæft umboðsfyr- irtæki með pappír og pappírsvörur. Frá upphafi var lögð höfuðáhersla á viðskipti við finnsk fyrirtæki í papp- írsiðnaði og er svo enn þann dag í dag. Árið 1984 festi S. Árnason & Co. kaup á Ólafi Þorsteinssyni ehf. Haraldur rak fyrirtækin ásamt fjöl- skyldu sinni til dauðadags. Árið 1965 var Haraldur skipaður ræðismaður Finnlands í Reykjavík og frá 1968 til 2001 gegndi hann starfi aðalræðismanns Finnlands á Íslandi. Fyrir störf sín sæmdi forseti Finnlands hann stórriddarakrossi hinnar hvítu rósar. Haraldur var mikill KR-ingur og æfði og keppti með því félagi um árabil. Hann lagði stund á frjálsar íþróttir. Mesta ánægju hafði hann af skíðaíþróttinni sem hann stundaði fram á níræð- isaldur. Jafnframt var Haraldur virkur í félagsstörfum fyrir KR. Hann sat í stjórn skíðadeildar KR og í aðalstjórn félagsins. Þá var hann formaður skíðadeildar 1948-1949. Haraldur var í sveit í Eyvík í Gríms- nesi. Hann minntist oft veru sinnar þar og hélt sambandi við Eyvík- urfólkið alla tíð. Útför Haraldar fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. voru Stefán Ingimar Dagfinnsson skip- stjóri, f. 10. júlí 1895, d. 31. ágúst 1959 og Júníana Stefánsdóttir húsmóðir, f. 14. júní 1891, d. 5. október 1982. Börn Þóru og Haraldar eru: Stefán, f. 4. júlí 1952; Guðjón Björn, f. 12. desember 1956, kvæntur Karól- ínu Margréti Jóns- dóttur, f. 4. september 1959, sonur þeirra er Haraldur, f. 30. janúar 1995; Anna Sigríður, f. 5. september 1959, gift Sigurði Snorrasyni, f. 8. mars 1953, börn þeirra eru Þóra, f. 21. desember 1989 og Snorri f. 24. febrúar 1994. Dætur Sigurðar eru Elín Dóra, f. 6. apríl 1971, Linda Björk, f. 1. mars 1972 og Harpa Dögg, f. 12. apríl 1981. Haraldur stundaði nám við Verzl- unarskóla Íslands og lauk þaðan prófi árið 1942. Hann var háseti á síldarskipum 3 sumur. Haraldur hóf störf hjá S. Árnason & Co. umboðs- og heildverslun haustið 1942. Hann tók þar fljótlega við starfi fram- kvæmdastjóra og varð síðar eigandi Sorg ríkir í fjölskyldunni eftir fráfall tengdaföður míns Haralds Björnsson- ar. Hann var kominn á 85. aldursár þegar hann lést 31. janúar sl. Þó að hann hafi verið veikur frá því í lok nóv- ember vonuðumst við til að hann myndi hressast og komast upp í Skála- fell á skíði eins og hann hafði áhuga á. Vonbrigði hans voru mikil þegar hann fann heilsuna þverra og allt fram á síð- ustu stundu héldum við í vonina um að hann kæmist af stað aftur. Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég kynntist Haraldi var að hann virtist aldrei skipta skapi, rólegur og yfirveg- aður. Hann þurfti ekki að hækka róm- inn til að aðrir hlustuðu, fékk athygli þeirra sem voru nálægt. Hann var af- skaplega orðvar maður og aldrei heyrði ég hann segja blótsyrði. Þegar hann tók ákvörðun fékk fátt henni breytt og allt var þetta gert í rólegheit- unum. Haraldur var mikið fyrir útiveru og bestu minningarnar eru úr Grafningn- um þar sem hann vildi helst vera. Iðu- lega þegar helgi nálgaðist var farið að athuga hvort einhver ætlaði ekki að fara austur og var hann fyrstur af stað. Þegar komið var á staðinn leið ekki langur tími þar til sást til hans í tiltekt umhverfis bústaðinn. Fyrir þremur ár- um þegar Þóra dó missti Haraldur mikið og hefur í raun aldrei komist yfir þann missi. Söknuðurinn var mikill en hverja helgi fór hann upp í kirkjugarð og setti blóm á leiðið. Það var ekkert sem gat fyllt skarðið sem hún skildi eft- ir og ótrúlegt hvað hann var staðráðinn í að reyna að bjarga sér sjálfur heima. Haraldur var einstaklega um- hyggjusamur afi barnabarnanna og fylgdist af áhuga með þeim í leik og starfi. Snorri og Haraldur yngri spiluðu ekki marga leiki í fótboltanum án þess að afi kæmi til að fylgjast með og Þóra yngri fékk sömu athygli með- an hún var í ballett. Það sama átti við um hvernig þeim gekk í skólanum. Hann var farinn að hlakka til að nafni hans yrði fermdur í vor og Þóra að út- skrifast úr MR. Hann var dyggur stuðningsmaður KR og mætti undanfarin ár á flesta heimaleiki í fótboltanum. Einnig var hann áhugasamur um enska fótboltann og þar var Liverpool efst á blaði. Ætt- fræðin var einnig mikið áhugamál og var hann ótrúlega fróður um menn og málefni í Vesturbænum. Ég hafði oft gaman af að ræða þau mál en hann var úr Ánanaustunum en ég alin upp á Vesturgötunni. Ég vil þakka Haraldi góða samfylgd frá fyrstu kynnum. Hans verður sárt saknað Karólína Margrét Jónsdóttir. Sólin sendi geisla sína inn um gluggann þegar tengdafaðir minn Har- aldur Björnsson kvaddi þennan heim. Það var daginn fyrir andlátið að við feðgar komum við hjá honum en Snorri var að fara til fjalla á snjóbretti og þeg- ar hann vissi það brosti hann og sagði „já, það er sjálfsagt að nota þennan fal- lega dag“. Haraldur var góður skíðamaður og stundaði Skálafellið í áratugi, var mættur þar um helgar þegar færi gafst og beið eftir að lyftur opnuðu á morgn- ana. Eftir að skíðaferðinni lauk fór hann gjarnan í Grafninginn þar sem sumarhúsið hans er og ef ekki var hægt að komast alla leið akandi spennti hann á sig gönguskíði og gekk þangað, oft langa leið. Einnig fór hann í skíða- ferðir til útlanda í mörg ár og hafði áformað að fara eina slíka nú í vetur en tók sér aðra ferð á hendur. Haraldi leið hvergi betur en í Grafn- ingnum, með útsýni yfir Þingvallavatn þar sem Skjaldbreiður blasti við. Yfir sumarmánuðina var farið þangað, helst um hverja helgi, og var hann þá fljótur að fara í útifötin, hreinsa til og huga að gróðri. Hann fór ófáar ferðir með hrífu á öxl og áburð og fræ í fötu til að græða rofabörð og mela, ekki bara í sínu landi heldur einnig utan þess. Sérstaka alúð fékk flötin við bátaskýlið sem hann græddi upp á mörgum árum. Nokkr- um sinnum um páska fórum við tveir í Grafninginn á vélsleðum, en Haraldur var með þeim fyrstu hér á landi sem eignaðist einn slíkan. Sá hinn sami var þó ekki notaður í þær ferðir enda kom- in betri tæki á seinni árum. Hann var um sjötugt þegar við fórum í sleðaferð upp í Veiðivötn og tók hann þá að sér forystuhlutverkið; að aka yfir ísilögð vötnin þegar við hinir vorum hikandi. Ég átti þess einnig kost að fara með Haraldi í mörg ár til veiða í Norðurá í Borgarfirði en Haraldur veiddi þar í yf- ir 50 ár. Síðast fórum við þangað árið 2003 en eins og menn vita sem þar hafa verið er neðra svæðið þar erfitt yfir- ferðar fyrir harðfullorðið fólk. Þetta voru mjög góðar ferðir enda þekkti Haraldur ána og umhverfið mjög vel og hann vissi nákvæmlega hvaða regl- ur giltu við veiðarnar. Hann þoldi illa ef aðrir veiðimenn fóru ekki eftir settum reglum og sagði sem svo „mér finnst þessir menn fara ansi glannalega að!“ Haraldur talaði aldrei illa um fólk og aldrei heyrði ég hann bölva utan ef honum fannst á rétt sinn eða annarra gengið en þá sagði hann gjarnan að þetta eða hitt væri nú ansi glannalegt. Haraldur var mjög traustur maður, það sem hann sagði stóð eins og stafur á bók. Hann nefndi við mig nú seint í haust að svo virtist að traust og trún- aður væri horfið, það væri ekkert að marka það sem menn segðu. Þetta fannst honum miður enda ekki vanist þessu í viðskiptum sínum. Missir Haraldar var mjög mikill þegar Þóra eiginkona hans til 54 ára féll snögglega frá fyrir þremur árum og var hann aldrei samur eftir það en þau hafa nú náð saman á ný. Ég þakka tengdaföður mínum fyrir alla góðu tímana sem við áttum saman. Sigurður Snorrason. Haraldur Björnsson  Fleiri minningargreinar um Har- ald Björnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningar á mbl.is ✝ Jón Stefánssonfæddist á Ak- ureyri 7. júní 1937. Hann lést á heimili sínu, í Skessugili, 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ragnheiður Jónsdóttir frá Engi- mýri í Öxnadal, f. 24.2. 1899, d. 19.7. 1980, og Stefán Árnason frá Dag- verðareyri, f. 19.9. 1897, d. 23.5. 1977. Þau hófu búskap í Glerárþorpi en fluttu síðan í Norð- urgötu 15 á Akureyri þar sem þau ólu upp börn sín. Þau eignuðust ell- 1902, d. 5.8. 1967 og Sigríður Guð- jónsdóttir 26.7. 1910, d. 7.2. 1995. Börn þeirra Jóns og Ástu eru: 1) Sigríður Halla, f. 30.12. 1956, maki Klæmint Klein, börn hennar eru, Kristín, maki Rókur Tummasarson og börn þeirra eru Halla, Páll og óskírð Tummasarson; Jón Þór, maki Jacoba Winther og börn þeirra eru Ása Winther og Karol- ina Halla Jónsdóttir; og Linda Sif, maki Henning Sörensen og sonur þeirra Kristinn Þór. 2) Ragnheið- ur, f. 16.4. 1958, maki Gunnar Magnússon, börn hennar eru Hulda Magnadóttir, Guðlaug Ásta, maki Kristján Baldur Valdimars- son, Hermann Ingi og Jón Elvar Gunnarsbörn. 3) Sonja Rut, f. 11.1. 1966, maki Kjartan Smári Stef- ánsson, börn hennar eru Ásta Mar- grét Rögnvaldsdóttir, maki Jó- hann Ágúst Sigmundsson, Andrea Dögg og Ásdís Elva Kjart- ansdætur. 4) Stefán Einar, f. 22.10. 1969, maki Steinunn Jóna Sæ- valdsdóttir, börn þeirra eru Lena Ósk, Einar Bjarki og Eva Lind. 5) Jóna Brynja, f. 17.10. 1976, maki Tómas Veigar Sigurðsson, börn hennar eru Díana Rós Jónudóttir, Tómas Smári Tómasson og Emilía Ásta Tómasdóttir, f. 23.1. 2004, d. 18.2. 2004. Jón ólst upp í Norðurgötu 15 þar sem hann sleit barnsskónum. Ungur flutti hann til Vest- mannaeyja þar sem hann stundaði sjómennskuna og lærði til múrara. Kynntist hann konunni sinni þar og hófu þau búskap 1956. Leiðin lá aftur til Akureyrar í gosinu 1973 og hafa þau búið þar síðan. Útför Jóns fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. efu börn en níu kom- ust upp. Þau eru Ólaf- ur, f. 28.10. 1925, Sigríður, f. 3.12. 1926, d. 3.10. 2003, Örn, f. 2.7. 1931, Stefán Gunnar, f. 27.7. 1932, Anna Fríða, f. 6.10. 1934, d. 25.5. 2005, Jón, f. 7.6. 1937, Brynjar Karl, f. 2.8. 1939, Sigurður Árni, f. 16.9. 1941, og Auð- ur, f. 9.12. 1945. Jón giftist 19.9. 1957 Ástu Hallvarð- sdóttur frá Vestmannaeyjum, f. 25.6. 1939. Foreldrar hennar voru Hallvarður Sigurðsson, f. 14.5. Kæri bróðir. Þá er komið að kveðjustund. Þegar ég sest niður til að skrifa nokkur kveðjuorð til þín fallast mér hendur. Það er svo margt sem ég vildi þakka þér fyrir og líka margt sem við kannski hefðum þurft að tala um en það bíður bara betri tíma. Veikindi þín voru þér erfið en þú tókst þeim með æðruleysi og alltaf var stutt í brosið og grínið hjá þér. Heimili ykk- ar Ástu stóð alltaf opið fyrir okkur öll- um og gott þangað að koma og þökk- um við fyrir það. Jón var mikill söngmaður og hafði gaman af að vera í góðra vina hópi og var þá lagið tekið og sungið bæði mikið og hátt, þessum stundum gleymum við ekki. Elsku Ásta, missir þinn er mikill en við vitum að börnin ykkar standa sem klettur við hlið þér og gefa þér styrk á þessum erfiðu tímum. Elsku bróðir, með þessum fátæklegu orðum viljum við systkinin þakka þér sam- fylgdina í gegnum árin og biðjum góð- an Guð að geyma þig og vernda uns leiðir okkar liggja saman á ný. Að lokum viljum við senda þér, Ásta mín, börnum þínum, mökum þeirra og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur og biðjum um styrk fyrir ykkur öll. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Kæri bróðir, hafðu þökk fyrir allt. Minning þín mun lifa með okkur um ókomin ár. Fyrir hönd okkar systkinanna og maka okkar. Þín systir Auður. Kæri Jón! Þá er komið að leiðarlokum, ekki grunaði mig það að það yrðu okkar síðustu samverustundir hér á jarðríki þegar við hittumst við jarðarför Est- erar mágkonu þinnar í nóvember sl. Þrátt fyrir heilsubrest þinn datt mér ekki annað í hug en við myndum sjást aftur á sumri komanda. Enn erum við minnt á það að enginn þekkir sinn vitjunartíma. Ég er systursonur Jóns, þannig að hann hefur verið hluti af lífi mínu alla mína tíð.Við Jón náðum einstaklega vel saman, samband okkar Jóns og Ástu konu hans og þeirra barna var mjög náið meðan þau bjuggu í Eyj- um, auðvitað minnkaði það þegar það Jón Stefánsson Félag sjálfstæðismanna í Árbæ, Selási, Ártúns- og Norðlingaholti Opinn fundur með Guðlaugi Þór Félag sjálfstæðismanna í Árbæ Selási, Ártúns- og Norðlingaholti efnir til opins fundar með Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþm. um stjórnmálaviðhorfið. Fundurinn verður miðvikudaginn 11. febrúar kl. 20:00 í félagsheimili sjálfstæðismanna í Hraunbæ 102B (við hliðina á Skalla). Allir velkomnir! Stjórnin. Lokað Vegna jarðarfarar HARALDAR BJÖRNSSONAR verða skrifstofur okkar lokaðar í dag. S. Árnason & Co. Ólafur Þorsteinsson ehf. Vatnagörðum 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.