Morgunblaðið - 27.02.2009, Side 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
FLUGSTOÐIR kynntu í gær sparn-
aðaraðgerðir, sem munu hafa í för
með sér skerta þjónustu á flugvöll-
um, aðallega á landsbyggðinni.
Stefnt er að því að aðgerðirnar skili
um 60 milljóna króna sparnaði í ár.
Sem dæmi má nefna, að frá og
með 1. apríl verður þjónustu á Vest-
mannaeyjaflugvelli hætt klukkan
19.30 á kvöldin og henni verður hætt
klukkan 20.30 á tímabilinu 11. júní til
10. ágúst. Full þjónusta verður yfir
þjóðhátíðarhelgina.
Þjónustu á Sauðárkróksflugvelli
lýkur klukkan 20.30 og klukkan
19.30 á Hornafjarðarflugvelli. Á öðr-
um flugvöllum, svo sem í Stykkis-
hólmi og á Húsavík, verður rekstri
hætt á margvíslegum tækjabúnaði,
svo sem radíóvitum og aðflugshalla-
ljósum. Minnst skerðing þjónustu
verður á þeim flugvöllum þar sem
flestir farþegar fara um, þ.e. í
Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði.
Aðhald og sparnaður
Samkvæmt þjónustusamningi
milli Flugstoða ohf. og samgöngu-
ráðuneytisins fyrir árið 2009, sem
kveður á um hvaða þjónusta skuli
veitt á flugvöllum landsins og hvað
fyrir hana er greitt, er gert ráð fyrir
miklu aðhaldi og sparnaði í rekstri.
Auk þess er gert ráð fyrir lækkun á
þjónustustigi ýmissa þátta í flug-
vallakerfi landsins til að ná settu
marki um lækkun kostnaðar.
„Ástæðan er sú að framlag ríkisins
til framkvæmda og rekstrar flug-
valla landsins og flugleiðsöguþjón-
ustu sem þeim tengist hefur verið
skorið mikið niður. Þess hefur þó
verið gætt að skerðing á þjónustu
verði í lágmarki og áhersla lögð á
kjarnastarfsemina, þ.e. áætlunarflug
og sjúkra- og neyðarflug,“ segir í
frétt frá Flugstoðum. sisi@mbl.is
Þjónusta
skert á
flugvöllum
Mesta skerðingin á
landsbyggðinni
Morgunblaðið/RAX
STEINGRÍMUR J. Sigfússon, fjármálaráðherra, átti í
gær fund með starfsmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
(IMF) sem hingað eru komnir. Segir Steingrímur að
fundurinn hafi gengið vel. Þar hafi aðallega verið rætt
um stöðu efnahagsmála
„Það liggur ekkert fyrir um hvenær mögulegt verð-
ur að lækka vexti. Það sem skiptir mestu máli er að fá
fram allar upplýsingar um stöðu mála, og draga upp
rétta mynd af stöðunni,“ sagði Steingrímur í samtali
við mbl.is. Ekki stendur til að endurskoða eða breyta
efnahagsáætlun stjórnvalda og IMF. Til skamms tíma
er helsta markmið áætlunarinnar að ná stöðugleika á
gjaldeyrismarkaði og koma stoðum undir nýju bank-
ana. Stefnt er að því að ljúka verðmati á eignum og
skuldum gömlu og nýju bankanna fyrir 15. apríl. Eftir
það verður hægt að leggja bönkunum til eigið fé, sem
reiknað er með að verði 385 milljarðar. Fulltrúar IMF
verða hér á landi til 1. mars.
Morgunblaðið/Kristinn
Ræddu um stöðu efnahagsmála
HEILBRIGÐ-
ISSTOFNUN
Suðurlands
(HSu) hefur sagt
upp sjúkraflutn-
ingamönnum í
hlutastarfi. Allir
sem hafa sjúkra-
flutninga að að-
alstarfi á starfs-
svæði
stofnunarinnar,
sem nær frá Selvogi að Skeið-
arársandi, halda áfram störfum.
Sjúkraflutningar í Árnes- og
Rangárvallasýslu hafa verið sam-
einaðir og verða hér eftir tveir
sjúkrabílar á Selfossi til taks utan
dagvinnutíma, en áður var þriðji
bíllinn einnig alltaf til taks á Hvols-
velli. Sjúkrabílar á Hvolsvelli munu
áfram sinna sjúkraflutningum á
daginn, þegar mest er að gera, en
ekki þess utan. Auk þess eru einnig
sjúkrabílar í Vík og á Kirkjubæj-
arklaustri.
Óskar Reykdalsson, lækninga-
forstjóri HSu, sagði að nánari út-
færsla á breytingu sjúkraflutninga
væri ekki tilbúin. Eftir væri að
ákveða nánar um staðsetningu
sjúkrabíla og það yrði gert í sam-
ráði við starfsmenn. Þó taldi Óskar
líklegt að þjónusta sjúkrabíla utan
dagvinnutíma mundi ekki breytast í
vesturhluta Rangárvallasýslu frá
því sem var en að biðtíminn kynni
að verða eitthvað lengri í austur-
hluta sýslunnar.
Óskar sagði að HSu hefði verið
gert að skera rekstrarkostnað nið-
ur um 200 milljónir króna. Hann
sagði að spara mætti töluvert fé
með því að segja upp sjúkraflutn-
ingamönnum í hlutastarfi.
„Okkur er ljóst að í mörgum
sparnaðaraðgerðum felst að ein-
hverju leyti skert þjónusta,“ sagði
Óskar. gudni@mbl.is
Færri sjúkra-
bílar utan
dagvinnutíma
Óskar Reykdalsson
FAXI RE hafði ekki fundið loðnu í
gærkvöldi, að sögn Þorsteins Sig-
urðssonar, sviðsstjóra nytja-
stofnasviðs Hafrannsóknastofn-
unarinnar. Faxi var búinn að leita
við Hornbankann og eins á
Strandagrunni. Hann var á vest-
urleið og ætlaði suður með landinu
djúpt úti af Vestfjörðum. Engin
loðna fannst þar sem rækjubátur
tilkynnti um loðnu í fyrradag.
Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæ-
mundsson RE fer væntanlega út í
kvöld og mun leita grynnra með
vestanverðu landinu. Loðnuskipið
Ingunn kemur þar á milli.
Loðnutorfa sem veitt var úr á
dögunum er nú gengin inn í miðjan
Faxaflóa og er byrjuð að hrygna að
einhverju leyti. gudni@mbl.is
Fann ekki
loðnu í gær
HINN 1. desember síðastliðinn voru 23 starfsmenn Nýja
Glitnis, sem nú heitir Íslandsbanki, á bifreiðum í eigu
bankans eða á rekstrarleigu á kostnað bankans. Þetta
kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn
Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokks-
ins, um bifreiðahlunnindi starfsmanna hjá ríkisstofnun-
um og ríkisfyrirtækjum.
Í bréfi Nýja Glitnis er tekið fram að fyrsta bankastjórn
hans hafi tekið ákvarðanir um hver fengi slík hlunnindi.
Bifreið sé hluti af ráðningarkjörum bankastjóra en einnig
sé um að ræða starfsmenn sem höfðu bifreiðahlunnindi
hjá Glitni banka hf. Ákveðið var að þeir héldu hlunnindum
að hámarki í sex mánuði meðan unnið væri að því að skila
bifreiðum eða selja. Enginn fyrrverandi starfsmaður
Kaupþings hafði til afnota bifreið 1. desember 2008. Þetta
kemur fram í bréfi Nýja Kaupþings banka hf. Þar kemur
jafnframt fram að allir núverandi starfsmenn sem höfðu
afnot af bifreið 1. desember síðastliðinn samkvæmt ráðn-
ingarsamningi við gamla Kaupþing og voru endurráðnir
til Nýja Kaupþings áttu að skila bifreiðum samkvæmt
nýjum ráðningarsamningum fyrir 1. febrúar síðastliðinn.
Samkvæmt bréfi frá Nýja Landsbankanum, NBI hf.,
höfðu í lok desember síðastliðins átta starfsmenn bank-
ans bifreið til umráða sem hluta af ráðningarkjörum sín-
um. Engir fyrrverandi starfsmenn voru á bifreið í eigu
NBI hf. í desember síðastliðnum. ingibjorg@mbl.is
Halda enn bílahlunnindum
Yfir 23 starfsmenn Nýja Glitnis á bifreiðum á vegum bankans Þeir sem voru
endurráðnir til Nýja Kaupþings áttu að skila bílum fyrir 1. febrúar síðastliðinn
Í HNOTSKURN
» Eygló Harðardóttir þing-maður spurði hversu
margir bankastarfsmenn
hefðu verið á bifreiðum í eigu
nýju og gömlu ríkisbankanna.
»Einnig hversu margirhefðu verið á slíkum bíl-
um 1. desember.
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
JÓHANNA Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra tilkynnir væntanlega í dag
um nýjan bankastjóra og aðstoð-
arbankastjóra Seðlabanka Íslands til
bráðabirgða. Þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir tókst ekki að fá staðfest í gær
hverjir munu taka við stjórn bankans.
Forseti Íslands staðfesti seint í
gær ný lög um Seðlabankann. Þau
voru birt í vefútgáfu Stjórnartíðinda í
gærkvöldi og tóku gildi um miðnætti.
Með gildistöku þeirra var banka-
stjórn Seðlabanka Íslands lögð niður
og þar með embætti þriggja banka-
stjóra bankans.
Eftir miklar umræður og deilur
var frumvarpið um Seðlabanka Ís-
lands samþykkt sem lög frá Alþingi
síðdegis í gær með 33 atkvæðum
gegn 18 atkvæðum þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins. Einnig var sam-
þykkt breytingartillaga meirihluta
viðskiptanefndar um að peninga-
stefnunefnd bankans skuli þegar til-
efni er til að gefa opinberlega út við-
varanir, ef hún metur það svo að
alvarleg hættumerki séu til staðar
sem ógna fjármálakerfinu. Felld var
breytingartillaga fulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins um að forsætisráðherra
skuli leita staðfestingar Alþingis á
skipan seðlabankastjóra og aðstoð-
arbankastjóra þar til embættin hafa
verið auglýst.
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður
VG og formaður viðskiptanefndar,
sagði tillögu sjálfstæðismanna mjög
ómálefnalega. Búið hefði verið til
mjög vandað regluverk um hvernig
skipa ætti í stöðurnar.
Lokaumræðan um frumvarpið stóð
yfir í allan gærdag. Höskuldur Þór-
hallsson, þingmaður Framsókn-
arflokksins, var mjög gagnrýninn í
ræðu sinni og sagði þjóðina hafa mátt
þola illdeilur tveggja fylkinga, sem
hafi barist um völdin í landinu. Þing-
menn Sjálfstæðisflokksins gagn-
rýndu frumvarpið harðlega, ekki síst
breytingartillögu meirihluta við-
skiptanefndar um hlutverk peninga-
stefnunefndar. Guðjón A. Krist-
jánsson, formaður Frjálslynda
flokksins, sagðist styðja málið heils-
hugar.
Þökkuðu fyrir samstarfið
Davíð Oddsson og Eiríkur Guðna-
son seðlabankastjórar kölluðu starfs-
fólk Seðlabankans til kveðjufundar í
gærmorgun. Fjölmennt var á fund-
inum sem stóð stutta stund. Davíð
sagði að frumvarp til laga um Seðla-
bankann væri til þriðju umræðu og
því væri komið að leiðarlokum.
Bankastjórarnir fráfarandi þökkuðu
fyrir samstarfið og starfsfólkið klapp-
aði fyrir þeim. Eiríkur lætur nú af
störfum eftir 40 ár í bankanum. Davíð
var skipaður haustið 2005 og hefur
því starfað í bankanum í rúm þrjú ár.
Nýr maður í bankann í dag
Ný lög um Seðlabanka Íslands tóku gildi um miðnætti Frumvarpið var sam-
þykkt síðdegis í gær eftir miklar umræður og deilur með 33 atkvæðum gegn 18
Morgunblaðið/Golli
Vandað eða vanhugsað? | 12