Morgunblaðið - 27.02.2009, Side 4

Morgunblaðið - 27.02.2009, Side 4
Næg verkefni framundan við rannsóknir NÆG verkefni eru framundan fyrir rannsóknarskip fyrirtækisins Neptune ehf. á Akureyri. Það fyrsta hefur verið í Eystrasalti síðan í haust, breytingar á öðru, togaranum Harðbak, eru að hefjast í Slippnum Akureyri og framkvæmdastjóri Neptune útilokar ekki að fleiri skip bætist í flota fyrirtækisins. Rannsóknarskipið Neptune EA 41, fremst á myndinni, er komið til heimahafnar eftir fyrstu útiveruna en það hefur síðan í haust unnið að verkefninu Nordstream, fyrir sam- nefnt fyrirtæki, sem er í meirihlutaeigu rúss- neska orkurisans Gazprom. Hlé hefur verið gert á því nú vegna þess að Eystrasaltið er ísi lagt eins og er en Neptune heldur aftur utan undir vor. Nordstream undirbýr lagningu einhverrar stærstu gasleiðslu sem um getur, frá rúss- nesku borginni Vyborg, sem er rétt norðan St. Pétursborgar innst í Kirjálabotni, til Greifs- wald í Þýskalandi. Langmest af því gasi sem Gazprom selur til landa í vesturhluta Evrópu er flutt um leiðslu í gegnum Úkraínu en ýmis vandkvæði hafa verið á þeim flutningum eins og fram hefur komið í fréttum síðustu mánuði. Skipverjar á Neptune hafa unnið við skoðun sjávarbotnsins; vitað er að þar eru mörg skips- flök og gamlar sprengjur og komast þarf að því hvernig best er að losna við þá aðskota- hluti áður en leiðslan verður lögð. Breytingum á Harðbak, sem sést í fjarska, verður lokið í byrjun maí í vor og fer skipið þá strax frá Akureyri til starfa erlendis. Ágúst Guðmundsson, framkvæmdastjóri Neptune, segist ekki geta greint frá því strax hvar fyrsta verkefnið verður. skapti@mbl.is Neptune komið úr fyrsta túrnum og breytingar á Harðbak hafnar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009 LJÓST er að umgjörð Reykjavíkur- maraþons mun taka breytingum frá því í fyrra. Í fyrsta lagi mun heiti þess breytast og það mun nú nefnast Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, skv. upplýsingum frá Íþrótta- bandalagi Reykjavíkur (ÍBR). Einnig má gera ráð fyrir að minna fé verði lagt í að fá fræga, erlenda hlaupara til að taka þátt í hlaupinu og að verð- launafé lækki. Ýmislegt annað breytist ekki og það þýðir t.d. ekkert að vonast eftir að afsláttur verði gef- inn af maraþonvegalengdinni; til að ljúka maraþoni verða keppendur að hlaupa 42,2 kílómetra. ÍBR skipuleggur hlaupið og segir Frímann Ari Ferdinandsson, fram- kvæmdastjóri ÍBR, að í grundvallar- atriðum verði hlaupið með sama sniði og í fyrra. Á hinn bóginn verði sparað í ýmsum liðum, enda verði framlag bankans lægra en áður. Már Másson, upplýsingafulltrúi Íslands- banka, segir að bankinn muni styðja hlaupið en eftir eigi að ákveða ná- kvæmlega með hvaða hætti bankinn komi að hlaupinu. Áfram verði boðið upp á áheitakerfi en verið sé að skoða hvort og hvernig bankinn muni heita á starfsmenn og við- skiptavini líkt og hann gerði til skamms tíma. Reykjavíkurmaraþon var haldið í fyrsta skipti árið 1983. Hlaupið var fyrst kennt við Íslandsbanka árið 2005 og var þá þreytt undir nafninu Íslandsbanka Reykjavíkurmaraþon. Árið 2006, eftir nafnbreytingu bank- ans, var það nefnt Reykjavík- urmaraþon Glitnis. runarp@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Umgjörðin breytist en lítið annað MAREL sagði í gær upp fimmtán starfsmönnum í framleiðsludeild fyrirtækisins í Garðabæ. „Miðað við framleiðslugetu í sam- stæðunni almennt höfum við verið að hagræða og það eru ýmis óvissu- merki. Þetta er fyrst og fremst var- úðarráðstöfun til þess að mæta minnkandi eftirspurn og breyttum aðstæðum,“ segir Sigsteinn Grét- arsson, forstjóri Marel ehf., dóttur- félags Marels Food Systems hf. Að sögn Sigsteins eru ekki frekari uppsagnir á döfinni hjá fyrirtæk- inu. Starfsmennirnir sem misstu vinnuna eru með þriggja mánaða uppsagnarfrest og ekki er útilokað að einhverjir þeirra verði endur- ráðnir. Marel er eitt af leiðandi fyrir- tækjum á sínu sviði í heimum og hjá Marel-samstæðunni starfa um 4.000 manns. thorbjorn@mbl.is Marel segir upp fimmtán EKKI ERU góð tíðindi fyrir neyt- endur eða atvinnulífið verði frekari samþjöppun á bankamarkaði. Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. „Það er eðli málsins samkvæmt.“ Eftirlitið hefur ekki verið beðið um að taka sameiningu ríkisbanka til skoðunar, en um það er rætt; síðast á Alþingi á þriðjudag. Engar ákvarð- anir liggja þó fyrir. Samkeppnisráð hafnaði fyrirhuguðum samruna rík- isbankanna Búnaðarbanka Íslands hf. og Landsbanka Íslands hf. árið 2000, þar sem hann hefði skaðleg áhrif á samkeppni og bryti í bága við samkeppnislög. Í áliti Samkeppnisráðs stendur að samruninn hefði leitt til of mikillar samþjöppunar og markaðasráðandi stöðu á markaði fyrir innlán og út- lán, greiðslumiðlunarmörkuðum og markaði fyrir verðbréfa- og gjald- eyrisviðskipti. Páll Gunnar segir ekki hægt að útiloka fyrirfram að unnt sé að heim- ila einhverskonar samþjöppun á markaðnum í dag. „Samkeppnisyfir- völd verða að taka afstöðu til hvers máls fyrir sig,“ segir Páll Gunnar. „Samkeppnisrétturinn virkar þann- ig að huga þarf að viðkomandi sam- runa við þær aðstæður sem eru uppi hverju sinni.“ gag@mbl.is Ekki gott fyrir fólkið sameinist ríkisbankar Forstjóri Samkeppniseftirlitsins tekur afstöðu til hvers máls Í HNOTSKURN »Rætt er um að sameinaríkisbanka þar sem umsvif þeirra hafi minnkað mjög. »Viðskiptaráðherra segirbankana of marga eða of stóra. Á því þurfi að taka, en engar ákvarðanir hafi verið teknar. »Samkeppniseftirlitið tekurafstöðu til hvers máls mið- að við aðstæður hverju sinni. www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Stigalyfta Einföld lausn, auðveldar ferðir milli hæða • Þægileg í notkun • Snúningssæti • Fyrirferðarlítil og hljóðlát • Sætið má fella að vegg SÉRFRÆÐINGAR Hafrann- sóknastofnunar stefna að því að skjóta gervihnattasendum í nokkra hvali á næstu mánuðum til að afla upplýsinga um ferðir þeirra. Ekki er reiknað með að fleiri merki ber- ist frá hnúfubak sem merktur var á Hvalbaksgrunni austur af landinu 1. febrúar síðastliðinn. Síðasta merkið barst 13. febrúar. Þá hafði hnúfubakurinn synt að lágmarki 1900 kílómetra á 12 dögum. Hnúfubakurinn hélt, fyrst eftir að hann var merktur, suðvestur með ströndinni, en yfirgaf land- grunnið til suðurs þann 3. febrúar. Eftir það synti hvalurinn í suð- vestur og setti síðan á fulla ferð í suðurátt þangað til hann hætti að senda 13. febrúar. Það kom sérfræðingum Hafró nokkuð á óvart að hann skyldi fara svo langt suður á bóginn á þessum árstíma þegar fengitíminn er langt genginn. Fyrrnefnt Charlie Gibbs- svæði hefur verið líflegt þegar það hefur verið skoðað í sumartaln- ingum, en ómögulegt er að segja hvort hvalurinn hefur stefnt þang- að eða haldið áfram lengra. Ekkert lát virtist á ferðinni þegar send- ingar hættu að berast. aij@mbl.is Hnúfubakurinn fór 1900 kílómetra á 12 dögum                                      FOKKER-flugvél Landhelgisgæsl- unnar, TF-SYN, stóð línubátinn Há- borgu HU 10 frá Skagaströnd að meintum ólöglegum veiðum innan skyndilokunarhólfs á Húnaflóa skömmu eftir hádegi í gær. Landhelgisgæslan beindi þeim til- mælum til skipstjórans að klára að draga inn veiðarfæri og halda að því loknu til hafnar. Þar verður málið rannsakað af lögregluyfirvöldum. sisi@mbl.is Að veiðum í friðuðu hólfi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.