Morgunblaðið - 27.02.2009, Side 9
Fréttir 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
AUÐVITAÐ ríkir gríðarleg sorg á
heimilinu, þetta er eins og maður
hafi misst barnið sitt,“ segir Jón
Benediktsson í Reykjanesbæ en lítill
hundur í eigu fjölskyldu hans, tík af
tegundinni Skegghundur (Bichon
frise), drapst í vikunni af sárum sín-
um eftir árás frá hundi af tegundinni
Stóri Dani (Great-Dane). Sá sleit sig
lausan frá fullorðnum fylgdarmanni
sínum, en eftir árásina lét eigandi
hundsins lóga honum.
Mikill þyngdarmunur er á þessum
tegundum, eða um 65 kíló á full-
orðnum hundum, en ekki er algengt
að árásir sem þessar eigi sér stað,
samkvæmt upplýsingum blaðsins.
Hafði stóri hundurinn átt nokkra
eigendur á sinni ævi en vitað er um
að minnsta kosti eitt tilvik er hann
réðst á annan hund.
Drógust eftir götunni
Jón segist í samtali við Morg-
unblaðið vonast til þess að frásögn af
svona atviki verði öðrum víti til varn-
aðar. Mikilvægt sé að halda vel utan
um stóra hunda og passa að þeir
gangi ekki lausir, upp á öryggi ann-
arra hunda og vegfarenda að gera.
„Við þökkum bara fyrir að við vor-
um ekki farin að láta unga dóttur
okkar labba úti með hundinn,“ segir
Jón en tengdaafi hans, áttræður að
aldri, var með litlu tíkina Öndvegis-
Emmu á reglubundinni göngu í
Reykjanesbæ þegar atvikið átti sér
stað. Stóri hundurinn var í bandi
hinum megin götunnar, ásamt öðr-
um hundi, er hann hljóp af stað að
litlu tíkinni. Fylgdarmaður stóra
hundsins reyndi hvað hann gat að
halda í hundinn, dróst á eftir honum
yfir götuna þar til að taumurinn
slitnaði í átökunum.
„Hann réðst beint að Emmu, tók
hana upp í kjaftinn og sleit hana
lausa frá gamla manninum, sem féll
við er hann reyndi að ríghalda í
bandið og dróst aðeins eftir götunni,
þar til að hann varð að sleppa. Hon-
um tókst síðan að losa Emmu úr
kjafti stóra hundsins sem glefsaði í
höndina,“ segir Jón.
Maður sem varð vitni að árásinni
út um eldhúsgluggann sinn hljóp út
og kom gamla manninum til hjálpar.
Fóru þeir með Emmu á dýralækna-
stofu og þaðan var ekið með tengda-
afa Jóns til aðhlynningar á sjúkra-
húsið. „Hann fékk vægt taugaáfall
eftir þetta, var búinn að fara út með
hundinn nánast daglega í meira en
þrjú ár. Þetta er ekkert síður mikið
áfall fyrir hann en okkur,“ segir Jón
en fjölskyldan hafði átt Emmu í fjög-
ur og hálft ár og alið undan henni og
látið frá sér níu hvolpa.
Emma var flutt stórslösuð á Dýra-
setrið í Reykjanesbæ og þaðan á
gjörgæsludeild dýraspítalans í
Garðabæ. Hún var með brotin rif-
bein, gat á lunga og þind, og eftir að-
gerðir var hún farin að braggast
þegar kom sýking í sárin. Jón og
fjölskylda hans ákváðu því að láta
svæfa hana svefninum langa.
Má ekki endurtaka sig
„Við höfum ekki rætt við eiganda
stóra hundsins en vitum að hann er
skiljanlega miður sín. Við eigum
ekki í neinum illindum, þetta var
bara stórt slys en við viljum reyna að
koma í veg fyrir að svona geti end-
urtekið sig. Það er mikið um stóra
hunda hérna í bænum, ekki bara
Stóra Dana, og stundum höfum við
séð þá lausa, því miður,“ segir Jón.
Stóri Dani sleit sig lausan og réðst á litla tík í Reykjanesbæ
Öndvegis-Emma átti
við ofurefli að etja
Fjölskylduvinur Tíkin Öndvegis-Emma í makindum heima í stofu ásamt
Jóni Benediktssyni, eiganda sínum, og Tómasi Loga, syni hans.
Í HNOTSKURN
»Stóri Dani er þjóð-arhundur Þýskalands, al-
mennt lýst sem blíðum og ást-
úðlegum hundi og ekki
árásargjörnum nema í und-
antekningartilfellum. Var um
sig innan um ókunnuga og ár-
vakur verndari síns svæðis og
eigna eiganda síns.
»Hundaeftirlitsmaður íReykjanesbæ, Stefán
Ólafsson, segir fá dæmi þess
að hundar hafi ráðist þar hvor
á annan. Mikið sé um hunda í
bænum en ekkert óvenjumikið
um stóra hunda.
ÁSTA Dóra Ingadóttir hundaþjálf-
ari segir að því stærri sem hundarn-
ir séu því meiri skaða geti þeir vald-
ið ef þeir fara af stað og ráðast á
aðra. Skapgerð hunda sé mismun-
andi og erfitt að alhæfa um Stóra
Dana út frá einu atviki. Mikilvægt sé
að allir hundar fái góða tamningu og
almennilegan aga strax eftir fæð-
ingu.
„Ef fólk ætlar að eiga stóra hunda
verður það að hafa fullt vald á þeim.
Það er mikið mál að eiga stóran
hund. Hundurinn má ekki upplifa
sig þannig að hann geti gert það sem
honum dettur í hug. Ef þeir finna að
þeir séu líkamlega sterkari en eig-
endurnir þá missir fólk stjórnina á
þeim,“ segir Ásta Dóra og brýnir
fyrir öllum hundaeigendum að taka
ábyrgð á sínum dýrum. Það sé t.d.
ábyrgðarhluti að láta frá sér erfiðan
hund og afhenda öðrum vandamálið.
„Ef fólk fer ekki á námskeið og
lærir að stjórna hundinum sínum þá
á það frekar að fá sér gullfisk.“
Verða að fá
tamningu
Skegghundar,
Bichon frise, eru
sagðir glaðlynd-
ir, fjörugir og
blíðir og hafa
notið aukinna
vinsælda hér á
landi, að því er
segir á vef
Hundarækt-
arfélags Íslands.
Þeir eru fransk-
belgískir að uppruna og segir sag-
an að sjómenn hafi komið með hann
til Kanaríeyja á 14. öld. Þeir voru
m.a. vinsælir meðal kóngafólks.
Glaðlyndir og
blíðir hundar
Emma eignaðist
níu hvolpa.
Fallegar blússur
verð 5900.-
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
frá: Mossberg, Remington, Marlin, CZ, Sako, Tikka, Weatherby og Fabarm.
Verð frá:
Húsgagnahöllinni Bíldshöfða – sími 585 7239
Lindum Skógarlind 2 – sími 585 7260
Skeifan 11d
108 Reykjavík
sími 517 6460
www.belladonna.is
Ný sending af
gallabuxum og
svörtum buxum frá
Stærðir 40-60
Eldir gerðir af buxum
frá kr. 2.990
Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822
www.polarnopyret.is
50%
afsláttur
af úlpum
snjógöllum
snjóbuxum
og fleiri vetrarvörum
Fermingarfötin komin í hús
KRINGLUNNI
Flott föt fyrir stráka og
stelpur á frábæru verði