Morgunblaðið - 27.02.2009, Síða 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
SVO gæti farið eftir alþingiskosn-
ingarnar í vor að sjö til átta borg-
arfulltrúar af 15 verði varamenn.
Nú þegar sitja fimm varamenn í
borgarstjórn fyrir aðalfulltrúa
sem ýmist hafa beðist lausnar frá
störfum eða eru í leyfi. Tveir
borgarfulltrúar til viðbótar hafa
tilkynnt framboð í prófkjörum og
búast báðir við því að víkja úr
borgarstjórn nái þeir kjöri á þing.
Vangaveltur eru um framboð
þriðja borgarfulltrúans.
Við alþingiskosningarnar vorið
2007 hlutu þingsæti borgarfull-
trúarnir Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir, Samfylkingu, og Árni
Þór Sigurðsson, Vinstri grænum.
Bæði báðust þau lausnar sem
borgarfulltrúar í kjölfarið. Stefán
Jón Hafstein, Samfylkingu, hafði
áður beðið um leyfi fram í janúar
á þessu ári vegna starfa sinna er-
lendis og nýverið samþykkti borg-
arstjórn framlengingu á því leyfi
„um ótiltekinn tíma“. Björn Ingi
Hrafnsson, sem sat einn fyrir
Framsókn í borgarstjórn, bað um
lausn frá störfum í janúar í fyrra
og loks óskaði Gísli Marteinn
Baldursson, Sjálfstæðisflokki, eftir
leyfi í janúar síðastliðnum til júní í
ár.
Heilu flokkarnir
skipaðir varamönnum
Nú hafa bæði Svandís Svavars-
dóttir, VG, og Jórunn Frímanns-
dóttir, Sjálfstæðisflokki, boðið sig
fram í prófkjöri flokka sinna fyrir
alþingiskosningarnar í vor. Hefur
Svandís lýst því yfir að hún hygg-
ist hætta í borgarstjórn komist
hún á þing, enda sé hvorttveggja
fullt starf, að vera alþingismaður
og borgarfulltrúi. Í samtali við
Morgunblaðið segir Jórunn að
ekki fari saman til langs tíma að
sitja bæði á Alþingi og í borg-
arstjórn. „Ég sé mig fara úr borg-
arstjórn innan skamms tíma ef ég
næ kjöri. En það er líka vont að
hlaupa frá verkum sínum svo ég
mun tryggja að sá sem tekur við
af mér sé kominn vel inn í störfin
áður en ég hætti.“
Ekki hafa aðrir borgarfulltrúar
tilkynnt framboð fyrir kosning-
arnar í vor en vangaveltur hafa
verið um það hvort Dagur B. Egg-
ertsson, oddviti Samfylkingarinnar
í borginni, muni gefa kost á sér í
prófkjöri. Í samtali við Morg-
unblaðið sagðist hann ekki tilbú-
inn að gefa út yfirlýsingar um það
að svo stöddu.
Hvort aðrir borgarfulltrúar gefa
kost á sér er enn óljóst. Í öllu falli
er útlit fyrir að einhver endurnýj-
un geti orðið í borgarstjórn að
loknum alþingiskosningum. Nái
t.a.m. Svandís kosningu verður
staðan sú að tveggja manna borg-
arstjórnarflokkur Vinstri grænna
verður eingöngu skipaður vara-
mönnum, líkt og nú er um Fram-
sóknarflokk, sem hefur eitt sæti.
Helmingur borgarstjórnarflokks
Samfylkingar er þegar skipaður
varamönnum og veltur það þá
væntanlega á ákvörðun Dags um
prófkjörsþátttöku og í framhald-
inu á árangri hvort varamönnum
þar muni fjölga. Nái Jórunn kjöri
má búast við því að tvö sæti Sjálf-
stæðisflokks af sjö verði fljótlega
skipuð varamönnum, þ.e. hætti
hún áður en Gísli Marteinn snýr
aftur til starfa í júní, eins og áætl-
anir eru um.
Ekkert ólýðræðislegt
Grétar Þór Eyþórsson, stjórn-
málafræðingur og prófessor við
Háskólann á Akureyri, segir
óvenjulega stöðu í uppsiglingu í
borgarmálunum sem sennilega sé
einsdæmi. „Nái þetta fólk allt ár-
angri í prófkjörunum verður stór
hluti borgarstjórnar öðruvísi en
hann var í upphafi kjörtímabils, að
ég tali nú ekki um öll meiri-
hlutaskiptin sem þar hafa orðið.
Svona mikil endurnýjun er auðvit-
að ekki æskileg og þetta á sjálf-
sagt seint eftir að gerast aftur að
öllu eðlilegu. En í prinsippinu er
þetta ekkert ólýðræðislegt.“
Hann segir varaborgarfulltrúa
hafa fullt umboð til starfa í borg-
arstjórn, enda kosna af almenn-
ingi. „Fólk kýs einnig varafulltrúa
sem eru til taks ef eitthvað kemur
upp á. Hins vegar má velta upp
þeim fleti hvort þetta sé það sem
kjósendur sáu fyrir sér, sér-
staklega þar sem persónukosning
er jafnvel meiri á sveitarstjórn-
arstiginu en til Alþingis – fólk er
þar frekar að kjósa einstaklinga.“
En hvað þá um siðferðislega
skyldu frambjóðenda í efstu sæt-
um að sitja út kjörtímabilið, nái
þeir kjöri? „Þetta er alltaf umdeil-
anlegt,“ segir Grétar. „Auðvitað er
enginn skuldbundinn því það get-
ur margt komið til, fjölskyldumál,
veikindi og annað. Það er kannski
frekar siðferðislegt álitamál ef
fólk býður sig fram sem borgar-
eða bæjarstjórnarefni og er svo
farið kannski ári síðar, eins og við
þekkjum með Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur í Reykjavík og Krist-
ján Þór Júlíusson á Akureyri. Þar
er um að ræða að fólk leggur upp
með að vera í forystu sem æðsti
maður stjórnsýslu líka.“
Breytt ásýnd borgarstjórnar
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Borgarstjórn Hringborðið í ráðhússsalnum er þegar að stórum hluta skipað öðru fólki en fyrir þremur árum.
Stefán Jón
Hafstein
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir
Árni Þór
Sigurðsson
Gísli Marteinn
Baldursson
Svandís
Svavarsdóttir
Björn Ingi
Hrafnsson
Jórunn
Frímannsdóttir
Dagur B.
Eggertsson
Allt að helmingur borgarstjórnarsæta verður skipaður varamönnum nái borgarfulltrúar árangri í
prófkjörum framundan Svo mikil endurnýjun sennilega einsdæmi að mati stjórnmálafræðings
Endurnýjun í sveitarstjórnum á
miðju kjörtímabili í tengslum
við alþingiskosningar vekur
spurningar um hvort eðlilegra
sé að hafa styttra á milli al-
þingis- og sveitarstjórnarkosn-
inga en nú
er. Það hefur
þótt eðlilegt
og sjálfsagt
að sveit-
arstjórn-
armenn hugi
að land-
spólitíkinni
en nái þeir
kjöri til
þings þýðir
það yfirleitt
að þeir taki þar sæti áður en
kjörtímabil þeirra sem sveit-
arstjórnarmanna rennur út.
Grétar Þór segir margar
skoðanir á því hvort æskilegra
sé að hafa styttra á milli kosn-
inganna. „Ég er ekki viss um
að Íslendingar myndu taka því
fagnandi ef kosið yrði í sömu
andránni eins og t.d. er gert í
Svíþjóð þar sem eiginlega er
kosið í þrennum kosningum í
einu. Þá er t.d. hætt við að
kosningabaráttan á sveit-
arstjórnarstiginu verði mjög
lítil og víkjandi, ekki síst á
landsbyggðinni þar sem staða
fjölmiðla er nokkuð veik.“
Ekki lengur vísbending
Hann bendir á að síðustu þrjá-
tíu ár, eða allt frá árinu 1979
þegar síðast var boðað til al-
þingiskosninga á miðju kjör-
tímabili, hafi alþingiskosning-
arnar komið ári á eftir
sveitarstjórnarkosningum. „Við
stjórnmálafræðingarnir höfum
gjarnan getað lesið í úrslit
sveitarstjórnarkosninganna,
þ.e. hvaða hreyfingar verði í
þingkosningunum árið á eftir.
Nú verður það ekki hægt leng-
ur.“
Grétar hlær við þegar hann er
spurður hvort þetta verði þá
ekki bara öfugt – að lands-
málin gefi vísbendingu um
þróun á sveitarstjórnarstig-
inu? „Við lifum á svoddan um-
brotatímum í landsmálunum
að maður þorir ekki að segja
neitt um það.“
Styttra á milli
kosninganna?
Grétar Þór
Eyþórsson
VERKTAKAGREIÐSLUR utan-
ríkisráðuneytisins námu samanlagt
29.415.432 krónum frá lokum maí
2007 til loka janúar 2009. Alls seldu
60 einstaklingar og lögaðilar utan-
ríkisráðuneytinu ráðgjöf og sér-
fræðiaðstoð á þessu tímabili.
Ráðgjöf á sviðum lögfræði og
hönnunar er áberandi, einnig hafa
margir einstaklingar þegið fremur
lágar greiðslur fyrir þýðingar, ráð-
stefnustjórn, leiðsögn og innlestur á
símsvara svo ýmislegt sé tínt til úr
lista sem ráðuneytið sendi fjöl-
miðlum í gær.
Langhæsta greiðslan er til lög-
fræðiþjónustunnar Árnason Faktor
ehf., 5.350.729 kr., fyrir vöktun á
vörumerkinu „Iceland“. Félagið rek-
ur einkaleyfastofu og veitir hún al-
hliða þjónustu og ráðgjöf um vernd
eignarréttinda á því sviði. Að sögn
utanríkisráðuneytisins hefur það lát-
ið vakta vörumerkjaskráningar á
orðinu ,,Iceland“ um allan heim frá
því í nóvember 2004. „Markmið
vöktunarinnar er að koma í veg fyrir
að einkaaðilar geti komist í þá að-
stöðu að hafna skráningum annarra
vörumerkja sem innihalda einhvers
konar tilvísun til Íslands, en dæmi
eru um að slíkt hafi valdið íslenskum
fyrirtækjum í útrás vandkvæðum
þegar þau hafa leitast við að fá vöru-
merki sín vernduð erlendis. Vökt-
unin hefur leitt til þess að íslensk
stjórnvöld hafa andmælt um 35
skráningum í fjölmörgum ríkjum
með góðum árangri,“ segir utanrík-
isráðuneytið.
PricewaterhouseCoopers fékk
tæpar þrjár milljónir fyrir úttekt á
flugverndarmálum á Keflavík-
urflugvelli. Ríkisstjórnin samþykkti
að láta gera úttektina sem var gerð í
júní 2007. Þá heyrðu málefni flug-
vallarins undir utanríkisráðuneytið.
Fyrirtækið Alþjóðaver ráðgjöf
ehf. fékk greiddar 2.450.000 vegna
ráðgjafar og verkefnaþróunar vegna
framboðs til öryggisráðs SÞ. Lilja
Ólafsdóttir ráðgjafi fékk tæplega 1,6
milljónir fyrir ráðgjöf vegna frí-
verslunarsamninga. Fyrirtækið
Ámundi fékk svipaða upphæð vegna
hönnunar og prentunar vegna há-
skólafundaraðar o.fl. Þá fékk Capa-
cent ehf. 1,4 milljónir vegna skoð-
anakannana og starfsmanna-
ráðninga. gudni@mbl.is
Tæpar 30 milljónir
Utanríkisráðuneytið hefur greitt 60 einstaklingum og lög-
aðilum fyrir ráðgjöf og sérfræðiaðstoð á kjörtímabilinu
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur
keypt ráðgjafarþjónustu frá 24.
maí 2007 til 25. febrúar sl., fyrir
9.264.307 krónur. Megnið var
greitt í fyrra eða 7,8 milljónir. Eng-
in ráðgjafarþjónusta hefur verið
keypt frá síðustu áramótum.
Tveir ráðgjafar vega þyngst í yf-
irliti samgönguráðuneytisins um
verktakagreiðslur, Ráðgjafarfyr-
irtækið Capacent ehf. þáði tæpar
3,2 milljónir fyrir þrjú verkefni.
Fyrirtækin Muni ehf. og White &
Case LLP fengu í fyrra tæplega 2,6
milljónir greiddar fyrir ráðgjöf
varðandi kæru til Eftirlitsstofn-
unar EFTA vegna lagningar sæ-
strengs.
9,3 milljóna ráðgjöf í samgönguráðuneyti
Vesturröst | Laugaveg 178
S: 551 6770 | www.vesturrost.is
kr. 17.900,-
Harris tvífætur