Morgunblaðið - 27.02.2009, Side 15

Morgunblaðið - 27.02.2009, Side 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009 ERFITT hefur verið fyrir skipin að athafna sig á gulldepluslóð um 130 mílur suður af Vestmannaeyjum. Skipin náðu hali síðdegis í fyrradag og var algengt að þau fengju um 200 tonn. Skaplegt veður var í gær en búist er við brælu með kvöldinu. Guðmundur Huginn Guðmunds- son, skipstjóri á Hugin, sagði að erfitt væri að eiga við þetta en sagðist vona að betra veður yrði í dag. Hann ráðgerði að halda heim á leið í kvöld en 10 tíma stím er til Eyja. Í gær voru þeir Huginsmenn komnir með 4-500 tonn frá mánu- degi og sagðist Guðmundur giska á að hin skipin sex á þessum slóðum væru með svipaðan afla. Júpiter, sem var á kolmunna, bættist í hóp- inn í gærmorgun. Guðmundur sagði slæmt að geta ekki komist meira um vegna ótíðar til að leita að gulldeplunni. Hann sagðist sannfærður um að skipin væru ekki að veiða á aðalmiðunum. Hann sagðist hafa áhuga á að kanna sunnar eða suðaustar, en skip væru sjaldnast að veiðum á þessum slóðum. Dýpið þarna er um 2000 metrar en gulldepluna veiða skipin á um 200 föðmum. aij@mbl.is Ótíð haml- ar veiðum á gulldeplu JÓN Kjartansson SU 111 er vænt- anlegur til Eskifjarðar á morgun með fullfermi af kolmunna, um 2370 tonn. Aflinn fékkst í sex hölum á al- þjóðlegu hafsvæði vestur af Írlandi. Á heimasíðu skipsins kemur fram að reiknimeistarar um borð hafi fundið út að trollið hafi verið í sjó í 36 tíma. Grétar Rögnvarsson, skipstjóri, sagði í gær að hollensk skip og rúss- nesk hefðu verið á þessum slóðum og í fyrradag hefði norskt skip bæst í hópinn. Grétar sagðist reikna með að fleiri íslensk skip færu á kol- munna á næstunni, t.d. Hákon, Að- alsteinn Jónsson og Vilhelm Þor- steinsson. Samkvæmt bráðabirgða- tölum Fiskistofu hefur 1.300 tonnum af kolmunna verið landað hér það sem af er ári. aij@mbl.is Með fullfermi af kolmunna FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ERLEND bílalán eru í mörgum til- vikum komin upp fyrir verðmæti bílanna eftir gengisfall íslensku krónunnar á síðustu mánuðum. Þús- undir bíleigenda hafa nýtt sér mögu- leika á að frysta afborganir af lán- unum eða skuldbreyta þeim og létt þannig á greiðslubyrði. Á móti hefur lengst í lánunum um nokkra mánuði. Samkvæmt tölum frá Umferð- arstofu eru ríflega 70 þúsund öku- tæki skráð í eigu bílafjármögn- unarfyrirtækja. Upplýsingar frá fjórum stærstu fyrirtækjunum benda til að um 25 þúsund lán hafi verið fryst eða þeim skuldbreytt. Heildarupphæð lánanna fæst ekki uppgefin en þó má áætla að miðað við meðallán upp á rúmar tvær milljónir króna séu um 150 milljarðar úti- standandi í bílalánum. Langflest eru þau lán tekin í erlendri mynt. SP-Fjármögnun Stærsti, einstaki lánveitandi á bíla- lánum hefur verið SP-Fjármögnun, með um 22 þúsund slíka lánasamn- inga. Um átta þúsund bílalán voru fryst tímabundið í 3-4 mánuði þegar boðið var upp á þann möguleika í upphafi. Að þeim tíma liðnum ákvað fyrirtækið um síðustu mánaðamót að bjóða upp á nýtt úrræði. Bílalánin eru framlengd um átta mánuði og miðað við greiðslu sem er 25% hærri en fyrsta greiðsla af lánunum. Fram hefur komið hjá SP- Fjármögnun að „örfá hundruð“ bíla voru tekin til baka með vörslusvipt- ingu á síðasta ári. Haraldur Ólafsson, markaðsstjóri SP-Fjármögnunar, segir að í dag eigi fyrirtækið 20-30 bíla og reynt sé að selja þá gegnum heimasíðuna. Allir bílasalar hafi heimild til að selja bílana, engir samningar hafi verið gerðir, en sam- bönd skapast við nokkrar bílasölur sem leitað er til að fyrra bragði. Íslandsbanki Fjármögnun Alls eru um 15 þúsund ein- staklingar með bílalán hjá Íslands- banka Fjármögnun, áður Glitni Fjár- mögnun, dótturfélagi bankans. Nýverið var viðskiptavinum með bílasamninga í erlendri mynt boðið að breyta skilmálum samninganna þannig að afborganir lækkuðu í átta mánuði um 50%, miðað við fulla greiðslu í janúar á þessu ári, og samningurinn lengdist við það um fjóra mánuði. Um fasta greiðslu er að ræða í þessa átta mánuði. Sem dæmi var afborgun upp á 100 þúsund krón- ur á mánuði í janúar árið 2008 komin í 175 þúsund krónur ári síðar. Lækk- un á greiðslu um 50% í janúar sl. þýð- ir að greiðsla næstu átta mánuði verður 87.500 krónur. Að sögn Más Mássonar, upplýsingafulltrúa Ís- landsbanka, hafa hátt í 600 manns nýtt þér þennan möguleika. Áður höfðu um átta þúsund fryst bílalánin tímabundið. Þeir sem breyta skil- málum sinna samninga í fyrsta sinn þurfa ekkert að greiða fyrir þá þjón- ustu en kostnaðurinn er 2.900 krónur fyrir þá sem fá breytingu í annað sinn. Aðeins er búið að taka til baka um 140 bíla af þeim 15 þúsund ein- staklingum sem eru í viðskiptum við Íslandsbanka, eða nærri 1%. Losar bankinn sig við bílana gegnum bíla- sölur um allt land, að sögn Más, t.d. á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og á höfuðborgarsvæðinu. Lýsing Hjá Lýsingu eru bílalánin um 17 þúsund talsins. Þar af hafa ríflega fjögur þúsund lántakendur nýtt sér möguleika á að frysta afborganir tímabundið. Ekki er lengur boðið upp á algjöra frystingu, heldur er hægt að inna af hendi 50% greiðslur í þrjá mánuði. Að þeim tíma liðnum er hægt að sækja um að greiða 75% af upphæðinni í þrjá mánuði til við- bótar. Nýlega var svo farið að bjóða upp á frystingu greiðslna í sex mán- uði fyrir atvinnulausa og þá sem eru í miklum greiðsluerfiðleikum. Eru þá aðeins greiddir vextir af lánunum en þau framlengjast ekki. Að sögn Halldórs Jörgenssonar, framkvæmdastjóra Lýsingar, hafa fáir bílar verið teknir í vörslusvipt- ingu og allt gert til að forðast það. Þeir bílar sem koma til baka fara í sölu á vef Lýsingar og Halldór segir öllum bílasölum heimilt að reyna að selja þessi ökutæki. Engir samn- ingar séu við einstakar bílasölur, eins og þrálátur orðrómur sé um. Sá kvittur eigi ekki við rök að styðjast. „Allir geta selt fyrir okkur bíla.“ Avant Hjá Avant fengust þær upplýs- ingar að 12 þúsund bílalán væru úti- standandi, þar af hefðu um fimm þús- und lán verið fryst. Þeir skipta tugum bílarnir sem hefur verið skilað en nákvæmari tala fæst ekki. Bent er á að sumir bílar sem fara í vörslu- sviptingu séu leystir út á ný. Avant selur þá bíla, sem skilað er, gegnum almennar bílasölur og engir samn- ingar hafa verið gerðir við einstaka bílasala. Avant hefur boðið upp á framleng- ingu á frystingu afborgana. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Av- ant, bendir á að þar sé fyrirtækið að fara að tilmælum ríkisstjórnarinnar um frystingu afborgana, við- skiptavinum að kostnaðarlausu. „Þetta gerum við með von um að rík- isstjórnin vinni markvisst að því að styrkja gengi krónunnar. Það hefur vissulega styrkst nokkuð undanfarið en betur má ef duga skal.“ Morgunblaðið/Ómar 25 þúsund hafa fryst  Fjögur stærstu bílafjármögnunarfyrirtækin eru með um 70 þúsund lán í umferð  Um 25 þúsund lán hafa verið fryst  Lánin í mörgum tilvikum hærri en bílverðið         / = /1/>/- ? 7 5 >, 3  3 ?  3        !"           ? 7 5 >, 3  3 ?  3>/ 3  !#$      !"  <  =$ <       / $  5/>/- @?/  73 # / , #5   Mánaðarlegar afborganir þeirra sem ekki hafa látið frysta eða skuldbreyta bílalánum sínum hafa í mörgum tilvikum tvöfald- ast og vel það á aðeins tæpum tveimur árum. Með því að frysta afborgun, og greiða aðeins vexti og verðbætur, hafa þessar greiðslur lækkað verulega, en það er þó eingöngu tímabundin ráðstöfun á meðan gengi krón- unnar er veikt. Það hefur þó ver- ið að styrkjast að undanförnu og staða bílalánanna gæti því batnað á næstu mánuðum. Tvöföldun greiðslna Fjölskyldur fá ... Skráðu fjölskylduna á spron.is og þú gætir tryggt henni endurgreiðslu þessa árs! Nánari upplýsingar Þjónustuver 550 1400 I spron.is ...endurgreiðslu! A R G U S / 0 9 -0 0 3 4 Skilvísir viðskiptavinir í Fjölskylduvild SPRON hafa nú fengið endurgreiðslu vegna viðskipta ársins 2008. Fjölskylduvild SPRON stuðlar að fjárhagslegum ávinningi fjölskyldunnar og er án endurgjalds.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.