Morgunblaðið - 27.02.2009, Page 19
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þ
egar tískuhúsin í New York, Lond-
on, París og Mílanó hafa lokið við
sínar sýningar á vorin og haustin,
er fyrst hægt að fara að spá í hvað
muni komast í tísku. Þetta er yf-
irleitt gert með því að finna samnefnara í sýn-
ingum tískuhönnuðanna, t.d. í litum og sniðum.
Þetta á ekki bara við um fatnaðinn heldur líka
um förðunina. Þegar nýir augn-
skuggar, varalitir og kinnalitir koma í
búðirnar á vorin og haustin má oftast
sjá að þeir endurspegla litina sem voru á
andlitum sýningarstúlkna tískupallanna.
Einn slíkur samnefnari er nú þegar
kominn í ljós fyrir sumarið og er það
kinnaliturinn sem verður ómissandi eigi
maður að tolla í tískunni í sumar..
Hann á að vera ferskju-bleiktónaður, lit-
ur sem fer öllum vel. Þessi litur lætur konur
líta út eins og þær hafi fengið aðeins sól í
kinnarnar og að þær séu sérlega frísklegar.
Passa þarf auðvitað upp á að nota ekki of
mikið af honum og sleppa því að nota
sólarpúðrið. sibba@mbl.is
Förðun Björg Alfreðsdóttir
Fyrirsæta Helga Ómarsdóttir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009
Vor og sumar 2009
Bjartir litir Litirnir fyrir sum-
arið eru bjartir og skemmti-
legir. Kinnalitur: What a dame.
Augnskuggar: Wisteria. Varalit-
ir: Coral Polyp. Allt litir úr
Dame Ednu línunni frá MAC
Fer öllum vel
Litríkt sumar Á efri myndinni má
sjá ýktari útgáfu af sterkum litum
sumarsins frá John Galliano fyrir
Dior, vor og sumar 2009. Á neðri
myndinni er fyrirsæta Stellu
McCartney með mildari og nátt-
úrlegri förðun en þó með afgerandi
ferskjulitaðan kinnalit.
Reuters