Morgunblaðið - 27.02.2009, Síða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009
Æfing Þegar slökkvibúnaðurinn í Örfirisey, þar sem olíuskipin leggja að, er prófaður er betra fyrir menn og málleysingja að verða ekki fyrir bununni.
RAX
Auður H Ingólfsdóttir | 26. febrúar
Kynjaslagsíða
í loftslagsumræðum?
... Nú veit ég af eigin
reynslu að þó konur séu í
minnihluta þeirra sem
hafa komið að vinnu sem
tengist loftslagsbreyt-
ingum af mannavöldum
og viðbrögðum við þeim,
þá eru þær samt með í hópnum og virkir
þátttakendur. Konur hafa tekið þátt í vís-
indarannsóknum sem snúa að loftslags-
breytingum, sem og samningaviðræðum
á alþjóðavettvangi. Þær hafa líka margar
verið öflugar sem aktivistar í frjálsum fé-
lagasamtökum og áfram mætti telja. … Í
þeim örfáu undantekningum sem konur
tjáðu sig, var það oftast bara örstutt,
eins og: „áhugavert“, eða „takk fyrir
þessar upplýsingar“, en ekkert efnislegt.
... Hvað ætli valdi þessu?
Meira: aingolfs.blog.is
Flosi Kristjánsson | 26. febrúar 2009
Mamma þín gengur í
Hagkaupsslopp!
Upplestur úr bókhaldi að-
skiljanlegra deilda stjórn-
arráðsins hefur til þessa
ekki talizt til skemmt-
unar. … en við vitum
kannski betur: Heilbrigð-
isráð-herra taldi sig hafa
fundið snöggan blett á forvera sínum og
keppinaut um alþýðuhylli og birti þar af
leiðandi upplýsingar sem hann taldi að
gætu komið sér illa fyrir fyrrum heil-
brigðisráðherra. Einhver hefur tekið sig
til og flett áfram aftur í U í bókhaldinu
og fundið þar tuttugu-og-níu milljóna
króna snöggan blett á fyrrverandi utan-
ríkisráðherra og lætur vaða.
Meira: flosi.blog.is
ÁGÆTI Ögmundur. Tillögur
sem þér eru vel kunnar um breyt-
ingar á rekstri St. Jósefsspítala
tengjast umfangsmiklum skipu-
lagsbreytingum í heilbrigðiskerf-
inu sem nauðsynlegt er að ráðast í
vegna kröfu um hagræðingu í rík-
isrekstri.
Hagræðingarkrafan á heilbrigð-
iskerfið á þessu ári er alls 6.700
milljónir kr. Þar af stefndi forveri
þinn að því að ná fram 1.300 millj-
óna kr. sparnaði með skipulags-
breytingum.
Verði ekki gripið til þessara
skipulagsbreytinga þarf að ná
þessum 1.300 milljóna króna
sparnaði á annan hátt, t.d. með:
– skerðingu á þjónustu
– hækkun þjónustugjalda
– umtalsverðum uppsögnum
Á liðnu ári var nefnd á vegum
heilbrigðisráðherra er ég stýrði
falið að skoða fjárhagslegan rekst-
ur og faglega möguleika fjögurra
heilbrigðisstofnana sem stundum
eru kölluð „kragasjúkrahús“.
Þetta eru heilbrigðisstofnanirnar á
Akranesi, Suðurlandi, í Reykja-
nesbæ og á St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði.
Skurðstofur
Við þessa skoðun kom ýmislegt
fram sem vakti athygli í nefndinni
og fyrrverandi heilbrigðisráðherra
var bent á í minnisblöðum sem þú
hefur aðgang að. Meðal annars
blasir sú staðreynd við að þegar
höfuðborgar- og kragasvæðin eru
skoðuð saman þá er til staðar um-
talsverð umframafkastageta á sól-
arhringsreknum skurðstofum.
Ef tvær skurðstofur, auk að-
stöðunnar á Landspítala, geta að
mestu komið í stað fimm skurð-
stofa (á Selfossi, í Keflavík og
Hafnarfirði) hljóta menn að
spyrja: Af hverju ætti að halda
áfram að reka sólarhringsvaktir á
skurðstofum þar sem lítið er að
gera? Er verjandi að nýta tak-
markaða fjármuni með þessum
hætti?
Guðjón Magnússon
Stutt fyrirspurn til heilbrigðisráðherra
Höfundur er læknir dr. med., pró-
fessor við Háskólann í Reykjavík.
Í KJÖLFAR efnahags-
hrunsins hafa komið fram
tillögur um að breyta
stjórnskipan Íslands,
jafnvel efna til sérstaks
stjórnlagaþings sem fengi
það verkefni að breyta
stjórnarskránni eða semja
nýja frá grunni. Að mínu
mati hefur eftirfarandi at-
riðum ekki verið gefinn
nægilegur gaumur í þessu
sambandi.
Stjórnskipun þarf að
standa af sér storminn
Ein meginástæða þess að jafnan
er flóknara að breyta stjórnskip-
unarlögum en öðrum lögum er sú að
stjórnskipunarlögum er ætlað að
vera grundvallarlöggjöf sem stend-
ur af sér tímabundnar pólitískar
stefnubreytingar. Stjórnskip-
unarlögin mynda þannig ákveðinn
ramma utan um stjórnmálalífið sem
þátttakendur í stjórnmálum, og
raunar allir þjóðfélagsþegnar, þurfa
að virða. Þetta hefur verið orðað svo
að stjórnarskráin eigi að vera hafin
yfir dægurþras stjórnmálanna. Tak-
ist þetta getur stjórnarskrá verið
mikilvægt framlag til réttarríkisins
þar sem þjóðfélagsþegnarnir geta
verið vissir um, og miðað ákvarðanir
sínar við, að ákveðin grundvall-
aratriði réttarkerfisins haldist
óbreytt til langs tíma.
Eigi stjórnskipunarlög að vera til
þess fallin að sinna framangreindu
hlutverki hlýtur almennt að teljast
heppilegra að slík lög séu sett að vel
ígrunduðu máli og í sem mestri sátt
þeirra sem búa eiga við þau. Sú tor-
tryggni og þau átök sem nú ein-
kenna íslenska þjóðmálaumræðu
eru því ekki heppilegur jarðvegur
fyrir samningu stjórnarskrár. Vissu-
lega má benda á ýmis dæmi um
stjórnarskrár sem samdar hafa ver-
ið við erfiðari að-
stæður en uppi eru
hér á landi. En séu
breytingar á stjórn-
arskránni ekki óhjá-
kvæmilegar án taf-
ar, svo sem í kjölfar
nýfengins sjálf-
stæðis, hlýtur alla
jafna að vera betra
að geyma slíka
vinnu þar til hægist
um í þjóðfélaginu.
Að líkja eftir öðr-
um ríkjum
Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar
meðal lögfræðinga og stjórnspek-
inga til þess að lýsa hinni bestu
mögulegu stjórnskipan í eitt skipti
fyrir öll. Allar slíkar æfingar eru
dæmdar til þess að mistakast.
Ástæða þess er sú að ólíkar stjórn-
skipanir henta ólíkum þjóðfélögum.
Það þarf því engum að koma á óvart
að oft hefur illa farið þegar eitt ríki
ákveður að líkja eftir stjórnskipan
annars ríkis, sem ef til vill er mjög
ólíkt menningarlega og land-
fræðilega. Ég nefni þetta af því að
ég hef stundum heyrt fullyrðingar
eins og þær að Íslendingar ættu að
byggja stjórnskipan sína upp eins og
Bandaríkin eða einhver önnur til-
tekin ríki. Auðvitað er hægt að læra
af öðrum þjóðum en það er hættu-
legt að álykta sem svo að það sem
gagnist Bandaríkjunum vel hljóti
líka að duga okkur. Menningarlegur
og landfræðilegur munur ríkjanna
er alltof mikill til þess að slíkt sé
hægt, svo ekki sé talað um mun á
fólksfjölda. Á þessu hafa ýmsar S-
Ameríkuþjóðir brennt sig illa.
Framkvæmdarvaldið eflist
Við Íslendingar reisum stjórn-
skipun okkar á svokallaðri þingræð-
isreglu. Í henni felst fyrst og fremst
að ríkisstjórn þarf að njóta stuðn-
ings (a.m.k. vera varin vantrausti)
meirihluta þingsins.
Í umræðu um breytingar á stjórn-
arskránni heyrist gjarnan að fram-
kvæmdarvaldið á Íslandi hafi sölsað
undir sig alltof mikil áhrif á kostnað
löggjafarvaldsins. Þannig er t.d.
réttilega bent á að nánast öll löggjöf
sem samþykkt er á Alþingi í dag
stafi frá ráðherrunum í formi stjórn-
arfrumvarpa. Lausnina á þessu telja
sumir þá að afnema þingræðið og
kjósa framkvæmdarvaldið í sér-
stökum kosningum. Það er hins veg-
ar ekki séríslenskt fyrirbrigði að
framkvæmdarvaldið taki ákveðið
frumkvæði við reglusetningu. Fram-
kvæmdarvaldinu er falið að fram-
fylgja landslögum. Þar myndast því
sérþekking á ólíkum sviðum rétt-
arins. Tökum dæmi: Ímyndum okk-
ur að ákvæði tollalaga séu gölluð og
þeim þurfi að breyta. Hvorir ætli séu
líklegri til þess að gera sér grein fyr-
ir umræddum brotalömum og kunna
við þeim ráð, starfsmenn tollsins og
fjármálaráðuneytisins eða hinn al-
menni þingmaður? Þetta, og reynd-
ar ýmislegt annað, gerir það að
verkum að alltaf eru ákveðnar líkur
á því að handhafar framkvæmd-
arvaldsins taki að sér og sé falið
ákveðið frumkvæði (að minnsta kosti
aðkoma) að lagasetningu.
Umræður um of mikil völd hand-
hafa framkvæmdarvalds takmarkast
síður en svo við Ísland. Í Bretlandi
er slík umræða mjög hávær þrátt
fyrir að breska þingið sé mjög sterkt
af sögulegum og stjórnskipulegum
ástæðum. Sama má segja um
Bandaríkin, þar sem framkvæmd-
arvaldið er kosið sérstaklega og for-
setinn situr ekki á þingi. Sem dæmi
má nefna að Bruce Ackerman, pró-
fessor við Yale-háskóla, telur að völd
forsetans séu úr slíku hófi að réttast
væri að Bandaríkjamenn afnæmu
núverandi stjórnskipun og tækju
upp þingræði!
Ýmislegt er hægt að gera til þess
að auka völd og áhrif þings á kostnað
framkvæmdarvaldsins. Sú áhuga-
verða hugmynd að afnema þingræði
á Íslandi og kjósa framkvæmd-
arvaldið sérstaklega er hins vegar
engin töfralausn í því sambandi.
Eftir Hafstein Þór
Hauksson » Sú tortryggni og þau
átök sem nú ein-
kenna íslenska þjóð-
málaumræðu eru því
ekki heppilegur jarð-
vegur fyrir samningu
stjórnarskrár.
Hafsteinn Þór
Hauksson
Höfundur er lögfræðingur og lauk ný-
lega mag. jur.-gráðu í stjórnskip-
unarkenningum og réttarheimspeki
frá Oxford-háskóla.
Vegna umræðna um breytingar
á stjórnskipun Íslands
BLOG.IS