Morgunblaðið - 27.02.2009, Page 23

Morgunblaðið - 27.02.2009, Page 23
Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009 NÚ FYRIR skömmu samþykkti leikskóla- og mennta- ráð Reykjavíkur að út- víkka vettvang Brúar, en Brú er samvinnu- og samráðsvettvangur skólastiga hér í borg- inni. Áður náði Brú að- eins á milli leikskóla og grunnskóla en með þessari breytingu nær Brú hér eftir einnig yfir framhaldsskólastigið. Markmið Brúar er að standa fyrir opnum fundum fyrir alla þá sem tengjast skólastarfi í borginni. Þar gefst tækifæri til að setja fram hug- myndir, kynna ný verkefni, rann- sóknir og annað sem snýr að lífi og starfi barna í skólum Reykjavíkur. Þannig kvikna nýjar hugmyndir sem fagráð borgarinnar í menntamálum geta síðan unnið frekar út frá. Í nýjum lögum um skólastigin þrjú sem samþykkt voru á Alþingi síðast- liðið vor er að finna rauðan þráð þar sem hvatt er til samvinnu og flæðis nemenda á milli skólastiga. Í lögunum er áhersla lögð á aukinn sveigjanleika, boðið er upp á margbreytilegar teng- ingar og samvinnu skólastiganna. Því fannst okkur rétt að einblína ekki að- eins á fyrstu tvö skólastigin heldur fá einnig framhaldsskólann til sam- starfs. Virkur samráðsvettvangur og samtal á milli skólastiganna er brýnt en samstarfið þarf alltaf að byggjast á forsendum nemandans. Vera deigla nýrra hugmynda, markmiða og leiða í skólastarfi. Brú er opin öllum þeim sem vinna með einum eða öðrum hætt að skóla- málum eða láta skólamál og velferð barna og unglinga sig varða. Nú er starfandi sérstakur stýrihópur sem skipuleggur og heldur utan um starf Brúar. Í stýrihópnum eiga sæti þrír pólitískir fulltrúar úr leikskóla- og menntaráði, fulltrúi frá menntamálaráðuneytinu af sviði framhaldsskól- ans, einn fulltrúi er til- nefndur af mennta- vísindasviði HÍ og starfsmenn frá leikskóla- og menntasviði. Stýrihóp- urinn hefur nú þegar hafist handa og vinnur að áhugaverðum og þörfum hugmyndum um næstu fundi Brúar. Á heimasíðum leikskóla- og menntasviðs er hægt að finna fund- argerðir og upplýsingar um Brú og þar verða fundir auglýstir. Við sem störfum að skólamálum í borginni vilj- um með starfi Brúar sýna vilja okkar í verki, ná til stærri hóps nemenda og standa fyrir öflugum vettvangi sem hingað til hefur ekki verið til staðar. Það er von okkar að Brú nái að skjóta rótum, festast í sessi og vera kær- komin viðbót við það faglega starf sem er að finna í borginni og tengist börnum, ungmennum og skólagöngu þeirra. Byggjum brýr á milli skólastiga Fanný Gunn- arsdóttir segir frá verkefninu Brú Fanný Gunnarsdóttir » Brú er opinn virkur samráðsvettvangur á milli leikskóla, grunn- skóla og framhaldsskóla í Reykjavík. Höfundur er varaformaður leik- skólaráðs og formaður í stýrihóp um Brú. SEÐLABANKINN er að líkindum tækni- lega gjaldþrota og lík- ur eru á þjóðargjald- þroti, er þetta ekki næg ástæða til þess að alþingi taki stjórn bankans fyrir opinbera rannsóknarnefnd og krefji þá um skýringar á þeirra þætti í efnahagshruninu? Hvernig í ósköpunum stendur á að þeir einstaklingar sem eru taldir frek- ast bera ábyrgð á falli bankanna, þ.e. stærri eigendur, stjórnir þeirra og bankastjórar sem með gjörðum sínum valda því að ríkissjóður verður e.t.v. ógjaldfær, eru ekki sviptir vegabréf- um og kallaðir eiðsvarnir fyrir rann- sóknardóm og látnir hafa stöðu sak- bornings og skýra út í æsar stjórnunarstörf sín og ákvarðanir út frá þeirri ábyrgð sem þeir sögðust bera er þeir rökstuddu rétt sinn til of- urlauna, bónus- og arðgreiðslna? Er samtenging þessara manna við stjórnsýslu og stjórnmálaflokka svo samofin að ekkert megi við þeim hrófla? Seðlabankinn er að líkindum tækni- lega gjaldþrota og líkur eru á þjóð- argjaldþroti, er þetta ekki næg ástæða til þess að alþingi taki stjórn Seðla- bankans og Fjármálaeftirlitsins fyrir opinbera rannsóknarnefnd og krefji um skýringar á þeirra þætti í efna- hagshruninu. Eru stjórnvöld, lög- gjafar-, framkvæmda- og dómsvald virkilega svo illa uppbyggð og mönnuð að þessir einstaklingar, sem þannig hafa farið með fjárhag þjóðarinnar, geti valsað út um allan heim án þess að gefa nokkra skýringu á hvar þessir fjármunir eru? Eða eru peningarnir týndir eða tapaðir? Eða eru þessir menn með fjármuni sem þjóðarbúinu ber? Alþingi og stjórnvöld, þ.m.t eftirlitsstofnarnir í heild, virtust ekki lengi skilja hversu alvarlegt ástandið var og er, ákvarðanafælni og fálm- kenndar ráðstafanir embættis- og stjórn- málamanna skýrðu þetta best. Flestir þeir menn sem hafa um þessi mál vélað hafa starfað samfellt í framlínu íslenskra stjórnmála og embættis- manna síðastliðna áratugi undir sið- lausu flokksræði, þeir hafa komið sér vel fyrir og eru nánast sjálftökumenn af skattpeningum þjóðarinnar. Þessir menn fá sjálftöku sína greidda fyrsta hvers mánaðar, feita starfslokasamn- inga og hafa gulltryggt sig til elliár- anna, þrátt fyrir að í mörgum til- fellum sé vinnuframlag þeirra aumt og illa af hendi reitt. Þessir menn, með örfáum undantekningum, virðast gjörsamlega ónæmir fyrir þeim sárs- auka og þjáningu sem þeir hafa leitt yfir þjóðina. Þessir menn verða dæmdir af sögunni og fyrirlitnir eins og karlskrattinn við Kópavogslæk. Það væri þjóðinni gott ef sál- eða geð- læknar gætu skýrt eða skilgreint sið- leysi og siðblindu þessara manna! Hvers konar aula elur þetta þjóð- félag? Landsmenn stöndum saman, byggjum upp betra samfélag, skilum börnum og barnabörnum ekki lakara búi en við tókum við. Hvers konar aula elur þetta þjóðfélag? Sverrir Krist- jánsson skrifar um efnahagsmál Sverrir Kristjánsson » Seðlabankinn er að líkindum tæknilega gjaldþrota og líkur eru á þjóðargjaldþroti... Höfundur er fasteignasali. Við gerð fjárhagsáætl- unar Kópavogsbæjar fyr- ir árið 2009 var samstaða allra flokka og samþykkt samhljóða í bæjarstjórn. Í þeirri samstöðu fólst því miður niðurskurður í rekstri bæjarins til að mæta versnandi efnahag þjóðarinnar. Á þeim tíma var sem nú nokkur óvissa um forsendur og m.a. gert ráð fyrir 5% atvinnuleysi og 3% minni atvinnuþátt- töku. Okkur var vorkunn, á þeim tíma vissum við ekki betur. Skráð atvinnu- leysi í janúar 2009 var hins vegar kom- ið í 6,6% skv. gögnum vinnumálastofn- unar og spár gera ráð fyrir a.m.k. 10% atvinnuleysi í vor. Nú þegar er því ljóst að forsendur við gerð fjárhags- áætlunar Kópavogs eru brostnar. Endurskoðun fjárhagsáætlunar bæj- arins er framundan og ljóst að með breyttum forsendum þarf að skera enn meira niður í rekstri bæjarins, ef end- ar eiga að ná saman. Flatur nið- urskurður er fyrirsjáanlegur nema kjörnir fulltúar og starfsmenn bæj- arins leiti annarra leiða til að spara í rekstrinum. Langstærsti útgjaldaliður bæjarins er rekstur grunnskólanna. Hugmyndir um flatan niðurskurð upp á tugi milljóna munu óhjákvæmlega verða til þess að skerða þjónustu grunnskólanna í bænum nema önnur úrræði komi til. Nú þegar virðist sem öll fita hafi verið skorin af rekstri grunnskólanna og til að bregðast við enn frekari niðurskurði er fátt til ráða annað en skerðing á kennslustundum nemenda. Við það verður ekki unað enda um lög- bundna þjónustu að ræða. Oft var þörf en nú nauðsyn að endurskoða rekstur bæjarsins með það að markmiði að finna það fjármagn sem þarf til að bærinn geti áfram rekið grunnskólana svo sómi sé að. Sjö af tíu grunnskólum bæjarins kaupa mat af fyr- irtækjum úti í bæ. Það hefur sýnt sig að rekstur mötuneyta á staðnum er mun hagkvæmari kostur og gætu sparast verulegir fjármunir á ársgrundvelli ef skólamaturinn er eld- aður á staðnum. Þeir skólar sem hafa til þess aðstöðu gætu mögulega eldað mat fyrir fleiri skóla og þannig mætti samnýta skólaeldhúsin og spara. Í góðærinu ákvað Kópavogsbær að stefna að gæðavottun í rekstri bæj- arins, skv. ISO-staðli, og þótt það sé góðra gjalda vert kostar það sveitarfé- lagið milljónir á ársgrundvelli. Á tím- um sem þessum, þegar hvaðeina er skorið við nögl, má vissulega segja slíkt lúxus sem við getum verið án, enda hefur ekkert annað sveitarfélag á landinu séð ástæðu til þess að gæða- væða reksturinn. Kópavogur hefur verið án þess að hafa upplýsingafull- trúa í rúm 50 ár, en staða upplýsinga- fulltrúa var stofnuð fyrir tæpum tveimur árum, í góðærinu þegar pen- ingar voru nægir, og því eðlilegt að spyrja hvort slíkur lúxus sé ekki eitt- hvað sem við getum verið án. Kostn- aður við stöðu upplýsingafulltrúa er á annan tug milljóna á ársgrundvelli og væru þeir peningar kærkomnir hjá grunnskólunum nú þegar harðnar á dalnum. Það hefur því miður tíðkast allt of lengi að stjórnmálamenn séu almennt hræddir við allar grundvall- arbreytingar á kerfinu. Flatur nið- urskurður í stað skipulagsbreytinga ruggar ekki bátnum og er því freist- andi á tímum niðurskurðar og sparn- aðar. En á tímum sem þessum eru fá úrræði önnur ef okkur á að takast að nýta fjármagnið betur í rekstrinum og láta enda ná saman. Velferð- arþjónusta í landinu hvílir ekki ein- vörðungu á herðum ríkisins, lögbund- in skylda sveitarfélaga hvað það varðar er mikil. Sveitarfélögin í land- inu bera ábyrgð á grunnþjónustu, eins og rekstri leik- og grunnskóla, og á okkar herðum hvílir m.a. rekstur fé- lagsþjónustunnar sem mikið mæðir á þessi misserin. Ef við eigum að upp- fylla þær lágmarkskröfur sem til okk- ar eru gerðar og veita viðunandi þjón- ustu við bæjarbúa þurfum við að taka margar erfiðar ákvarðanir í rekstr- inum, skera niður allan lúxus og vera tilbúin til að hugsa út fyrir „boxið“. Ofangreint er einfalt dæmi um hvern- ig væri hægt að spara tugi milljóna á ársgrundvelli og verði það í þágu al- mennings í Kópavogi og tryggi við- unandi þjónustu við bæjarbúa eru slíkar grundvallarbreytingar að öllu leyti réttlætanlegar. Flatur niðurskurður eða skipulagsbreytingar? Guðríður Arn- ardóttir fjallar um endurskoðun fjár- hagsáætlunar Kópa- vogsbæjar » Flatur niðurskurður í stað skipulags- breytinga ruggar ekki bátnum og er því freist- andi á tímum niður- skurðar og sparnaðar Guðríður Arnardóttir Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í Kópavogi. ÁFÖLL eins og at- vinnumissir lama lík- amlegan og andlegan þrótt einmitt þegar hans er mest þörf. At- vinnuleysi eykst hraðar en óttast var og verður að spyrna fast við fót- um. Ætla má að yfir þúsund Kópavogsbúar séu án atvinnu. Sú skylda hvílir á ríki og sveitarfélögum að bregðast eftir föngum við ástandinu til að draga úr slæmum afleiðingum þess. Stjórnmálaflokkarnir í Kópavogi sneru bökum saman við gerð fjár- hagsætlunar þar sem reynt var að forðast bæði rekstrarhalla og skerð- ingu á grunnþjónustu bæjarfélagsins. Nú hafa þeir samþykkt sérstaka þjónustu við atvinnulausa Kópavogs- búa í þeim tilgangi að stuðla að góðri líkamlegri og andlegri heilsu. Gjafakort Kópavogsbær greiðir fyrir sex mánaða bókasafnskort og sömuleiðis þriggja mánaða kort til að stunda lík- amsrækt, hvort heldur er í sundlaugum bæj- arins eða líkamsrækt- armiðstöðvum, fyrir Kópavogsbúa sem eru á atvinnuleysisbótum og ekki njóta samsvar- andi styrkja frá stétt- arfélagi. Eigendur lík- amsræktarstöðvanna Nautilus, Sporthússins og World Class Turn- inn hafa fallist á að bjóða sérstakt þriggja mánaða kort af þessu tilefni að því gefnu að æfingatímar séu á virkum dögum og á dagvinnutíma. Gert er ráð fyrir að bókasafns- skírteini megi endurnýja að loknum gildistíma sé viðkomandi enn at- vinnulaus. Sömuleiðis megi end- urnýja kort í líkamsrækt en þá og því aðeins að viðkomandi hafi mætt í lík- amsrækt sex sinnum í mánuði á gild- istíma síðasta korts. Einföld framkvæmd Áhersla er lögð á einfalda fram- kvæmd sem ekki krefst aðkomu sér- fræðinga svo sem félagsráðgjafa í úr- vinnslunni. Einnig skiptir máli að atvinnulausir þurfi ekki að auðkenna sig sem slíka í hvert sinn sem þeir ætla að rækta líkamann og sálina. Fyrst um sinn verður útfærslan á þann veg að afgreiðslufulltrúi Fé- lagsþjónustu Kópavogs staðfestir rétt viðkomandi á gjafakorti gegn framvísun á persónuskilríkjum og vottorði frá Vinnumálastofnun þar sem fram kemur að minnsta kosti 50% bótaréttur úr Atvinnuleys- istryggingasjóði ásamt staðfestingu frá stéttarfélagi um að eiga ekki rétt á styrk þaðan. Viðkomandi fer síðan með staðfestinguna og fær kort hjá þeirri stofnun eða fyrirtæki sem við á. Hreyfing og heilbrigði eflir sjálfs- traustið og styrkir sjálfsmyndina. Sama getur átt við um greiðan að- gang að metnaðarfullu almennings- bókasafni. Auk þess veita heimsóknir í bókasöfn, sundlaugar og líkams- ræktarstöðvar kærkomna hvíld frá amstri dagsins. Eflum þrótt gegn atvinnuleysi Gunnar I. Birgisson segir frá aðstoð Kópavogsbæjar við atvinnulausa »Hreyfing og heil- brigði eflir sjálfs- traustið og styrkir sjálfsmyndina. Gunnar I. Birgisson Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. NÝLEGA sendi ég bréf til for- ystu stjórnmálaflokkanna með til- mælum um að jafnræði kynja verði tryggt við uppröðun á list- um fyrir kosningarnar. Ég ítreka þessi tilmæli mín því samfélaginu er brýn nauðsyn að sjónarmið, reynsla og þekking kvenna jafnt sem karla nýtist við endurreisn samfélagsins. Þetta er hluti af þeim lærdómi sem við hljótum að draga af áföllum síðustu mánuða. Það er skylda mín sem ráð- herra jafnréttismála að benda á hvernig tryggja megi betur en nú er gert að jafnréttis og jafnræðis hendur þeirra „ef svo ólíklega vill til að kjósendur vilja ekki jafn- rétti á þingi!“ Því fer fjarri að ég vantreysti kjósendum en hitt er annað að ég tel mjög mikilvægt að þess sé gætt að sú kosningalöggjöf sem Alþingi samþykkir sé ekki til þess fallin að vinna gegn jafnrétti kynjanna. Ég tel því mikilvægt að við umfjöllun þingmanna um mál- ið á Alþingi sé þetta haft sér- staklega í huga. kynjanna sé gætt. Það á ekki síst við þar sem ráðum er ráðið um mikilsverðustu mál samfélagsins hverju sinni, á Alþingi. Í Staksteinum Morgunblaðsins í gær segir að nú sé komin upp „skrýtin umræða“ um útfærslu á hugmyndum ríkisstjórnarinnar um að taka upp persónukjör í Al- þingiskosningunum og því til vitn- is vísa Staksteinar til vilja míns um að gætt verði að jafnrétti kynja í löggjöf um það mál. Stak- steinar segja að ég vantreysti kjósendum til að raða á listann og vilji jafnframt grípa fram fyrir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Staksteinum finnst jafnrétti skrýtið Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.