Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009
✝ Ingólfur Sigurðs-son fæddist í
Reykjavík 8. desem-
ber 1960. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 19. febr-
úar síðastliðinn. Ing-
ólfur var sonur
hjónanna Sigurðar
Ingólfssonar sendibíl-
stjóra, f. 20. apríl
1938, d. 4. desember
2002, og Þórönnu
Erlu Sigurjónsdóttur
húsfreyju, f. 1. ágúst
1940. Bræður Ingólfs
eru a) Sigurjón, f. 1964, maki Krist-
ín Björk Gunnarsdóttir, b) Erlingur,
f. 1966, unnusta Helena Ívarsdóttir,
og c) Sigurður Sævar, f. 1975, maki
Guðfinna Björg Björnsdóttir.
Hinn 1. desember 1984 kvæntist
a) Kristjana Sif, f. 1967, maki
Steingrímur Sævarr Ólafsson og
b) Arnar, f. 1972, maki Rakel Hall-
dórsdóttir.
Ingólfur ólst upp í Fossvogs-
hverfinu í Reykjavík. Hann lærði
bakstur í Álfheimabakaríi og út-
skrifaðist sem bakarasveinn 1983
og síðar sem bakarameistari. Árið
1986 byggði hann, ásamt tengda-
föður sínum, verslunarhús í Selja-
hverfi og rak þar bakarí til ársins
1995. Hann var ráðinn fagstjóri
Bakaradeildar Menntaskólans í
Kópavogi 1. apríl 1996 og starfaði
þar fram að andláti. Ingólfur út-
skrifaðist með kennararéttindi frá
KHÍ árið 2000 og lauk Dipl.Ed.
námi í uppeldis- og mennt-
unarfræðum frá framhaldsdeild
KHÍ 2004. Hann var virkur í fé-
lagsmálum og tók að sér ýmis
nefndarstörf, m.a fyrir bakara,
kennara og Karlakór Reykjavíkur.
Útför Ingólfs fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag og hefst athöfn-
in kl. 13.
Ingólfur Birnu
Bjarnadóttur, fjár-
málastjóra hjá
Heimsferðum og
Terra Nova, f. 31.
desember 1962. For-
eldrar hennar eru
Bjarni Jósef Frið-
finnsson ljósmyndari,
f. 9. maí 1943, d. 12.
júní 2002, og Gréta
Gunnarsdóttir
fulltrúi á Landspítala,
f. 27. febrúar 1945.
Börn Ingólfs og
Birnu eru: 1) Laufey
Sif, f. 1. janúar 1988, sambýlis-
maður Carl Andreas Sveinsson,
dóttir þeirra er Kamilla Sif , f. 19.
desember 2007, 2) Bjarni Grétar, f.
8. febrúar 1990, unnusta Elísabet
Ýrr Jónsdóttir. Systkini Birnu eru
Þeir sem þekktu föður minn vita
hversu mikill prýðismaður hann
var. Pabbi var engum líkur og verð-
ur erfitt að velja úr þeim minn-
ingum sem poppa upp í höfuðið á
mér þessa stundina.
Pabbi, takk fyrir allar góðu
stundirnar saman. Síðastliðinn
fimmtudag kvaddir þú heiminn eftir
erfiða baráttu við krabbamein. Við
getum öll þakkað guði fyrir að hafa
fengið að verja svona miklum tíma
með þér þetta síðastliðna ár, og
hvað við vorum heppin að geta
kvatt þig vel á síðasta spottanum.
Ég er mjög þakklát fyrir að hafa
búið heima megnið af þessum erfiða
tíma, þar sem Kamilla Sif fékk að
verja svo miklum tíma með afa sín-
um, og þá tíma mun ég rifja upp
fyrir hana á hverjum degi svo þú
eigir ávallt eftir að verða í hjarta
hennar. Já hún fær sko að vita hvað
afi hennar unni henni mikið. Það
var eins og ljós hefði kviknað í aug-
um þínum þegar þú lékst við afa-
barnið. Ég er svo þakklát að þú
fékkst að kynnast afahlutverkinu.
Minningarnar eru margar en það
sem stendur mér næst eru allar bú-
staðaferðirnar, utanlandsferðirnar
og útilegurnar sem við fórum öll
saman í, og þær ferðir sem við fór-
um austur á Flugustaði saman, þótt
ekki hafi þær verið nógu margar.
Þú þuldir upp allar sögurnar úr
sveitinni síðan þú varst lítill með
stjörnur í augunum. Einnig þau ótal
skipti sem ég fékk þig til að lesa
söguna um Gýpu fyrir mig, eins og
þér þótti sú saga orðin þreytandi,
en alltaf tókstu þig til og byrjaðir að
lesa.
Seint mun ég gleyma utanlands-
ferðinni sem við fórum í síðastliðið
sumar ég, þú, mamma og Kamilla
Sif, ásamt Sigga bróður þínum og
fjölskyldu. Einnig síðastliðnum jól-
um og áramótum, það sem við
glöddumst yfir því hvað þú varst
hress yfir hátíðirnar. Sá tími er al-
veg ógleymanlegur.
Þú varst alltaf til staðar fyrir mig
þótt við ættum oft erfitt með að
ræða málin, enda höfum við bæði
sterkar skoðanir. Ætli ég hafi það
ekki frá þér. En takk fyrir allt, takk
fyrir að ýta mér áfram þegar það
slaknaði á áhuganum. Takk fyrir að
standa við bakið á mér ef eitthvað
var að, og að lokum takk fyrir að
gera mömmu svona hamingjusama
öll þessi ár, þið voruð engum lík.
Ég mun sakna þín ávallt.
Ég elska þig, pabbi.
Þín dóttir,
Laufey Sif.
Elskulegur tengdasonur minn er
látinn eftir rúmlega eins árs baráttu
við illvígan sjúkdóm.
Margar ljúfar minningar á ég um
Ingólf, eða Ingó eins og við köll-
uðum hann, allt frá því hann kom
inn á heimili okkar tengdaforeldr-
anna fyrir rúmum þrjátíu árum,
þegar Birna kynnti hann sem vænt-
anlegan kærasta sinn.
Það þróaðist með okkur mjög góð
vinátta sem við nutum bæði í leik og
starfi og aldrei rofnaði.
Ingólfur var mikill og góður fjöl-
skyldufaðir og hvers manns hugljúfi
sem sýnir sig best nú þegar vinir
hans, samstarfsmenn og frændur
minnast hans með hlýju og rækt-
arsemi.
Hann var alltaf boðinn og búinn
að rétta hjálparhönd til stuðnings
sínu fólki og ber að þakka það.
Læknum og hjúkrunarfólki sem
önnuðust hann er þakkað fyrir frá-
bæra umönnun, bæði á Landspítala
og heima.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð..
(Vald. Briem.)
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gréta.
Elsku Ingó frændi.
Takk fyrir að vera alltaf svona
góður við okkur.
Takk fyrir að leyfa okkur að spila
á píanóið þitt.
Takk fyrir skemmtilegu Spánar-
ferðina.
Takk fyrir allar stundir sem við
áttum saman, þær munum við
geyma í hjörtum okkar.
Við kveðjum þig með söknuði.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Góða nótt elsku frændi,
Aldís Agla og Egill Orri.
Elsku Ingó
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Fyrir rúmu ári þegar niðurstaðan
um veikindin kom í ljós var ekki um
neitt annað að ræða hjá Ingó en
sigrast á þeim.Við trúðum því öll að
sú barátta myndi vinnast, en því
miður, það átti ekki að verða. Þegar
staðreyndin blasir nú við þá virðist
það svo óraunverulegt. Hvernig má
þetta vera?
Ingó prýddist flestum þeim
mannkostum sem við látum okkur
dreyma um. Fyrst og fremst var
það elskan og umhyggjan um sína
nánustu, hvort heldur það var
tengdafólkið eða eigin fjölskylda.
Hann missti föður sinn úr álíka
veikinum fyrir nokkrum árum og
varð sjálfkrafa eftir það ákveðinn
stólpi fyrir móður sína og þrjá yngri
bræður sem nú eiga um mjög sárt
að binda.
Birna og Ingó kynntust á unga
aldri og voru ákaflega samrýnd.
Börnin tvö, Laufey Sif og Bjarni
Grétar, komu eftir nokkurra ára
sambúð og er augljóst að þau prýða
margir kostir foreldranna. Á síðasta
ári kom svo í heiminn afadóttirin,
perlan hún Kamilla Sif, sem gladdi
hjarta Ingós alveg fram að síðustu
stundu. Ingó var í senn vinur barna
sinna sem og góður leiðbeinandi í
uppeldinu. Það er kannski erfitt að
koma beinum orðum að því en við
fundum að í návist þeirra allra var
ekkert vesen, hlutir voru ræddir og
sátt og samstaða ríkti.Kom þetta
best í ljóst þegar við fjölskyldurnar
vorum viku á skíðum saman og nún-
ingur, sem gæti talist eðlilegur, var
aldrei til staðar.
Við áttum frábærar stundir með
Ingó bæði sem fjölskylda og í
hjónahóp. Af mörgum kostum hans
koma söngur og gítar upp í hugann.
Þetta kryddaði oft þær frístundir
sem við áttum saman og verður
þeirra nú afar sárt saknað. En Ingó
var músíkalskur og var t.d. með-
limur í Karlakór Reykjavíkur í
mörg ár.
Ingó var lærður bakari og áhuga-
maður um mat og vín. Hann var
leiðtogi bakaranema í Menntaskól-
anum í Kópavogi og náðu þeir í ým-
iskonar verðlaun í keppnum erlend-
is og juku tvímælalaust á hróður
Íslands í þeim efnum.
Traustur og heilsteyptur vinur er
nú horfinn á braut. Ljúflingur á
besta aldri hefur verið tekinn úr
mannlífinu. Eftir stöndum við öll
mun fátækari.
Elsku Birna og börn, megi al-
mættið styrkja ykkur í þessari
miklu sorg.
Fjóla, Magni og börn.
Elsku Ingó.
Takk fyrir ást þína, umhyggju og
ómetanlegan stuðning þegar ég
þurfti á að halda. Eftir standa dýr-
mætar minningar um kæran bróður
með stórt hjarta og sterkar skoð-
anir.
Þú varst hraustur, þjáning alla
þoldir þú og barst þig vel,
vildir aldrei, aldrei falla:
Uppréttan þig nísti hel.
Þú varst sterkur, hreinn í hjarta,
hirtir ei um skrum og prjál;
aldrei náði illskan svarta
ata þína sterku sál.
(Matthías Jochumsson)
Hvíl í friði.
Þinn bróðir,
Sigurður.
Kveðja frá Mennta-
skólanum í Kópavogi
Kær samstarfsfélagi og vinur,
Ingólfur Sigurðsson, fagstjóri bak-
aradeildar við Menntaskólann í
Kópavogi, er fallinn frá eftir stutta
en snarpa baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Við erum óþyrmilega minnt á
hverfulleika lífsins og hversu lítils
megnug við erum andspænis dauð-
anum. Nú er það svo að dauðinn er
öllum vís en það er hastarlegt þegar
hann hrífur með sér fólk í blóma
lífsins. Þegar slíkir sorgaratburðir
gerast er okkur orða vant.
Ingólfur Sigurðsson bakarameist-
ari réðst að Menntaskólanum í
Kópavogi vorið 1996 til að annast
undirbúning og skipulag á nýrri
deild við skólann í bakaraiðn. Hann
bjó þá yfir mikilli reynslu úr fagi
sínu og var vel metinn af fagfélagi
og atvinnulífi sem af einhug mælti
með Ingólfi. Það var ekki létt verk
sem beið Ingólfs þegar hann kom til
starfa, húsnæðið í byggingu, eftir að
velja inn tæki og búnað og kennslan
átti að hefjast eftir nokkra mánuði.
Þar var réttur maður á réttum stað
og strax kom í ljós hversu góðum
hæfileikum Ingólfur var gæddur til
stjórnunar, kennslu og samstarfs.
Hann vakti yfir velferð nemenda
sinna og bakaradeildarinnar með
ákveðnum en mildum hætti. Það var
því mikið lán fyrir skólann að fá til
starfa jafn hæfan og reyndan mann
og Ingólf sem lagði metnað í öll sín
störf. Ingólfur var hvatamaður að
því að árið 1998 hófu nemendur
bakaradeildar að taka þátt í Evr-
ópukeppni hótel- og ferðamálaskóla.
Hann skipulagði undankeppnir í
MK og sá síðan um þjálfun, und-
irbúning og fararstjórn. Á þeim tíu
árum sem skólinn hefur tekið þátt í
keppninni hefur bakaranemi 4 sinn-
um unnið til gullverðlauna og 1
sinni til silfurverðlauna og hefur
enginn annar skóli á þessu sviði í
Evrópu náð slíkum árangri. Hér er
eldmóði og áhuga Ingólfs e.t.v. best
lýst.
Ingólfi voru falin ábyrgðarstörf
jafnt innan skólans sem utan. Hann
sat í skólaráði og samstarfsnefnd
kennara í MK. Þá var hann í sveins-
prófsnefnd, sat um tíma í stjórn
Landssambands bakarameistara og
var stofnfélagi í Klúbbi bakara-
meistara svo nokkuð sé nefnt. Þá
lagði Ingólfur áherslu á að fylgjast
vel með bæði í fagi sínu sem og nýj-
ungum í upplýsingatækni en á því
sviði var hann í fremstu röð kenn-
ara í MK. Ingólfur vann að þróun-
arverkefnum, samdi kennsluefni og
kom að námskrárgerð bæði í sínu
fagi og meistaranámi.
Það er drungi yfir skólanum eftir
fráfall Ingólfs. Þar ríkir sorg og
söknuður eftir góðan samstarfs-
mann og vin. En eftir lifa minningar
og þakklæti fyrir að hafa mátt njóta
samvistanna við hann. Að leiðarlok-
um vil ég fyrir hönd Menntaskólans
í Kópavogi þakka Ingólfi Sigurðs-
syni fyrir það brautryðjendastarf
sem hann vann á starfsferli sínum
við skólann. Ég vil votta honum
virðingu okkar, þakka honum sam-
fylgdina og allar ánægjustundirnar
sem við áttum með honum. Þá vil ég
senda aðstandendum Ingólfs okkar
dýpstu samúðarkveðjur og biðja
góðan Guð að styrkja þá og blessa í
óbærilegri sorg þeirra.
Margrét Friðriksdóttir
skólameistari.
Kveðja frá
Karlakór Reykjavíkur
Ingólfur Sigurðsson, dyggur fé-
lagi í Karlakór Reykjavíkur til
margra ára, er fallinn frá. Í dag
kveðjum við þennan félaga okkar
sem hrifinn var brott í blóma lífsins
eftir snarpa baráttu við illvígan
sjúkdóm.
Ingólfur gekk til liðs við Karlakór
Reykjavíkur árið 1996 og starfaði
með honum allt þar til veikindin
gerðu vart við sig, utan örfá ár er
hann gerði hlé á kórstörfum vegna
anna í vinnu. Hann söng 1. tenór,
hafði hljómfagra rödd og var örugg-
ur söngmaður í hvívetna. Einnig var
hann traustur félagi og leysti þau
störf, sem honum voru falin í fé-
lagsskapnum, fljótt og vel af hendi.
Það var gott að umgangast Ingólf,
hann hafði glaðlegt og vingjarnlegt
fas og nærvera hans hafði ávallt góð
áhrif á félagsskapinn.
Ingólfur tók þátt í nokkrum söng-
ferðum með kórnum bæði innan-
lands og til útlanda. Síðasta ferðin
reyndist vera sú sem farin var til
Færeyja í desember 2007 og að
henni lokinni tók hann þátt í að-
ventutónleikum kórsins í Hallgríms-
kirkju sama ár. Fljótlega eftir það
greindist hann með krabbamein og
hófst þá ströng viðureign. Hann lét
sig þó ekki vanta á vortónleika
kórsins og lokahóf í maí sl. og einn-
ig gladdi hann okkur með nærveru
sinni á jólatónleikum í desember.
Sjá mátti að veikindin höfðu tekið
sinn toll, en þrátt fyrir það mætti
okkur sama hlýja fasið þegar við
hittum hann. Baráttu sína við
krabbameinið háði hann af æðru-
leysi en svo fór þó hinn 19. febrúar
sl. að hann mátti lúta í lægra haldi
fyrir þessum vágesti.
Við félagar í Karlakór Reykja-
víkur sendum fjölskyldu Ingólfs
Sigurðssonar okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Með brotthvarfi
hans er höggvið skarð í raðir kór-
félaganna en áfram mun hann fylla
sinn sess í hugum okkar og hjört-
um því minningin um góðan dreng
og félaga lifir um ókomin ár.
Vigfús M. Vigfússon.
Kveðja frá Lúðrasveit
verkalýðsins
Það var snemma árs 1976 sem
Ingólfur birtist á sinni fyrstu æf-
ingu hjá Lúðrasveit verkalýðsins.
Örlítið feiminn fyrst innan um alla
eldri félagana, en fljótlega rjátl-
aðist feimnin af og Ingó varð mjög
fljótt orðinn hluti af hópnum, líkt
og hann hefði spilað í sveitinni frá
upphafi vega. Ingólfur var firna-
góður trompetleikari, hafði skæran
en jafnframt mjög fallegan tón.
Fyrsti trompetleikari var hann frá
fyrsta degi og lék hin erfiðustu
verk að því er virtist fyrirhafnar-
laust. Tónlistin var honum greini-
lega í blóð borin.
Ekki hafði Ingólfur verið í lúðra-
sveitinni nema um tveggja mánaða
skeið þegar ráðist var í útvarps-
upptöku þar sem Internationallinn
skyldi tekinn upp með söng Guð-
mundar heitins Jónssonar óperu-
söngvara. Ekki gekk sem best að
koma laginu saman og kröfuharður
stjórnandinn lét okkur taka lagið
ótal oft upp. Erfiður trompetinn-
gangur lagsins féll í hlut Ingólfs í
öll hin fjölmörgu skipti og höfðu
menn á orði að öðrum eins vörum
hefðu þeir aldrei áður kynnst. Ekki
er víst að allir viti hvað átt er við,
en allir málmblásarar þekkja hvað
slíkur blástur tekur á varir spilara.
Á næstu árum var gaman að
vera til. Sveitin lék víða og hróður
hennar jókst smám saman, ekki
síst fyrir tilstilli manna eins og Ing-
ólfs, með mikla meðfædda tónlist-
arhæfileika. Minnisstæð er ferð á
samnorrænt tónlistarmót í Noregi
árið 1977. Þar var Ingólfur í essinu
sínu og jafnan hrókur alls fagn-
aðar. Svona liðu árin hvert af öðru,
en svo kom að því að leiðir skildi og
Ingólfur lagði trompettinn á hilluna
rétt fyrir miðjan níunda áratuginn.
Ekki leið á löngu þar til við vinir
hans fréttum af honum syngjandi í
karlakór og kom það okkur ekki á
óvart að Ingó skyldi finna aðra leið
til útrásar fyrir tónlistarhæfileika
sína.
Löngu síðar, eða snemma árs ár-
ið 2003, var ákveðið að kalla saman
sveit eldri félaga lúðrasveitarinnar
sem skyldi spila á 50 ára afmæl-
istónleikum snemma vors. Ingólfur
var þá einn þeirra fyrstu sem sinnti
kallinu, dró fram trompettinn og
blés eins og hann hefði engu
gleymt. Voru þetta einstaklega
skemmtilegir endurfundir og Ing-
ólfur átti þarna glæsilega endur-
komu líkt og margir hinna eldri fé-
laga.
Nú er komið að kveðjustund mun
fyrr en vonir stóðu til. Við félagar
Lúðrasveitar verkalýðsins þökkum
Ingólfi ánægjulega samfylgd í
gegnum tíðina og vitum sem er að
ef leikið er á hljóðfæri í efra, þá er
ekki vafi á því að Ingólfur verður
skjótt kominn þar á fyrstu rödd.
Kæra Birna og fjölskylda. Við
vinir Ingólfs og félagar í Lúðra-
sveit verkalýðsins sendum ykkur
hugheilar samúðarkveðjur. Góður
Ingólfur Sigurðsson
Elsku Ingó, takk fyrir að
hafa verið alltaf svo góður og
skemmtilegur við okkur.
Takk fyrir heimsóknirnar til
okkar í Svíþjóð. Við munum
alltaf minnast þín.
Kristur minn ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gjörðu svo vel og geymdu mig,
Guð, í skjóli þínu.
(Höf. ók.)
Kristín Petra og Eva.
HINSTA KVEÐJA