Morgunblaðið - 27.02.2009, Page 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009
drengur og félagi er genginn. Bless-
uð sé minning hans.
Eggert Jónasson.
„Dáinn, horfinn!“ – Harma-fregn!
Hvílíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit, að látinn lifir;
Það er huggun harmi gegn.“
Ljóðlínur Jónasar Hallgrímsson-
ar í upphafi kvæðisins „Eftir Tómas
Sæmundsson“ hafa verið ofarlega í
huga mínum eftir að fregnin um
andlát samkennara og góðs vinar,
Ingólfs Sigurðssonar, barst okkur í
Menntaskólanum í Kópavogi. Það
hefur myndast stórt skarð í sam-
hentan hóp starfsmanna skólans,
skarð sem aldrei verður brúað.
Allt frá árinu 1996 þegar verk-
nám matvælagreina kom inn í skól-
ann, var ljóst að þar kom inn góður
hópur mikilhæfra fagmanna. Ing-
ólfur vann strax hug og hjörtu
þeirra sem fyrir voru, það velktist
enginn í vafa um óþreytandi áhuga
hans og elju við að byggja upp
framúrskarandi bakaradeild innan
skólans. Ingólfur var snillingur í
öllu sem laut að bakstri og súkku-
laðigerð og hann kunni að miðla
þekkingu sinni til verðandi bakara á
jákvæðan og uppbyggjandi hátt.
Hann var ekki aðeins góður fag-
maður heldur ekki síður listamaður
á sínu sviði og naut mikillar virð-
ingar fyrir. Við samstarfsfólkið í
MK fengum ótal tækifæri til að dást
að verkum hans og gæða okkur á
kræsingum úr hans smiðju.
Ógleymanleg eru námskeið þar sem
hann leyfði okkur að skyggnast inn
í ævintýraheim súkkulaði- og kon-
fektgerðar.
En það var maðurinn Ingólfur
sem markaði sterkust sporin í huga
okkar sem eftir erum. Hann bar
með sér ómælda hlýju í viðmóti, það
var gott að spjalla við hann og það
var ávallt auðfundið að það sem
hann sagði var sagt af heilum hug.
Hann hafði svo ótal margt til
brunns að bera en meðal þess sem
heillaði mig hvað mest var falleg
söngrödd hans enda söng hann ár-
um saman í Karlakór Reykjavíkur.
Við áttum þar sameiginlegt áhuga-
mál og það var alltaf gott á hátíð-
arstundum að standa nálægt honum
þegar sungið var.
Andlegur styrkur hans kom ekki
síst fram á síðastliðnu ári í veik-
indum hans, hann sagði okkur hisp-
urslaust frá stöðunni en sló síðan
ætíð á létta strengi og bjartsýni.
Mig langar að vitna í orð hans úr
bréfi sem ég fékk frá honum s.l.
nóvember: „Ég er svo sem alltaf að
glíma við veikindin en maður verður
bara að taka því eins og hverju öðru
verkefni. Maður tekur bara einn
dag fyrir í einu. Svo er ég líka í svo
frábærlega skemmtilegu verkefni
öðru sem hjálpar með að gleyma
öllu neikvæðu, nefnilega afahlut-
verkinu. Það er ótrúlega dýrmætt
að fá að fylgjast með litlu afa-
stelpunni dafna og þroskast. Hún er
alveg yndisleg.“
Hann kom með litlu afastelpuna
sína Kamillu Sif á jólaball skólans
og þar leyndi sér ekki hversu kært
var á milli þeirra. Ég vona að hún
eigi síðar meir eftir að lesa þessi
orð hans og leita einhverrar hugg-
unar í þeim. Fjölskyldunni allri færi
ég mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur og kveð minn kæra vin Ingólf
með djúpum söknuði. Með síðustu
ljóðlínum í kvæði Jónasar bið ég
Ingólfi Guðs blessunar.
Flýt þér, vinur, í fegra heim;
krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
Með virðingu og þökk fyrir allt,
María Louisa Einarsdóttir.
Stórt skarð er höggvið í vinahóp-
inn, góður og dýrmætur vinur okk-
ar, hann Ingó, er farinn frá okkur,
sorgin og söknuðurinn er mikill. Við
erum ósátt við lífið þessa dagana,
finnst það vera svo óréttlátt en því
miður fær maður því ekki breytt.
Við höfum setið og skoðað gamlar
og nýjar myndir af öllum ferðunum
okkar og samveru, rosalega erfitt
en líka gott. Þar er af mörgu að
taka, allar veiði- og sumarbústaða-
ferðirnar, söngur og gítarspil, mat-
ur og eðalvín og ekki gleyma öllum
danssporunum. Við eigum svo
margar og yndislegar minningar
um þig, elsku Ingó, þær minningar
tekur enginn frá okkur og er gott
að eiga núna. Elsku hjartans Birna,
Laufey Sif, Bjarni Grétar og aðrir
aðstandendur, sorg ykkar og missir
er mikill, við biðjum Guð um að gefa
ykkur styrk og stuðning. Elsku
Ingó, við erum svo þakklát fyrir að
hafa átt ykkur Birnu sem vini í öll
þessi ár og við munum hlúa að
henni eftir bestu getu. Minning þín
mun lifa í hjörtum okkar. Hvíl í
friði, minn kæri.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Anders og Hanna Fríða.
Kæri vinur.
Það er með miklum trega og
söknuði að ég kveð þig hinstu
kveðju. Guð gefur og Guð tekur, því
hef ég svo sannarlega fengið að
kynnast við að missa þig, Ingó
minn. Þú barðist hetjulegri baráttu
við þennan ógurlega sjúkdóm sem
þú greindist með fyrir rúmu ári.
Neitaðir að gefast upp, eins og þín
var von og vísa og barðist fyrir lífi
þínu fram á síðustu stundu.
Mér eru í fersku minni okkar
fyrstu kynni. Glaðhlakkalegur og
með bros á vör tókst þú á móti mér
í Laugarneskirkju um árið þegar
strákarnir okkar, Bjarni og Tryggvi
sungu með Drengjakór Laugarnes-
kirkju. Þú varst góður formaður
foreldrafélagsins og skipulagðir
ferð kórsins til Austurríkis af ein-
urð og festu. Í þeirri ferð fann ég að
þú varst skipulagður og ákveðinn en
umfram allt traustur og góður vin-
ur.
Síðan lágu leiðir okkar saman í
Karlakór Reykjavíkur. Skær og
björt 1. tenórs rödd þín í kórnum
var eftirtektarverð. Það skarð verð-
ur erfitt að fylla.
Vináttan styrktist ár frá ári og
við Þura eigum eftir að sakna sam-
verustunda með þér og Birnu.
Ógleymanlegar ferðir með kórnum
til Kanada, Þýskalands, Austurríkis
og nú síðast til Færeyja verða mér í
fersku minni. Myndirnar mínar af
þér í góðra vina hópi ylja mér um
hjartarætur. Þú varst mikill gleði-
gjafi á góðri stundu og sannur vinur
vina þinna. Ósérhlífni þín í minn
garð þegar á bjátaði er mér kær.
Fyrir það vil ég þakka þér.
Kveðjustund er runnin upp.
Elsku Birna mín, Bjarni, Laufey og
fjölskylda, missir ykkar er mikill.
Ég bið góðan Guð að styrkja ykkur.
Hvíl í friði.
Þinn vinur,
Valdimar K. Guðlaugsson.
Vináttan er okkur öllum mikil-
væg. Við minnumst Ingólfs með
bros á vör. Hópurinn okkar, nokkrir
félagar úr Karlakór Reykjavíkur
ásamt eiginkonum, varð til í Am-
eríkuferð kórsins árið 2000. Við
hittumst nokkrum sinnum á ári í
morgunmat hvert hjá öðru og alltaf
hefur verið til siðs að „taka Gam-
mel“. Eitt eftirminnilegasta boðið
var haldið hjá Ingólfi og Birnu, þeg-
ar ljósmyndari frá Gestgjafanum
kom og tók myndir af okkur.
Við höfum brallað margt saman.
Fórum til Kaupmannahafnar og
heimsóttum GD-verksmiðjuna, villt-
umst og gengum eftir þjóðveginum
í svarta þoku. Ógleymanleg ferð.
Eitt árið skelltum við okkur í
konfektgerð, öll saman með Ingó
við stjórnvölinn. Allir voru önnum
kafnir við undirbúning jólanna en
við fundum tíma þann 21. desem-
ber, ekkert mál, bara gaman.
Á afmælisdegi eins félaga lædd-
umst við í garðinum eldsnemma að
morgni og Ingó spilaði á trompetinn
sinn og við sungum.
Við höfum hlegið mikið saman og
eigum minningar um allar góðu
stundirnar.
Nú lútum við höfði, söknuðurinn
er mikill.
Elsku Birna og fjölskylda, inni-
legar samúðarkveðjur, minningin
um góðan dreng lifir í hjörtum okk-
ar.
F.h. GD-hópsins,
Þuríður Ágústsdóttir.
Stuttri en snarpri baráttu við ill-
vígan sjúkdóm lauk í síðustu viku
þegar Ingó kvaddi okkur. Þótt ljóst
væri hvert stefndi var ekkert okkar
tilbúið, kannski verður maður aldrei
tilbúinn að sjá á bak góðum vin eins
og Ingó. Ingó, sem alltaf var manna
sprækastur, var orðinn þreyttur
eftir erfiða baráttu, baráttu sem
kostaði hann svo mikla orku og
kraft. En hann barðist, hvað hann
barðist. Ingó var líka maður sem
gafst ekki upp fyrr en í fulla hnef-
ana. Maður sem var alltaf tilbúinn
til að leggja mikið á sig fyrir aðra,
alltaf boðinn og búinn að aðstoða
aðra, hafði alltaf tíma til að aðstoða,
hlusta eða ráðleggja.
Þau eru djúp sporin sem Ingó
hefur markað í líf okkar allra.
Minningarnar streyma fram. Minn-
ingar um góðar stundir í heima-
húsum, í útlöndum og í sumarbú-
stöðum þar sem hann hélt uppi
fjörinu með gítarleik og söng. Minn-
ingar um sorgir og sigra. Minningar
um góðan dreng.
Ingó var mikil félagsvera og
fannst fátt skemmtilegra en að fara
á góða tónleika með Birnu sinni.
Hann var söngelskur, sífellt syngj-
andi enda meðlimur í Karlakór
Reykjavíkur. Það er erfitt að sleppa
takinu á svona yndislegum dreng.
Það er erfitt að vita til þess að
Kamilla Sif, afastelpan sjálf, eigi
eftir að missa af svo mörgum góð-
um stundum með Ingó afa. Ekki
síður verður erfitt fyrir elsku Birnu
systur að horfa á eftir Ingó sem
ekki var aðeins eiginmaður hennar,
heldur og besti vinur og sálufélagi.
Laufey Sif og Bjarni Grétar sjá líka
á eftir frábærum pabba og þeirra
helstu stoð og styttu í gegnum árin.
Ég lít í anda liðna tíð,
er leynt í hjarta geymi.
Sú ljúfa minning – létt og hljótt
hún læðist til mín dag og nótt,
svo aldrei, aldrei gleymi.
(Halla Eyjólfsdóttir)
Elsku Birna, Laufey Sif, Bjarni
Grétar, Kalli, Beta og Kamilla Sif.
Guð gefi ykkur styrk á þessum erf-
iðu tímum.
Kristjana Sif Bjarnadóttir,
Steingrímur Sævarr
Ólafsson og börn.
Kveðja frá raddfélögum
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
(Friðrik Guðni Þórleifsson)
Í dag, svo allt of fljótt, þurfum við
að kveðja Ingólf Sigurðsson í hinsta
sinn. Hann var nýjum söngmönnum
leiðbeinandi og góð fyrirmynd, en
síðar félagi og vinur. Ingólfur var
mikil félagsvera og var ávallt
reiðubúinn til að taka þátt í starfi
kórsins. Hann var alltaf hress og
hreif aðra með sér í gleði og fersk-
leika. Ingólfs er sárt saknað, en
minningin um góðan dreng lifir í
hjörtum okkar.
Við vottum Birnu eiginkonu hans,
börnum og öðrum aðstandendum
okkar innilegustu samúð.
Félagar í 1. tenór,
Jón Ingvar Valdimarsson
raddformaður.
Hinsta kveðja til góðs vinar. Það
eru okkur hjónum mikil forréttindi
að hafa kynnst Ingó og átt með hon-
um og henni Birnu okkar margar
góðar stundir í gegnum árin sem við
munum geyma í hjarta okkar.
Við kynntumst ung, fylgdumst
hvort með öðru flytja úr foreldra-
húsum, eignast fyrstu íbúðina, gift-
ast og eignast börn. Með árunum
jókst vinátta okkar og ekki spillti
fyrir að búa í göngufæri við hvort
annað.
Okkur var alltaf vel til vina og
margt brallað á lífsleiðinni, ógleym-
anlegir veiðitúrar sem við félagar
fórum saman, ferðalögin innan-
lands, þ.á.m. árlegu ferðirnar með
Karlakórnum og AM open.
Ofarlega í huga okkar er Króat-
íuferðin þar sem við áttum tvær
yndislegar vikur saman.
Það er ekki sjálfgefið að eignast
góðan vin eins og Ingó. Hann var
einstakur félagi og hafði góða nær-
veru, hann var fjölhæfur og margt
til lista lagt, var mikill fagurkeri,
gourmet og listamaður þegar kom
að baksturs- eða matargerð. Söng-
fugl var hann mikill og ósjaldan sem
röddin var þanin og þá var alltaf
stutt í gítarinn.
Elsku Birna, Laufey Sif, Bjarni
Grétar, og aðrir ástvinir, megi æðri
máttarvöld veita ykkur styrk á
þessum erfiðu tímum.
Golli minn, takk fyrir að vera vin-
ur okkar, þín verður sárt saknað.
Við elskum þig.
Þínir vinir,
Atli og Brynja.
Með þessum fátæklegu línum vil
ég fá að kveðja góðan dreng, Ingólf
Sigurðsson. Vorið 1996 lágu leiðir
okkar Ingólfs fyrst saman. Báðir að
byrja að vinna á nýjum vinnustað í
Hótel- og matvælaskólanum í MK
þar sem við höfðum verið ráðnir
fagstjórar, Ingólfur í bakstri og ég í
framreiðslu. Á þessum tíma og alla
tíð er við störfuðum saman áttum
við gott samstarf.
Ingólfur hafði óbilandi áhuga á
fagi sínu og reyndar þeim fögum
sem bakarar eiga að læra til fulln-
ustu síns fags. Hann var einnig
mjög lipur á allt er varðaði tölvu-
vinnslu. Ingólfur var ekki aðeins að
semja og staðfæra námsefni sinnar
greinar heldur vann hann með öðr-
um kennurum bæði í tungumálum
og öðrum greinum að sameiginleg-
um námsþáttum er sneru að hans
námsgrein og öðrum námsgreinum.
Við kölluðum hvor annan ætíð
Nafna. Kom til að þegar við hófum
störf í skólanum, báðir lágvaxnir og
ögn búttaðir, þá var fólk oft að
rugla okkur saman og tókum við
þetta upp í hálfkæringi og var það
til þess fallið að rugla fólk enn
meira í ríminu. Enn í dag eru uppi
spurningar um af hverju við værum
nafnar.
Ingólfur fór margar ferðir með
nemendum í keppni erlendis á veg-
um evrópskra skóla í hótel- og mat-
vælagreinum. Fór ég með í fyrstu
ferð af þessu tilefni. Var gott að
vera með Ingólfi í þessu verkefni og
öðrum og í lok keppni kom í ljós að
sigurvegari var nemandi í bakstri
frá Íslandi. Var þetta upphaf að
mikilli sigurgöngu nemenda skólans
í þessari keppni undir stjórn Ingólfs
og hefur margsinnis verið unnið til
verðlauna í þessum keppnum síðan.
Ingólfur var mikill söngmaður og
þegar við hjónin giftum okkur á
haustdögum 1998 var það okkur
mikil ánægja og heiður að þegar við
í fámennum hópi gengum út úr
kirkjunni þá var nafni minn þar
mættur ásamt harmonikkuleikara
og söng lag til okkar sem við hjón
eigum enn og fylgir okkur.
Ég kveð hér góðan vin og sam-
starfsfélaga. Stórt skarð er nú í röð-
um okkar verknámskennara við
hótel- og matvælasvið MK. Ég mun
heiðra minningu um góðan dreng,
vin og vinnufélaga. Guð blessi minn-
ingu þína, kæri vinur.
Ég sendi þér, kæra Birna, Laufey
og Bjarni, og fjölskyldu Ingólfs,
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi Guð vera ykkur huggun í sorg
ykkar.
Baldur Sæmundsson.
Meira: mbl.is/minningar
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ANNA SIGURÐARDÓTTIR
frá Brekku Norðurárdal,
til heimilis á Kveldúlfsgötu 6,
Borgarnesi,
sem andaðist að morgni mánudagsins 23. febrúar,
verður jarðsungin frá Reykholtskirkju laugardaginn
28. febrúar kl. 13.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Dvalarheimili aldraðra
Borgarnesi.
Innilegar þakkir færum við starfsfólki dvalarheimilisins og öllum þeim
sem sýnt hafa stuðning og hlýhug í veikindum hennar.
Þorsteinn Þórðarson,
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Árni Þór Sigurðsson,
Þórður Þorsteinsson, Agnes Agnarsdóttir,
Þorsteinn Þorsteinsson, Guðbjörg Sólveig Sigurðardóttir,
Gunnar Þór Þorsteinsson, Íris Inga Grönfeldt,
Þórhildur Þorsteinsdóttir, Elvar Ólason
og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
HALLDÓR B. STEFÁNSSON,
Lautasmára 3,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ miðvikudaginn
25. febrúar.
Hallgerður Pálsdóttir,
Ólafur Halldórsson, Auður Sigurðardóttir,
Páll Halldórsson, Sólveig Ásgrímsdóttir,
Ásta Halldórsdóttir, Einar Erlendsson,
Elín Ýrr Halldórsdóttir, Kristján M. Baldursson,
Ólöf Eir Halldórsdóttir, Jenni Guðjón Clausen,
barnabörn og barnabarnabörn.