Morgunblaðið - 27.02.2009, Side 28

Morgunblaðið - 27.02.2009, Side 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009 ✝ Hilmar ÁrniRagnarsson fæddist 9. júní 1955. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ásdís Sigurð- ardóttir, f. 29. októ- ber 1920, d. 3. októ- ber 1998, og Ragnar Jónsson, f. 28. júní 1921, d. 10. maí 2000. Hilmar var annar í röð fjögurra alsystk- ina. Hin eru: Ingveldur, f. 26. mars 1953, Stefanía Kolbrún, f. 17. ágúst 1959, og Sigurður, f. 16. september 1962. Hálfbróðir Hilmars er Guðni, sonur Ásdísar og Kolbeins Gríms- lenskan ríkisborgararétt. Börn Hilmars og Guðrúnar eru: 1) Ragnar Viktor, f. 8. ágúst 1977, kvæntur Hallfríði Snorradóttur. Sonur þeirra Hilmar Elís, f. 4. apríl 2007. 2) Vilhjálmur Árni, f. 2. september 1980. 3) Jóhannes Ívar, f. 11. júní 1983. 4) Dórothea Ruth, f. 16. janúar 1990. 5) El- ísabet Olga, f. 28. maí 1992. Hilmar nam vélsmíði við Iðn- skólann í Reykjavík, vann lengi hjá Vélsmiðjunni Héðni, svo í Fálkanum, varð þá forstöðumaður Prentstofu Reykjavíkur sem þá var í eigu Reykjavíkurborgar, keypti síðan fyrirtækið og rak það í allmörg ár. Síðustu árin vann hann einkum við smíðar. Hilmar hafði mikinn áhuga á skotfimi og var kjörinn í stjórn Skotfélags Reykjavíkur 1993 og var formaður þess frá 1994 þar til í nóvember sl. er hann baðst lausnar af heilsufarsástæðum Útför Hilmars fer fram frá Fíla- delfíu í dag og hefst athöfnin klukkan 11. sonar, f. 28. maí 1946. Hilmar ólst upp í Hólabrekku í Laug- ardal í Árnessýslu fram til 15 ára ald- urs en fluttist þá með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Hinn 3. júlí 1976 kvæntist Hilmar Guð- rúnu Langfeldt, f. 25. janúar 1955. Hún er dóttir hjónanna Jörg- ens Jóhannessonar, f. 31. mars 1925, d. 3. febrúar 1999, og Að- alheiðar Eiríksdóttur, f. 23. sept- ember 1923, d. 18. október 1986. Þau hjón fluttu til Íslands frá Þýskalandi og báru ættarnafnið Langfeldt þar til þau fengu ís- Elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Það er erfitt að kveðja þig. Við viss- um að þessi stund væri framundan, en samt er maður aldrei viðbúinn. Á stund sem þessari fer maður óhjákvæmilega að rifja upp í hugan- um góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég man þegar þú tókst mig með þér í veiði, ætli ég hafi ekki verið 5-6 ára og ég hlakkaði eiginlega mest til að fá kók að drekka í kaffitíman- um, en á þeim tíma var það algjör lúxus að fá þannig drykk. Einnig er mér minnisstætt þegar ég lá á sjúkrahúsi 9 ára gamall, að þú komst í heimsókn á hverjum degi með app- elsín og prinspóló. Það eru svona litl- ar minningar sem koma upp í hug- ann, það eru þessi litlu brot sem sitja fast í huga manns. Þú varst mikill klettur í lífi mínu, við töluðum saman á hverjum degi og ég gat leitað ráða hjá þér um nánast hvað sem er. Hvernig á ég að skipta um bremsuklossa á bílnum, flísa- leggja eldhúsið og hvernig á að elda lambalæri þannig að það bragðast al- veg eins og þú gerðir það. Það eru margar ráðleggingarnar sem koma til með að nýtast mér í framtíðinni. Ég kom í fjölskylduna fyrir næst- um fjórum árum, þú og Guðrún tók- uð mér opnum örmum og ég varð strax hluti af fjölskyldunni. Þú varst frægur fyrir eldamennsku þína og alltaf hlakkaði ég til að koma í mat hjá tengdaforeldrunum. Hilmar lagði einstakan metnað í að krydda lamba- lærið á sérstakan hátt og nostraði við matargerðina af mikilli innlifun. Ég held að ég hafi smakkað besta lamba- lærið þitt á páskadag 2007 þegar ég kom heim af fæðingardeildinni með frumburðinn. Þá var læri í álpappír á borðinu heima, tilbúið fyrir okkur að snæða. Fyrir tæplega tveimur árum varstu loks afi, þá fæddist nafni þinn hann Hilmar Elis. Þú varst hrærður yfir þeirri gjöf að fá nafna og frá fyrsta degi áttuð þið alveg einstakt samband. Hann var strax hændur að þér og þótti gott að hvíla í afafangi. Svo þegar hann varð aðeins eldri þá teymdi hann þig um alla íbúðina til að sýna þér ljósin, bílana og fleiri leik- föng og svo fóruð þið að leika saman og gleymduð stað og stund. Það var yndislegt að fylgjast með ykkur. Það var einstök stund að þú gast verið viðstaddur brúðkaup okkar fyrir þremur vikum. Við þökkum Guði fyrir að hafa gefið okkur þína nærveru þennan dag. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi, hvíldu í friði. Ragnar Viktor, Hallfríður og Hilmar Elis. Um kvöldmatarleytið á föstudegi tekur bíllinn völdin af ökumanninum og stefnir út af veginum. Sem betur fer tekst að stöðva hann í vegkant- inum áður en illa fer. Við höfðum ætl- að að komast eitthvað upp í Borg- arfjörð og tjalda þar en það er ljóst að við förum ekki lengra í bili. Hvað er til ráða? Við verðum vitaskuld að hringja í Hilmar. Hann er hjálpar- hella okkar í bílamálum, eins og fleiru. Þetta er fyrir daga bílsíma og gemsa svo að fjölskyldufaðirinn gengur að Hálsi í Kjós og fær að hringja í Hilmar sem merkilegt nokk er kominn heim úr vinnu. „Og hvað bilaði?“ spyr Hilmar. Það verður fátt um svör hjá ís- lenskumanninum langskólagengna, bílar eru ekki hans sérgrein. „Ég kem þá og lít á þetta.“ Og Hilmar kemur, sér fljótt hvað er að og segist koma daginn eftir með nauðsynlega varahluti. Fjölskyldan tjaldar þar sem hún er komin og bíð- ur komu bróðurins trausta sem öllu bjargar. Daginn eftir er laugardagur og varahlutaverslanir lokaðar. En Hilmar ræsir út mann, kaupir það sem til þarf, kemur upp eftir og gerir við bílinn. Eigandinn fylgist áhuga- samur með, þykist hjálpa til en gerir vitaskuld lítið gagn. Svo getur fjöl- skyldan haldið áfram ferð sinni vest- ur á firði, glöð og ánægð. Að vísu svo- lítið sakbitin yfir því að hafa bara fengið að borga varahlutina en ekk- ert fyrir alla vinnuna og snúningana, ekki einu sinni bensínið á ameríska tryllitækið sem Hilmar ók um þessar mundir. Sögur á borð við þessa gætum við sagt margar. Hilmar var ávallt boð- inn og búinn að hjálpa til með allt sem hann gat. Og það var ekki fátt. Hann gat nánast allt sem honum datt í hug að reyna, hvort sem um var að ræða smíði á málm eða tré, bílavið- gerðir, uppsetningu loftljósa, ísetn- ingu útvarps og hátalara í fjölskyldu- bílinn eða að lagfæra bilaða vaska. Allt lék í höndunum á honum og hann var frábærlega vandvirkur. – Það er gott að eiga slíkan bróður og mág. Húsmóðurinni á heimilinu er minnisstætt að í kaffipásum var iðu- lega verið að þrífa karbúratora (eins og þeir hétu þá) við eldhúsborðið. Hún spurði þá gjarna hvort búið væri að finna bilunina og fékk langan fyr- irlestur um hvað væri að og hvernig ætti að bæta meinsemdina. Vitaskuld botnaði hún ekki neitt í neinu en kinkaði samt kolli annað veifið, eins og til heyrir við slíkar kringumstæð- ur. Þegar karbúrator lá svo næst á eldhúsborðinu spurði hún á ný – og sagan endurtók sig. Hilmar var dæmigerður Íslend- ingur að því leyti að hann var kapp- samur við vinnu, vann alla tíð mjög mikið og sjálfsagt oft meira en hon- um var hollt. En samt hafði hann æv- inlega tíma fyrir fjölskylduna, börn sín, systkin og tengdafólk. Síðustu árin var hann límið í systkinahópi sínum, fylgdist með þeim öllum og börnum þeirra og gat miðlað upplýs- ingum til hinna sem minna sinntu slíku. Hans verður sárt saknað. Elsku Guðrún og fjölskylda, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni og hjálpa til við að rifja upp góðar minningar ykkur til huggunar. Guðni og Lilja. Mig langar til að kveðja elskulegan frænda minn og vin með nokkrum orðum. Þegar ég lít til baka finnst mér svo sérstakt hvað það var Hilm- ari föðurbróður mínum mikið í mun síðustu árin að sameina fjölskylduna og eiga góðar stundir með sínum nánustu. Þá hafði hann ekki hug- mynd um að tíminn hans væri að styttast jafn hratt og raun bar vitni. Hilmar og Guðrún konan hans héldu höfðingleg matarboð fyrir stórfjöl- skylduna á aðventunni og Hilmar tal- aði mikið um það við mig að það skipti hann máli að nýta tímann vel og verja honum í það sem raunveru- lega skiptir máli í þessu lífi þ.e. fjöl- skylduna. Ég er svo sannarlega þakklát fyrir það og þær stundir sem við áttum saman síðustu árin. Segja má að ég hafi kynnst frænda mínum almennilega í kjölfar þess að hann fékk þá stórgóðu hugmynd að koma bróður sínum, föður mínum, á óvart á 60 ára afmælinu hans vorið 2006. Ég hjálpaði honum að undirbúa óvissuferð fyrir pabba og ég mun aldrei gleyma hversu gaman Hilmar hafði af að undirbúa þann dag. Kær- leikurinn streymdi frá honum og hann ljómaði allur af gleði. Hann sagði við ættum að nýta hvert tilefni sem gæfist til að hittast og gleðja hvert annað. Lífið væri svo stutt og við ættum að nýta það vel. Óvissu- ferðin tókst vonum framar og var hin veglegasta og skemmtilegasta í alla staði. Dagur sem mun alltaf verða ljóslifandi í minningunni. Við töluð- um saman í síma oft á dag í undirbún- ingnum og um leið ræddum við um lífið og tilveruna, fjölskylduna, sorg og gleði. Eftir óvissuferðina miklu hafði tekist svo góð vinátta með okk- ur að við vorum í reglulegu sambandi upp frá því og til hinsta dags. Hilmar hafði frá mörgu skemmti- legu að segja og hafði einlægan áhuga á mér og mínu fólki og velferð okkar allra. Ég fékk að kynnast því að hann reyndist mér og mínum vin- ur í raun og fyrir það verð ég honum ævinlega þakklát. Því miður þarf ég nú að kveðja Hilmar frænda og syrgi það mjög að fá aldrei aftur símtal frá honum á miðjum degi og ræða við hann um hluti sem skipta máli. Ég hélt að við hefðum nægan tíma til að hittast og heyrast. Hélt að ef til vill fengi ég að hjálpa til við að undirbúa sextugsafmælið hans. Ég ætla að geyma í hjartanu fallegar minningar um góðar stundir og öll góðu og löngu samtölin í síma og minnast þannig frænda míns. Ég mun geyma minninguna um síðasta skiptið sem við hittumst kvöldið áður en hann lést, þar sem hann kveið engu og óttaðist ekkert. Ótímabært lát Hilmars undirstrikar í raun mikilvægi þess sem honum var svo í mun að lifa eftir síðustu árin. Að nýta tímann vel og nýta hann í það sem raunverulega skiptir máli. Elsku Guðrún og fjölskylda, guð veri með ykkur og gefi ykkur styrk í sorginni. Kristín Berta og fjölskylda. Ég sit í eldhúsinu hjá ömmu á Holtsgötunni. Ég er bara sex ára og ég fékk skólaföt og svo einn mesta dýrgrip sem ég hef á ævinni fengið: Lykil að Holtsgötunni. Og ég fæ lyklakippu með sem er fest í buxna- strenginn og svo er keðja sem passar að lykillinn haldist fastur við mig. Ég hef aldrei fengið svona ótrúlega flotta gjöf. Amma er nú yfirleitt heima þegar ég kem til hennar í há- deginu á einhverjum dögum sem ég man ekki enn hverjir voru eða vegna hvers ég átti að fara á Holtsgötuna, en ég man hvað keðjan var falleg og hvað lykillinn var dýrmætur í vas- anum á rifflaflauelsbuxunum. Og ég man að einhverja dagana fór ég til ömmu í hádeginu og fékk að borða. Mig minnir að það hafi verið ákveðin vonbrigði að lykillinn sem skein svona skært niðri í buxnavas- anum var aldrei notaður. En ég man hádegin. Að fá steikta ýsu og masa við ömmu og svo var dyrabjöllunni hringt. Afi svarar og ég veit að það er Hilmar frændi. Stuttu seinna stend- ur hann þarna eftir að hafa smellt kossi á kinnina á ömmu og nær sér í eitt af litlu þykku glösunum í eldhús- skápnum og í það hellir hann kaffinu og mjólkinni. Svo glottir hann skelm- islega til mín og segir: „Æ, það er ekki hægt að drekka kaffi úr bollum, það er ekkert eins gott og kaffi úr glasi.“ Svo fær Hilmar sér af ýsunni, spjallar við foreldra sína og spyr mig frétta úr Miðstrætinu. Ég segi hon- um fréttirnar og hann segir mér sín- ar og við spjöllum bara yfir ýsunni við eldhúsborð afa og ömmu. Það var alltaf svo notalegt þegar Hilmar hringdi bjöllunni, arkaði inn og fékk sér kaffið í glasið. Hilmar kom líka oft og lagaði bíl- inn hans pabba þegar sá fór allt í einu að hósta og stynja og það var alveg sama hvar á landinu bíllinn sá arna var þá og þá stundina, Hilmar keyrði bara þangað sem bíllinn var þegar pabbi hringdi. Og það var gaman þegar Hilmar og Guðrún fóru að eignast börnin. Ég man best þegar Ragnar Viktor var lítill og ég var ekki miklu stærri. Stór og stæðilegur strákur og þegar hann og Villi, bróðir númer tvö, komu í heimsókn í Miðstrætið, þá var kannski ekki mikið eftir af penum barbídúkkum á eftir, en það var gam- an að krafmiklum strákum sem voru meira að segja enn betri í að rusla til en við systur. Það lá við að við gætum sett upp svip. Börnin urðu fleiri, þrjú í viðbót, einn strákur og tvær stelpur. Fimm börn í allt. Hilmar og Guðrún náðu að slá met pabba og mömmu. Það er gott að vita að þau systkinin eiga hvert annað að núna. Hilmar hélt áfram að drekka kaffi úr glasi á Holtsgötunni svo lengi sem afi og amma lifðu og hann hélt áfram að spyrja mig frétta, hvort sem við hittumst þar eða á prentstofunni, þar sem stóri bróðir minn vann stoltur sem unglingur og sýndi mér hand- tökin, eða heima í Miðstræti eða í jólaboðunum heima hjá honum sjálf- um. Mér þótti vænt um ættræknina og spurningarnar um hvernig við hefðum það, ég og mínir. Mér þótti alltaf vænt um þær því þær komu alltaf frá hjartanu. Ég votta Guðrúnu, Ragnari, Vil- hjálmi, Jóhannesi, Dórotheu og El- ísabetu samúð mína beint frá hjart- anu. Ásdís Mjöll Guðnadóttir. Hilmar Árni Ragnarsson formað- ur Skotfélags Reykjavíkur er látinn. Góður félagi og vinur er horfinn á svið móðunnar miklu. Það er tæpast að maður trúi því að þessi stóri mað- ur hafi orðið að lúta höfði í baráttunni við hið óumflýjanlega. Snemma árs 1995 komu að máli við mig tveir forsvarsmenn úr Skotfélagi Reykjavíkur. Það voru þeir Jóhann- es Christensen og Hilmar Árni Ragnarsson. Hilmar var þá formaður félagsins og voru þeir að leita að ódýrum rifflum til nota í félagsstarf- inu. Seinna það ár ákvað ég að áeggjan Hilmars að gefa kost á mér til stjórn- arsetu í félaginu. Hilmar rak þá Prentstofu Reykjavíkur. Alla tíð eftir það áttum við afar náið samstarf og var alltaf ánægjulegt að koma við á fundi í Prentstofunni í Tjarnargötu. Fljótlega eftir að við kynntumst barst okkur bréf frá Reykjavíkur- borg, líklega í maí 1996, þar sem fé- laginu var sagt upp svæði þess í Leir- dal. Hófst þá barátta okkar við að finna lausnir fyrir framtíðarstarf fé- lagsins. Árið eftir var félaginu úthýst úr Baldurshaga með innistarfið og félagið því algjörlega aðstöðulaust til framtíðar. Leiða má getum að því að margir formenn íþróttafélaga sem lenda í slíkum hremmingum hefðu lagt árar í bát og skundað á önnur mið. En nei, nú skyldi bretta upp ermar og hefja baráttu með það eitt að markmiði að skapa félaginu að- stöðu til framtíðar. Hilmar lokaði Prentstofunni fyrir nokkrum árum og hóf rekstur eigin sendibifreiðar. Minni tími gafst þá til umsýslu félagsins en með góðri sam- vinnu innan stjórnar Skotfélagsins tókst að landa samningi um nýja að- stöðu félagsins í Egilshöll og í fram- haldinu nýju svæði félagsins í Álfs- nesi. Hilmar hafði lag á að landa málum án hávaða og vildi ávallt fylgja málum eftir af festu en án æs- ings. Stundum reyndist það erfitt en ávallt tókst það að lokum. Árið 2006 hóf Hilmar rekstur eigin félags um viðhald fasteigna og tók það að sér m.a. viðgerð félagsheimila Skot- félags Reykjavíkur á Álfsnesi. Hilm- ar stóð vaktina við allar framkvæmd- ir félagsins á svæðinu, breytingar á landmótun haglabyssuvalla sem og riffilvallar, ásamt því að byggja við félagsheimilin og koma þeim í starf- hæft stand. Ljóst var síðast liðið sumar að eitt- hvað var að og ekki eins og var hon- um eðlislægt við framkvæmd ýmissa mála. Ekki varð mér ljóst hvað var að fyrr en hann hringdi í mig af sjúkra- beði á Landspítalanum í byrjun nóv- ember og bað mig um að koma og hitta sig uppá spítala. Þar hafði hann greinst með krabbamein í maga, sömu veikindi og höfðu dregið föður hans til dauða nokkrum árum áður. Æðruleysi Hilmars við vitneskju um veikindi sín var lýsandi fyrir mann- gerð hans, hann tjáði mér í smáat- riðum hvað hefði greinst og að lík- lega ætti hann stutt eftir. Hann hóf þegar skipulagningu þeirra mála er hann vildi hafa áhrif á og klára. Ég vil þakka Hilmari allar þær stundir sem við áttum saman und- anfarin 14 ár og votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Guðmundur Kristinn Gíslason. Góður vinur okkar, Hilmar, er far- inn – mikið verður hans saknað! Öll ferðalög okkar til Íslands síðustu ár- in byrjuðu með Hilmari – hann tók fagnandi á móti okkur á flugvellin- um, keyrði okkur í bæinn og sagði okkur nýjustu fréttirnar. Mér fannst alltaf gaman að hlusta á hann segja frá, því þó hann kvartaði oft sáran yf- ir ýmsu misrétti, þá var alltaf einhver hjartans hlýja í rödd og frásögnum hans. Augun hans ljómuðu þegar hann sagði okkur frá matreiðslunni sinni sem hann stundaði í auknum mæli, Hilmar Árni Ragnarsson ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÆVAR JÓNSSON, Austurbrún 4, Reykjavík, andaðist mánudaginn 9. febrúar. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Katrín Ævarsdóttir, Ástþór Jóhannsson, Birgir Ævarsson, Vala Björg Guðmundsdóttir, Hjálmar Ævarsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Ævar Oddur Ævarsson, Arnar Ævarsson, Sunna Björg Sigurjónsdóttir, Tinna Ævarsdóttir, Örn Eldjárn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.