Morgunblaðið - 27.02.2009, Side 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009
✝ Garðar Stein-dórsson fæddist í
Reykjavík 19. nóv-
ember 1938. Hann
lést á heimili sínu 17.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jóna Guðrún Guð-
mundsdóttir, f. á
Dvergasteini í Álfta-
firði 9. október 1912,
d. 9. júní 1996 og
Steindór Guðmunds-
son, f. í Reykjavík 8.
nóvember 1907, d. 13.
des. 1996. Bróðir
Garðars er Sverrir, f. 9. ágúst 1941.
Garðar kvæntist 9. júní 1962 Jó-
hönnu Guðrúnu Halldórsdóttur, f.
22. apríl 1940, dóttur Helgu Jó-
hannesdóttur, f. í Hrísakoti á
Vatnsnesi 17. janúar 1912, d. 16.
október 1987, og Halldórs Gunnars
Pálssonar, f. í Reykjavík 25. júní
1916, d. 12. júlí 1998. Börn Garðars
og Jóhönnu Guðrúnar eru: 1) Krist-
ín, f. 10. mars 1961, maki Björn
Þórisson, f. 7. maí 1957. Sonur
þeirra er Reynir Örn, f. 14. jan.
úr 1960. Hóf störf hjá Olíufélaginu
ESSO árið 1968 og starfaði þar til
ársins 2000 er hann hætti störfum.
Til Hafnarfjarðar fluttu þau hjón
1968 og bjuggu þar uns þau fluttu
út á Álftanes vorið 2002. Fé-
lagsstörf voru Garðari hugleikin
og kom hann víða við í Hafn-
arfirði. Var m.a. á árum áður í
stjórn Rafveitunnar, formaður
stjórnar Heilsugæslustöðvarinnar,
formaður skólanefndar Iðnskól-
ans, formaður Framsóknarfélags-
ins og sat í bæjarstjórn sem vara-
maður um tíma. Fríkirkjan í
Hafnarfirði var honum mjög kær
og starfaði hann í safnaðarstjórn
frá 1984 fram undir árið 2000 og
var um tíma varaformaður. Tón-
list var í hávegum höfð hjá hon-
um. Söng hann í Stúdentakórnum
á meðan hann var og hét og
Karlakórnum Þröstum í Hafn-
arfirði um tíma, að ógleymdum
ánægjustundum er hann tók upp
gítarinn og spilaði og söng með
fjölskyldu og vinum. Útivist var
honum hugleikin. Laxveiði á
sumrin og gengið til rjúpna á
haustin.
Útför Garðars fer fram frá Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði í dag og
hefst athöfnin kl. 13.
1982, kvæntur Tönju
Dögg Arnardóttur.
Sonur Kristínar og
Guðjóns Guðmunds-
sonar er Ingvar Þór,
f. 30. jan. 1979, í sam-
búð með Ásdísi Petru
Oddsdóttur, sonur
þeirra er Andri
Steinn, f. 29. jan.
2006. 2) Bryndís, f.
17. des. 1962, maki
Gísli Vagn Jónsson, f.
23. maí 1959, börn
þeirra eru Dagný
Björk, f. 17. júlí 1985
og Arnar Freyr, f. 5. okt. 1990. 3)
Áslaug, f. 19. ágúst 1970, maki Páll
Hafnfjörð Hafsteinsson, f. 21. jan.
1969, synir þeirra eru Garðar Leo,
f. 3. jan. 1993 og Halldór Gunnar,
f. 12. júní 1994. Sonur Áslaugar og
Björgvins Guðjónssonar er Vignir
Freyr, f. 9. okt. 1988.
Garðar stundaði hefðbundið
barnaskólanám. Varð stúdent frá
MR 1959 og lagði svo leið sína í
viðskiptafræði við H.Í. Garðar var
með eigin heildsölu á árunum upp
Yndislegi pabbi minn.
Það er erfitt að hugsa til þess að
eiga aldrei eftir að sjá þig aftur. En
þegar ég lít til baka er svo margs að
minnast og margt að þakka. Efst í
huga mínum er ferðin okkar til
Barcelona í haust, afmælið þitt,
ferðin okkar norður á Hvamms-
tanga í janúar og þegar þú sast í
heita pottinum með Bjössa fyrir að-
eins 18 dögum síðan. Ekki má þó
gleyma öllum útilegunum og ótelj-
andi sumarbústaðaferðum með allri
fjölskyldunni í gegnum tíðina.
Það var oft glatt á hjalla, gítarinn
alltaf með í ferð, mikið sungið og við
nutum þess öll að vera saman. Ekki
síst barnabörnin þín sem ég veit að
hefðu ekki getað hugsað sér betri
afa. Þú varst alltaf tilbúinn að
hjálpa, skutla á milli staða, fara með
þau í sund og hvaðeina sem þau
báðu um. Litli langafastrákurinn
þinn, sem þekkti þig því miður allt
of stutt, talar um þegar þið voruð að
gefa fuglunum og ekki skemmdi nú
fyrir að vita af ópalinu sem þú áttir
alltaf í vasanum. Þú varst alltaf
hetja, og ekki síst í baráttu síðustu
vikna. Þá töluðum við um margt og
ég man að ég lofaði þér einu. Ég
stend við það, ég passa mömmu.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni. Jónsson frá Gröf.)
Minningin um besta pabba í heimi
lifir áfram. Ég elska þig alltaf og
sakna þín óendanlega.
Þín
Kristín.
Þriðjudaginn 17. febrúar s.l.
kvaddi pabbi minn þetta líf. Minn-
ingarnar streyma fram í hugann og
allt of langt mál væri að rekja það
hér sem mér býr í brjósti.
Ég kveð pabba minn með söknuði
og sorg í hjarta.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Hvíldu í friði, elsku pabbi minn.
Bryndís.
Elsku hjartans pabbi minn! Mikið
og margt hefur nú farið í gegnum
hugann síðustu daga. Ég er í raun
ekki almennilega búin að átta mig á
alvarleika málsins og bíð eftir að
hrökkva upp við að þú sért rétt
ókominn heim.
Lífið er ekki alltaf eins og við vilj-
um hafa það, leikur við mann eina
stundina og hrynur svo þá næstu.
Hruntímabilið er alltaf erfitt, en ein-
hvern veginn nær maður alltaf að
koma standandi niður, hvað svo sem
á dynur. Það hef ég svo sannarlega
lært af þér, þú sem kvartaðir aldrei
og tókst alltaf öllu þegjandi, hversu
ósanngjarnt sem það var. Æðruleysi
þitt síðustu mánuði var alveg ótrú-
legt, þú greindist með krabbamein á
lokastigi í lok október, en neitaðir að
gefast upp og gafst okkur fjóra ynd-
islega mánuði með þér til viðbótar.
Þegar þú vissir í hvað stefndi þá
voru aðaláhyggjur þínar þær að
skilja mömmu eftir eina. Þú tókst af
mér það loforð að halda þétt utan
um mömmuna mína og það loforð
mun ég halda til enda.
Ekki er lagt meira á mann en
maður getur borið, það er alveg á
hreinu.
Verkefni lífsins eru mörg og
margvísleg. Þetta verkefni sem við
fjölskyldan stöndum frammi fyrir
núna er þó það allra erfiðasta sem
ég hef nokkurn tíman þurft að horf-
ast í augu við.
Þú ert ávallt í huga mér, þú ert
mér svo mikið og hefur alla tíð verið.
Undanfarnar nætur hafa verið
svefnlitlar og hafa þá rifjast upp all-
ar skemmtilegu stundirnar sem við
höfum átt saman. Veiðiferðir, sund-
ferðir, bústaðaferðir, útlandaferðir
og allt, allt hitt. Þessar stundir og
allar minningarnar sem ég á geymi
ég á góðum stað í hjarta mínu og
rifja upp gleðina og góðmennskuna,
sem þú varst þekktur fyrir, á erf-
iðum stundum í mínu lífi.
Þú ert sá sem ég hef ætíð litið upp
til og ef ég gæti einungis tileinkað
mér helminginn af góðmennsku
þinni og greiðvikni þá yrði ég glöð.
Þú ert sá allra besti í mínum huga
og mundu alltaf að ég elska þig af
öllu mínu hjarta.
Ég bið góðan Guð um að geyma
þig þar til við hittumst aftur.
Þeir segja mig látinn, ég lifi samt
og í ljósinu fæ ég að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá hjarta mínu berst falleg rós,
því lífið ég þurfti að kveðja.
Í sorg og í gleði ég senda mun ljós,
sem ykkur er ætlað að gleðja.
(Höf. ók.)
Þín minnsta pabbastelpa –
Áslaug.
Nú er tengdafaðir minn fallinn
frá. Ég kynntist honum fyrir rúmum
30 árum þegar ég fór að venja kom-
ur mínar á Álfaskeiðið. Við urðum
fljótt ágætis mátar, það var gott að
leita ráða hjá honum og ekki stóð á
hjálp ef eftir henni væri leitað. Það
var eiginlega ekki til nei í hans orða-
forða.
Þegar hugsað er til baka eru sum-
ar minningar sterkari en aðrar.
Margar ferðir í sumarbústaði bæði
sumar og vetur. Þar var gítarinn og
söngurinn í aðalhlutverki, Barce-
lona-ferðin síðastliðið haust í tilefni
af 70 ára afmæli Garðars með allri
fjölskyldunni og afmælisveislan
hans. Einnig þegar við fórum í heita
pottinn fyrir rúmum 2 vikum. Þegar
Ingvar Þór, eldri strákurinn okkar
og jafnframt fyrsta barnabarn Garð-
ars fæddist fór Garðar að fara með
hann í sund um leið og hann stóð í
fæturna. Svo þegar barnabörnin
urðu fleiri, fjölgaði bara í sundhópn-
um, þannig var Garðar. En að lokum
þurfti hann að gefast upp fyrir sjúk-
dómi sem á hann herjaði.
Ég vil þakka þér fyrir samfylgd-
ina.
Ekkert líf án dauða, enginn dauði
án lífs.
Þinn,
Björn.
Garðar tengdafaðir minn lést
þann 17. febrúar s.l. eftir þungbær
veikindi. Hann lét engan bilbug á
sér finna og mætti örlögum sínum
ásamt Hönnu tengdamóður minni af
festu en um leið æðruleysi. Andleg-
ur styrkur Garðars var ótrúlegur og
kenndi mér margt.
Árið 1982 kynntist ég Garðari eða
skömmu eftir að ég varð bálskotinn í
Bryndísi dóttir hans. Allar götur
síðan reyndist hann mér vel. Þegar
kom að fyrstu íbúðarkaupum okkar
Bryndísar var hann betri en enginn.
Hann ráðlagði okkur unga fólkinu af
kostgæfni, hvatti okkur áfram og
benti á góðar leiðir til þess að kljúfa
dæmið. Garðar var afar bóngóður
maður. Hann var ætíð fyrstur á
svæðið ef þurfti að mála og taka til
hendinni. Iðjusemi var honum í blóð
borin og allt til síðasta dags varð
hann að hafa eitthvað fyrir stafni.
Hann var traustur og samviskusam-
ur maður.
Þegar við Bryndís fluttum til
Danmerkur með börnin okkar til
þess að leggja stund á nám var
Garðar umboðsmaður okkar hér á
Íslandi og sá um öll okkar mál. Eng-
an betri hefðum við getað fengið til
þess og verður sú hjálp sem hann
veitti okkur aldrei fullþökkuð. Mikill
gleðigjafi var Garðar, spilaði á gítar,
var söngmaður góður og hrókur alls
fagnaðar á góðri stund. Gamlárs-
kvöld og þrettándinn í Háahvammi
voru fastir punktar í tilverunni þar
sem fjölskyldan kom saman. Nóg
var af flugeldum og stutt í strákinn í
húsbóndanum. Mátti vart á milli sjá
hver hafði meira gaman af flugeld-
unum, afinn eða afabörnin.
Ekki má heldur gleyma fjöl-
skylduferðunum í Essóbústaðina á
Laugarvatni. Garðar var einn af
frumkvöðlunum sem komu að upp-
byggingu þeirra í Mýrarskógum.
Þar undi hann sér vel og fór þangað
reglulega. Ekki skemmdi fyrir ef
eitthvert afabarnanna var með í för.
Ég get ekki minnst Garðars án
þess að nefna veiðina. Hann hafði
yndi af því að veiða og var allt að því
fáránlega fiskinn. Allmörg ár voru
farnar fjölskylduferðir á silunga-
svæðið í Vatnsdalsánni. Það var að
frumkvæði hans að þessar veiðiferð-
ir hófust. Þar naut hann sín og var
hrókur alls fagnaðar. Garðar gekk í
frímúrarastúkuna Hamar árið 1972.
Hann taldi það hafa verið mikið
gæfuspor fyrir sig. Hann var iðinn
og stundaði starfið samviskusam-
lega og af kostgæfni. Honum þótti
afar vænt um stúkuna sína og sást
það best þegar hann og Hanna buðu
öllum bræðrum og systrum sem
voru í vorferð á Vatnsnesinu í heim-
sókn til sín á Sólvelli, litla húsið á
Hvammstanga sem þau festu kaup á
fyrir allnokkrum árum. Þátttakend-
ur í þessari ferð minnast heimsókn-
arinnar með hlýhug enn þann dag í
dag. Garðar sagði mér að þessi
heimsókn hefði gefið sér mikið. Það
var fyrir hans tilstuðlan sem ég
gekk í sömu stúku. Hann var mín
fyrirmynd og lærifaðir og fyrir það
vil ég þakka. Garðar hefur nú lagt í
það ferðalag sem bíður okkar allra.
Ég bið þess að hinn hæsti vaki yfir
honum á ferð sinni.
Gísli Vagn Jónsson.
Mig langar til að minnast tengda-
föður míns og vinar sem lést hinn
17. febrúar síðastliðinn.
Minningarnar eru margar.
Veiðiferðirnar okkar voru ófáar
norður í land. Okkar fyrsta veiðiferð
var í Miðfjarðará sumarið 1992. Í 17
ár höfum við verið veiðifélagar og er
því missir minn mikill. Í mörg ár
fórum við tvisvar á sumri í Vatns-
dalsána. Fyrri ferðin var ætíð farin í
júní og fékk þá fjölskyldan að vera
með. Seinni ferðin var svo farin í lok
ágúst, þá fengum við vinirnir að
njóta okkar. Tilhlökkunin var mikil
hjá okkur báðum, pakkað var í bíl-
inn og haldið af stað. Á leiðinni var
mikið spjallað, þyngd og lengd fiska
ákveðin og oft á tíðum var bilið á
milli augna fisksins orðið að lág-
marki 25 cm þegar lagt var fyrir
framan veiðihúsið. Við þekktum ána
orðið nokkuð vel og hvor annan.
Þögnin okkar á milli sagði oft meira
en mörg orð. Við gátum setið við ár-
bakkann og notið samvista hvor við
annan og náttúruna þó svo að þrjá-
tíu ár hafi verið á milli okkar. Í veið-
inni vorum við jafnaldrar. Ég reyndi
hvað ég gat að læra af þér, það var
erfitt þar sem þú varst svo fiskinn,
en ég aftur á móti algjör fiskifæla.
Auðvelt þótti þér að lesa veiðistað-
ina, gast þér alltaf rétt til um hvar
fisk væri að finna. Á haustin geng-
um við saman á rjúpu og í nokkur
skipti fórum við saman á gæs austur
á Laugarvatn í Esso-bústaðina. Í
einni gæsaferð mættum við í skurð-
inn á tilsettum tíma, biðum graf-
kyrrir eftir fuglahópnum, gríðarlega
spenntir. Næsta sem við vissum var
að við vöknuðum við að gæsirnar
voru sestar á túnið allt í kringum
okkur og var þá of seint að skjóta.
Við fórum upp í bústað með skottið
á milli lappanna skellihlæjandi. Að
þessu hefur verið hlegið mikið síðan.
Mikið höfum við ferðast saman,
bæði innanlands og utan. Ófáar
ferðirnar voru farnar til útlanda,
Danmerkur, Rómar og nú síðast til
Barcelona þar sem fjölskyldan sam-
einaðist á sjötugsafmæli þínu. Minn-
ingarnar þaðan eru mér ómetanleg-
ar.
Þegar við Áslaug byggðum á
Álftanesinu þá varst þú mættur
fyrstur allra. Hjálpaðir okkur allar
helgar og öll kvöld. Reyndar neydd-
ist ég til að kaupa handa þér örygg-
ishjálm þar sem þú varst sírekandi
höfuðið í allt sem á vegi þínum varð.
Ég lít á það sem forréttindi að
hafa kynnst Garðari og er stoltur af
því að geta kallað hann vin minn.
Þín verður sárt saknað – minn-
ingin lifir.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez)
Þinn tengdasonur og vinur
Páll Hafsteinsson.
Elsku afi minn. Ég veit hreinlega
ekki hvernig ég á að lýsa því hvernig
mér líður á þessari stundu. Ég sem
alltaf hef eitthvað að segja er hrein-
lega kjaftstopp. Ég get ekki ímynd-
að mér lífið án þín og ég held að það
eigi eftir að taka mig langan tíma að
venjast því að geta ekki spjallað við
þig eða heyrt þig hlæja. Ég er sorg-
mædd, en á sama tíma glöð fyrir
þína hönd, því núna eru þínar þraut-
ir búnar og þú ert lagður af stað í
nýtt og spennandi ferðalag.
Ég er þakklát fyrir þau tæp 24 ár
sem ég fékk að eyða með þér, þótt
mér finnist árin alltof fá. Ég er
þakklát fyrir allar þær góðu minn-
ingar sem ég á og þær eru svo sann-
arlega margar. Hve margar 7 ára
stelpur fara til dæmis með pabba
sínum, afa og langafa á pöbbarölt.
Þessi minning er bara ein af mörg-
um sem ég á frá þeim góða tíma sem
við eyddum saman þegar þú heim-
sóttir okkur í Danmörku. Ég held að
fyrstu minningarnar sem ég á séu
frá sundferðum sem við fórum
ósjaldan í saman, ásamt góðum
stundum í Háahvamminum og á
Laugarvatni og eru þær ferðir í
gegnum síðustu 24 árin ógleyman-
legar.
Ein af þeim minningum sem sitja
þó hvað fastast er, að þú áttir alltaf
ópal handa mér. Önnur sem ég á
ekki eftir að gleyma svo lengi sem
ég lifi, er þegar þú dansaðir við mig
á systrakvöldinu fyrir ári. Að dansa
við þig þá, eins hlýr og góður og þú
varst, er mér meira virði en allt gull
í heiminum. Ég gæti endalaust talið
upp allar þær góðu minningar sem
ég á um þig afi minn en ég myndi
þurfa nokkrar bækur til þess ef ég
ætti að gera það.
Ég á eftir að muna hversu lífs-
glaður þú varst, alveg fram á það
síðasta. Þú varst alltaf hrókur alls
fagnaðar og ávallt þar sem fjörið var
og ef það var ekki til staðar þá
breyttir þú því snarlega. Þú hafðir
alltaf húmorinn í lagi, sama hvað á
gekk og það er eitt af því sem gerði
þig alveg einstakan. Alveg sama
hversu illa þér leið, reyndirðu alltaf
að vera glaður og kátur og gera allt
sem þig langaði til. Það lýsir öðrum
eiginleika þínum, sem ég á aldrei
eftir að gleyma og það er hinn ótrú-
legi innri styrkur sem þú bjóst yfir.
Ég vona að ég geti öðlast jafn
mikinn styrk í framtíðinni og þú
bjóst yfir og ég mun alltaf taka mér
lífsgleði þína til fyrirmyndar. Ég á
aldrei eftir að gleyma hlýju stóru
höndunum þínum og þeim hlýleika
sem streymdi frá þér. Ég sit og
græt yfir því að þurfa að skrifa þessi
orð. Ég veit að þó þú sért farinn
muntu ávallt lifa í hjarta mínu og ég
veit að við hittumst aftur seinna.
Hvenær sem það verður þá hlakka
ég til að sjá þig aftur. Ég segi því
bless á meðan, sé þig seinna og
sofðu rótt, elsku afi minn.
Þín afastelpa,
Dagný Björk.
Elsku Garðar afi.
Ég var nú ekki gömul þegar ég
kynntist þér fyrst, aðeins 16 ára
unglingur. Ég man vel eftir því hve
hlýlega þú tókst á móti mér þegar
ég kynnti mig sem kærustu Reynis í
innflutnings- og 40 ára brúðkaups-
afmælisveislu ykkar hjóna. Síðan þá
áttum við alveg einstakt samband
sem einkenndist af hlýju og skiln-
ingi. Ég fór fljótt að kalla þig afa,
þar sem ég átti engan afa eftirlifandi
og hefði ekki getað beðið um betri
staðgengil en þig í afahlutverkið.
Við gátum talað saman um hvað sem
var og alltaf var hægt að leita ráða
hjá þér.
Margar minningar koma upp í
huga mér þegar ég hugsa um allar
Garðar Steindórsson