Morgunblaðið - 27.02.2009, Page 40

Morgunblaðið - 27.02.2009, Page 40
40 FólkFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009 GALLERÍ Dynjandi á Bíldudal er í sýningaferð um landið með Bíldudals- stein, Vestfirði að vetri eftir listamennina Hönnu Woll frá Þýskalandi og Hafdísi Húnfjörð frá Tálknafirði. Sýningin verður sett upp í Ketilhúsinu á Akureyri nú um helgina. Hún verður opnuð kl. 13 á morgun og stendur til 18 þá, en til kl. 21 á sunnudags- kvöld. Á miðvikudag og fimmtudag verður sýnt í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði; fyrri daginn verður opið frá 14 til 21, en þann seinni frá 9 að morgni til kl. 21. Myndlist Bíldudalssteinn ferðast um landið Bíldudalssteinn HLJÓMSVEITIN Riot heldur tónleika á Græna hattinum kl. 22 í kvöld. Riot er samsteypustjórn teg- undanna, en í tónlist henn- ar mætast djass, blús, popp og klassík. Hljómsveitina leiða Björn Thoroddsen og Halldór Bragason. Jón Rafnsson leikur á bassa, Ásgeir Óskarsson á tromm- ur og Karl Olgeirsson á hammondorgel. Þeir lýsa tónlistinni sem snarstefjuðum sígaunaseið að hætti galdramanna af Ströndum með takt- hryni Voodoo-galdramanna Missisippi og seið- manna Afríku. Tónlist Uppreisn á Græna hattinum í kvöld Björn Thoroddsen Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA snýst allt um manneskjurnar og það mannlega í okkur,“ segir Ítalinn Domenico æðrulaus, en hann hefur nú dvalið á Íslandi í viku og kynnst íslenskum vetraraðstæðum betur en vaninn er um heimsfræga erlenda pí- anóleikara sem hingað koma. Fyrsta verk hans í heimsókninni til Íslands var að halda tónleika og meistaranámskeið á Ísafirði. „Ég þurfti að flýta mér eftir tónleikana til að ná fluginu til Reykjavíkur. Tónleikunum átti að ljúka hálffimm, en flugið var áætlað kl. fimm. Hvaða annar flugvöllur í veröldinni gæti leyft manni að mæta svo seint?!“ segir Codispoti og hlær. „Mér fannst það stórkostlega fyndið þegar fólkið á Ísafirði sagði, að til öryggis myndi það hringja á völlinn og biðja flugstjór- ann að bíða eftir mér. Er þetta ekki óborg- anlegt?“ En þar með var sagan ekki öll. „Flug- inu var frestað vegna veðurs, þannig að ég þurfti að keyra til Reykjavíkur í miklum vindi og dálítilli snjókomu – ég var þó ekki við stýr- ið, en mér þótti þetta erfitt, en ferðin tókst. Ég kem heldur ekki hingað fyrir veðrið og hitann, heldur fyrir tónlistina og samskipti við fólkið. Hér er ég alltaf svo hjartanlega velkominn og mér líður vel á Íslandi. Hér er lífið einfalt og laust við flækjur og mjög manneskjulegt.“ Í vikunni lék Codispoti á tvennum tónleikum í tónleikaröð Gunnars Kvarans fyrir sérstaka hópa fólks; á Kjarvalsstöðum fyrir geðsjúka og á Litla-Hrauni fyrir fanga. „Það var mögnuð reynsla fyrir mig, því ég hef aldrei áður spilað í fangelsi. Ég spilaði þar nokkur smærri verk; Beethoven, Schubert, Mozart, Schumann, Liszt, Rakhmaninov og fleira, og þögnin með- an ég spilaði var algjör og andaktug. Ég hef ekki hugmynd um hvað þessir menn gerðu af sér, en það sem skipti máli fyrir mig, var að ég var að spila fyrir manneskjur og ég fann sterka strauma frá þeim. Þeir stóðu upp og klöppuðu mjög innilega í lokin og komu sumir að spjalla við mig eftir tónleikana. Ég sá ekk- ert annað en mannlegar kenndir og hlýju. Ég kynnti verkin með sögum af tónskáldunum, og eftir tónleikana sögðu sumir mér sögur af sjálfum sér. Heimsóknin snart mig mjög og ég fann svo vel hvað tónlistin er sterkt tæki til tjá- skipta milli fólks. Ég vona að í þessu tilfelli hafi hún rist dýpra en það ef ég hefði bara komið inn til að spjalla.“ Spilar rómantík í Salnum í kvöld Í kvöld heldur Domenico Codispodi tónleika í Salnum og kveðst hlakka mjög til. „Síðast þegar ég kom til Íslands spilaði ég Albeniz og var beðinn að koma næst með meira af spænskri tónlist, og það gerði ég. Þetta verður mest rómantísk og síðrómantísk tónlist. Ég ætla að leika þætti úr Goyescas eftir Grana- dos, Petrarca-sonnetturnar eftir Liszt og Kinderszenen eftir Schumann og það er í ann- að skiptið sem ég spila það í heild. Rakhman- inov-sónatan er „notuð“, hún er búin að vera á verkalistanum mínum mjög lengi.“ Um helgina verður listamaðurinn með meistaranámskeið í Tónlistarskóla Kópavogs á vegum fjögurra tónlistarskóla á höfuðborg- arsvæðinu, og leiðbeinir íslenskum píanónem- um. „Mér finnst það styðja vel hvort annað að spila sjálfur og að leiðbeina öðrum. Þetta er ekki ósvipað og snýst í báðum tilfellum um að finna leiðir til túlkunar á tónlist, og þegar ég kenni er ég að segja sömu hluti við nemandann og ég segi við sjálfan mig þegar ég er að æfa mig.“ Píanistinn Domenico Codispoti nýtur samvista við fólk Ég kom ekki hingað fyrir veðrið og hitann Í HNOTSKURN » Domenico Codispoti fæddist 1975 áSuður-Ítalíu. » Að loknum glæsilegum námsferli ogsigrum í fjölda píanókeppna hefur hann haldið einleikstónleika og leikið með virtum hljómsveitum á meginlandi Evrópu, í Bandaríkjunum og í Asíu. » Hann hefur nokkrum sinnum áðurleikið hér, við mikið lof. Píanóleikarinn Domenico Codispoti. FYRSTU tónleikar ársins í klassískri tónleikaröð menningar- og safna- nefndar Garðabæjar verða í Kirkjuhvoli á morgun kl. 17. Listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar er pí- anóleikarinn Gerrit Schuil. Gerrit hefur fengið til liðs við sig úrvalslið tónlist- arfólks sem kemur fram á tónleikunum. Á tónleikunum á morgun verður Ágúst Ólafsson baritón gestur Gerrits og á efnisskrá þeirra verða Tólf söngvar op. 35 eftir Schumann, en einnig ljóðasöngvar eftir Schu- bert, Tsjaíkovskíj og fleiri. Tónlist Ágúst og Gerrit í Kirkjuhvoli Ágúst Ólafsson Á NÆSTU vikum og mán- uðum stendur Wagner- félagið á Íslandi fyrir fjór- um viðburðum sem tengjast tónskáldinu þýska og verð- ur sá fyrsti í Listaháskóla Íslands, Sölvhóli, á morgun kl. 14. Halldór Björn Run- ólfsson, safnstjóri Lista- safns Íslands, segir frá myndlistarsýningu í Genf fyrir 2 árum og sýnir mynd- ir af listaverkunum á skjá. Þar var í fyrsta sinn safnað saman verkum víðs vegar að sem orðið hafa til undir áhrifum frá Richard Wagner og verkum hans. Myndlist Myndlist undir áhrifum Wagners Halldór Björn Runólfsson Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SUSAN Hiller segir verk sitt The Last Silent Movie ekki fræðilegs eðlis, en þó vekur það spurningar um tengsl listar og fræða. Sýning á verkinu verður opnuð í 101 Projects á Hverfisgötu 18 B á morgun kl. 17. Susan Hiller er heimsfræg fyrir verk sín sem hefur verið lýst sem könnunarleiðangri inn í undir- meðvitund menningarinnar, vegna áhuga hennar á þeim þáttum í menningunni sem eru látnir liggja milli hluta, gleymast eða eru taldir ómerkilegir og eru þess vegna ekki kannaðir innan fræðanna. Myndbandsverk og grafík The Last Silent Movie er verk af þessum toga. Þar hefur listakonan gert vídeómynd, með hljóði, þar sem hún setur saman mynd- og hljóð- skeið á tungumálum sem ýmist eru við það að deyja út, eða eru með öllu horfin. Í grafískum ætingum, sem hún stillir til hliðar við skjáinn, sýnir hún hljóðbylgjulínurit þess sem heyrist í myndinni, eitt línurit fyrir hvert tungumál. Þótt Hiller geri lítið úr þeirri stað- reynd að hún sé doktor í mannfræði, og neiti því aðspurð að vera mann- fræðingur, bera verk hennar merki áhuga hennar og reynslu á því sviði. „Eitt af því sem verk mitt gagn- rýnir, er sú staðreynd, að á sama tíma og meginstraumur evrópskrar menningar hefur eyðilagt menningu og tungumál minnstu samfélaga mannsins út um allan heim, hefur leifum og brotum tungumálanna verið safnað saman og það sett til hliðar á söfn. Þessar leifar eru ekki á neinn hátt aðgengilegar almenningi, en eru geymdar fyrir fræðileg not, sem koma ekki til með að hafa áhrif á nokkurn mann, aðra en þá sem eru sjálfir í þeim fræðum. Ég vildi kynna raddir þessara horfnu tungumála á allt annan hátt. Ég var mjög gagn- rýnin á mannfræðina sem fræði- grein og hætti afskiptum af henni fyrir þrjátíu árum,“ segir Susan Hiller. Ég held að enginn sem skoðar The Last Silent Movie komist hjá því að verða snortinn. Susan Hiller sýnir okkur horfinn heim, sem fyrir okkur Íslendinga, gæti allt eins ver- ið okkar heimur. Maður hlýtur að spyrja sig hvað tungumálið sé mann- skepnunni og hvers vegna eitt tungumál lætur undan öðru, – hvers vegna ein menning útrýmir annarri. En vísindalegi þáttur verks Hiller er líka hrópandi andstæða raddanna horfnu. Með því að skrá raddirnar vísindalega í hljóðbylgjulínurit á grafískan hátt og með hliðsjón af orðum hennar sjálfrar vakna spurn- ingarnar um gildi vísindanna and- spænis manneskjunni. Hvers virði er kunnáttan og vitneskjan þegar manneskjan sem bar hvort tveggja með sér frá vöggu til grafar er horf- in án þess að nokkur taki við? Fyrst og fremst sýnir Susan Hill- er þó mátt listarinnar til að tjá hug- myndir sínar og hugarheim á þann áhrifaríka máta sem vafasamt er að vísindin og fræðin hefðu getað. Heimur glataðra tungumála  Verk eftir Susan Hiller sýnd í fyrsta sinn á Íslandi  Verkum hennar hefur verið lýst sem könn- unarleiðangri í undirmeðvitund menningarinnar  Leikur á mörkum listar og vísinda Morgunblaðið/Heiddi Hljóðbylgjulínurit Þannig sýnir Hiller okkur á vísindalegan hátt hljómfall lág-sorbísku, gamals slavnesks máls. Ferill Susan Hiller spannar 35 ár, en hún lauk doktorsprófi í mannfræði snemma á 8. ára- tugnum og vann við mannfræði- rannsóknir í öllum heimsálfum, með áherslu á þjóðlega list, áð- ur en hún sneri sér að myndlist- inni. Viðfangsefni hennar og að- ferðir í myndlistinni bera þessum bakgrunni hennar vitni en hún vinnur gjarnan á mörk- um vísinda og ljóðrænu og nýtir sér rannsóknaraðferðir mann- fræðinnar. Hiller er einnig þekkt fyrir skrif sín en út hefur komið um tugur bóka með fræðilegum textum, auk bóka um myndlist hennar sjálfrar. Ljóðræna og vísindi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.