Morgunblaðið - 27.02.2009, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009
Með Viðskiptablaði Morgunblaðsins 19. mars fylgir aukablaðið
Skrifstofan. Í því blaði verður fjallað um skrifstofuhúsgögn, tölvur,
tæki og tól og síðast en ekki síst um hönnun vinnurýmisins og hvernig
það getur haft áhrif á afköst og flæði hugmynda. Lýsing, loftgæði og
ræsting eru sömuleiðis meðal þeirra þátta sem hafa rík áhrif á það
hvernig fólki líður á vinnustað. Rætt verður við arkitekta og hönnuði
sýnd dæmi um vel heppnuð skrifstofurými.
– meira fyrir skrifstofuna
Skrifstofan
- afköstin og hugmyndirnar
Aukablað Viðskiptablaðsins 19. mars
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Allar nánari upplýsingar veitir
Sigríður Hvönn Karlsdóttir í síma
569-1134 / 692-1010 eða
sigridurh@mbl.is
Auglýsendur!
Pantið fyrir kl 16.00
mánudaginn 16. mars.
Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift
eða í síma 569 1122
Það kom áhorfendumNME-verðlaunanna, semhaldin voru á miðviku-dag, heldur betur á
óvart þegar þeir Damon Albarn
og Graham Coxon úr Blur stigu á
svið og fluttu „This Is a Low“ af
Blur-plötunni Parklife (1994).
Þeir Albarn og Coxon hafa ekki
komið saman opinberlega í níu ár
og telja má gott að skipuleggj-
endum skuli hafa tekist að halda
endurfundunum leyndum fyrir
fjölmiðlum en Albarn mun hafa
heitið því að ekkert yrði af tón-
leikunum yrði því lekið í fjöl-
miðla. Annars var hátíðin stjörn-
um prýdd að venju og á meðal
þeirra sem tróðu upp má nefna
Glasvegas, Florence and the
Machine, Elbow, Franz Ferdin-
and og The Cure. Erkióvinur
Blur, Oasis, hlaut tvenn verðlaun
á hátíðinni, sem besta breska
hljómsveitin og fyrir besta hljóm-
sveitarbloggið, en heiðurinn af
því á að sjálfsögðu striga-
kjafturinn Noel Gallagher. Það
var hins vegar hljómsveitin Muse
sem fékk í sinn hlut flest verð-
laun en auk þess að fá verðlaun
sem besta tónleikahljómsveitin
og fyrir plötuumslag var söngv-
arinn Matt Bellamy kosinn kyn-
þokkafyllsti karlmaðurinn.
Þegar allt lék í lyndi Graham Coxon gítarleikari Blur er lengst til hægri en
Íslandsvinurinn Damon Albarn er yst á hinum vængnum.
Albarn og Coxon
komu öllum á óvart
VERÐLAUNAFLOKKAR
NME hafa löngum þótt æði
skrautlegir en hér má sjá þá
helstu:
Æviframlag til tónlistar –
Elbow
Besta hljómsveit – Oasis
Besta alþjóðlega hljóm-
sveitin – The Killers
Besti sólólistamaðurinn –
Pete Doherty
Besta tónleikahljómsveit –
Muse
Besti nýliðinn – MGMT
Besta platan – Only by the
Night (Kings of Leon)
Besti DVD – Arctic Mon-
keys
Besti sjónvarpsþátturinn –
The Mighty Boosh
Besta vefsíðan – YouTube
Hetja ársins – Barack
Obama
Mesti skúrkurinn – George
W. Bush
Versta hljómsveit – Jonas
Brothers
Mesti
skúrkurinn
STRESSIÐ er ekki að ganga af
meðlimum Skakkamanage dauðum.
Önnur hljómplata sveitarinnar, All
Over the Face, kom út seint á síð-
asta ári og nú telur sveitin að tími
sé kominn til að halda útgáfu-
tónleika. Tónleikarnir fara fram í
kvöld á Grand Rokk en þar hefur
gestum verið lofað einni allsherjar
skemmtun. Meðal þeirra sem hafa
staðfest upphitun er listapáfinn og
gítarhetjan Goddur sem hyggst dá-
leiða tónleikagesti með öskrandi
rafmagnsgítarleik en í frétta-
tilkynningu segir að Ringo Starr
verði honum til halds og trausts.
Gestir eru hvattir til að krefjast
endurgreiðslu reynist þetta lygi.
Auk Godds mun hin hafnfirska A-
Hansen koma fram að ógleymdum
þeim Hugleiki Dagssyni og Friðriki
Sólnes. Skemmtunin hefst kl. 22 og
fyrir þetta þarf að reiða af hendi
1.000 krónur.
Skakkamanage Meðlimir sveitarinnar í rjómakökuleik.
Betra seint en aldrei
Skakkamanage fagnar útgáfu All Over the Face