Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 24

Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 24
24 Daglegt lífVIÐTAL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is P ersónulega ástæðan fyrir því að ég ákvað að taka þetta starf að mér er að mér rann blóðið til skyldunnar og átti þess kost að víkja tímabundið úr starfi sýslumanns. Ég hef verið sýslumað- ur nokkuð lengi og sótt fjölmörg mál af krafti og vildi ekki þurfa að horfa upp á það að hugsanlega hefðu stór sakamál ekki komist til rann- sóknar,“ segir Ólafur Þ. Hauksson sýslumaður á Akranesi sem í byrjun þessa mánaðar var skipaður sér- stakur saksóknari vegna banka- hrunsins. Þegar hann er spurður hvort verkefnið sem hann hefur tek- ið að sér sé viðráðanlegt svarar hann: „Þetta er mjög stórt verkefni og erfitt og verður alltaf erfiðara eftir því sem á líður. En ef menn halda í lagarammann og vinna eftir lögunum eftir bestu sannfæringu þá komast þeir langt.“ Hvernig nálgastu þessi mál? „Embættinu er ætlað að hafa samstarf við Samkeppniseftirlit, skattrannsóknarstjóra ríkisins og Fjármálaeftirlitið. Það er búið að setja á fót tengiliðahóp frá öllum þessum stofnunum sem mun rann- saka og fara yfir einstök mál. Sá hópur hittist í fyrsta sinn síðastlið- inn miðvikudag og byrjað er að fjalla um einstök mál. Þetta fyr- irkomulag á að tryggja að menn viti hver af öðrum, leggi saman krafta í stað þess að gera sömu hlutina margoft og vinna hver í sínu horni. Í kjölfar fundar með Fjármálaeft- irlitinu var ákveðið að funda með skilanefndum allra bankanna og við lukum því verki síðastliðinn þriðju- dag. Við fengum tilnefnda tengiliði hjá öllum bönkunum og getum haft beint samband við þá til að fá gögn þaðan. Einnig voru lagðar línur varðandi frágang einstakra mála. Á þeim tíma sem liðinn er frá stofnun embættisins höfum við tekið til skoðunar mál sem hafa verið í um- fjöllun og skoðað þau í ljósi refsilaga þrátt fyrir að þau hafi ekki verið formlega tekin til rannsóknar. Auk þess höfum við verið að vinna úr ábendingum. Gögn eru farin að ber- ast okkur þannig að ég reikna með að formleg rannsókn tiltekinna mála hefjist mjög fljótlega. Hvaða mál það eru er ekki hægt að upplýsa nú.“ Ekki opið tékkhefti Hvað hefurðu marga menn með þér hér í þessu rými í Borgartúni? „Við erum fjórir í fullu starfi en þar af eru tveir aðstoðaryfirlög- regluþjónar og síðan lögfræðilegur ráðgjafi, Sigurður Tómas Magn- ússon hrl., í hlutastarfi.“ Er þetta ekki alltof lítill mann- skapur? „Eins og staðan er núna þá er svo ekki en þegar kemur að því að rann- saka stærri mál gerum við ráð fyrir að fá fleiri löreglumenn til liðs við okkur. Við erum ekki með opið tékk- hefti þannig að við þurfum að leita hagkvæmustu leiðanna og það ger- um við með því að draga til okkar mannskap þegar þörf er á. En síðar kann að koma í ljós að við þurfum að fá sérstakt starfslið sem verður bundið þessari vinnu í nokkur ár.“ Þér sýnist þá að þetta verði langt ferli? „Eftir tvö ár verður tekin ákvörð- un um það hvort embættið lifir eða verður sameinað öðru embætti eða hreinlega lagt niður. Mér sýnist á því sem er í pípunum að verkefnin sem nú taka við taki lengri tíma en það.“ Hvaða aðferðum muntu beita, muntu kalla menn í yfirheyrslu? „Við erum að rannsaka sakamál og þau eru alltaf unnin með svip- uðum hætti, hvort sem um er að ræða minni mál eða stærri. Það sem gerir efnahagsbrot sérstök er að þeim fylgir mikið umfang á pappír og menn þurfa að vera búnir að kafa í gegnum pappírana áður en þeir fara að draga menn í yfirheyrslur. Í þessum tilvikum erum við með eft- irlitsstofnanir eins og skattrann- sóknarstjóra og Fjármálaeftirlitið sem eiga oft fyrstu atrennu í málið. Síðan komum við í kjölfarið. Það er töluvert af málum sem er hjá þess- um eftirlitsaðilum og er ekki komið til okkar af því það er enn verið að vinna í þeim hjá eftirlitsstofnunum. Þó ber að taka það fram að emb- ættið hefur lagaheimild til að taka upp mál að eigin frumkvæði eins og önnur lögreglulið og er ekki bundið af kærum eftirlitsaðila í öllum til- vikum“ Munið þið óska eftir aðstoð er- lendra sérfræðinga við rannsókn ykkar? „Við erum með ákveðnar teng- ingar til útlanda sem við getum nýtt okkur ef á þarf að halda, án þess ég vilji segja hverjar þær eru. Það er líka lagaheimild til þess að fá í vinnu erlenda sérfræðinga til að fara í gegnum mál en það ræðst af fram- vindu rannsókna hvort það verður gert.“ Hvaða upplýsingar hafið þið um umsvif íslenskra kaupsýslumanna erlendis í skattaskjólum, eins og Lúxembúrg og Tortóla? „Skoðun á þeim málum er til með- ferðar hjá skattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra og ef þeir telja að refsiverð brot hafi verið framin þá fáum við þau mál inn á borð til okk- ar.“ Menn verða að standast álag Margir óttist að einhverjir sekir kunni að sleppa. „Þetta eru ekki nýjar áhyggjur heldur eiga þær við um öll brot. Það er alltaf hætta á að mál sem ættu að enda með dómi geri það ekki. Rann- sókn í opinberu máli beinist að því að draga fram allar staðreyndir þannig að ákærandi geti gert upp við sig hvort málið sé líklegt til sak- fellingar eða ekki. Ef ákærandi telur gögnin ekki líkleg til sakfellingar þá á hann engan kost annan en að hætta við að ákæra. Stór hluti þeirra mála sem eru rannsökuð fer ekki í dóm. Hér hjá embætti sér- staks saksóknara er alveg sama sýn á þetta hlutskipti og hjá öðrum sem rannsaka sakamál.“ Oft er sagt að nokkrir tugir Ó l a f u r Þ . H a u k s s o n s é r s t a k u r s a k s ó k n a r i Á móti gapasto » Við erum með nokkur konkret mál sem byrj-að er að greina og fara hugsanlega í opinbera rannsókn. Það hefur ekki verið gríðarlegt rennsli hingað á málum frá eftirlitsstofnununum en það er að byrja núna. Að því leytinu til hefur þessi mán- uður ekki verið nægilega drjúgur að mínu mati. Við hefðum átt að geta farið fyrr í einstök mál en á næstunni munu steypast yfir okkur pappírar sem við þurfum að fara í gegnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.