Morgunblaðið - 28.02.2009, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009
Uppgjöf hjá Þrótturum? Nei, það var enginn uppgjafarbragur á blakliði Þróttar á miðvikudagskvöld þegar það vann góðan sigur á Stjörnunni í Ásgarði.
Ómar
Bjarni Benedikt Gunnarsson | 27. 2.
Þetta er ótrúlegt
Alveg finnst mér það með
ólíkindum að Samfylkingin
skuli stækka svona.
Í fyrsta lagi var hún í rík-
isstjórn síðustu tvö árin á
meðan ekkert var gert til
að sporna við því sem lá í
loftinu, en fólk virðist hafa fyrirgefið henni
það að fullu.
Í öðru lagi þá er þessi ríkisstjórn á villi-
götum hvað varðar það að slá skjaldborg
um heimilin og fyrirtækin. Nú verður
gaman að sjá stóra efnahagspakkann
sem beið eftir því að Davíð yrði rekinn. En
ég get ekki séð hvernig stjórn-
arskrárbreytingar og kosningalagabreyt-
ingar hjálpa heimilunum í landinu núna.
Í þriðja lagi þá hefur Samfylking ekkert
fram að færa nema andstöðu gegn Sjálf-
stæðisflokki og ESB-aðild. Ætli það sé
ekki andstaðan við Sjálfstæðisflokk sem
færir henni þetta fylgi.
Einnig skil ég engan veginn þá fag-
mennskustefnu ríkisstjórnarinnar að reka
Davíð af því hann var pólitíkus til þess að
ráða fagmann í staðinn, og á sama tíma
að ráða Svavar Gestsson, fyrrverandi for-
mann Alþýðuflokksins, til að stjórna Ice-
save-samninganefndinni. …
Meira: bbg.blog.is
Björn Bjarnason | 27. febrúar 2009
Föstudagur 27.2. ’09
Í Fréttablaðinu er efst
við hlið leiðarans eins-
konar húskarlahorn, þar
sem blaðamenn geta
skrifað eins og þeir telja,
að sé þóknanlegt Baugs-
mönnum, eigendum blaðsins. Á þessum
stað taka húskarlarnir einnig upp hansk-
ann hver fyrir annan. Þetta gerist í dag,
þegar bergsteinn@frettabladid.is tekur
upp hanskann fyrir Sigurjón M. Egilsson,
starfsmann á hjáleigu Baugs, en að Sig-
urjóni M. var vikið hér á síðunni í gær
vegna rangfærslna hans um efnahags-
brotadeild. … Í húskarlahorninu hafa þeir
fram undir bankahrunið frekar kvartað
undan því, að efnahagsbrotadeildin sé
að leggja of hart að sér og gagnrýnt
aukafjárveitingar til rannsókna og sak-
sóknar vegna Baugsmálsins.
Meira: bjorn.blog.is
Stefán Friðrik Stefánsson | 27. febrúar
Norski bankastjórinn
geymdur á hótelherbergi
Mér finnst frekar fyndið að
lesa frásögnina af því að
íslenska vinstristjórnin
hafi geymt Norðmanninn
Svein Harald Øygard á
hótelherbergi í Reykjavík
alla vikuna. Gisti hann þar og borðaði í
boði þjóðarinnar, spyr ég bara? Nú fer
maður að skilja af hverju lá svona mikið á
að koma frumvarpinu um Seðlabankann í
gegnum þingið í vikubyrjun. Þar átti sann-
færing og samviska þingmanns að víkja
fyrir ráðherraræðinu í Stjórnarráðinu.
Meira: stebbifr.blog.is
ÁGÆTI Guðjón Magnússon.
Þakka rammagrein þína í Morg-
unblaðinu í gær. Þú spyrð mig
tveggja spurninga um rekstur
skurðstofa. Svörin eru einföld: Það
er ekki verjandi að reka skurð-
stofur með sólarhringsvöktum, þar
sem ekkert er að gera, eins og þú
kýst að orða það.
Í því getur falist sama sóun á fé
og að fá verktaka til að vinna fyrir
ráðuneyti og opinberar undirstofn-
anir það sem ráðuneytin og stofn-
anirnar geta og eiga að gera sjálf-
ar.
nefnir um samlegðaráhrif vegna
skipulagsbreytinga í heilbrigð-
isþjónustu á landinu öllu sýnist
mér forsendur víða skorta í út-
reikningunum, eins og varað er við
óbeint í nýlegum ábendingum Rík-
isendurskoðunar. Þar er hins veg-
ar ekki við starfsmenn heilbrigð-
isráðuneytisins að sakast. Það er
hins vegar full ástæða til að taka
mark á ábendingum Ríkisend-
urskoðunar, enda verður það gert.
Þú nefnir skipuagsbreytingu á
landinu í heild og svo suðvest-
urhorni landsins sérstaklega.
Markvisst er unnið að samhæfingu
á starfsemi sjúkrahúsanna á suð-
vesturhorninu, og er þetta gert
með hagkvæma nýtingu skurð-
stofa að leiðarljósi. Munurinn á
vinnulaginu nú og því sem áður var
er að nú reynt er að taka tillit til
sjónarmiða nærumhverfis viðkom-
andi stofnana með því að bein-
tengja ákvarðanaferlið almanna-
samtökum.
Varðandi þær upphæðir sem þú
Ögmundur Jónasson
Stutt svar til prófessors
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Í Fréttaaukanum
15. febrúar var fjallað
um það hvort leyfa
ætti staðgöngumæðr-
un á Íslandi. Þrír við-
mælendur komu fram
sem allir lýstu á einn
eða annan hátt vel-
þóknun sinni á hug-
myndinni. Andmælendur voru
engir. Að vísu benti Ástríður Stef-
ánsdóttir, læknir og siðfræðingur,
á ýmis vandkvæði sem upp gætu
komið, sbr. þegar konan vill halda
barninu eftir fæðingu, ef eitthvað
reynist „að“ barninu eða ef tilvon-
andi foreldrar sjá sig um hönd.
Þessi yfirþyrmandi siðferðilegu
vandamál voru ekki rædd nánar. Í
upphafi viðtalsins sagði Áslaug að
ef fullkomin sátt
væri um málið og
konan sem gengi
með barnið væri á
engan hátt kúguð
„þá sé kannski í
fljótu bragði ekki
hægt að sjá neitt at-
hugavert við þetta,
það gagnist öllum.“
Flestir væru þó já-
kvæðastir gagnvart
tilfellum þar sem
ekki kæmi greiðsla
fyrir. Í þættinum
var einnig talað við
íslenska konu sem hafði gengið
með barn fyrir systur sína sem
ekki hafði getað átt barn sjálf. Ég
tel grundvallaratriði í þessari um-
ræðu að skilja skýrt á milli stað-
göngumæðrunar þegar eingöngu
er um velgjörð að ræða og hins
vegar þegar greitt er fyrir barnið.
Þórður Óskarsson, sérfræðingur
í tæknifrjóvgun, vísaði til þess að
það væri sorglegt þegar ung og að
öðru leyti heilbrigð kona stæði
frammi fyrir því að geta ekki átt
barn. Það er fjarri mér að gera
lítið úr vanlíðan fólks sem ekki
getur átt börn. Samt getur leiðin
til þess að uppfylla óskir þess að
mínu viti ekki verið að „kaupa“
aðgang að líkama konu. Kaupmáli
um staðgöngumæðrun er í raun
verslun með líkama kvenna og ný-
fædd börn og stríðir gegn þeirri
mannhelgishugsjón sem liggur til
grundvallar mannréttinda-
sjónarmiðum vestræns samfélags.
Þessa mannhelgishugsjón má
rekja til þýska heimspekingsins
Immanuels Kant og kveður hún á
um að hver einstaklingur sé sið-
ferðilega mikilvægur í sjálfu sér
og hann megi ekki nota sem tæki
að einhverju markmiði. Mikilvægt
er að hafa í huga að engin leið er
að aðskilja móðurlíf konu og með-
göngu frá manneskjunni sjálfri.
Meðganga hefur í öllum tilvikum
mikil áhrif á líkama og sál móð-
urinnar og afleiðingarnar eru aldr-
ei fyrirsjáanlegar. Í versta falli
geta þær valdið alvarlegu lík-
amlegu og/eða tilfinningalegu
tjóni, jafnvel dauða. Ekki má held-
ur gleymast í þessari umræðu að í
mörgum tilvikum er svokölluð
staðgöngumóðir erfðafræðileg
móðir barnsins.
Eflaust finnast dæmi um konur
í góðri félagslegri stöðu sem gang-
ast inn á kaupsamning um stað-
göngumæðrun. Hins vegar er
staðreyndin sú að kaupendur eru
oftar en ekki betur megandi vest-
rænir borgarar sem kaupa aðgang
að líkömum fátækra kvenna og þá
gjarnan í öðrum og fátækari
heimshlutum, enda er stað-
göngumæðrun bönnuð víðast hvar
í Evrópu. Í flestum tilvikum grípa
konur til slíks kaupmála sem
neyðarúrræðis til þess að sjá sér
og/eða börnum sínum farborða án
þess að gera sér grein fyrir þeim
víðtæku afleiðingum sem stað-
göngumæðrun getur valdið. Upp-
hæðin sem þær fá í sinn hlut er
oft smánarlega lág, en tilheyrandi
miðlunarstofnanir maka gjarnan
krókinn. Slíkt fyrirkomulag er
e.t.v. ekki kallað kúgun á tungu-
máli nýfrjálshyggjunnar, heldur
eðlileg samningsgerð á markaðs-
torgi frjálsrar verslunar. Í þessu
sambandi ber þó að halda því til
haga að annar aðilinn er iðulega í
vonlausri samningsstöðu um kaup
sín og kjör í lífinu og því til-
neyddur til þess að semja af sér,
jafnvel sína helgustu dóma.
Ragnheiður Hrafn-
kelsdóttir skrifar
um það þegar konur
taka að sér að ganga
með börn gegn
greiðslu
» ...staðreyndin er sú
að kaupendur eru
oftar en ekki betur meg-
andi vestrænir borgarar
sem kaupa aðgang að
líkömum fátækra
kvenna og þá gjarnan í
öðrum og fátækari
heimshlutum...
Ragnheiður
Hrafnkelsdóttir
Höfundur er kaupmaður
og myndlistarmaður.
Staðgöngumæðrun
BLOG.IS
Linda Lea Bogadóttir | 27. febrúar 2009
Þú ert svo mátuleg!
… sagði lítill ljóshærður
snáði nýverið við ungling-
inn minn hana Heiðu …
Strauk henni létt á kinn,
horfði dreyminn á hárið og
andvarpaði. Við mig sagði
hann um leið og hann
skreið í fangið: – Þú ert svo mjúk! Hvað er
fallegra en orð fjögurra ára barns … for-
dómalaus, hlý og beint frá hjartanu?
Nokkrir nýir áhugaverðir englar hafa
einmitt bæst í líf okkar nýverið.
Það er svo ljúft þegar tvær sálir mæt-
ast og renna saman í eina – hin hliðin á
sjálfinu er fundin og spegilmyndin verður
loksins heil og skýr á ný eftir langt en lær-
dómsríkt hlé. Er nokkur ástæða til annars
en að fylgja hjartanu af festu og því sem
hugurinn segir? …
Þar til allt í einu – og bara algjörlega
óvart – virtist sem skilaboðaskjóðan hefði
opnast og hafið útsendingu réttra tilfinn-
inga og um leið ratað á rétta braut. …
Sendi ykkur vinir – stórt faðmlag inn í
helgina.
Meira: lindalea.blog.is