Morgunblaðið - 28.02.2009, Síða 46

Morgunblaðið - 28.02.2009, Síða 46
46 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is HLJÓMSVEITIN Hjálmar átti árin 2005 og 2006 með húð og hári og var gríðarlega vinsæl, lék fyrir fullu húsi þar sem pönkrottur og hnakkar sameinuðust um dásemdir reggísins. Sveitin var geysiþétt og var sem meðlimir væru í fjarskynj- unarsambandi uppi á sviði. Það er því víst að margir fagna því að nú hillir undir nýja plötu, fjórðu hljóð- versskífuna. Áður hafa komið út Hljóðlega af stað (2004), Hjálmar (2005) og Ferðasót (2007). Bragi yrkir Sveitin er nú í óðaönn að taka upp og kláraði á dögunum lag eftir Bob Marley sem hefur verið íslenskað sem „Heyrist hverjum“ og er fáan- legt á tonlist.is. Textinn er eftir Braga Valdimar Skúlason en þetta er í fyrsta skipti sem hann sveiflar sér í reggítakti segir Guðmundur Kristinn Jónsson, einnig þekktur sem Kiddi Hjálmur. „Siggi og Steini hafa venjulega séð um þann þátt,“ segir hann. „Annars verða þetta mest frum- samin lög en einhver tökulög líka, eins og áður.“ Sátt og samlyndi Kiddi rifjar upp hvernig ferill Hjálma hagaði sér í byrjun, en lengi vel voru þeir nokkurs konar neð- anjarðarsveit. „Það var lítill en harðsnúinn hóp- ur sem mætti á alla tónleika. En platan okkar fyrsta seldist lítið fyrsta hálfa árið. Svo fór allt í gang og sveitin varð fljótlega að almenn- ingseigu. Mér fannst alltaf merki- legt hversu breiður hópurinn var sem flykktist að hljómsveitinni. Ég man t.d. vel eftir því þegar fjöl- skyldufaðir einn kom til mín og lýsti því að það væri sátt um Hjálma á heimilinu. Þegar Hjálmalag kom í útvarpið var ekkert vesen og það þurfti ekkert að skipta.“ Kemur þegar hún kemur Ekki er búið að negla niður út- gáfudag á plötuna, né útgefanda. „Hún kemur út þegar hún er tilbúin,“ segir hann og brosir. „En hún kemur þó ábyggilega út á þessu ári.“ Ásamt Kidda skipa Hjálma þeir Sigurður Guðmundsson, Helgi Svav- ar Helgason, Valdimar Kolbeinsson, Davíð Þór Jónsson og Þorsteinn Einarsson. Hjálmar sigla á ný  Reggísveitin ástsæla Hjálmar tekur upp fjórðu plötu sína í Hljóðrita  Bragi Valdimar Skúlason úr Baggalúti semur nokkra kjarnyrta texta Morgunblaðið/RAX ÞRÁTT fyrir að Hr. Örlygur hafi nú tilkynnt á heimasíðu sinni að Iceland Airwaves fari fram í októ- ber á þessu ári sá breski blaða- maðurinn Ben H. Murray sig til- neyddan til þess að senda tilkynningu til fjölmiðla í fyrradag þar sem hann efaðist um fjárhags- lega getu fyrirtækisins til þess að halda hátíðina. Ben hafði þá ekki enn fengið greitt fyrir störf er hann vann fyrir fyrirtækið vegna London Airwaves í september. Í sömu tilkynningu sagðist hann vita af fleirum í London í svipaðri stöðu. Í gær sendi starfsfólk Hr. Ör- lygs svo frá sér tilkynningu þar sem fram kom að hátíðin í London hefði gengið afburðavel en að end- ar hefðu ekki náðst saman þar sem styrktaraðilar hefðu hætt við á síðustu stundu. Þar kom einnig fram að reikningur blaðamannsins hefði nú verið greiddur og ítrekað að hátíðin væri ekki í neinni hættu. Að lokum óskuðu starfs- menn þess að fá frið fyrir slúðri til að geta unnið að undirbúningi há- tíðarinnar í ár. Stafrænar bankafærslur til Bretlands taka þrjá daga og gat Ben því ekki staðfest færsluna. biggi@mbl.is Hr. Örlygur bregst við gagnrýni Morgunblaðið/Kristinn Hr. Örlygur Undirbýr næstu hátíð. Starfsmenn kvarta undan slúðri Fólk Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is Á SAMA tíma og tónlistarmenn fagna því að Reykjavík Loftbrú hafi staðið af sér bankahrunið veldur nýtt fyrirkomulag verkefnisins þeim auknum útgjöldum. Stærsta breytingin á fyr- irkomulaginu er framlag Icelandair er veitir nú listamönnunum gjafabréf í stað beinna flugmiða. Í marsmánuði leika hljómsveitirnar Sprengju- höllin og Bloodgroup á tónleikahátíðinni South by South West í Texas (SXSW) og stóla því á styrkinn til þess að komast út. Nú er þó orðið ljóst að báðar hljómsveitir þurfa að punga út um 150 þúsund krónum aukalega á sveit. Ástæðan mun vera sú að því nær sem pantað er fyrir brottför, því hærra verð þarf að greiða fyrir flugmiðann. Gjafabréf Icelandair til Banda- ríkjanna hljóðar upp á 46 þúsund krónur á mann og verða styrkþegar að borga mismuninn úr eig- in vasa. „Loftbrúin er frábær hugmynd en maður hefði óskað þess að aðstandendur hennar hefðu skoð- að umsóknirnar betur áður en það var ákveðið að gera þetta svona,“ segir Jón Trausti Sigurð- arson umboðsmaður Sprengjuhallarinnar. „Þessi gjafabréf koma sér vel fyrir þá sem vita langt fram í tímann hvert ferðinni er heitið en fyrir hina sem sækja um hátíðir á borð við SXSW þar sem fyrirvarinn er aldrei mjög mikill, kemur þetta ekki eins vel út. Kostnaðurinn eykst svona um 30 þúsund krónur á hvern meðlim.“ Popparar kvarta undan endurnýjaðri Loftbrú Morgunblaðið/Valdís Thor Sprengjuhöllin Með fyrstu sveitum til að kynn- ast nýju fyrirkomulagi Loftbrúar í raun.  Einhver gæti haldið að Morg- unblaðið væri með Ásdísi Rán á heilanum en svo er að sjálfsögðu ekki. Ekki frekar en Morgunblaðið er með Sigur Rós, Björk eða Eið Smára á mænunni í ljósi allra þeirra dálksentímetra sem þessir „listamenn“ fá á síðum blaðsins. Ó nei, Ásdís er einfaldlega ein af örfá- um Íslendingum sem blása okkur hinum anda í brjóst með óþrjótandi bjartsýni, áræði og orku. Í gær var sagt frá því að fyrirsætan og fram- kvæmdastjórinn svitnaði á þrek- stiganum innan um nokkrar af stærstu leikarastjörnum heims sem staddar eru í Búlgaríu við tökur. Nú bætir hún um betur og birtir á bloggsíðu sinni forsíðu búlgarska brúðarblaðsins Bulka Magazine sem hún að sjálfsögðu prýðir. Ásdís Rán þarf hins vegar að vara sig á því að vera ekki of fyrirferðarmikil á síðum búlgarskra blaða því svo gæti farið að hún endaði eins og sumir á Fróni sem fara í sama við- talið aftur og aftur með nokkurra mánaða millibili. Í búlgörsku brúð- arblaði … nema hvað!  Botnlanginn svokallaði var veitt- ur á dögunum þeim auglýsingum sem þóttu lélegastar á síðasta ári. Landsliðið, félag í eigu fag- og áhugamanna um markaðsmál, veitti verðlaunin og hlaut sjónvarps- auglýsing Símans, þar sem maður er étinn af ketti, fyrstu verðlaun. Eitt er að gera vonda auglýsingu og annað að gera auglýsingu þar sem engin leið er að vita hvað verið er að auglýsa. Í þessu tilviki virðist Símanum hafa tekist hið ótrúlega og sameinað þetta tvennt. Strákar, ég held að ég sé kominn með þetta! KIDDI Hjálmur segir að vinnsluaðferðirnar við nýju plötuna séu nokkuð frábrugðnar þeim sem tíðkuðust á fyrri plötum sveitarinnar. „Við spiluðum þær mikið til beint inn enda sveitin þá í miklu spilerís- formi. Núna langaði okkur meira að leika okkur og prófa hitt og þetta. Prófa eitthvað nýtt. Þetta er því til muna meira stúdíódútl og við erum með alls kyns græjur til þess arna, meðal annars erum við með fimm „tape- delay“-tæki og alls kyns áhrifshljóð eru í gangi. Mottóið var dálítið að „gera bara eitthvað“, a.m.k. að reyna að fara eitthvað áfram með þennan reggíheim sem við höfum verið að vinna með.“ Hér hlýða þeim Hjálmaliðar andaktugir á eitt lagið í hljóðverinu. Nýjar aðferðir TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Í TÍMA Á MIÐASALA OPNAR Í LAUGARÁSBÍÓ KL. 13.00 Sími: 553 2075 - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.