Morgunblaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
segðu
smápestum
stríð á hendur!
Fæst í apótekum og
heilsubúðum um land allt.
„Það er gífur-
lega mikilvægt
að líta aldrei af
börnum í sundi
því þetta getur
gerst svo ör-
snöggt,“ segir
Herdís Stor-
gaard forvarna-
fulltrúi sem
fylgst hefur með
tíðni drukkn-
unarslysa síðustu 25 ár. Á árunum
1984 til 1993 hafi orðið 48 slys þar
sem 13 börn létust en næstu tíu ár á
eftir dróst tíðnin saman um 55%.
„Og frá árinu 2004 er þetta tíunda
tilvikið.“ Hún hvetur til að farið sé
yfir öryggismál á sundstöðum
vegna atviksins nú. „Það veit því
miður enginn hvar þetta gerist
næst.“
Tíunda slysið
á fimm árum
Herdís
Storgaard
Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins og oddviti flokksins í Norðaust-
urkjördæmi, tilkynnti í gær að hann byði sig fram
til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Það stefnir því í fyrsta formannsslag í Sjálf-
stæðisflokknum frá því árið 1991, því áður hafði
Bjarni Benediktsson þingmaður boðið sig fram.
Aðspurður segist Kristján Þór telja möguleika
sína í formannskjörinu góða. „Ég hef enga trú á
öðru en að landsfundarfulltrúar vilji nýta þá
reynslu og þekkingu sem í mér býr til góðs fyrir
flokkinn,“ segir Kristján, sem tekur þó fram að
mótframbjóðandi sinn sé drengur góður.
Kristján Þór tók sæti á Alþingi fyrir tveimur ár-
um. Áður en hann settist á þing gegndi hann starfi
bæjarstjóra á Akureyri. Í yfirlýsingu frá Kristjáni
vísar hann til reynslu sinnar af uppbyggingu
sveitarfélaga og atvinnulífs á landsbyggðinni.
Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Kristján Þór býður sig fram til formanns
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
„ÞEGAR ég tók við barninu þekkti ég hana ekki
af því að hún var svo ólík sjálfri sér. En í miðjum
klíðum uppgötvaði ég að þetta var Alexía frænka
mín,“ segir Ronald Guðnason, sem sýndi mikið
snarræði á laugardag þegar hann blés lífi í fjög-
urra ára gamla bróðurdóttur sína á bakka sund-
laugarinnar á Hellu. Telpan fannst líflaus á botni
djúpu laugarinnar, svo litlu mátti muna.
Ronald og bræður hans höfðu farið ásamt fjöl-
skyldum sínum í sumarbústað skammt frá Hellu
um helgina en foreldrar Alexíu litlu voru þó ekki
með í sundferðinni heldur hafði hún farið með
frændfólki sínu í laugina. Kona Ronalds, Bettina,
fann telpuna eftir að hún fór að svipast um eftir
henni. „Hún hélt fyrst að þetta væri barn að kafa
en sá svo að það hreyfðist ekki og þá kom þetta
skelfingaróp.“ Bettina stökk út í laugina og sótti
telpuna en einn frændinn til færði hana upp á
laugarbakkann þar sem Ronald tók við barninu og
blés í það lífi. Annar baðgestur veitti hins vegar
hjartahnoð.
Ronald segir það hafa verið ótrúlega tilfinningu
þegar Alexía tók að anda á ný. „Meðan ég var að
blása kom af og til vatn upp úr henni og smám
saman fór að færast rétti liturinn á hana. Síðan
allt í einu saup hún hveljur og byrjaði að anda.“
Hún var svo flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur á
spítala, þaðan sem hún útskrifaðist fullfrísk í gær.
Skyndihjálp lærði Ronald í afleysingarvinnu í
slökkviliðinu á námsárunum. „Ég vissi því ná-
kvæmlega hvað ég ætti að gera, þótt ég hafi aldrei
lent í svona áður. En þetta gekk líka ótrúlega vel,
einn tók við af öðrum og gerði það sem hann gat.“
Blés lífi í bróðurdóttur sína
Litlu mátti muna þegar fjögurra ára telpa fannst líflaus á botni sundlaugarinnar
á Hellu Ótrúleg tilfinning þegar telpan tók að anda, segir föðurbróðir hennar
Saman Alexía Margrét Axelsdóttir lengst t.h.
með eldri systkinum sínum, Láru og Felix
Guðna.
„VIÐ höfum sett
okkur í samband
við skilanefnd og
Fjármálaeftirlitið
og lýst yfir vilja
til að taka yfir
hluta af starfsemi
SPRON,“ segir
Margeir Pét-
ursson, stjórn-
arformaður MP
banka. Um sé að ræða hluta af úti-
búaneti sparisjóðsins og Netbank-
ann, nb.is.
Margeir segir SPRON njóta mik-
illar viðskiptavildar og þar sé gott
starfsfólk. Hægt verði að bjarga ein-
hverjum störfum gangi þetta eftir
„Það er líka mikilvægt að fleiri en
ríkið séu í þessum rekstri hér á
landi. Þetta gæti því verið jákvætt
skref út frá samkeppnissjónarmiði,
að fólk geti sótt viðskiptabankaþjón-
ustu til annarra en ríkisbankanna,“
segir Margeir.
MP banki hefur ekki þurft á fyr-
irgreiðslu frá ríkinu að halda í kjöl-
far bankahrunsins eins og flest fjár-
málafyrirtæki. Hagnaður síðasta árs
var 860 milljónir króna. Þá var búið
að mæta allri afskriftarþörf sem
hrun fjármálakerfisins hafði í för
með sér að mati stjórnenda bankans.
„Viðbrögðin sem við fengum voru
jákvæð að okkar mati,“ segir Mar-
geir. Afar mikilvægt hafi verið að
tryggja hagsmuni sparifjáreigenda
með snurðulausum flutningi innlána
til Kaupþings. Nú verði skoðað hvað
verður um aðrar eignir SPRON og
hvort MP banki geti tekið hluta af
þeim yfir. bjorgvin@mbl.is
MP banki vill ræða yfirtöku
á hluta af útibúaneti SPRON
Margeir Pétursson
„FORMLEG
ákvörðun liggur
ekki fyrir,“ segir
Össur Skarphéð-
insson, utanrík-
isráðherra, spurð-
ur um hvern
íslenska rík-
isstjórnin hyggist
styðja í stöðu
framkvæmda-
stjóra NATO.
Fregnir erlendra fréttamiðla gefa
til kynna að stuðningur hafi aukist við
Anders Fogh Rasmussen, forsætis-
ráðherra Danmerkur.
Að sögn Össurar hefur málið verið
rætt í utanríkisráðuneytinu, en enn
sem komið er hafi það ekki verið lagt
fyrir ríkisstjórnina.
„En ég tel að Anders Fogh yrði
örugglega góður framkvæmdastjóri,“
segir Össur. Þar með tekur hann
undir orð Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur, fyrrverandi utanrík-
isráðherra, sem sagði hið sama við
Ritzau-fréttastofuna í febrúar.
andresth@mbl.is
Rasmussen
yrði góður
Engin ákvörðun verið
tekin um stuðning
Össur
Skarphéðinsson
ZETAN nefnist nýr viðtalsþáttur
sem sendur verður út á mbl.is og til-
einkaður er kosningabaráttunni.
Fyrsti þátturinn hefst kl. 12 í dag en
þá mun Steingrímur J. Sigfússon,
formaður VG, mæta í Zetuna. Kl. 14
kemur svo Þór Saari, talsmaður
Borgarahreyfingarinnar, til viðtals.
Næstu mánudaga verður rætt við
forsvarsmenn annarra flokka.
Kosningaþáttur
í beinni á mbl.is