Morgunblaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2009 ✝ Jóhann Sig-mundsson fæddist í Reykjavík 5. apríl 1927. Hann lést á Landspítala á Landa- koti 16. mars 2009. Foreldrar hans voru Sigmundur Jóhanns- son, f. 5. nóvember 1896, d. 29. desember 1979 og Svava Björnsdóttir, f. 26. ágúst 1896, d. 3. nóv- ember 1965. Systir Jóhanns var Þuríður, f. 1. mars 1922, d. 13. mars 1989, gift Þóri Högna Berg- steinssyni, f. 2. ág. 1917, d. 3. sept. 1980. Börn þeirra eru Svava, Sig- mundur og Örn. Jóhann kvæntist Sigurdísi Skúladóttur árið 1956. Þau slitu seinna samvistum. Dóttir þeirra er Sigríður, f. 3. maí 1957, gift Har- aldi Hermannssyni, börn þeirra eru Sigurdís, Svava Jóhanna og Jóhann. Jóhann átti fyrir son, Sig- urð Hannes, f. 4. okt. 1949, d. 28. júní 1997, kvæntur Sigurbjörgu Hilmarsdóttur, börn þeirra eru Vilborg Áslaug, Guðrún Karla, Ingibjörg og Kristjana Ósk. Jóhann ólst upp í Reykjavík. Hann hóf nám í prentiðn í Rík- isprentsmiðjunni Gu- tenberg 1. sept. 1943 og hlaut sveinspróf hinn 19. okt. 1947. Hann fór til Kaup- mannahafnar 1949 og tók námskeið í Fagskolen for bog- håndværk og vann hjá S.L. Møller fram á sumar 1951. Hann hóf aftur störf í Gutenberg við heimkomu og tók sveinspróf í setningu 18. nóv. 1967. Hann vann í Gutenberg fram til ársins 1987. Hann starfaði einn- ig sem leigubílstjóri samhliða prentverkum í 51 ár eða allt þar til hann settist í helgan stein árið 2003. Útför Jóhanns fer fram frá Foss- vogskapellu í dag, 23. mars, og hefst athöfnin kl. 15. Mig langar að kveðja frænda minn, Jóhann, með nokkrum orðum. Hann var yngri bróðir látinnar móð- ur minnar, Dóu, en hann var nálægt mér í aldri, aðeins tæpum 13 árum eldri. Mikill samgangur var á milli foreldra hans, afa og ömmu minnar, og foreldra minna. Oft var eins og við Jóhann hefðum alist upp saman. Þegar afi og amma mín fóru til Am- eríku á stríðsárunum, þá var Jó- hann 15–16 ára og héldu foreldrar mínir heimili fyrir hann á Freyju- götunni. Ég man að vísu ekki mikið frá þeim árum, en oft var talað um þessa tíma á heimilinu. Margt skemmtilegt sem kom fyrir, sér- staklega þegar móðir mín var að reyna að siða drenginn. Við hlógum oft að þessum tilvikum seinna og skemmtum okkur. Jóhann fór til Danmerkur í fram- haldsnám í prentiðn og man ég þeg- ar bréf eða kort komu í póstinum að við fylgdumst vel með lífi hans þar. Þar var hann viljugur til verka, enda ávallt vinnufús og voru honum falin ábyrgðarstörf þá strax í sínu starfi. Víst er að dvölin í Danmörku hafði heilmikil áhrif á Jóhann og vitnaði hann iðulega til hennar með hlýhug. Að námi loknu hóf Jóhann störf í prentsmiðjunni Gutenberg og fljótlega bætti hann leigubíla- akstri á kvöldin við dagvinnuna. Svona vinnuálag vildi Jóhann hafa því fátt taldi hann mikilvægara en að standa efnalega á eigin fótum. Seinna á lífsleiðinni urðum við Jó- hann mestu mátar, og kom hann margar ferðir að heimsækja mig í Ameríku, m.a. til New York á fimm- tugsafmæli mínu og síðar einnig til Flórída. Hann hafði gaman af að koma hingað og fylgjast með því sem var að ske í kringum okkur. Síðustu árin voru honum fjarska erfið og heilsan veil. Ég heyrði oft í honum í síma, en undir lokin var erf- itt að hafa samband og var lífið hon- um mjög þungbært. Ástkær sam- skipti við nákomna ættingja voru Jóhanni heldur ekki auðveld, þó aldrei fyndi ég annað en eins konar systkinakærleik gagnvart mér. Við fjölskyldan hér, Norman, Kata Þóra og ég sendum Diddu og hennar fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning frænda míns, Jóhanns Sigmundssonar. Svava R. Eatough, Boca Raton, Flórída Í dag kveð ég vin minn Jóhann Sigmundsson prentara. 75 ár eru liðin frá fyrstu kynnum okkar Jó- hanns á Hallveigarstíg í Reykjavík. Foreldrar hans voru Sigmundur Jó- hannsson skrifstofumaður og Svava Olsen húsmóðir frá Akureyri. Systkinin voru tvö Þuríður og Jó- hann. Á þessum langa lífsferli okkar Jóhanns komu oft langar eyður þar sem við rétt hittumst til að rabba. Jóhann var góður í fótbolta sem unglingur og naut þess að Albert Guðmundsson þá ungur og upp- rennandi fótboltahetja stundaði fót- bolta á lóð Franska spítalans við Lindargötu með Jóhanni og strák- unum í hverfinu. En skólinn kallaði til frekara náms og fylgifiskur námsins eru peningar og meiri pen- ingar. Jóhanni bauðst vinna sem sendill hjá föður mínum með skóla- náminu fyrsta árið. Hann bar af öðr- um unglingum sem með honum unnu fyrir ósérhlífni og dugnað. Jóhann stefndi í prentiðn. Á þess- um árum var ekki auðvelt að komast í iðnnám. En hann fékk samning hjá prentsmiðju Gutenberg. Í prent- náminu endurtók sig áhugi og virð- ing fyrir náminu og nú var stefnt til frekara náms í Danmörk þegar náminu lyki hér heima. Eftir sér- nám í prenti í Kaupmannahöfn hóf hann störf að nýju í Gutenberg. Nýjar prentvélar komu á markað- inn. Stjórn prentsmiðjunar valdi Jó- hann til að fara aftur til Danmörk og kynna sér hina nýju tækni. Jóhann mælti með vélunum og þær voru keyptar til landsins. Jóhann var sá eini sem annaðist vélarnar í mörg ár. Þrátt fyrir góðar tekjur í Guten- berg vildi hann afla meira eins og góðum dugnaðarmanni sæmir. Eini möguleikinn til að auka tekjurnar eftir hefðbundinn vinnudag var að stunda leigubílaakstur. Fljótlega keypti Jóhann sér hentuga bifreið til starfsins og starfaði fyrst hjá Steindóri og seinna hjá B.S.R. Allt- af bauð hann viðskiptavinum upp á gljábónaðan og hreinan bíl og fyrir bragðið naut hann fastra viðskipta- vina. Jóhann helgaði sig leigubíla- akstri sín síðustu starfsár. Jóhann giftist Sigurdísi Skúla- dóttur, hinni ágætustu konu, og áttu þau eina dóttur, Sigríði, sem er gift Haraldi Hermannssyni. Þau eiga einn dreng og tvær stúlkur. Sigur- dís og Jóhann slitu sambúð fyrir mörgum árum. Jóhann átti son fyrir hjónaband þeirra. Hann er látinn. Síðasta áratuginn hafa samskipti okkar Jóhanns aukist. Það gerir aldurinn og um leið hefur unnist tími til að rifja upp gömul atvik. Jó- hann var heppinn alveg síðustu virku árin að kynnast Bjarna Guð- jónssyni sem uppfyllti ferðaþrá hans með því að heimsækja Kúbu og endurnýja heimsókn til Kanarí. Við hjónin fórum í ferð með Jóhanni til Túnis sem heppnaðist mjög vel. Jó- hanni var kært til frænku sinnar Svövu Þórisdóttur á Flórída og heimsótti hana í nokkur skipti. Jóhann og ég vorum traustir vinir eins og það orð nær almennt yfir. Nú þegar leiðir okkar skiljast að ei- lífu tekur í sálartetrið. Anna og ég óskum þér góðrar ferðar á þeim ókunnu slóðum sem framundan eru. Jóhann signdi sig daglega, sem bar trú hans vitni þó hljótt færi. Kæra fjölskylda Jóhanns Sig- mundssonar, megi forsjónin veita ykkur styrk. Anna og Hermann Bridde. Jóhann Sigmundsson ✝ Guðborg Krist-jánsdóttir fæddist í Hörgsholti í Mikla- holtshreppi á Snæ- fellsnesi, 15. júlí 1922. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 14. mars 2009. Foreldrar hennar voru Kristján Jónsson frá Stóru-Þúfu í Miklaholtshreppi, f. 22. júní 1897 d. 31. júlí 1966 og Þorbjörg Kjartansdóttir frá Oddastöðum í Kol- beinsstaðahreppi, f. 22. nóvember 1891, d. 25. júní 1978. Systur Guð- borgar eru: 1) Guðrún Margrét, f. 18. ágúst 1923, d. 6. júlí 1991, gift Erlendi Jónssyni, f. 28. september 1912, d. 20. september 2002. 2) Anna Sigríður, f. 17. ágúst 1925, gift Guðna Erlendssyni, f. 21. des- ember 1915, d. 28. ágúst 1972. 3) Lilja, f. 9. maí 1929, d. 14. janúar 1994, gift Halldóri Þórmundssyni, f. 20. ágúst 1917, d. 15. ágúst 1969. 4) Þórdís, f. 8. apríl 1931, d. 20. mars 2004, gift Garðari Óskarssyni, f. 4. mars 1929, þau skildu. 5) Elíveig Ásta, f. 30. desember 1935, gift Sverri Vilbergssyni, f. 5. október 1922, d. 22. júní 2005. Guðborg ólst upp í Dalsmynni í Eyja- hreppi á Snæfellsnesi, en þangað fluttu for- eldrar hennar þegar hún var á fyrsta ári. Hún flutti með for- eldrum sínum til Kópavogs 1948 og þaðan til Akraness átta árum síðar og þar bjuggu þau í tíu ár. Árið 1966 flutti Guðborg ásamt móð- ur sinni, sem þá var orðin ekkja að Hring- braut 99 í Reykjavík og bjó hún þar til æviloka. Guðborg starfaði lengst af heima við og prjónaði fatnað á prjónavél. Á yngri árum vann hún á ýmsum heimilum til sveita sem kaupakona og við heimilisstörf. Guðborg lærði ung að spila á orgel og tók seinna á ævinni að sér organistastörf í Kol- beinsstaðakirkju í um tíu ár. Hún var fróðleiksfús og hafði áhuga á ættfræði og lífi og starfi þeirra sem hún umgekkst og safnaði saman ýmsum fróðleik um fólk, aðbúnað og atburði. Guðborg verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 23. mars og hefst athöfnin kl. 13. Þegar ég sat við dánarbeð Borgu systur minnar reikaði hugurinn til lið- inna ára, æskuáranna þar sem við systurnar sex ólumst upp hjá ástrík- um foreldrum og áhyggjulausar á stóru heimili í sveit. Þar bjuggu sam- an þrír ættliðir börn, foreldrar og ömmur auk þess sem þar var í tvíbýli móðurbróðir okkar systra og fjöl- skylda hans. Allur þessi hópur var sem stór og samheldin fjölskylda. Það þurftu allir að vinna og full- orðna fólkið vann mikið. Þrátt fyrir það var alltaf tími til að tala við börnin og lesa fyrir þau og margt var gert sér til skemmtunar þegar tími vannst til, spilað á spil og sungið við undirleik á orgelið. Borga systir mín var einstök kona, fylgdist vel með og hafði áhuga á mörgu. Samt sem áður voru tónlistin, ættfræðin og stórfjölskyldan hennar helstu áhugamál og alltaf hafði hún gaman af að spila á spil. Hún hugsaði mikið um að halda fólkinu saman og vissi um allt skyldfólk í sjötta lið og jafnvel lengra og var óþreytandi við að fræða okkur um skyldleikann og segja okkur frá helstu viðburðum í stórfjölskyldunni. Hún sá líka til þess að systkinabörnin í okkar fjölskyldu misstu ekki sjónar hvert á öðru. Þannig var hún upphafsmaður að því að við systurnar héldum árleg ætt- armót sem gaf okkur tækifæri til að koma saman þannig að við þekktum nú örugglega hvert annað. Þessi mót hafa verið haldin í allmörg ár og verð- ur 35 ára afmælismót í sumar. Að þessu sinni verður Borga blessunin ekki með okkur, en ég er fullviss um að ef hún hefur tök á því, þá lítur hún yfir hópinn og fagnar með okkur. Alltaf var gaman að koma á Hring- brautina til Borgu. Hún var fljót að koma með spilin á borðið eða settist við orgelið. Það voru yndislegar stundir, ekki síst ef börnin voru með. Þau sátu oft hugfangin hjá henni við orgelið eða sungu með. Hún elskaði líka að gera eitthvað fyrir börn og kallaði alltaf það besta fram í þeim og þekkti ekki óþekkt í börnum. Á kveðjustund er þakklæti efst í huga mér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ekki síst fyrir hvað þú hugsaðir vel um mömmu síðustu árin hennar. Með þinni hjálp gat hún verið með reisn á sínu heimili og við systurnar vissum að henni gat hvergi liðið betur en hjá þér. Ljóðið sem var ort til þín á 70 ára afmælinu og ég sendi þér þá á ennþá vel við og ég læt því fylgja þessari kveðju þrjú erindi úr því ljóði: Við munum systir kæra þinn orgelleik frá æsku, þá unaðsljúfu tóna, er lyftu sál á flug. Allt þitt starf var unnið af umhyggju og gæsku, og einkenndist af hógværð og sönnum hetjudug. Okkar góðu móður, þá aldur færðist yfir, af ástúð þinni bjóstu hið trausta og hlýja skjól. Sú mikla kærleiks saga í minningunum lifir, og missir aldrei gildi, þótt hnígi ævisól. Systrabörnum kærum af gnægð þíns góða hjarta, þú gefið ætíð hefur, hvar saman lágu spor. Hjá þér hafa fundið, hið hreina, fagra og bjarta, og hljóðar bænir streyma, sem geisla um ylríkt vor. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Hafðu þökk fyrir allt, kæra systir. Blessuð sé minning þín. Þín systir, Anna. Öskudagur á sér átján bræður sagði Borga þegar við ræddum veðrið á öskudag. Ekki datt mér þá í hug að hún kveddi okkur áður en sá tími væri liðinn. Hún hafði að vísu verið lögð inn á sjúkrahús vegna smávægi- legs krankleika, en ekki var von á öðru en að hún kæmi heim innan tíð- ar. Sjálf var hún ekki sannfærð. „Við sjáum nú til,“ sagði hún, þegar ég fór að tala um vorið. Borga hefur verið sjálfsögð í tilveru minni alla mína ævi. Ég man fyrst eftir henni á Akranesi þegar afi og amma bjuggu þar ásamt Borgu. Hún vann þá á skrifstofu um tíma og notaði þar bæði ritvél og reiknivél sem mér þótti afar merki- legt. Húsaskipan á Heiðarbrautinni var þannig að fremst í íbúðinni var herbergi Borgu. Einhverra hluta vegna bar ég djúpa virðingu fyrir því herbergi. Það var hátíð að fá að koma þangað inn og spjalla og fá skoða það sem hún átti eða taka í spil. Best man ég þó eftir henni á Hringbrautinni, þar sem hún bjó síðastliðin 40 ár. Fyrst með ömmu en ein eftir að amma lést. Reyndar sjaldan ein því oftast hefur einhver átt þar heimili í einu herberginu í mislangan tíma, ýmist systrabörn eða aðrir fjarskyld- ari. Komurnar eru orðnar margar á Hringbrautina og alltaf þangað eitt- hvað að sækja. Þegar ég horfi til baka sé ég að ég hef ætíð verið þiggjandi í þeim samskiptum. Þegar börnin mín voru lítil þá voru allir sokkar, vett- lingar, gammósíur og fleira prjónað á Hringbrautinni. Þangað hefur verið farið til að spila. Þar hefur maður hitt ættingjana eða fengið fréttir af þeim. Þangað hefur maður sótt fróðleik um fyrri tíð og það er ekki lítils virði. Borga skráði margt af þessum fróð- leik og oft undraðist ég hversu vel henni gekk að nota gömlu ritvélina og hve vel hún var máli farin þegar kom að texta. Hún valdi orð sín af kost- gæfni og notaði spartneskan stíl, stuttar setningar sem sögðu samt svo mikið. Í þau fáu skipti, sem ég hef umorðað setningar fyrir hana, hefur jafnvel þurft hálfa blaðsíðu í stað einnar setningar án þess að meira hafi verið sagt. Hjá Borgu var auðvelt að losa sig við áhyggjur og and- streymi dagsins. Reyndar get ég ekki ímyndað mér að hægt sé að vera öðruvísi en sáttur við sjálfan sig og aðra í nálægð Borgu. Börnin róast því þeim eru fengin verkefni, að vinda band í hnykil, halda á hespu eða spil til að leggja kapal. Engar kröfur eru gerðar. Hlustað er á það sem sagt er frá af áhuga. Á móti koma fréttir og frásagnir. Tekið er í spil eða spilað á orgel. Tíðarandi og dægurþras eru hvergi nærri. Tíminn stöðvast. And- rúmsloft og áherslur eru á þann veg að það er fólkið sem skiptir máli, líðan þess og velferð. Kæra frænka, þú varst svo þakklát fyrir allt sem gert var fyrir þig, hvort sem var heim- sókn, sendiferð eða bara símtal. Starfsfólkinu á 13G á Landspítalan- um varstu óendanlega þakklát fyrir þeirra umhyggju og hjúkrun. „Það eru allir svo góðir við mig, bæði vandamenn og vandalausir,“ sagðir þú. Nú er kveðjustund, hafðu hjartans þökk fyrir það sem þú varst okkur öll- um á þinn hógværa og óeigingjarna hátt. Þorbjörg G. Elsku Borga Það er erfitt að hugsa til þess að við eigum aldrei eftir að hittast aftur. Mér er ljúft að minnast margra yndislegra stunda sem við áttum saman í öll þau ár sem ég var til heim- ilis hjá þér á Hringbrautinni. Þar hafði ég gott herbergi með aðgangi að öllu. Alltaf varstu mér sem besta móðir. Eftir að ég flutti í eigin íbúð þá kom ég oft í heimsókn. Þú tókst alltaf vel og hlýlega á móti mér, gæddir mér á kökum og konfekti á meðan við spiluðum olsen eða rússa af miklu fjöri. Þú fylgdist líka vel með mér og hringdir oft. Þakka þér fyrir umhyggjuna, elsku Borga mín. Þorbjörg Halldórsdóttir. Guðborg Kristjánsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skila- frests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birt- ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hve- nær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.