Morgunblaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 30
30 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2009 Krossgáta Lárétt | 1 klaufaskapur, 8 æpi, 9 æviskeiðið, 10 meis, 11 óheflaðan mann, 13 áma, 15 stafli, 18 storkar, 21 lúsaregg, 22 undirnar, 23 mergð, 24 glamraði. Lóðrétt | 2 hlutdeild, 3 þræta, 4 bjart, 5 kraft- urinn, 6 digur, 7 venda, 12 afreksverk, 14 ótta, 15 fíkniefni, 16 pen- ingar, 17 út, 18 dugleg- ur, 19 lofað, 20 væskill. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fjöld, 4 gepil, 7 úldin, 8 felur, 9 dún, 11 auðn, 13 hrái, 14 ýlfur, 15 barr, 17 æfir, 20 þrá, 22 lokka, 23 bifar, 24 rimma, 25 tuska. Lóðrétt: 1 fjúka, 2 önduð, 3 dund, 4 Gefn, 5 pólar, 6 lerki, 10 úlfur, 12 nýr, 13 hræ, 15 bolur, 16 rekum, 18 fífls, 19 rorra, 20 þaka, 21 ábót. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú pælir sjaldan í hvers vegna lífið leiki við þig, en gerðu það núna. Ekkert er aumkunarverðara en sá sem gasprar af engu viti. (20. apríl - 20. maí)  Naut Eitthvað sem áður var falið á bak við gráa skýjahulu kemur í dagsljósið. Þér hættir til að spenna bogann of hátt og þarft að halda þig við raunveruleik- ann og vera trúr sjálfum þér. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú færð hugmyndir um það hvernig þú getur aukið tekjur þínar. Mest heillandi við þig er hversu miklum árangri þú nærð. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Viðleitni þín til þess að hjálpa ættingja gengur ekki alveg sem skyldi. Láttu hana ekki hrífa þig með sér held- ur stattu fast á þínu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Sýndu samstarfsfólki þínu meiri sanngirni og umburðarlyndi. Gættu allrar varúðar svo þú verðir ekki fyrir tjóni. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Ef þú leggur þig allan fram máttu vera ánægður með störf þín hvort heldur um er að ræða í starfi eða heima við. Leggðu þig fram um að styrkja tengslin við vini og vandamenn. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Nú er lag til þess að skjóta á fundi með vinum og vandamönnum. Vertu ljúfur og haltu augunum opnum. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Augu þeirra, sem eru í kringum þig, eru að opnast fyrir þeim hæfileikum sem þú ert gæddur. Orð geta hitt í mark og mundu að aðrir eiga líka rétt á sínum skoðunum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þegar taka þarf mikilvægar ákvarðanir þarftu að vera ákveðinn og sterkur. Forðastu að særa viðkvæmt stolt einhvers. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það getur reynst nauðsynlegt að halda fast utan um hlutina til þess að maður missi ekki frá sér ýmislegt sem manni er kært. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Gerðu það sem þig lystir. Gættu þess þó að ofmetnast ekki eða gleyma þætti þinna nánustu í velgengni þinni. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Flestir fylgja reglunum sem sett- ar eru. Verk þín sanna sig sjálf svo þú skalt fara þér hægt en njóta árangurs erfiðis þíns. Stjörnuspá 23. mars 1663 Ragnheiður Brynjólfsdóttir biskupsdóttir lést í Skálholti, 21 árs. Við útför hennar var sálmur Hallgríms Péturssonar Um dauðans óvissa tíma (Allt eins og blómstrið eina) líklega fluttur í fyrsta sinn, en hann hefur verið sunginn við flestar jarðarfarir síðan. 23. mars 1937 Sundhöllin í Reykjavík var vígð að viðstöddu fjölmenni. Hún hafði verið átta ár í bygg- ingu. Morgunblaðið sagði að þetta væri „dýrasta og vegleg- asta íþróttastofnun landsins“. 23. mars 1938 Fyrsta kvikmyndin með Ty- rone Power í aðalhlutverki var sýnd í Nýja bíói í Reykja- vík. Þetta var „Lloyds í Lond- on“. Morgunblaðið sagði myndina vera framúrskarandi listaverk og heimsfræga. Leikarinn kom til landsins í nóvember 1947 og vakti heim- sókn hans mikla athygli. 23. mars 1970 Eggert G. Þorsteinsson ráð- herra greiddi atkvæði á Al- þingi gegn stjórnarfrumvarpi um verðgæslu og samkeppnis- hömlur. Frumvarpið féll á jöfnum atkvæðum. „Einstæður atburður,“ sagði Þjóðviljinn. 23. mars 1999 Skýrt var frá því að Nóatún, KÁ og 11-11 hefðu sameinast í Kaupási hf. með 33 verslanir. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … „AFMÆLISVEISLAN bíður um sinn enda er ég enn að safna kröftum eftir prófkjörsslag Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík,“ segir Kolbrún Bald- ursdóttir sálfræðingur sem fagnar fimmtíu ára af- mæli sínu dag. Þrátt fyrir að niðurstaðan hafi verið önnur en hún vonaðist eftir segir Kolbrún að þátttakan í prófkjörinu hafi í reynd verið afmæl- isgjöfin frá sér til sín. En þó svo að stór afmælisveisla verði geymd þar til sól hækkar á lofti og blómin springa út mun Kolbrún fagna tímamótunum í kvöld. Fögnuður- inn verður á rólegu nótunum, góður kvöldverður í faðmi fjölskyldunnar. Ásamt því að reka eigin sálfræðistofu er Kolbrún skólasálfræð- ingur í Áslandsskóla í Hafnarfirði og stjórnar sjónvarpsþættinum Í nærveru sálar sem er á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN. Í þætt- inum er fjallað um félags- og sálfræðileg málefni og í þessari viku er einelti meðal fullorðinna til umfjöllunar. Kolbrún segist fá mjög góð viðbrögð við þættinum og hefur áhorfið aukist jafnt og þétt. Að auki heldur hún úti virkri bloggsíðu, þar sem hún birtir reglulega greinar um sálfræðileg málefni. andri@mbl.is Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur fimmtug Prófkjörið var afmælisgjöfin Reykjavík Hekla Sóley fæddist 28. desember kl. 21.21. Hún vó 2.990 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Matthildur Gunnarsdóttir og Jóhann Vignir Gunnarsson. Reykjavík Esther Ólöf fæddist 9. október kl. 21.58. Hún vó 4.120 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Sólveig Dögg Larsen og Brynjar Ágúst Hilmarsson. Akureyri Eva fæddist 19. ágúst kl. 15.50. Hún vó 3.520 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Elín Margrét Stefánsdóttir og Ævar Hreinsson. Sudoku Frumstig 9 8 3 9 4 2 5 1 7 2 8 3 8 1 2 6 9 2 5 4 2 6 4 7 8 1 6 4 6 9 5 3 4 9 1 4 7 3 8 8 1 4 8 5 6 2 2 4 8 6 3 1 2 7 6 4 7 5 2 6 1 9 8 3 9 4 7 9 8 4 3 6 1 3 4 2 7 5 8 1 6 9 7 1 5 9 6 2 8 4 3 6 9 8 1 4 3 2 7 5 4 8 7 2 3 5 6 9 1 2 5 1 6 9 7 4 3 8 9 3 6 4 8 1 5 2 7 8 7 9 5 2 6 3 1 4 1 6 3 8 7 4 9 5 2 5 2 4 3 1 9 7 8 6 5 1 9 3 7 8 2 4 6 3 4 7 6 1 2 9 8 5 6 8 2 9 5 4 1 7 3 4 7 5 8 9 3 6 1 2 9 6 8 5 2 1 4 3 7 1 2 3 7 4 6 5 9 8 8 3 4 2 6 9 7 5 1 2 5 1 4 3 7 8 6 9 7 9 6 1 8 5 3 2 4 6 1 5 2 4 7 8 9 3 7 2 8 3 9 6 5 4 1 9 3 4 8 1 5 2 6 7 5 8 2 9 6 3 7 1 4 3 4 6 7 8 1 9 5 2 1 7 9 4 5 2 3 8 6 8 5 7 1 3 4 6 2 9 4 6 3 5 2 9 1 7 8 2 9 1 6 7 8 4 3 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 23. mars, 82. dag- ur ársins 2009 Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í sam- anburði við þá dýrð, sem oss mun op- inberast. (Rm. 8, 18.) Keppni í minnisleikni hefur á öll-um tímum haft mikið aðdrátt- arafl. Sumir muna ekki neitt, aðrir muna nokkurn veginn allt, þar með talið hluti sem engu máli skipta. Japaninn Akira Haraguchi er í sérflokki hvað síðari hópinn varðar. x x x Söguhetja okkar fæddist árið 1946og lagði eins og margir af sinni kynslóð stund á verkfræði en hefur nú látið af því starfi. Sannleiksástin hefur verið mikið hreyfiafl í lífi hans og ófá stundin ver- ið nýtt til að höndla hinn endanlega sannleika í gegnum utanbók- arlærdóm á aukastöfum tölunnar pí, sem stendur fyrir hlutfallið á milli ummáls og þvermáls hrings. x x x Flestir láta nægja sér að muna töl-una sem 3,14 en Haraguchi finnst lítil íþrótt í því. Það var því stór stund í lífi Haraguchis þegar hann stóð upp úr stólnum um hálftvöleytið eftir miðnætti aðfaranótt 4. október 2006, eftir að hafa þulið upp hundrað þúsundasta stafinn. Afrekið var tekið upp á kvik- myndatöluvél í salarkynnum austur af Tókýó, þar sem kappinn tók sér fimm mínútna hlé á tveggja tíma fresti til að næra sig á hrísgrjóna- kúlum. Vafalaust hefur heilabúið fagnað þeim kolvetnaskammti. Jafnvel klósettferðir hans voru festar á filmu til að sanna að ekki væru brögð í tafli. x x x Vart þarf að taka fram að Hara-guchi á heimsmetið í þessari íþrótt og reyndar einnig fyrra metið, 83.431 tölustaf sem sett var í júlí 2005. Met hans eru hins vegar um- deild og á landi hans Hiroyuki Goto enn opinbera metið sem er „aðeins“ 42.195 tölustafir og sett árið 1995. Minnisþrautin er sem fyrr segir annað og meira en dægradvöl fyrir Haraguchi sem lítur svo á að utan- bókarlærdómur tölunnar pí sé ekk- ert minna en trúarbrögð alheimsins. Til verksins notast hann við kerfi þar sem táknmyndir eru notaðar í stað talna. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 e6 4. e3 f5 5. Bd3 Bd6 6. O-O Rd7 7. b3 De7 8. a4 Rh6 9. Ba3 O-O 10. Dc1 e5 11. Bxd6 Dxd6 12. dxe5 Rxe5 13. Rxe5 Dxe5 14. Rd2 Be6 15. Rf3 Df6 16. cxd5 Bxd5 17. Bc4 Had8 18. Hd1 De6 19. Rg5 De5 20. f4 De7 21. Bxd5+ cxd5 22. Hd3 Hfe8 23. Dd2 Rg4 24. He1 Rf6 25. Da5 b6 26. Db5 Hc8 27. Hxd5 Staðan kom upp nýlega í efstu deild þýsku deildarkeppninnar. Þýski al- þjóðlegi meistarinn Michael Richter (2.421) hafði svart gegn landa sínum og kollega Volkmar Dinstuhl (2.436). 27… Hc1! 28. Hdd1 Hxd1 29. Hxd1 Dxe3+ 30. Kh1 Dxf4 svartur hefur nú peði meira og vænlegt tafl. 31. Rf3 h6 32. a5 bxa5 33. Dxa5 He3 34. h3 Hxf3! innsiglir örlög hvíts. 35. Dd8+ Kh7 36. gxf3 Dxf3+ 37. Kh2 Df2+ 38. Kh1 Re4 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Ás uppi í erminni. Norður ♠D5 ♥Á753 ♦D9 ♣K9872 Vestur Austur ♠ÁG108 ♠9732 ♥DG1096 ♥K842 ♦KG62 ♦1074 ♣– ♣63 Suður ♠K64 ♥– ♦Á853 ♣ÁDG1054 Suður spilar 6♣. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að hjartaásinn í borði komi að litlum not- um á móti eyðu suðurs. En svo er ekki. Ásinn gegnir lykilhlutverki í vandlega úthugsaðri áætlun sagnhafa. Útspilið er ♥D. Vestur hafði opnað á 1♥ og þar með er vitað um háspilastyrkinn á þeim bæ. Sagnhafi sparar hjartaásinn til síðari tíma og trompar útspilið. Tekur tvisvar tromp og notar sam- ganginn til að stinga önnur tvö hjörtu. Spilar síðan litlum spaða að drottning- unni í borði. Vestur má ekki fara upp með ásinn, því þá fríast ♠K. Vestur dúkkar því. Þá dregur sagnhafi ♥Á undan erminni og hendir niður spaða- hundi heima. Spilar loks spaða á blankan kóng og leggur upp með stæl. Vestur þarf að spila frá ♦K eða hálit í tvöfalda eyðu. Nýirborgarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.