Morgunblaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 32
32 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2009 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU er verið að sýna Kardemommubæinn, hið geysi- vinsæla leikrit Thorbjörns Egners. Birgir Sveinbergsson leikmynda- smiður er meðal þeirra sem smíðuðu leikmyndina fyrir þessa sýningu en hún er eftir Brian Pilkington. Þetta er í fjórða sinn sem Birgir smíðar leikmynd fyrir Kardemommubæinn. Hitti Thorbjörn Egner Fyrsta sýning Þjóðleikhússins á Kardemommubænum hér á landi var árið 1960 en það var árið 1975 sem Birgir smíðaði fyrst leikmynd fyrir Kardemommubæinn í Þjóðleikhús- inu. Honum er sá tími minnisstæður því höfundurinn Thorbjörn Egner kom hingað til lands til að sjá sýn- inguna og Birgir hitti hann. „Það var gríðarlega gaman að hitta Egner,“ segir Birgir. „Ég hafði gert nokkuð sem hann sagði mér að hann hefði ekki nokkurs staðar séð áður í sviðs- mynd í Kardemommubænum. Hann sagði mér að venjan væri sú að nota staur til að halda uppi þakinu yfir bakaríinu en ég hafði notað aðra að- ferð og Egner var mjög hrifinn af því. Við töluðum saman nokkra stund. Hann var ákaflega skemmtilegur maður. Ég sagði Egner að mér fyndist mikil heimspeki í þeim boðskap í Dýrunum í Hálsaskógi að ekkert dýr mætti éta annað dýr. Þá sagði hann við mig: „Allt sem stendur í verkum mínum er sannleikur, þar er enginn tilbúningur.“ Þetta fannst mér mjög athyglisvert að heyra.“ Árið 1974 var Kardemommubær- inn aftur settur upp í Þjóðleikhúsinu. Þá sendi Egner leikhúsinu lítið módel af Kardemommubænum sem hann hafði sjálfur gert. „Þar var eitt hús ekki í réttum mælikvarða og varð allt- of stórt þegar við smiðirnir fórum að smíða það. Egner hafði fyrir mistök sent það til okkar þegar það átti að vera í sendingu til Englands,“ segir Birgir sem árið 1995 tók svo þátt í að smíða sviðsmynd fyrir Kardemom- mubæinn í þriðja sinn og þetta árið í fjórða sinn. „Í grunninn eru allar sviðsmynd- irnar eins í þessum fjórum upp- færslum, bara misstórar enda allar gerðar eftir hugmynd Egners. Þær eru hafðar eins og Egner hugsaði þær,“ segir Birgir. „Egner var mjög fjölhæfur eins og allir vita. Hann teiknaði sjálfur leikmyndina í fyrstu og annarri uppfærslunni á Kardi- mommubænum hér á Íslandi og Finn- ur Arnar Arnarsson teiknaði leik- myndina fyrir þriðju uppfærsluna.“ Hinn einfaldi Bastían Birgir hefur oftar komið að verkum Egners en í uppsetningum á Karde- mommubænum og þrisvar smíðað leikmyndir fyrir Dýrin í Hálsaskógi og einnig leikmyndir fyrir Karíus og Baktus. „Ég held reyndar meira upp á Dýrin í Hálsaskógi en Kardemommu- bæinn en Kardemommubærinn er mjög fallegt leikrit. Það sem hrífur mig ekki síst þar er hversu embætt- ismaðurinn Bastían bæjarfógeti er einföld og góð sál sem gengur raul- andi um götur. Það er mín skoðun að Thorbjörn Egner sé enn meiri sál- fræðingur en Astrid Lindgren, mamma hennar Línu. Allt sem Egner skrifaði er alveg stórkostlegt.“ Enginn tilbúningur Lifandi sviðsmynd Sporvagninn skemmtilegi í sýningunni 1984.  Birgir Sveinbergsson hefur smíðað fjórar leikmyndir fyrir Kardemommubæinn  Hitti Thorbjörn Egner sem sagði verk sín vera sannleika Kardemommubærinn 1995 Örn Árnason og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Kardemommubærin 1974 Ræningjarnir Jesper, Kasper og Jónatan í klipp- ingu. Randver Þorláksson, Þórhallur Sigurðsson og Bessi Bjarnason. Morgunblaðið/Golli Birgir Segir Egner hafa verið enn meiri sálfræðing en Astrid Lindgren. KAMMERSVEIT Reykjavík- ur heldur tónleika í Listasafni Íslands annað kvöld, en þetta eru síðustu tónleikarnir af fernum sem Kammersveitin heldur í vetur til að vekja at- hygli á tékkneskri tónlist. Á efnisskránni, þar sem íslenskir og tékkneskir listamenn leggja saman krafta sína, verða fimm verk eftir þrjú tékknesk tón- skáld, einleikararnir eru ís- lenskir og stjórnandinn er frá Tékklandi. Einleik- arar eru Selma Guðmundsdóttir, píanó, og Daði Kolbeinsson, óbó, og stjórnandi er Ondrej Vra- bek. Tónleikarnir hefjast kl. 20 annað kvöld. Tónlist Kammersveitin á tékkneskum nótum Selma Guðmundsdóttir ANNE Thorp heldur fyr- irlestur í Opna Listaháskól- anum um „hönnun sem aðgerð og sjálfbæra stefnumótun í hönnun“, kl. 12 í dag í húsnæði LHÍ, Skipholti 1, stofu 113. Anne hefur rannsakað þróun sjálfbærra sjónarmiða í hönnun og beitingu hönnunar í upp- byggilegum aðgerðum seinni ára og skrifað bók um efnið, The Designer’s Atlas of Sustainability. Hún kennir við arkitektúrskólann Bartlett við University College of London og Open University í Bretlandi. Anne er á Íslandi í tilefni af Norræna tískutvíæringnum í Norræna húsinu. Fyrirlestur Hönnun sem aðgerð í LHÍ Frá Norræna tísku- tvíæringnum. Á MORGUN, þriðjudag, verð- ur hádegisleiðsögn í Þjóð- minjasafni Íslands. Þá mun Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur fjalla um rannsóknina á kirkjustæðinu í Reykholti og sýninguna End- urfundi. Leiðsögnin skiptist í tvo hluta og tekur alls 50 mín- útur. Fyrri hlutinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns- ins þar sem gerð verður grein fyrir nokkrum atriðum úr rannsókninni. Síðan verður gengið um þann hluta sýningarinnar sem snýr að Reykholti. Leiðsögnin hefst kl. 12.05. Að- gangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Fornminjar Leiðsögn í Þjóðminjasafninu Guðrún Sveinbjarnardóttir FORSVARSMENN Tribune Media Services framleiðslufyrirtækisins hafa höfðað mál á hendur bandaríska leikaranum og leikstjóranum Warren Beatty vegna framleiðsluréttar á efni tengdu lögreglumanninum vinsæla Dick Tracy. Beatty keypti réttinn að framleiðslu sjónvarpsþátta og kvik- mynda um Tracy árið 1985, og gerði svo kvikmynd um kappann árið 1990, en þar fór hann með titilhlutverkið auk þess að leikstýra myndinni. Tals- menn Tribune segja hins vegar að þar sem Beatty hafi ekki notað rétt- inn í meira en áratug sé þeim frjálst að framleiða efni um Tracy. Þessu neitar Beatty sem segist meðal ann- ars vera með sjónvarpsþætti um lög- reglumanninn góða í bígerð. Kvikmyndin um Dick Tracy naut mikilla vinsælda á sínum tíma, en hún var tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna, og hlaut þrenn. Auk Beattys fóru þau Dustin Hoffman, Madonna og Al Pac- ino með stór hlutverk í myndinni. Flott par Madonna og Beatty í hlut- verkum sínum í Dick Tracy. Í mál vegna Dick Tracy Segja Warren Beatty ekki eiga réttinn NÝ útgáfa af söngleiknum vinsæla West Side Story var frumsýnd á Broadway í New York fyrir skömmu. Uppfærslan er ólík fyrri uppfærslum að því leyti að tvö tungumál eru töluð og sungin: enska og spænska. Ástæðan er sú að um það bil helmingur sögunnar gerist á meðal Púertó Ríkó-manna í New York, og fer sá hluti sögunnar fram á spænsku, auk þess sem laga- textar fyrir þann hluta hafa allir verið þýddir á spænsku. „Ég vildi að verkið yrði raun- verulegra og til þess vildi ég að þau töluðu sitt raunverulega tungu- mál,“ segir Arthur Laurents, leik- stjóri verksins, um málið, en Laur- ents er einnig höfundur þess. West Side Story var upphaflega frumsýnt á Broadway árið 1957 og sló strax í gegn, þá sérstaklega tón- list Leonards Bernsteins. Árið 1961 var svo kvikmynd gerð eftir verkinu, og sló hún einnig í gegn. West Side Story Úr kvikmyndinni. West Side Story á tveimur tungumálum Alltaf þegar hún á lausan tíma vill hún vera með Tony... 37 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.