Morgunblaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 13
stýrt í rétta átt sama tíma, og S-hópurinn og Kald- bakur höfðu boðið í þá báða, þótti einkavæðingarnefnd liggja beint við að báðir hóparnir væru gjaldgengir til viðræðna um að eignast Búnaðar- bankann. Um miðbik október var síðan ákveðið á fundi nefndarinnar að senda ráðherranefndinni formlega tillögu um að til samninga skyldi ganga við Kaldbak og S-hópinn um kaup á Búnaðarbankanum. Heimild- ir Morgunblaðsins herma að ráða- menn í Framsóknarflokknum hafi á þessum tíma reynt mikið til að fá hópana tvo til að sameinast um til- boð. Það hafi hins vegar gengið fremur illa. Project Bunbury HSBC, ráðgjafi íslenskra stjórn- valda í bankasölunum, lagði fram formlega áætlun um sölu á kjölfestu- hlut í Búnaðarbankanum 22. októ- ber. Áætlunin var nefnd „Project Bunbury.“ Á næsta fundi einkavæðingar- nefndar var rætt um einstök atriði í áætlun HSBC og þá sérstaklega framsetningu á stærð eignarhluta. Nefndarmenn urðu að endingu sam- mála um að „setja ætti skilyrði um tengingu magns og verðs þannig að meira magn þýddi hærra gengi á bréfunum.“ Með öðrum orðum var verið að tryggja að því meira sem hinir völdu kaupendur myndu eign- ast í bankanum, því hærra verð þyrftu þeir að greiða fyrir hvern hlut. Societe General kynntur Edward Williams sá um málið fyr- ir HSBC líkt og hann hafði einnig gert með Landsbankann. Á fundi einkavæðingarnefndar 4. nóvember kynnti hann, ásamt tveimur öðrum fulltrúum HSBC, drög að samantekt að niðurstöðum um svör til S-hóps og Kaldbaks vegna tilboða þeirra. Í fundargerð er bókað að Williams hafi sagt að „miðað við greiningu á verði sem HSBC hafði þegar gert mætti ætla að 4,7 væri ásættanlegt gengi fyrir hlutabréfin í Búnaðar- bankanum. Þá sagði hann nokkuð ljósa niðurstöðu í mati þeirra að svo- kallaður S-hópur væri sterkasti kosturinn hvort sem Societe General væri með eða ekki.“ Þetta var í fyrsta sinn sem franski bankarisinn Societe General var nefndur í fundargerð. Aðkoma bank- ans að S-hópnum er skýrð sérstak- lega annarsstaðar í þessari umfjöll- un. Aðkoma Societe General virðist þó hafa ráðið úrslitum, því í lok þessa fundar, þann 4. nóvember, ákvað einkavæðingarnefnd að mæla með því við ráðherranefndina að gengið yrði til samningsviðræðna við S-hóp- inn. Samsetning hópsins á þeim tíma var þó allt önnur en sú sem að end- ingu keypti hlut ríkisins í Búnaðar- bankanum. Kaldbaksmenn ósáttir Kaldbaksmenn voru allt annað en sáttir við þessa niðurstöðu og sendu einkavæðingarnefnd bréf dagsett 5. nóvember þar sem hún var krafin skýringa á niðurstöðu sinni. Nefndin svaraði þeim þremur dögum síðar. Þar er ákvörðun henn- ar rökstudd með því að nefndin og HSBC hafi metið það svo að sam- setning hlutabréfakaupa hjá Kald- baki hafi verið „óheppileg“, að S- hópurinn hafi haft í sínum hópi virt erlent fjármálafyrirtæki sem fjár- festi og að verðbilið sem tilgreint var í tilboði Kaldbaks hafi verið mun lægra en verðtilboð S-hópsins. Vert er að geta þess að á þessum tíma lá ekki fyrir hver hinn erlendi fjárfest- ir sem var hluti af S-hópnum var. Auk þess hafði verið ákveðið að selja kjölfestuhlut í Landsbankanum til Samson tveimur mánuðum áður þrátt fyrir að sá hópur hafi átt lægsta tilboðið. Því var áherslan á verð ný af nálinni. S-hópnum tilkynnt niðurstaða Fulltrúar S-hópsins voru kallaðir á fund einkavæðingarnefndar klukkan tíu að morgni dags þann 5. nóvember 2002 til að fara yfir áætl- un um sölu á þorra hlutar ríkisins í Búnaðarbankanum til hópsins. Fyrir S-hópinn mættu til fundar- ins þeir Ólafur Ólafsson, Kristján Loftsson, Margeir Daníelsson og lögmaðurinn Kristinn Hallgríms- son. Þar var þeim tilkynnt að til stæði að skrifa undir samkomulag um kaupin þann 15. nóvember ef samningar næðust milli aðila. Í kjöl- farið yrði síðan gengið frá öðrum lausum endum og skrifað undir end- anlegan kaupsamning. Ólafur Ólafsson spurði fundar- menn um það hvenær til stæði að selja það sem eftir væri af hlut rík- isins í Búnaðarbankanum, en um var að ræða 9,11 prósent hlut þegar búið var að ganga frá kaupum S- hópsins. Ólafur Davíðsson svaraði „því afdráttarlaust af hálfu nefnd- Morgunblaðið/Þorkell Lykilmenn Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson keyra á brott eftir að hafa skrifað undir samning um kaup S-hópsins á hlut ríkisins í Búnaðarbanka. Ráðherranefnd um einkavæðingu Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra. Geir H. Haarde þáverandi fjármálaráðherra. Halldór Ásgrímsson þáverandi utanríkisráðherra. Valgerður Sverrisdóttir þáverandi viðskiptaráðherra. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu Ólafur Davíðsson fulltrúi forsætisráðherra og fomaður nefndarinnar. Baldur Guðlaugsson fulltrúi fjármálaráðherra. Jón Sveinsson fulltrúi utanríkisráðherra. Sævar Þór Sigurgeirsson fulltrúi viðskiptaráðherra. Starfsmenn framkvæmda- nefndar um einkavæðingu Skarphéðinn Berg Steinarsson Guðmundur Ólason S-hópurinn Ólafur Ólafsson Finnur Ingólfsson Kristján Loftsson Margeir Daníelsson Jón Helgi Guðmundsson Kristinn Hallgrímsson Söluferli bankans var flýtt að kröfu ráðherra Erlendi bankinn ekki kynntur fyrr en í lokin Máttu fjármagna með lánum frá bankanum Á tímabili var rætt um að hætta við ferlið Söluandvirðið var bókfært á 11,4 milljarða 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2009 Blaðamenn hafa reynt að nálgast fundargerðir einkavæðingarnefndar og önnur gögn úr sölu- ferlunum í mörg ár en ætíð verið synjað þar til nú. Árið 2005 óskaði þáverandi blaðamaður á Fréttablaðinu eftir gögnum úr einkavæðing- arferlum ríkisbankanna, meðal annars fund- argerðum einkavæðingarnefndar, en var synj- að. Hún kærði málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem staðfesti að mestu leyti frávísanir og synjanir einkavæðingarnefnd- arinnar. Í krafti almannahagsmuna Síðla árs óskaði síðan höfundur þessarar greinar eftir sambærilegum gögnum að nýju en var synjað. Sú synjun var kærð til úrskurð- arnefndar um upplýsingamál í desember sama ár. Í greinargerð með kærunni, sem skilað var inn 26. janúar 2007, segir að beiðni kærandans snúi að „aðgangi að gögnum um mikla almanna- hagsmuni þar sem um sé að ræða ráðstöfun eigna og fjármuna ríkisins.“ Þann 22. mars 2007 var hluta kröfu kærand- ans vísað frá og synjun einkavæðingarnefndar um aðgengi að fundargerðum sínum staðfest. Sú staðfesting var rökstudd með því að ákvarð- anir einkavæðingarnefndar væru ekki end- anlegar, heldur þyrftu að staðfestast af ráð- herranefnd, og því bæri ekki að afhenda fundargerðir hennar samkvæmt upplýs- ingalögum. Nefndinni var þó gert skylt að veita aðgang að matsskýrslum vegna sölu ríkisins á fyrirtækjum sem höfðu verið í eigu þess. Fullur aðgangur fæst Þann 19. febrúar síðastliðinn sendi höfundur að nýju beiðni um aðgang að fundargerðum einkavæðingarnefndar sem vörðuðu sölu á rík- isbönkunum tveimur. Í kjölfarið var óskað eftir aðgangi að öllum gögnum sem fyndust í skjala- safni einkavæðingarnefndar varðandi sölu á Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Skemmst er frá því að segja að forsætisráðu- neytið veitti algeran aðgang að þeim gögnum í marsmánuði 2009. Í rökstuðningi ráðuneytisins fyrir aðganginum segir að „eftir skoðun gagnanna er það mat ráðuneytisins að und- antekningarheimild 5. gr. upplýsingalaga eigi ekki við og því beri að veita fullan aðgang. Þau fyrirtæki sem hér um ræðir eru ekki lengur starfandi með sama hætti og áður og hugs- anlegir hagsmunir kaupenda á sínum tíma af leynd vega ekki þungt í samanburði við þá ríku almannahagsmuni sem tengjast aðgangi [...]. Í þessu máli er ennfremur mikilvægt sjónarmið að stjórnvöldum beri að gera það sem í þeirra valdi stendur til að auðvelda starf fjölmiðla og efla þannig traust stjórnsýslunnar.“ Almannahagsmunir taldir ríkari en leynd í þágu kaupenda bankanna  Stjórnvöld veittu í fyrsta sinn aðgang að skjalasafni einkavæðingarnefndar Morgunblaðið/Jim Smart Stjórnarráð „Þau fyrirtæki sem hér um ræðir eru ekki lengur starfandi með sama hætti og áður.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.