Morgunblaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 14
Gátu fengið lán frá bankanum Auk þessa kemur fram í fundargerð einkavæðingarn- endar frá 12. desember 2002 að S-hópurinn fékk heimild nefndarinnar til að fjármagna kaupin á Búnaðarbank- anum „að mjög takmörkuðu leyti“ með lánum frá Bún- aðarbankanum sjálfum. Sú takmörkun var ekki skýrð frekar í fundargerðinni. S-HÓPURINN greiddi samtals 11,4 milljarða króna fyrir 45,8 prósenta hlut í Búnaðarbankanum samkvæmt ríkisreikningi. Egla hf. eignaðist alls 71,2 prósent af þeim hlut sem S- hópurinn keypti. Morgunblaðið hefur undir höndum lánsloforð, dagsett 31. janúar 2003, þar sem Landsbankinn, sem þá var enn undir stjórn ríkisins, heitir að lána Eglu fyrir hluta kaupverðsins. Lánsloforðið er gefið út tveimur vikum eft- ir að kaupsamningur milli rík- isins og S-hópsins var undir- ritaður. Í því kemur fram að Lands- bankinn skuldbindi sig „til þess að lána EGLU fjármagn sem tekur til 35% af kaupverð- inu [...] þ.e. þann hluta kaup- verðsins sem í hlut EGLU kemur að greiða.“ Öll bréfin lögð að veði Lánssamningur, byggður á ofangreindu loforði, var síðan gerður 18. mars 2003. Hand- veðslýsing vegna hans er dag- sett daginn eftir, 19. mars. Samkvæmt henni lagði Egla öll bréf sín í Búnaðar- bankanum, að andvirði 8,3 milljarða króna miðað við kaupverð félagsins, að veði fyrir láni frá Landsbank- anum. Í skjalasafni einkavæðingarnefndar voru engin önnur skjöl um hvernig afgangur kaupverðsins var fjármagn- aður né skjöl til staðfestingar þess að Hauck & Aufhau- ser hafi í reynd greitt fé inn í íslenskt hagkerfi. Eignarhluturinn sem handveð fyrir láni  Landsbanki Íslands lánaði Eglu fyrir hluta kaupverðsins 14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2009 Einkavæðing bankanna arinnar að þau yrðu seld á markaði og þá væntanlega næsta vor.“ Þar með fengu S-hópsmenn upplýsingar um hvenær ætti að selja þau bréf sem eftir voru, á undan öllum öðrum. Þau voru á endanum seld 7. mars 2003, fimm mánuðum síðar. Krosseignatengsl vandamál Fyrsti formlegi viðræðufundur við S-hópinn var haldinn 11. nóvember 2002. Fjórum dögum síðar var skrifað undir samkomulag (Head Of Agree- ment) um kaupin. Þá um morguninn fundaði einkavæðingarnefnd um ein- stök atriði þess samkomulags. Sér- staklega var rætt um verðhugmyndir og eignatengsl innan S-hópsins. Í fundargerð kemur fram að starfs- menn nefndarinnar hefðu „verið í sambandi við JS [innsk. blaðam. Jón Sveinsson] vegna HOA sem hafði verið fylgjandi því að gera tillögu til ráðherranefndar um einkavæðingu sem byggði á drögunum.“ Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins ríkti engin sérstök gleði á meðal stjórnenda Búnaðarbankans með hina væntanlega eigendur. Sérstak- lega átti það við Árna Tómasson, sem þá var annar bankastjóra bankans. Yfirtökuskylda stofnast Miklar hræringar voru á íslenska hlutabréfamarkaði eftir að sam- komulagið var undirritað, sér í lagi með bréf í Búnaðarbanka. Kauphöll Íslands sendi einkavæð- ingarnefnd bréf í lok nóvember þar sem fram kom að hugsanlega hafi skapast yfirtökuskylda í Búnaðar- bankanum. Orðrétt segir að eftir hræringar síðustu daga væri komin „upp sú staða að Norvik ehf. er eig- andi 22,53% hlutar í Keri hf., en for- svarsmaður Norvíkur er Jón Helgi Guðmundsson, stjórnarmaður í Bún- aðarbankanum.“ Ker var einn af að- aleigendum Eglu, stærsta aðila S- hópsins. Eftir því sem Kauphöllin komst næst voru „Jón Helgi og að- ilar tengdir honum, það er Hannes Smárason [innsk. blaðam. þáverandi tengdasonur Jóns Helga] og Þórður Magnússon, í forsvari fyrir félög sem eiga stóra hluti í Búnaðarbankanum. Um var að ræða fjögur félög sem áttu samtals 8,65 prósent í bankan- um. Síðar í bréfi Kauphallarinnar sagði að „ef hlutur þessara félaga er lagður við þann hlut sem ríkissjóður fyrirhugar að selja[...]er ljóst að yf- irtökuskylda stofnast.“ Þessu til við- bótar var bent á að í nýlegri tilkynn- ingu til Kauphallar frá Keri hefði komið fram að „Hannes Smárason hafi á hluthafafundi ... verið kosinn í stjórn félagsins.“ Einkavæðingarnefnd ákvað hins að bréfið krefðist ekki viðbragða af sinni hálfu „heldur væri meira sent í upplýsingaskyni.“ Bankinn að fjármagna kaupin PriceWaterhouseCooper var fengið til að vinna áreiðanleikakönn- un á Búnaðarbanka á fyrstu vikum desembermánaðar 2002. Á fundi einkavæðingarnefndar þann 12. desember leituðu starfs- menn einkavæðingarnefndar eftir afstöðu nefndarmanna „til ákveð- inna atriða, m.a. hvort heimila ætti að einhverju leyti að kaupin yrðu fjármögnuð af bankanum sjálfum. Nefndarmenn voru sammála um að tekið yrði fyrir slíkt í samningum nema að mjög takmörkuðu leyti sem skýrðist af því að BÍ [Búnaðarbank- inn] var viðskiptabanki nokkurra fyrirtækja sem standa að kaupun- um.“ Með þessu var ljóst að S-hópn- um var að takmörkuðu leyti gert kleift að fjármagna kaupin á Bún- aðarbankanum með lánum frá Bún- aðarbankanum. Þá var bókað í fund- argerð að gert væri ráð fyrir því að „aðild Soc.Gen yrði staðfest morg- uninn eftir.“ Rætt um að hætta við Í stað þess að Societe General staðfesti aðild sína daginn eftir þá var greint frá því að erlendi aðilinn í S-hópnum myndi ekki tilkynna um hver hann væri fyrr en skrifað væri undir kaupsamninginn. Á fundi sín- um þennan dag, 13. desember, ræddi einkavæðingarnefnd um hvernig ætti að bregðast við þessari beiðni. Í fundargerð er bókað að „nefndin taldi nauðsynlegt að vita hverjir væru væntanlegir fjárfestar m.t.t. markmiða ríkisins með sölunni.“ Greinilegt var á viðbrögðunum að þessi afstaða kom nefndarmönnum í opna skjöldu og samkvæmt fundar- gerðinni var meðal annars rætt um hvort hætta ætti við ferlið. Baldur Guðlaugsson taldi þrjá kosti í stöð- unni: að samþykkja beiðnina um nafnleynd, að hætta við ferlið eða að samþykkja að setja erlenda aðilann út en að „gera hinum kleift að selja hluta til erlendra fjármálastofnana síðar.“ Ef síðasti kosturinn hefði ver- ið valinn þá hefði ein grunnforsend- an fyrir því að velja S-hópinn til við- ræðna, aðkoma erlendrar fjármálastofnunar, verið brostin. Leiðirnar þrjár sem Baldur tiltók voru ræddar og að lokum var bókað að nefndarmenn teldu það mikilvægt að „halda erlendri þátttöku inni til að styrkja hópinn.“ Niðurstaðan varð síðan sú að matsaðilinn HSBC myndi fá að vita um hverja væri að ræða og að ráð- gjafinn myndi síðan skýra nefndinni frá því hvernig honum litist á, án þess að tilgreina hver hin erlenda fjármálastofnun væri. Ekki haldinn fundur í 24 daga Ef gengið er út frá því að Morg- unblaðinu hafi verið afhent öll þau gögn sem blaðið falaðist eftir þá var næsti fundur einkavæðingarnefndar ekki haldinn fyrr en 6. janúar, 24 dögum síðar og tíu dögum áður en endanlega var gengið frá kaupsamn- ingi. Þar sagði Ólafur Davíðsson frá samtali sínu við Ólaf Ólafsson, fyr- irliða S-hópsins, þar sem fram hafði komið að „samningar við erlenda fjármálastofnun væru langt komnir og að vilji stæði til þess að klára samninga sem fyrst. Ráðgjafar frá Soc. Gen. væru á leið til landsins og stefnt væri að því að fara í gegnum samninga innan S-hópsins fyrir næstu helgi.“ Næstu daga funduðu fulltrúar nefndarinnar og S-hópsins daglega. Þann 9. janúar mætti Edward Williams frá HSBC á fund einka- væðingarnefndar til að fara yfir stöðuna varðandi erlendu fjármála- stofnunina sem átti að vera aðili að S-hópnum. Williams sagðist telja viðkomandi banka „góðan fjárfesti og vel ásættanlegan fyrir íslensk stjórnvöld. Óveruleg tengsl væru milli bankans og annarra aðila í hlut- hafahópnum. Einhver samlegðar- áhrif væru á milli bankans og Bún- aðarbankans.“ Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var nefndarmönnum í fyrsta sinn sagt á þessum fundi að erlendi fjárfestirinn væri þýski einkabankinn Hauck & Aufhauser. Seldur á 11,4 milljarða króna Íslenska ríkið og S-hópurinn skrifuðu síðan undir samning um kaup þess síðarnefnda á 45,8 pró- senta hlut ríkisins viku síðar, þann 16. janúar. Í bókhaldi ríkisins var söluandvirðið bókfært á 11,4 millj- arða króna. Samhliða því að skrifa undir kaupsamninginn þá gerðu að- ilar S-hópsins með sér hluthafasam- komulag um meðferð hlutafjárins. Samkvæmt því skuldbundu allir að- ilar hópsins sig til þess að selja ekki hluti sína í Búnaðarbankanum öðr- um en hinum aðilum S-hópsins í 21 mánuð frá undirritun. Auk þess var kveðið á um samvinnuskyldu og tek- ið fram að „á aðalfundum/hluthafa- fundum í BÍ [Búnaðarbankanum] skulu samningsaðilar beita atkvæð- isrétti með samræmdum hætti í samræmi við hlutverk sitt sem kjöl- festufjárfestar. Ef til ágreinings kemur um beitingu atkvæðisrétt- ar ... skulu þeir sem halda á stærri eignarhluta atkvæða í BÍ ráða ferð- inni og fá umboð frá minnihlutanum til að fara með atkvæði þeirra.“ Með því voru ráðandi öfl innan Eglu, stærsta aðila S-hópsins, komin í lyk- ilstöðu við stjórnun Búnaðarbank- ans. Morgunblaðið/Árni Sæberg Búnaðarbankinn Ráðherrarnir vildu að kjölfestuhlutur í honum yrði aug- lýstur samhliða sölu á slíkum hlut í Landsbankanum. S-hópurinn tók nokkrum breytingum á meðan á söluferli Bún- aðarbankans stóð. Upprunalega samanstóð hann af eignarhaldsfélag- inu Andvöku, Fiskiðjunni Skagfirðingi, Kaupfélagi Skagfirðinga, Samskipum, Keri hf, Samvinnulífeyrissjóðnum og eignarhaldsfélag- inu Samvinnutryggingum, sem síðar varð að Gift. Allt fé Giftar átti að vera í eigu fyrrverandi tryggingataka hjá Samvinnutryggingum og stóð til að slíta félaginu til að hægt væri að greiða þeim út. Á meðan var fjárfest fyrir féð, meðal annars í Kaupþingi, og í nóvember 2008 var tilkynnt að allt eigið fé félagsins væri uppurið og ekkert lengur til að skipta milli rétthafa í Samvinnutryggingum. Breyttist í lok október Í lok október hafði hópurinn tekið nokkrum breytingum. Hinn nýi S-hópur innihélt þá Societe General „eða annan alþjóðlegan fjárfesti“ (25-30 prósent),VÍS (20-25 prósent), Ker hf. (20-25 prósent), eign- arhaldsfélagið Samvinnutryggingar (5-10 prósent), Kaupfélag Skag- firðinga (0-5 prósent), Samvinnulífeyrissjóðinn (0-5 prósent) og eign- arhaldsfélagið Andvöku (0-5 prósent). Þann 14. nóvember stofnaði svo lögmaður S-hópsins, Kristinn Hall- grímsson, einkahlutafélagið Eglu. Tilgangur félagsins var eignarhald á hlutum í Búnaðarbankanum. Daginn eftir var síðan skrifað undir samkomulag um kaupin við S-hópinn með Eglu í broddi fylkingar. Hinn endanlegi hópur Þegar kaupsamningurinn var undirritaður 16. janúar 2003 hafði S- hópurinn loks tekið á sig endanlega mynd. Ráðandi aðili með 71,2 prósenta hlut í hópnum var Egla hf. Eigendur Eglu voru sagðir vera þýski bankinn Hauck & Aufhauser (50 prósent), Ker (49,5 prósent) og VÍS (0,5 prósent). Aðrir þátttakendur í endanlegri útgáfu S-hópsins voru eign- arhaldsfélagið Samvinnutyggingar með 7,6 prósent, Samvinnutrygg- ingar með 8,5 prósent og auk þess átti VÍS beint 12,7 prósent fyrir ut- an aðkomu sína að Eglu. Samsetning S-hópsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Skrifað undir Ólafur Ólafsson og Peter Gatti ásamt ráðherrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.