Morgunblaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2009
Í LOK mars 2003, rúmum tveimur
mánuðum eftir að S-hópurinn skrif-
aði undir kaup á hlut ríkisins í Bún-
aðarbankanum, var tilkynnt að við-
ræður væru hafnar um að sameina
bankann við annan íslenskan banka,
Kaupþing. Hann hafði fengið við-
skiptabankaleyfi árið áður. Banka-
ráð Búnaðarbankans og stjórn
Kaupþings samþykktu þann 12. apríl
2003 að bankarnir yrðu sameinaðir
undir heitinu Kaupþing Búnaðar-
banki
Línur skýrast
Við sameininguna eignuðust hlut-
hafar Kaupþings 51,77 prósent í hin-
um sameinaða banka en hluthafar
Búnaðarbankans fengu 48,23 pró-
sent. Stærstu hluthafar bankans eft-
ir sameininguna voru Egla ehf., sem
var leiðandi í S-hópnum undir for-
ystu Ólafs Ólafssonar, og eignar-
haldsfélag sem hét Meiður, en
breytti síðar nafni sínu í Exista.
Á meðal annarra eigenda var Fer-
radis Holdings S.A. frá Lúxemborg,
sem hafði verið níundi stærsti eig-
andi Búnaðarbankans fyrir samein-
ingu, og Otris S.A. sem var skráð til
heimilis í Road Town, höfuðborg
Tortola-eyju. Engar upplýsingar
liggja fyrir um hverjir eigendur
þessara félaga voru, en þeir Sigurjón
Þ. Árnason (Ferradis) og Kristján
Gunnar Valdimarsson (Otris) sóttu
um kennitölur fyrir félögin svo þau
gætu stundað bankastarfsemi á Ís-
landi. Þeir störfuðu þá báðir hjá
Búnaðarbankanum en voru ráðnir
yfir til Landsbankans eftir að Sam-
son eignaðist hann.
Tillaga var gerð um að starfandi
stjórnarformaður hins sameinaða
Kaupþings Búnaðarbanka yrði Sig-
urður Einarsson en forstjórar yrðu
Hreiðar Már Sigurðsson og Sólon
Sigurðsson. Sólon hætti reyndar
störfum skömmu síðar og Hreiðar
stjórnaði bankanum einn eftir það.
Hverjir voru nýju eigendurnir?
Upphaf þess félags sem síðar varð
Exista er hægt að rekja aftur til árs-
ins 2001. Þá settu átta sparisjóðir
eignarhluti sína í Kaupþingi, sem
samtals var 11,1 prósent, saman í
eitt félag og kölluðu það SP eign-
arhaldsfélag. Í október 2002, þegar
einkavæðingarferli Búnaðarbankans
stóð sem hæst, var nafninu breytt í
Meiður ehf. Á sama tíma lagði Kaup-
þing eign sína í sjálfu sér inn í félagið
og heildareign Meiðs í bankanum
varð við það um 26 prósent. Kaup-
þing mátti hins vegar ekki eiga
meira en tíu prósent í sjálfu sér sam-
kvæmt lögum og því lá ljóst fyrir að
bankinn þurfti að selja sinn hlut í
Meið. Það gerðist á milli jóla og ný-
árs 2002 þegar Bakkabræður Hold-
ing, í eigu bræðranna Lýðs og
Ágústs Guðmundssona, keypti 55
prósent í Meið. Nafninu var síðan
breytt í Exista árið 2005.
Exista var, í gegnum hollenska
dótturfélagið Exista B.V., stærsti
einstaki eigandi Kaupþings þegar
bankinn féll með 24,71 prósents hlut
í honum.
Hvað varð um S-hópinn?
Stærsti hluti þeirra 45,8 prósenta í
Búnaðarbankanum sem S-hópurinn
fékk að kaupa af íslenska ríkinu fór
til Eglu ehf. Það félag var í eigu Kers
(49,5 prósent), þýska bankans
Hauck & Aufhauser (50 prósent) og
VÍS (0,5 prósent). VÍS, sem var
stjórnað af Finni Ingólfssyni, fyrrum
viðskiptaráðherra, var auk þess
beinn aðili að kaupunum.
Þrátt fyrir að S-hópurinn hefði
skuldbundið sig til að halda eignar-
haldinu óbreyttu í 21 mánuð frá und-
irskrift þá keypti Ker um þriðjung af
hlutafé Hauck & Aufhauser í KB
banka í febrúar 2004. Þá var einung-
is liðið um eitt ár frá því að kaupin
voru frágengin. Valgerður Sverris-
dóttir, þáverandi viðskiptaráðherra,
veitti skriflegt leyfi fyrir sölunni.
Rúmu ári síðar, í júní 2005, var
Hauck & Aufhauser búinn að selja
allan hlut sinn í bankanum. Ker sam-
einaðist síðar Kjalari ehf. undir nafni
þess síðarnefnda. Kjalar er í 94 pró-
senta eigu Ólafs Ólafssonar. Við
sameiningu Kers og Kjalars færðist
hollenska dótturfélagið Egla Invest
B.V. inn í Kjalar, en það átti 9,88 pró-
sent í Kaupþingi þegar bankinn féll í
október síðastliðnum.
Þessir tveir aðilar, Kjalar og Ex-
ista, voru því langstærstu eigendur
Kaupþings síðustu árin. Þar sem
rúmlega tíu prósent af hlutafé bank-
ans voru geymd á safnreikningi án
atkvæðisrétta voru félögin tvö og
eigendur þeirra ráðandi í Kaupþingi
ásamt stjórnendum bankans.
Bankinn sameinast Kaupþingi
Búnaðarbankinn sameinaðist Kaupþingi skömmu eftir að gengið var frá kaupum S-hópsins Við þá
sameiningu myndaðist sá hópur eigenda og stjórnenda sem stýrðu bankanum fram að endalokunum
EITT AF helstu markmiðum rík-
isins með sölu á hlut sínum í Bún-
aðarbankanum var að erlend fjár-
málastofnun myndi koma þar að. Því
vann það með bjóðanda ef hann
hafði slíka í sínum hópi.
S-hópurinn tilkynnti einkavæð-
ingarnefnd að hann væri í viðræðum
við franska bankarisann Societe
General til að tryggja mögulega
fjármögnun snemma í september
2002. Starfsmönnum nefndarinnar
var í kjölfarið falið að kanna hvers
kyns sú aðkoma væri.
Þann 6. september barst tölvu-
póstur frá Anders Alfredsson hjá
HSBC þar sem hann fór yfir samtal
sitt við mann að nafni Michael Saut-
ter frá Societe General. Alfredsson
sagði Sautter hafa sagt sér að So-
ciete General hefði verið beðinn
nokkrum dögum áður, þann 28.
ágúst, að aðstoða S-hópinn við und-
irbúning á tilboðsgögnum hópsins.
Staða Societe General óskýr
Alfredsson sagðist þá hafa beðið
Sautter um að útskýra nánar hvað
fælist í aðkomu bankans að tilboð-
inu. Í svari Sautter kom fram að
bankinn væri ekki áhugasamur um
að koma inn sem fjárfestir þar sem
slíkt myndi stangast á við hlutverk
hans sem ráðgjafa hópsins. Það
hefði hins vegar verið rætt að So-
ciete General myndi mögulega
hjálpa S-hópnum við öflun fjár-
magns í tengslum við viðskiptin. Slík
fyrirgreiðsla hefði hins vegar enn
ekki verið samþykkt af lánanefnd
bankans og að mun víðtækari upp-
lýsingar þyrftu að liggja fyrir um
málið til að það myndi gerast.
Í byrjun nóvember kynnti HSBC
drög að samantekt og niðurstöðum
úr viðræðum þeirra við bjóðendur í
hlut ríkisins í Búnaðarbankanum, S-
hópinn og Kaldbak. Í fundargerð
einkavæðingarnefndar er bókað að
það hafi verið nokkuð ljós niðurstaða
í „mati þeirra að svokallaður S-
hópur væri sterkari kostur hvort
sem Societe General væri með eða
ekki.“ Í matsskýrslunni kemur fram
í dálki sem kallaðist „staða fjár-
mögnunar“ að Societe General væri
að leita að alþjóðlegum fjárfesti og
væri að skoða að fjárfesta sjálfur í
hópnum. Það er þó ljóst að HSBC
fannst staða bankans í hópnum
óskýr. Málið var í kjölfarið rætt og
ákveðið að fá „nánari skýringu á að-
komu Societe General.“
Norrænn banki kynntur
Seinna um daginn var haldinn nýr
fundur í nefndinni þar sem Edward
Williams hjá HSBC gerði grein fyrir
samskiptum sem hann hafði átt við
S-hópinn og Societe General frá síð-
asta fundi. Í bréfi til Williams ritaði
Sautter að „við höfum verið skipaðir
ráðgjafar hóps af fjárfestum í einka-
væðingarferli Búnaðarbank-
ans ... auk þess þá höfum við mögu-
lega áhuga á að skrifa okkur fyrir
hlutafé í fjárfestingarfélagi [innsk.
blaðam. sem síðar varð Egla] sem
verið er að koma á laggirnar af
hópnum til að kaupa hlutabréf í Bún-
aðarbankanum [...] þá erum við einn-
ig í viðræðum við norrænan banka,
sem hefur lýst yfir alvöru áhuga á
því að eignast hlut í fjárfestinga-
félaginu ... fjárfestirinn mun verða
kynntur einkavæðingarnefnd, ef við-
skiptin eiga sér stað.“
Þessar skýringar virðast hafa
nægt nefndarmönnum því í lok fund-
arins mælti einkavæðingarnefnd
með því að gengið yrði til samnings-
viðræðna við S-hópinn.
Óþekktir utan Þýskalands
Í fundargerð einkavæðing-
arnefndar þann 12. desember er
bókað að „gert er ráð fyrir að aðild
Soc. Gen. yrði staðfest morguninn
eftir“. Sú staðfesting fékkst aldrei.
Þess í stað kom S-hópurinn „á fram-
færi beiðni um frest á undirskrift til
13. janúar nk.[...] Fram kom að ekki
væri hægt að tilkynna um erlendan
aðila fyrr en við undirskrift.“
Í tölvupósti frá Williams þennan
sama dag, 13. desember, kemur
fram að um fjóra mögulega aðila
væri um að ræða. Þrjú af þeim fjór-
um nöfnum sem honum hefði verið
kynnt litu út fyrir að vera „skyn-
samlegir mögulegir fjárfestar.“ Síð-
ar í bréfinu segir að „aðeins einn
þeirra er vel þekktur sérfræðingum
fjármálastofnana utan Þýskalands
en mjög stutt könnun á hinum gefur
til kynna að þeir gætu líka verið trú-
verðuglegir fjárfestar“. Einungis
einn hinna ónafngreindu, en áhuga-
sömu, fjárfesta gat þó séð fyrir sér
að hafa áhuga á jafn stórum hlut og
Societe General hafði séð fyrir sér
að þeir gætu mögulega eignast. Í
niðurlagi póstsins segir síðan orð-
rétt „Vona að þetta hjálpi. Við erum
ekki fullkomlega öruggir en ég held
að það sé skynsamlegt að halda
áfram á grundvelli þess sem SocGen
hefur sagt mér.“
Með sterkan bakhjarl
Einkavæðingarnefnd fékk síðan
loks að vita hver hin erlenda fjár-
málastofnun var á fundi sínum þann
9. janúar. Hann hét Hauck & Auf-
hauser, var þýskur og fjarri því að
vera þekktur í hinum alþjóðlega
fjármálaheimi.
Daginn eftir var rætt um hvenær
ætti að ganga frá kaupsamningn-
um.Í fundargerð er hins vegar bók-
að að það væri „vandamál að fá full-
trúa erlends banka til að skrifa undir
fyrir tiltekinn tíma. Farið var yfir
upplýsingar um bankann ... Ljóst er
að miklu máli skipti að bakhjarl
bankans er Bayerische Landesbank
sem er þekktur og stór banki.“
Athygli vekur að í öllum fund-
argerðum einkavæðingarnefndar er
Hauck & Aufhauser aldrei nefndur á
nafn. Bankinn hafði enda lítl afskipti
af þessum eignarhlut sínum og skip-
aði Guðmund Hjaltason sem fulltrúa
sinn í stjórn Eglu. Guðmundur var
þá forstjóri Kers og tók síðar við
stöðu framkvæmdastjóra Eglu.
Rúmum tveimur árum eftir að
Hauck & Aufhauser keypti hlut sinn
var bankinn búinn að selja hann all-
an til annarra aðila innan S-hópsins.
Societe General verður
Hauck & Aufhauser
Erlendi aðilinn var fyrst sagður vera Societe General
Morgunblaðið/Kristinn.
Ný stjórn Sigurður Einarsson varð starfandi stjórnformaður, Hjörleifur
Jakobsson varð varaformaður stjórnar og Hreiðar Már Sigurðsson og Sólon
Sigurðsson urðu forstjórar hins sameinaða banka.