Morgunblaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2009 Ísbjörn? Nei, þetta er hundur, stór að vísu, miðað við hundinn sem fyrir utan grindina stendur. Sá horfir lotningarfullur á þann stóra, en báðir voru þeir á hundasýningu í Garðheimum um helgina. Golli Marta B. Helgadóttir | 22. mars Enginn skýr valkostur Þeim Íslendingum sem hafa gert upp hug sinn og vilja setja atkvæði sitt í næstu kosningum á að Ís- land hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið stendur enginn skýr val- kostur til boða. Eini stjórnmálaleiðtoginn sem tjáð hefur afstöðu sína er Bjarni Benediktsson, Sjálf- stæðisflokki. Það verður spennandi að fylgjast með hver verður niðurstaða lands- fundar sjálfstæðisfólks um næstu helgi. Ef Samfylking og Vinstri græn fá þannig niðurstöðu í alþingiskosningum að grund- völlur verði fyrir áframhaldandi stjórn- arsamstarfi flokkanna í kjölfar kosninga þá er nú sem stendur algjörlega óljóst hvert stefna skal! Það hefur komið skýrt fram að forystumönnum beggja flokka hugnast áframhaldandi samstarf. Himinn og haf er á milli þessara stjórnmálaflokka í Evrópu- sambandsmálum! Steingrímur J Sigfús- son nefndi ESB ekki einu orði í ræðu sinni á landsfundi flokksins sem birt var í fjöl- miðlum í vikunni. […] Nýgræðingar í Framsóknarflokknum hafa tiplað í kringum Evrópuumræðuna eins og köttur í kringum heitan graut. […] Önnur enn smærri framboð eiga fátt eftir annað en að þurrkast út m.a. vegna afstöðuleysis í þessum málaflokki, ég nefni sem dæmi Frjálslynda flokkinn sem mældist með 1,3% fylgi í vikunni. Meira: http://martasmarta.blog.is Bjarni Harðarson | 22. mars Allir um borð […] er ekki tilvitnun í Árna Pál í Samfylkingu eða Val- gerði Sverrisdóttur heldur Guðfríði Lilju Grét- arsdóttur, þingmannsefni VG. Flokkur hennar sam- þykkti í dag tillögu sem gengur nákvæmlega í sömu átt og tillögur bæði Framsóknar og Samfylkingar, – Ís- land skal á ESB-hraðlestina. Sú lest hefur skilað öllum inn – nema Norðmönnum sem eru tvisvar búnir að segja nei og nú er talað um að þeir kjósi bara aftur, – þannig er ESB-lýðræðið. Kosið aftur og aftur þar til „rétt“ niðurstaða fæst fram. Steingrímur J. svarar engu í Silfrinu núna áðan nema að það sé vont að fara í ESB-kosningar og tapa þeim!!! Meira: http://bjarnihardar.blog.is BANKAHRUNIÐ á Íslandi og sú fjármála- og gjaldeyriskreppa sem fylgt hefur í kjölfarið hefur sem von er vakið spurningar um framtíð- arskipan gjaldeyrismála í landinu. Margir stjórnmálamenn og hag- fræðingar tala eins og upptaka evru muni leysa stóran hluta af vanda- málum okkar og sé eina rauhæfa lausnin á núverandi efnahags- ástandi. Lítið fer fyrir efnislegum rökum í þessari umræðu og lítið er talað um þá ókosti sem upptaka evru hefur í för með sér. Þar sem framtíðarskipan gjald- eyrismála er ein mikilvægasta ákvörðun í hag- stjórn næstu ára er mikilvægt að vel sé vandað til verka og kostir og gallar þeirra möguleika sem til greina koma séu vegnir og metnir. Markmið í hagstjórn Sagt að þeir sem stýra efnahagsmálum þjóðar vilji ná þremur meginmarkmiðum með efnahags- stjórn sinni. Í fyrsta lagi vilja þeir hafa yfir stjórn peningamála að ráða, þannig að þeir geti barist gegn efnahagssamdrætti eða verðbólgu. Í öðru lagi vilja þeir hafa stöðugt gengi þannig að fólk og fyr- irtæki búi við sem minnsta óvissu og í þriðja lagi vilja þeir að flæði fjármagns og vinnuafls sé sem frjálsast þannig að efnahagsleg hagkvæmni sem leiðir af alþjóðlegri verkaskiptingu sé sem mest og að fólki og fyrirtækjum séu sem minnstar skorður settar í athöfnum sínum. Oft er talað um að ekki sé hægt að ná öllum þessum markmiðum í einu. Þann- ig má segja að Íslendingar hafi reynt að ná mark- miðum eitt og þrjú en fórnað markmiðinu um stöð- ugt gengi með því að láta krónuna fljóta. Þessi stefna hefur raunar verið vinsæl meðal margra þjóða undanfarna tvo áratugi með misjöfnum ár- angri. Að taka upp evru væri að fórna markmiðinu um sjálfstæða peningastjórn til að reyna að ná hin- um markmiðunum tveimur. Hagkvæm myntsvæði Mikið hefur verið skrifað um hagkvæm mynt- svæði. Til að myntsvæði teljist hagkvæmt þarf það að uppfylla nokkur skilyrði, s.s. um hreyfanleika vinnuafls þannig að vinnandi hendur geti flutt frá svæðum þar sem er samdráttur til þeirra svæða þar sem er uppgangur. Frelsi í fjármagnsflutn- ingum, sveigjanleika í verð- og launamyndun og að til sé tilfærslukerfi sem byggist á sköttum til að jafna sveiflur innan svæðisins. Bandaríki Norður- Ameríku er stærsta myntsvæði heims – og upp- fyllir flest ofangreindra skilyrða, ef frá er talið að laun eru tregbreytanleg niður á við þar sem annars staðar. Öflugt tilfærslukerfi í gegnum alrík- isstjórnina er til staðar. Hvað Evrópu varðar er sveigjanleiki í launum lítill, menningarlegur mismunur mikill og hreyfanleiki vinnuafls lítill. Evrópu- sambandið er ekki ríki heldur ríkja- samband og ekki er til staðar til- færslukerfi sem jafnar aðstæður innan evrópska myntsvæðisins. Því hefur oft hefur verið efast um að Evrópa sé hagkvæmt myntsvæði. Evran er í raun risastór félagsleg tilraun þar sem myntsvæði nær yfir landamæri. Þar til nú hefur efnahagur heimsins verið nokkuð stöðugur síðan evrunni var hleypt af stokkunum. Nú fyrst reynir á þetta samstarf. Kostir og gallar myntsvæða Myntsamstarf og stór myntsvæði hafa ýmsa óumdeilda kosti. Stærri hluti viðskipta er innan myntsvæðisins og gengissveiflur hafa því minni áhrif. Viðskiptakostnaður minnkar og öflugur Seðlabanki er til staðar. Menn hafa mjög litið til þessara kosta í umræðunni um valkosti Íslendinga í gjaldeyrismálum. Ókostir eru líka til staðar, ekki síst fyrir smáríki eins og Ísland með tiltölulega ein- hæft atvinnulíf. Lítið fer fyrir mati á kostnaðinum við inngöngu í slíkt myntsamstarf. Stærsti gallinn við evrópska myntsamstarfið er að einstök ríki glata möguleikanum á sjálfstæðri gjaldeyris- og peningamálastjórnun og þar með möguleikanum á að bregðast við utanaðkomandi áföllum. Á hinu sameinginlega Evrópska mynt- svæði er peningamálum stýrt í samræmi við þarfir stærstu ríkjanna, einkum Þýskalands og Frakk- lands. Ekkert tillit er tekið til efnahagsþróunar í minni ríkjum og jafnvel ekki í stórum ríkjum eins og Spáni og Ítalíu. Það er því ljóst að pen- ingastefnan myndi í engu taka mið af þróuninni í smáríki eins og Íslandi. Atvinnulíf á Íslandi er tals- vert frábrugðið atvinnulífi stærstu landanna í Evrulandi og fylgni hagsveiflunnar hér og á evru- svæðinu er lítil. Þrátt fyrir sameiginlegt myntsvæði kann eftir sem áður að vera talsverður munur á hagvexti milli landa svæðisins og þar með á launaþróun, verð- bólgu og breytingum á eignaverði, til dæmis vegna þess að sameiginleg peningamálastjórn á misvel við ríkin. Þetta leiðir til þess innan tíðar verður ríki ósamkeppnishæft vegna hækkandi launakostn- aðar. Hafi land ekki möguleika til að bregðast við slíku misvægi með gengisbreytingum verður að- lögunin að fara fram í gegnum lækkun launa með tilheyrandi félagslegum og pólitískum erfiðleikum. Mismunandi samkeppnisstaða Evrusamstarfinu er stýrt í gegn um svokallaðan Stöðugleika og vaxtar sáttmála (Stability and Growth Pact). Þar er er ekki minnst á launakostn- að. Á síðasta áratug hefur þróunin innan Evru- lands verið ólík milli ríkja, ekki síst hvað varðar framleiðni og launakostnað. Þannig var launa- kostnaður orðinn um 15-25% hærri í ríkjum eins og Portúgal, Spáni, Ítalíu, Grikklandi og Írlandi en hann var í Þýskalandi miðað við tölur frá árinu 2007 (sjá http://stats.oecd.org). Augljóst er að sam- keppnisstaða þessara ríkja er mjög erfið en mörg þeirra reiða sig mjög á útflutning. Þar sem mögu- leikinn á að bæta samkeppnisaðstöðuna með geng- isbreytingum – líkt og Bretland – er ekki lengur til staðar verður aðlögunin að eiga sér stað í gegnum vinnumarkaðinn, með lækkun launa. Sagan sýnir okkur að slík aðlögun gerist á löngum tíma eftir langvarandi verulegt atvinnuleysi. Hinn kosturinn er millifærslukerfi í Evrópu líkt og í Bandaríkj- unum. Ef marka má yfirlýsingar núverandi kansl- ara Þýskalands er það ekki líklegt á næstunni. Slíkt væri risaskref í átt að ríki sem forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa þrástagast á að sé ekki markmiðið. Jan-Claude Trichet aðalbankastjóri Evrópska seðlabankans hefur raunar sagt að í ljósi reynslunnar hefði þurft að stýra myntsamstarfinu með Stöðugleikasáttmála um launaþróun. Slíkt er þó varla meira en draumórar skriffinns því illa gengur að stjórna launaþróun innan atvinnugreina og landa, hvað þá milli landa. Þetta er þó forsenda fyrir því að evran virki til lengri tíma litið. Er hægt að yfirgefa evruna? En geta þessi ríki þá ekki yfirgefið evruna. Ef marka má skuldatryggingarálög sem nú eru á skuldum sumra þessara ríkja virðast fjárfestar á þeirri skoðun. Það er hins vegar hægara sagt en gert ef ríki er á annað borð komið inn. Þótt það kosti blóð, svita og tár að vera inni, kann að kosta enn meira að fara út. Allar skuldir bæði viðkom- andi ríkis sem og fólks og fyrirtækja eru í evrum. Upptaka sjálfstæðrar myntar myndi því framkalla gjaldeyriskreppu samdægurs með skelfilegum af- leiðingum. Löndin eru því föst þar sem kvalafull aðlögun í gegnum vinnumarkaðinn með tilheyrandi félagslegum óróleika virðist eina leiðin. Verði fé- lagslegur óróleiki of mikill kann samstarfið að springa eða að þjóðirnar verða neyddar til að taka upp millifærslukerfi til að bjarga því. Aðeins fram- tíðin mun leiða það í ljós. Eftir Kára Arnór Kárason » Þótt það kosti blóð, svita og tár að vera inni, kann að kosta enn meira að fara út. Kári Arnór Kárason Höfundur er hagfræðingur. Á að kasta krónunni? BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.