Morgunblaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2009
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
ÁkvörðunFjármála-eftirlitsins
að taka yfir rekstur
SPRON og Spari-
sjóðabankans um helgina var
tímabær. Gjaldþrot þessara
fjármálastofnana hefur legið of
lengi í loftinu. Frá degi til dags
voru þær reknar á undanþágu
frá stjórnvöldum. Kröfur um
eiginfjárhlutfall voru ekki upp-
fylltar og lausafjárskortur var
alvarlegur.
Viðræður við lánardrottna
byggðust á þeirri forsendu að
ríkið legði þeim til eigið fé. Það
var ekki réttlætanlegt að hætta
meiri opinberum fjármunum. Í
raun gefur það tilefni til sér-
stakrar skoðunar hvernig það
kemur til að ríkið þurfi af af-
skrifa vel á annað hundrað
milljarða vegna lánastarfsemi
Sparisjóðabankans.
Það er vissulega sorglegt að
sjá á bak fyrirtækjum, eins og
SPRON, sem hafa notið mik-
illar velvildar viðskiptamanna
og eru þekkt að góðu starfs-
fólki. Þeir sem missa vinnuna
bætast nú í stóran hóps fólks
sem efnahagskreppan bitnar
harkalega á. Að sumu leyti er
það stjórnendum þessara fyr-
irtækja að kenna og að öðru
leyti alþjóðlegri kreppu sem
geisar í heiminum.
Til að tryggja undirstöður ís-
lensks fjármálakerfis til fram-
tíðar er nauðsyn-
legt að fjarlægja
fúaspýturnar. Að
öðrum kosti gæti
þurft að hætta of
miklum skattpeningum til að
halda kerfinu uppi. Það er
óásættanlegt.
Í því ljósi verður ríkis-
stjórnin að íhuga vel hvernig
hún kemur að björgun þeirra
sparisjóða sem eftir standa.
Það er tilgangslaust að henda
peningum fólksins í landinu í
gjaldþrota stofnanir með lítinn
rekstrargrundvöll. Ríkið rekur
nú þegar þrjá viðskiptabanka.
Lítið land með takmörkuð fjár-
ráð stendur ekki undir rekstri
margra ríkisbanka.
Því á það að vera krafa
stjórnvalda að sparisjóðirnir
sameinist og útibúum fækki
eigi að leggja þeim til fé skatt-
greiðenda. Einnig þarf að gæta
jafnræðis og sanngirni. Spyrja
má hvort réttlætanlegt sé að
stofnfjáreigendur haldi ein-
hverju eftir af sínum hlut komi
ríkið sparisjóðunum til bjargar.
Allt verður þetta að vera uppi
á borðum. Líka á hvaða kjörum
fimmtán milljarða fyrirgreiðsla
til Saga Capital, sem sagt var
frá fyrir helgi, var. Óskiljanlegt
er af hverju það er ekki upp-
lýst.
Jákvætt er að það sér fyrir
endann á endurskipulagningu
fjármálakerfisins.
Ríkið rekur nú þegar
þrjá viðskiptabanka}Tímabær ákvörðun
Ríkisendur-skoðun hefur
nú í fyrsta sinn
birt upplýsingar
úr bókhaldi stjórn-
málaflokkanna samkvæmt lög-
unum, sem tóku gildi í árs-
byrjun 2007. Stofnunin hefur
birt útdrátt úr ársreikningum
flokkanna fyrir það ár. Þetta
er í fyrsta sinn sem almenn-
ingur hefur aðgang að upplýs-
ingum um fjármál allra flokk-
anna.
Úr ársreikningunum má í
fyrsta lagi lesa að flokkarnir
eru allir, aðrir en Sjálfstæð-
isflokkurinn, á hvínandi kúp-
unni. Það er út af fyrir sig
áhyggjuefni, enda eru þeir
grundvallarstofnanir í lýðræð-
iskerfi okkar. En um leið er
ljóst að kosningabaráttan 2007
varð flokkunum dýr, of dýr.
Líkast til munu þeir gæta
meira hófs í kosningunum, sem
framundan eru.
Í öðru lagi er í fyrsta sinn
hægt að fá greinargóðar upp-
lýsingar um það hvaða fyr-
irtæki og félög styrkja flokk-
ana. Það er einn mikilvægasti
þáttur hinnar nýju löggjafar
að þar sé allt uppi á borðinu.
Það að upplýsingar séu ekki
veittar um fjármögnun stjórn-
málaflokka skapar
miklu meiri tor-
tryggni en grein-
argóðar upplýs-
ingar um hverjir
lögðu fé til baráttu þeirra.
Upplýsingarnar, sem fyrir
liggja, benda ekki til að neitt
sé stórlega aðfinnsluvert við
fjármögnun flokkanna. Þó er
greinilegt að í einhverjum til-
vikum hafa menn ekki verið
búnir að átta sig á ákvæðum
hinnar nýju löggjafar. Þannig
er það alveg skýrt í lögunum
að „óheimilt er að veita viðtöku
framlögum frá fyrirtækjum að
meiri hluta í eigu, eða undir
stjórn, ríkis eða sveitarfé-
laga“. Engu að síður styrkir
Íslandspóstur, sem er í eigu
ríkisins, alla flokka og Neyð-
arlínan, sem verið hefur í
meirihlutaeigu opinberra að-
ila, styrkir Sjálfstæðisflokk-
inn.
Þá hljóta félagsmenn í stétt-
arfélögum, sem eru í raun
skyldugir að greiða til þeirra
félagsgjald, að setja spurning-
armerki við að þau styrki suma
stjórnmálaflokka og aðra ekki.
Um framkvæmd laganna
hljóta nú að fara fram umræð-
ur á grundvelli þeirra upplýs-
inga, sem hafa verið birtar.
Nú er loksins allt
uppi á borðinu}Gegnsæ fjármál flokkanna
Þ
að var fallegt að fljúga yfir Mývatns-
öræfi, horfa yfir fannhvíta Herðu-
breið og Upptyppinga. Djúpt undir
þeim er kvikuhlaup, þar hafa verið
tíðir jarðskjálftar og ýmsir halda að
úr geti orðið dyngjugos, sem gæti jafnvel staðið
í nokkur ár. Það verður mikið sjónarspil. Ferða-
mannagos, segir heimamaður með blik í augum.
Almennt ríkir meiri bjartsýni úti á landi en í
höfuðborginni. Enda er talað um Reykjavík
sem „borg óttans“.
Það var áhugavert að heyra bankastjóra að
norðan tala um að jafnvægið væri að breytast
og að vægi landsbyggðarinnar færi vaxandi á
næstu árum. Eignabólan hefði verið meiri á höf-
uðborgarsvæðinu og áhættusæknin. Þar var
uppgangurinn. Nú lægi kjölfestan aftur í nýtingu auðlinda
og frumvinnslunni. Í þeim greinum lægju tækifærin á
landsbyggðinni og unga fólk mundi aftur streyma þangað.
Svona snýst veröldin í hringi.
Það er merkilegt að lesa bókina Business Cycles eftir
Lars Tvede, útgefna 2006, þar sem því er haldið fram að
hagsveiflur vari átján ár í senn. Teiknuð er mynd af þró-
uninni, þar sem lokahnykkurinn er djúp og kröpp nið-
ursveifla sem endar með lausafjárkreppu. Svo hefst upp-
gangur á ný. Og nýr hringur.
Að því gefnu að gripið sé inn í þróunina með afgerandi
hætti, svo ekki skapist vítahringur gjaldþrota og atvinnu-
leysis. Mér er sagt að þar hafi stjórnvöld brugðist í krepp-
unni miklu.
Og það er varasamt að fara sömu leið og
Japanar gerðu í sínum þrengingum á tíunda
áratugnum, að leggja gangstéttir ofan á gang-
stéttir og ætla að komast í gegnum kreppuna
með auknum ríkisútgjöldum. Reynslan er sú,
að það getur skapað nýja kreppu ofan í lausa-
fjárkreppuna, skuldakreppu sem er jafnvel
erfiðari við að eiga.
Það er fróðlegt að lesa um heimskreppuna
1907 í bók sem mér áskotnaðist, „The Panic of
1907“. Þá hópaðist fólk saman fyrir utan
kauphöllina, frávita af örvæntingu, fólk sem
búið var að tapa aleigu sinni. Eins og því er
lýst ruddi hávaxinn og myndarlegur maður
sér leið í gegnum þvöguna, gekk niður þá sem
þvældust fyrir, og hvarf inn um dyrnar. Tutt-
ugu mínútum síðar heyrðust fagnaðaróp út á götu innan
úr kauphöllinni.
Maðurinn var J. Pierpont Morgan, hann gekk á fund
bankamanna og sagði fleyga setningu: „Til hvers eru vara-
sjóðir, ef ekki fyrir slíka tíma?“ Hann sagði bönkunum að
byrja að lána aftur, en sitja ekki á peningunum. Kannski
var það fyrir forystu hans sem sú niðursveifla var ekki
kölluð kreppan mikla, heldur sú sem varð rúmum átján ár-
um síðar.
Hvítt er yfir Mývatnsöræfum. Og hugurinn hvarflar til
Fjalla-Eyvindar sem hafðist við í holu við Herðubreið-
arlindir heilan vetur. Hann lýsti því síðar sem sínum erf-
iðasta vetri í óbyggðum. En þraukaði. Og svo voraði.
Snýst ekki veröldin í hringi?
Pétur Blöndal
Pistill
Veröldin snýst í hringi
FRÉTTASKÝRING
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Þ
egar Atlantshafsbanda-
lagið var stofnað árið
1949 fór markmið þess
og tilgangur ekki á
milli mála. Bandalagið var stofnað til
varnar gegn Sovétríkjunum. Nú eru
hins vegar tæp átján ár liðin frá því að
Sovétríkin hrundu og NATO er
bandalag í leit að tilgangi og sýn aðild-
arríkjanna á ógnir samtímans og
framtíðina ólík.
Þessa dagana sitja embættismenn
yfir uppköstum að texta sameigin-
legrar yfirlýsingar leiðtogafundar
NATO, sem haldinn verður í byrjun
apríl með sérstakri áherslu á sextugs-
afmælið. Listinn yfir ógnirnar er
kunnuglegur: hryðjuverk, útbreiðsla
gereyðingarvopna og annarra vígtóla,
brostin ríki, orkuöryggi, netöryggi og
sjórán.
Síðan er spurningin um umfangið.
Á NATO að vera svæðisbundið
bandalag, á allur hnötturinn að vera
undir eða á jafnvel að hætta að tak-
marka það við álfurnar, sem liggja að
Norður-Atlantshafi og gefa ríkjum á
borð við Ástralíu, Japan og Suður-
Kóreu kost á inngöngu?
Meginástæðan fyrir inngöngu
nýrra aðildarríkja er svæðisbundið
hlutverk NATO. Návígið við Rússa er
þeim nægt tilefni til að vilja njóta
verndar fimmtu greinar stofnsáttmála
Atlantshafsbandalagsins, sem kveður
á um að verði ráðist á eitt aðildarríki
jafngildi það árás á þau öll.
Gömlu ríkin horfa hins vegar á ör-
yggismál í víðara samhengi. Til að
tryggja öryggi aðildarríkja NATO
þarf að vera hægt að senda herafla til
landa á borð við Afganistan.
Spurningin um það hvort NATO
eigi að bregðast við svæðisbundinni
eða hnattrænni ógn snýst ekki bara
um hugmyndafræði, heldur uppbygg-
ingu herja, krónur og aura. Á að
byggja upp varnir í Evrópu eða leggja
áherslu á uppbyggingu herafla, sem
hægt er að flytja með litlum fyrirvara
hvert á land sem er?
Pólverjar og Tékkar eru óþreytandi
að hamra á landvarnarhlutverkinu.
Danir hafa hins vegar breytt um
stefnu í varnarmálum og líta svo á að
gæsla öryggis snúist ekki lengur um
landvarnir í hefðbundnum skilningi.
Þeir hafa á undanförnum árum lagt
áherslu á að geta sent herlið á vett-
vang hvar sem er í heiminum.
Íslendingar hafa lagt mikla áherslu
á að Atlantshafsbandalagið megi ekki
vanrækja norðurslóðir. Í heimsókn í
höfuðstöðvar NATO í Brussel kom í
ljós að ráðstefna, sem haldin var á Ís-
landi um öryggi á norðurslóðum um
það leyti, sem hér urðu stjórnarskipti,
hafði vakið athygli. Miklar breytingar
væru augljóslega í vændum vegna
bráðnunar íshellunnar á norð-
urpólnum. Því mæti búast við aukn-
um siglingum í óskilgreindri framtíð.
James Appathurai, talsmaður Atl-
antshafsbandalagsins, sagði á fundi
með norrænum blaðamönnum að ef
til vill yrði minnst á öryggi á norð-
urslóðum í yfirlýsingu leiðtogafund-
arins, en þótt svo yrði ekki væri ljóst
að málefni þessa svæðis væru komin á
dagskrá Atlantshafsbandalagsins.
Hvað sem því líður er ljóst að norð-
urslóðir eru ekki helsta áhyggjuefni
aðildarríkja NATO þegar leitast er
við að leggja fram grundvallarstefnu,
sem á að taka við af þeirri stefnu sem
mörkuð var 1999. Til marks um hvað
þörfin er brýn er allt það, sem gerst
hefur í millitíðinni: hryðjuverkin 11.
september 2001, innrásin í Afganistan
og Íraksstríðið, auk þess sem aðild-
arríkjunum hefur fjölgað verulega og
um mánaðamótin bætast tvö ný við,
Albanía og Króatía.
NATO á krossgötum
á sextugsafmæli
Reuters
Flaggað Í vikunni voru fánar dregnir að húni í tilefni af því að 10 ár voru
liðin frá inngöngu Póllands í NATO. Í byrjun apríl verður flaggað vegna 60
ára afmælis bandalagsins.
Ulrich Weisser, varaaðmíráll úr
þýska sjóhernum og fyrrver-
andi yfirmaður þýska herráðs-
ins, skrifaði grein í vikuritið Die
Zeit í febrúar þar sem hann
sagði að hin herfræðilega
grunnhugmynd að baki Atl-
antshafsbandalaginu væri úr-
elt.
Finna þyrfti svör við eftirfar-
andi spurningum: Hvaða her-
fræðilega lærdóm getur banda-
lagið dregið af reynslunni til
þessa af óhliðstæðum ógnum
og baráttunni gegn fjölþjóð-
legum hryðjuverkum? Hvaða
hættur stafa af ríkjum, sem
eru við það að hrynja? Hvernig
getum við tekið á ógnum þar
sem þær verða til og áður en
hrikalegar afleiðingar ná til
okkar landa? Hvað getur
bandalagið gert til að tryggja
öryggi mikilvægra flutnings-
leiða? Hvernig getur það haft
meira afgerandi áhrif á vopna-
eftirlit og afvopnun?
„Nú er þörf á miskunnar-
lausri greiningu á glöpum og
mistökum seinni tíma. Aðeins
með slíkri greiningu verður til
grunnur að uppbyggilegri um-
ræðu um framhald Atlantshafs-
bandalagsins,“ skrifar Weisser.
Allt í sóma?