Morgunblaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2009
Fasteignamark-
aður landsins hefur nú
um margra mánaða
skeið setur nánast
fastur og ekki sér fyr-
ir endann á ástandi
markaðarins að öllu
óbreyttu. Alveg er
ljóst hvað gerist ef
ástandið fer ekki að
breytast til batnaðar.
Hætta er á að markaðurinn hreinlega
hrynji með hörmulegum afleiðingum
fyrir fasteignaeigendur og ekki síður
fyrir lánveitendur sem þurfa að horfa
upp á veðandlög sín rýrna svo að þau
hrökki ekki til greiðslu nema að hluta
fyrir áhvílandi lánum og munu lánveit-
endur þá verða að afskrifa lán í stórum
stíl.
Nýframsettar tillögur Framsókn-
arflokksins um að afskrifa strax 20% af
áhvílandi skuldum á húsnæði sýna að
framsóknarmenn eru tilbúnir að fara
óhefðbundnar leiðir til að takast á við
vandan sem þjóðin stendur frammi
fyrir og sýnir hún ákveðna innsýn í
fasteignamarkaðinn og eðli lánastarf-
semi yfirhöfuð. Og nú hefur Tryggvi
Þór Herbertsson, prófessor í hagfræði
við Háskólann í Reykjavík, tekið undir
þessar framsæknu hugmyndir fram-
sóknarmanna.
Ein stærsta ástæðan fyrir því að
fasteignamarkaðurinn er nánast botn-
frosinn er að lán sem heimilin í landinu
hafa tekið til að fjármagna húsnæðis-
kaup sín eru orðin hærri en sem nem-
ur raunverulegu virði eign-
anna ef greitt yrði fyrir
þær í reiðufé en ekki með
skiptum á húsnæði eins og
nú er mjög algengt. Vegna
raunverulegrar yf-
irveðsetningar getur ekki
orðið af viðskiptum þar
sem ekki er hægt að aflétta
áhvílandi lánum og þar
með getur lækkun sem
þegar er undirliggjandi á
fasteignamarkaðnum ekki
komið inn í verðið. Það
heldur svo aftur af hjöðnun
verðbólgu. 20% lækkun veðskulda
heimilanna myndi vera stórt skref í þá
átt að koma á eðlilegu ástandi á fast-
eignamarkaðnum.
Varðandi lánveitandann þá er ljóst
að mikil hætta er fólgin í því ef stór
hluti lántaka hættir að greiða af lán-
unum sínum, sem allt stefnir í að
óbreyttu, þar sem eiginfé margra í
eignum sínum er brunnið upp. Hvati
fólks til að halda lánunum í skilum hef-
ur minnkað til muna þar sem ekki er
verið að verja neina raunverulega eign
og margir sjá ekki fram úr vandanum.
Með því að lækka skuldirnar strax
um 20% myndi myndast eigiðfé aftur
hjá þessum einstaklingum sem gæfi
þeim þá verulegan hvata til að halda í
eignir sínar með því að greiða af lán-
unum sínum. Erlend lán sem lands-
menn tóku í góðri trú á að væru ekki
lakari kostur en almenn verðtryggð
fasteignalán sem í boði voru þarf að
leiðrétta einnig þar sem alger for-
sendubrestur hefur orðið. Almenn-
ingur tók vissulega gengisáhættu með
því að taka erlend lán, gengi erlendrar
myntar sveiflast en hvern gat órað fyr-
ir því að á þeim uppgangstíma sem við
lifðum félli íslenska krónan svo gríð-
arlega sem raun ber vitni. Heimila þarf
fólki ef það óskar að lán í erlendri mynt
verði endurreiknuð skv. reglum al-
mennra íbúðlána m.v. þann tíma sem
lánin voru tekin og lánin síðan færð
niður um 20% eins og önnur íbúðalán.
Bíðum ekki eftir því fljótandi að
feigðarósi að alltof stór hluti heimila í
landinu lendi í svo miklum greiðslu-
vanda að fjöldagjaldþrot einstaklinga
verði staðreynd. Gjaldþrot ein-
staklinga og heimila verður samfélag-
inu mun dýrara með öllum þeim
vandamálum og mannlegu harm-
leikjum sem fólk mun lenda í, þegar til
lengri tíma er litið heldur en niðurfell-
ing hluta skulda heimilanna sem mun
gefa fjölda fjölskyldna tækifæri til að
vinna sig út úr vandanum. Því fyrr sem
þessi niðurfelling kemst í framkvæmd
því meiri áhrif kemur hún til með að
hafa á hagkerfið í heild sinni.
Nú er ekki rétti tíminn til að gera
ekki neitt. Fellum strax niður 20% af
veðskuldum landsmanna, það er allra
hagur!
Góð leið til að koma fast-
eignamarkaðnum af stað
Erna Valsdóttir
vill 20% niðurfell-
ingu skulda
» Því fyrr sem þessi
niðurfelling kemst í
framkvæmd því meiri
áhrif hefur hún á hag-
kerfið. Nú er ekki rétti
tíminn til að gera ekki
neitt.
Erna Valsdóttir
Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Í 1. mgr. 3. gr.
barnasáttmálans er
skýrt tekið fram að
það sem barni er fyrir
bestu skal ávallt hafa
forgang þegar dóm-
stólar sem og aðrir
gera ráðstafanir sem
varða börn.
Þegar dómari
stendur frammi fyrir
því að ítarleg úttekt sérfróðra
manna segir að barninu sé fyrir
bestu að vera áfram í sameiginlegri
forsjá beggja foreldra, þá er lagt
bann því í íslenskum lögum að dóm-
ari geti dæmt á þann veg.
Af hverju þurfa Íslendingar einir
þjóða að banna dómurum að dæma
í takt við barnasáttmálann og meg-
inþema barnalaga sem er að dæma
á þann veg sem barni er fyrir
bestu?
Norðmenn hafa dæmt sameig-
inlega forsjá síðan 1981, Finnar síð-
an 1983, Frakkar síðan 1988, Svíar
síðan 1998 og Danir síðan 2007.
Hvað þurfa Íslendingar að bíða
lengi eftir þessari réttarbót?
Rökin fyrir heimild dómara til að
dæma sameiginlega forsjá eru skýr,
þar sem í dag liggur fyrir að þau
réttindi sem sameiginlega forsjáin
veitir umgengnisforeldrinu halda
ekki þar sem hægt er að „segja for-
sjánni upp“ þegar á réttindin reyn-
ir, með höfðun forsjármáls. Fæst
slík mál fara fyrir dómstóla þar
sem lögheimilisforeldrið fær end-
urtekningarlítið fulla forsjá. Norð-
menn segja: „… ósanngjarnt er að
annað foreldrið fái eitt forsjána
bara á þeim forsendum að það vilji
ekki að hitt eigi hlutdeild í henni.“
Allar aðrar þjóðir hafa lagað sitt
dómskerfið að þremur valmögu-
leikum við forsjá barns. Niðurstaða
annara þjóða er nánast
einsleit varðandi já-
kvæð réttaráhrif breyt-
inganna þannig að mál-
um hefur fækkað fyrir
dómstólum og sátt-
arvilji foreldra aukist.
Rökin sem hafa verið
nefnd á móti breyting-
unni tengjast frávika-
málum og þeim ótta að
foreldrum sem van-
rækja börnin, eiga við
fíkniefnavanda að etja
eða foreldrum sem
beita börnin sín ofbeldi geti verið
dæmd sameiginleg forsjá. Slíkur
ótti ætti að vera ástæðulaus enda
eigum við að treysta íslenska dóms-
kerfinu til að dæma hæfara foreldr-
inu forsjána í frávikamálum, enda
er enginn valmöguleiki tekinn af
dómurum með þessari breytingu.
Önnur rök eru þau að ekki skuli
þvinga fram samstarf. Mikilvægt er
að minna á að allir dómar í forsjár-
og umgengnismálum eru í eðli sínu
gegn vilja annars foreldrisins og
flestir kalla þeir á einshverskonar
samstarf. Allar aðrar þjóðir hafa
farið þessa leið – síðast Danir þegar
þeir ákváðu að dæma mætti m.a.
umgengni við ömmu og afa gegn
vilja lögheimilisforeldrisins. Þá tóku
þeir hagsmuni barnsins fram yfir
hagsmuni foreldranna, fylgja 3. gr.
barnasáttmálans.
Dómaraheimild
í forsjármálum
Heimir Hilmarsson
skrifar um forsjá
barna
Heimir Hilmarsson
»… ósanngjarnt er að
annað foreldrið fái
eitt forsjána bara á þeim
forsendum að það vilji
ekki að hitt eigi hlut-
deild í henni.
Höfundur er varaformaður
í Foreldrajafnrétti.
HVALVEIÐAR finnst mér sjálfsagt
að stunda eftir vísindalegum ráðlegg-
ingum, ekki aðeins innlendra vísinda-
manna, heldur einnig erlendra, því
þeir innlendu gætu verið hlutdrægir
vegna þjóðhagslegra aðstæðna, eða
þrýstings frá hagsmunahópum.
Ef veiða á 150 langreyðar og 150
hrefnur á ári næstu 5 árin, finnst mér
rétt að þessi veiðiréttur verði boðinn
út og veittur hæstbjóðanda.
Nú tíðkast það almennt í útgerð á
Íslandi að veiðiréttur (kvótakaup) sé
stundaður í stórum stíl og leigugjald
fyrir hvert kg sé um 200-250 kr.
Leigusalar á þessum veiðirétti eru að
langstærstum hluta stórútgerð-
armenn, sem leigja þennan veiðirétt
til smærri útgerða og hafa í leigu-
tekjur fleiri milljarða á ári samkvæmt
skýrslu frá Fiskistofu.
Í þessari óáran sem nú herjar á
okkur, ríkiskassinn tómur og tekjur
litlar, atvinnuleysi mikið og eymd
framundan hjá þjóðinni, þá finnst
mér sjálfsagt að ríkið, sem úthlutar
þessum veiðirétti úr sameiginlegum
eignum (sjávarauðlindinni) þjóð-
arinnar, krefist einhverra leigutekna
fyrir, t.d. svipað og aðrir leigusalar á
þessum útgerðarmarkaði gera.
Samkvæmt blaðagrein Ástu Möll-
er, þá er söluandvirði þessara hval-
veiða í erlendum gjaldeyri um 5 millj-
arðar. Þ.e. hvert stykki af þessum 300
hvölum leggur sig að jafnaði á 16,6
milljónir króna brúttó.
Er þá ekki nokkuð sanngjarnt
(miðað við ástandið hjá þjóðinni) að fá
sem nemur 10% af brúttóverðmæti
aflans í sinn hlut?
Að sjálfsögðu minna útgerð-
armennirnir á að ríkið fái skatttekjur
af þessum veiðum og það er rétt, en
þá ekki fyrr en bókhaldarar fyr-
irtækjanna hafa farið höndum um
kostnaðarhliðina og allir vita hvað
það þýðir. Dæmi: ef afskriftir eru
meiri en fyrning þá myndast gróði.
Ég tel því að þjóðin eigi skýlausan
rétt á því að fá arð af sinni eign.
HAFSTEINN
SIGURBJÖRNSSON,
gamall sjómaður, eldri borgari.
Hvalveiðar
Frá Hafsteini Sigurbjörnssyni
BRÉF TIL BLAÐSINS