Morgunblaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 23
Umræðan 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2009
mbl.is verður með viðtalsþátt tileinkaðan
kosningabaráttunni. Þátturinn heitir Zetan
og þar munu formenn stjórnmálaflokkanna
sitja fyrir svörum í beinni útsendingu.
Fyrsta útsendingin er mánudaginn 23.
mars kl. 12:00 en þá mætir Steingrímur J.
Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar,
græns framboðs í Zetuna. Strax kl. 14:00
sama dag kemur Þór Saari, hagfræðingur
og talsmaður Borgarahreyfingarinnar.
Forsvarsmenn flokkanna koma í Zetuna
næstu mánudaga og hægt verður að horfa
á þættina á mbl.is þegar hverjum og einum
hentar. Það eru blaðamennirnir Þóra Kristín
Ásgeirsdóttir, Agnes Bragadóttir, Björn
Vignir Sigurpálsson og Karl Blöndal sem
hafa umsjón með þáttunum.
Kraumandi
kosningabarátta á mbl.is
Zetan
Kosningar
2009
DITMAR Blefken
kom aldrei til Íslands
en heimildarmenn
hans voru erlendir
menn sem hingað
komu í stutta heim-
sókn og tal höfðu haft
af Íslendingum. Upphaflegir heim-
ildarmenn hans voru þannig vafa-
laust Íslendingar.
Sagan er nú að endurtaka sig.
Hver Íslendingurinn á fætur öðr-
um stígur nú fram og gefur fáfróð-
um, fákænum útlendum fjölmiðla-
mönnum, sem ekkert vita um
Ísland, yfirlýsingar um gífurlega
„spillingu“ og „glæpi“ hérlendra
stjórnvalda, sem beri ábyrgð á nú-
verandi ástandi. Útlendingarnir,
sem ekki vita betur, prenta þetta
athugasemdalaust. Síðan er eitt-
hvert erlent heimsblað eða fjöl-
miðill borinn fyrir rógnum, sem þó
kom upprunalega frá íslenskum
heimildarmönnum fjölmiðilsins. Til
dæmis hefur íslensk kona lýst því
yfir á fjölsóttri útlendri vefsíðu að
Geir Haarde sé að öllu leyti sam-
bærilegur við Robert Mugabe og
ástandið hér fyllilega sambærilegt
við ástandið í Simbabve. Enginn
lyftir augabrún hér á Íslandi þótt
svona sé sagt í íslenskum fjölmiðli
eða vefsíðu. Útlendingar taka hins
vegar svona tal í fullri og fúlustu
alvöru. Er einhver hissa á því að
orðstír landsins hafi beðið hnekki?
Það er gömul saga og ný, að sá
sem talar illa um sjálfan sig þarfn-
ast ekki óvina.
Það eru að sjálfsögðu fyrst og
fremst þeir Íslendingar, sem til-
heyra Samfylkingar/Baugs-
klíkunni, sem gleiðastir hafa verið
og duglegastir að sverta og sví-
virða eigin land og þjóð frammi
fyrir útlendingum. Ekki þarf að
taka fram, að fólkið sem nú talar
hæst allra um „landráð“ einhverra
pólitískra andstæðinga sinna eru
líka þeir sem vilja setja landið
undir erlent vald. Gamalt orð yfir
liðsmenn þeirrar hugmyndafræði,
sem Samfylkingin
stendur fyrir, er
„mensévíkar“.
Saga mensévíka er
þyrnum stráð. Á fundi
einum í flokki sósíal-
demókrata upp úr
aldamótunum 1900
varð flokksbrot Len-
íns í meirihluta. Það
gefur góða innsýn í
hugarheim og starfs-
aðferðir þess sam-
viskulausa óþokka og
ósvífna lygara, sem
Lenín var, að upp frá þessum
fundi nefndi hann ávallt fylg-
ismenn sína „meirihlutamenn“
(bolsévíka). Það segir þó enn meiri
sögu um skapgerð og sálarlíf and-
stæðinga hans, sem höfðu yf-
irgnæfandi meirihluta í flokki sósí-
aldemókrata, að þeir létu það yfir
sig ganga að láta kalla sig „minni-
hlutamenn“ (mensévíka). Þeir létu
Lenín komast upp með þetta og
nafnið festist smám saman við þá.
Foringinn, Kerensky, hélt að hann
mundi eiga í fullu tré við Lenín af
því að þeir höfðu þekkst í æsku.
Hann var heppinn að sleppa lif-
andi. Í borgarastyrjöldinni á Spáni
létu mensévíkar bolsévíka valta al-
veg yfir sig og Franco hrifsaði
völdin. Í stríðlok reyndu mensé-
víkar í Austur-Evrópu enn að
vinna með bolsévíkum, en voru í
staðinn fangelsaðir, skotnir eða
fleygt út um glugga. Hér á Íslandi
hafa mensévíkar skilið eftir sig
langa slóð misheppnaðra og fallít
hugsjóna og fyrirtækja: Alþýðu-
prentsmiðjan, Alþýðuhúsið, Al-
þýðublaðið, Alþýðubankinn, Al-
þýðubrauðgerðin og, eftir
fjölmargar greiðslustöðvanir: Al-
þýðuflokkurinn. Gömlu mensévík-
arnir þar gáfust endanlega upp
fyrir ný-mensévíkum, fyrrverandi
bolsévíkum, sem eftir fall alræðis
og gúlags í austri voru farnir að
kalla sig, af þeirri sýndarmennsku
sem þessu fólki er svo lagin, „lýð-
ræðiskynslóð“ Alþýðubandalags-
ins. Þeir hrifsuðu strax öll völd.
Ekkert varð eftir af Alþýðuflokkn-
um nema eitthvert tuð um Evr-
ópusambandið. Flokkurinn mun
nú vera í skrifborðsskúffu í Sví-
þjóð.
Nýliðnir atburðir eiga ekkert
sameiginlegt með falli járntjalds-
ins 1989 eins og sumir vinstrisinn-
aðir einfeldningar hafa haldið
fram. Líkindin eru hins vegar mik-
il við það, þegar lýðræðislega kjör-
in stjórnvöld á Ítalíu og Þýska-
landi gáfust upp fyrir
ofbeldismönnum á millistríðs-
árunum.
Í lok fyrri heimsstyrjaldar ríkti
mikil upplausn í Evrópu og upp
spruttu fjölmargar „grasrót-
arhreyfingar“. Í Rússlandi hafði
lítill hópur „aðgerðarsinna“ undir
stjórn Leníns hrifsað völdin frá
ráðlausri, ráðvilltri stjórn mensé-
víka og á Ítalíu stofnaði gamall
marxisti, Benito Mussolini, nýja
„grasrótarhreyfingu“ og náði völd-
um skömmu síðar.
Um 1930 skall svo kreppan yfir
af fullum þunga. Efnahagur
Þýskalands var í kaldakoli og
stjórnvöld vissu ekki sitt rjúkandi
ráð. Hópar „mótmælenda“ af
ýmsu tagi óðu um götur og torg.
Þeir heimtuðu „nýja menn“ til
valda og fengu að lokum vilja sín-
um framgengt. Lýðræðislega kjör-
in stjórnvöld gáfust upp og allir
vita hvernig fór.
Hérlendis hafa litlir hópar, sam-
anlagt álíka margir eða færri en
kusu Ástþór í forsetakosningum,
farið um götur og torg með ofbeldi
og stöðugum hótunum í fylgd fá-
einna nytsamra sakleysingja. Þeir
hafa m.a. kastað múrsteinum, mat-
vælum og, eins og apar í dýra-
garði, sínum eigin úrgangi að Al-
þingishúsi og Stjórnarráði.
Ný-mensévíkunum í Samfylking-
unni hljóp hland fyrir hjarta. Þeir
eru sama marki brenndir og hinir
eldri og gáfust því upp fyrir of-
beldinu og hlupu í fangið á gömlu
bolsévíkunum í VG. Þangað leitar
klárinn sem hann er kvaldastur.
Sagan endurtekur sig alltaf. Fyrst
sem harmleikur, síðan sem farsi.
Minnipokamenn
Vilhjálmur Eyþórs-
son fjallar um efna-
hagsmál og hvernig
umræða á erlendum
vettvangi getur
skaðað orðstír
þjóðarinnar
» Sagan endurtekur
sig alltaf. Fyrst
sem harmleikur,
síðan sem farsi.
Vilhjálmur Eyþórsson
Vilhjálmur Eyþórsson
stundar ritstörf.
Framsóknarmenn
hafa komið með þá
hugmynd, að einna
réttast væri að fella
niður 20% allra
íbúðalána með einu
pennastriki. Þeir hafa
kynnt þessa hug-
mynd sína sem ein-
falda, fljótvirka og
raunhæfa. Viðbrögð
manna við þessari hugmynd Fram-
sóknar hafa verið afar misjöfn.
Bjarni Benediktsson, alþing-
ismaður, virðist sjá eitthvað gott í
henni, en fulltrúar Samfylkingar
og Vinstri grænna finna þessari
hugmynd allt til foráttu.
Jóhanna Sigurðardóttir, for-
sætisráðherra, sagði í viðtali ný-
lega, að hugmyndin væri fráleit,
því með henni væri verið að greiða
niður skuldir ríka fóksins í land-
inu. Jóhanna taldi að beina ætti
hjálpinni að fátækum og illa stödd-
um. Þeir einir væru hinir rétt-
mætu þyggjendur aðstoðar. En
hverjir eru í raun þessir verðugu
fátæku skuldarar, sem styrkja má
með skattpeningum almennings?
Eru eigendur fyrirtækjanna, sem
hafa fengið, eða eru að fá, millj-
arðaskulda niðurfellingu í boði al-
mennings þessir fátæku, sem verð-
skulda aðstoðina. Eru verst stöddu
íbúðakaupendur kreppunnar
örugglega fátæka fólkið á Íslandi
og því verðugt aðstoðar úr rík-
issjóði? Og enn fremur má spyrja.
Eru þeir líka verðugir
aðstoðar, sem hafa
sökkt sér dýpst í
skuldafen útrás-
arinnar og súpa nú
seyðið af gleypugangi
og græðgi Hrunadans-
ins? Já, hverjir eru
þessir hinir réttmætu
styrkþegar krepp-
unnar? Ætlar Jóhanna
Sigurðardóttir, for-
sætisráðherra,
kannski að ræða við þá
alla og einslega áður
en hún réttir þeim blóðsogna
hjálparhönd skattgreiðenda fram-
tíðarinnar? Er von að spurt sé.
Nei, þetta er auðvitað allt hin
mesta fásinna. Hinir verðugu
skuldarar eru auðvitað öll íslenska
þjóðin og því er tuttuguprósent til-
laga Framsóknarmanna sann-
arlega skoðunarverð, og ekki bara
það, heldur er hún sennilega það
skásta, sem sést hefur, í fremur fá-
tæklegri flóru hugmynda um raun-
hæfar leiðir til aðstoðar við tækni-
lega gjaldþrota íbúðakaupendur á
Íslandi í dag.
Hverjir eru
verðugir?
Gunnar Ingi Gunn-
arsson skrifar um
20% niðurfellingu
íbúðarlána
Gunnar Ingi
Gunnarsson
»Hinir verðugu skuld-
arar eru auðvitað öll
íslenska þjóðin og því er
tuttuguprósent tillaga
Framsóknarmanna
sannarlega skoðunar-
verð...
Höfundur er læknir., ,