Morgunblaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2009
Sp
ar
að
u
ardag í skólanum þar sem starfs-
fólk, nemendur og foreldrar buðu
upp á kynningu á starfseminni.
Henk-Jan Meyer sem er sérhæfður
í kennaramenntun Waldorfkenn-
ara, hélt fyrirlestur og gestir og
gangandi upplifðu hvernig er að
sitja í kennslustund í málun. Í öllum
stofum skólans stóðu bækur nem-
enda til sýnis, ásamt handverki
þeirra. Waldorfskólinn vinnur eftir
kenningum Rudolfs Steiner.
Nemendurnir heilluðu forseta-
hjónin, Ólaf Ragnar Grímsson og
Dorrit Moussaieff, með tungumála-
kunnáttu sinni. Þeir sungu fyrir
þau á sænsku og hebresku og buðu
þeim góðan dag á 25 tungumálum.
Eftir Kristrúnu Ósk Karlsdóttur
nema í hagnýtri ritstjórn og útgáfu
„Hvenær verður klukkan tvö?“
spurði lítil sjö ára gömul stelpa sem
sat og borðaði rjómatertu sem
mamma hennar hafði keypt handa
henni í kaffisölu 7. og 8. bekkjar
Waldorfskólans í Lækjarbotnum.
Opið hús var í skólanum og stelp-
unni hafði verið sagt að forsetinn
ætlaði heimsækja skólann klukkan
tvö. Á hól fyrir ofan skólann stóð
hópur af krökkum sem biðu spennt-
ir eftir að sjá forsetabílinn koma
keyrandi frá Suðurlandsveginum.
Hann kom klukkan hálf fjögur.
Margt var um manninn á laug-
Forsetinn kom í kaffi
Morgunblaðið/Golli
Í Waldorfskóla Börnin skemmtu sér og sýndu verk sín í opnu húsi í Wal-
dorfskólanum við Lækjarbotna. Forsetinn kom einnig í heimsókn.Kjördæmisþing
Samfylkingarinnar
í Suðurkjördæmi
hefur samþykkt
framboðslista
flokksins vegna
kosninga í vor.
Listann skipa:
1. Björgvin G. Sig-
urðsson alþing-
ismaður, Selfossi
2. Oddný Guðbjörg Harðardóttir
bæjarstjóri, Garði
3. Róbert Marshall, aðstoðarmaður
ráðherra, Reykjavík
4. Anna Margrét Guðjónsdóttir for-
stöðumaður, Brussel
5. Guðrún Erlingsdóttir sérfræð-
ingur í kjaramálum, Eyjum
6. Þóra Þórarinsdóttir, fyrrverandi
ritstjóri, Selfossi
Björgvin efstur í
Suðurkjördæmi
Björgvin G.
Sigurðsson
Samfylking og Vinstri hreyfingin
grænt framboð hafa komið sér
saman um að Alþingiskosningar
fari fram laugardaginn 25. apríl
næstkomandi. Morgunblaðið
mun daglega birta fréttir sem
tengjast framboðum, próf-
kjörum, kosningafundum o.fl.
Kosningar
2009
Samþykktur hefur
verið framboðs-
listi Vinstrihreyf-
ingarinnar –
græns framboðs í
Suðurkjördæmi.
Efstu menn listans
eru:
1. Atli Gíslason
2. Arndís Soffía
Sigurðardóttir
3. Bergur Sigurðsson
4. Jórunn Einarsdóttir
5. Þórbergur Torfason
6. Guðrún G. Axfjörð Elínardóttir
Atli efstur á lista í
Suðurkjördæmi
Atli Gíslason
Framboðslisti
Framsóknarflokks-
ins í Norðvest-
urkjördæmi hefur
verið samþykktur.
Efstu sæti listans
skipa:
1. Gunnar Bragi
Sveinsson sveit-
arstjórnarmaður,
Sauðárkróki
2. Guðmundur Steingrímsson
blaðamaður, Reykjavík
3. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson
bóndi, Borgarfirði
4. Elín R. Líndal, bóndi og fram-
kvæmdastjóri, Húnaþingi
vestra
5. Halla Signý Kristjánsdóttir fjár-
málastjóri, Bolungarvík.
Gunnar Bragi efstur
í NV-kjördæmi
Gunnar Bragi
Sveinsson
Kjördæmisráð
Vinstri grænna í
Suðvesturkjör-
dæmi hefur sam-
þykkt að fram-
boðslista
flokksins. Í efstu
sætum eru:
1. Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
framkvæmdastýra
2. Ögmundur Jónasson ráðherra
3. Ólafur Þór Gunnarsson öldr-
unarlæknir
4. Margrét Pétursdóttir verka-
kona
5. Andrés Magnússon geðlæknir
6 Ása Björk Ólafsdóttir héraðs-
prestur
Guðfríður efst hjá
VG í SV-kjördæmi
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
STUTT