Morgunblaðið - 30.03.2009, Side 1

Morgunblaðið - 30.03.2009, Side 1
M Á N U D A G U R 3 0. M A R S 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 87. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF BÆRINN TÓK LIT AF NÁBÝLI VIÐ VÖLLINN «TÖFRAFLAUTAMOZARTS LÆRA MIKIÐ AF UPPSETNINGUNNI segðu smápestum stríð á hendur! Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt.  Innan við tugur byggingarleyfa hefur verið gefinn út í Urriðaholti í Garðabæ. Lóðir fyrir 350 íbúðaein- ingar voru byggingarhæfar síðasta sumar og er rúmlega helmingur lóð- anna seldur. Ekki mun vera hægt að skila lóðum í hverfinu. Verð á óseld- um einbýlishúsalóðum er á bilinu frá 17,9 milljónum upp í 24 milljónir og hefur ekki lækkað. Nokkrir ein- staklingar sem keyptu lóðir þarna hafa ráðið ráðum sínum með lög- fræðingum undanfarið. »12 Fáir hafa byrjað fram- kvæmdir í Urriðaholti Tinna Helgadóttir úr TBR fagnaði þremur Íslandsmeistaratitlum á Ís- landsmótinu í badminton. Aðeins 16 aðrir hafa afrekað slíkt í langri sögu mótsins. ÍÞRÓTTIR Tinna þrefaldur Íslandsmeistari LEIKMENN Skautafélags Reykja- víkur tryggðu sér Íslandsmeist- aratitilinn í íshokkíi karla í gær með frækilegum 7:3-sigri gegn Skautafélagi Akureyrar. SR fagnaði titl- inum á heimavelli KYNSLÓÐASKIPTI urðu hjá Sjálfstæðisflokknum í gær þegar Bjarni Benediktsson alþingismaður var kjörinn formaður með 990 atkvæði af 1.705 greiddum atkvæðum eða 58,1%. Bjarni sagði í ræðu sinni að æ fleiri lands- menn stæðu nú höllum fæti. Þess vegna hlytu kosningarnar að snúast um velferð fjölskyldunnar. Bjarni sagði að hjól atvinnulífsins yrðu að snúast á ný og að „órjúfanleg tengsl“ væru á milli öflugs atvinnulífs og velferðar fólksins í landinu. Hann gagnrýndi Samfylkinguna harðlega og sagði að hjól atvinnu- lífins færu ekki að snúast ef hér væru við völd stjórnmálaflokkar sem í „stefnuleysi láta berast fram og til baka með síbreytilegum straumum dæg- urumræðunnar, vegna þess að helsta stefnumál þeirra er að koma vel út í skoðanakönnunum“, sagði Bjarni og salurinn tók undir með lófaklappi. | 8 Kynslóðaskipti hjá Sjálfstæðisflokknum Morgunblaðið/Ómar Formaður Bjarni Benediktsson er ekki hlynntur einhliða upptöku evru, en segir að hagsmunum þjóðarinnar sé betur borgið utan Evrópusambandsins. Órofa tengsl Kosningarnar snúast um velferð fjöl- skyldunnar og endurreisn atvinnulífs EVRÓPUMÁLIN voru efst á blaði á landsfundi Samfylkingarinnar, hjá flokksmönnum og forystu, bæði þeirri gömlu og nýju. Jóhanna Sigurð- ardóttir, sem kjörin var nýr formaður með 98% atkvæða, talaði eindregið með aðildarviðræðum við ESB og sagði það fyrsta skrefið í átt til þess að byggja upp traust og ná þannig efnahagslegum stöðugleika. Samfylkingin vill áframhaldandi samstarf ríkisstjórnarflokkanna að lokn- um kosningum. Jóhanna sagði þessa tíma kalla eftir jafnaðarstefnunni og Ís- landi væri fyrir bestu að Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram í stjórnarand- stöðu. Jóhanna benti á að Vinstri græn hefðu lagt áherslu á að lúta vilja þjóðarinnar um ESB. Þá hefði tvöföld atkvæðagreiðsla lítinn tilgang þegar þjóðin vissi ekki hvað kæmi til með að standa í aðildarsamningi. | 6 Morgunblaðið/Ómar Vill ESB Jóhanna Sigurðardóttir, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, talaði eindregið með aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Evrópa fyrst Samfylkingin vill áframhaldandi vinstristjórn að loknum kosningum Jóhanna formaður með 97,9% atkvæða KONAN sem slasaðist í hlíðum Skessuhorns á laugardaginn er nú á batavegi, en hún hlaut þungt höf- uðhögg og endasentist niður um 200 metra leið. Jón Gauti Jónsson, leiðsögumaður hópsins sem komst í hann krappan, lét sig vaða á eftir hinni slösuðu til að stöðva fall henn- ar. Þá gróf hópurinn sig í fönn og kostaði öllu til að halda hita á kon- unni. Björgunin tók átta tíma og var bæði flókin, mannaflsfrek og erfið.  Erfið og flókin | 11 Ljósmynd/Bára Ketilsdóttir Grafið í fönn Tveir úr hópnum halda utan um slösuðu konuna til að hlýja henni, vafinni í yfirhafnir og ábreiður. Aðstæður voru erfiðar á fjallinu. Fleygði sér niður hlíðina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.