Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009 ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN B. HÁLFDÁNARSON, Snorrabraut 58, áður til heimilis Hverfisgötu 119, Reykjavík, sem lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 22. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 31. mars kl. 15.00. Hálfdán Hermannsson, Erla Ellertsdóttir, Ásdís Magnúsdóttir, Jón Sigurðsson, Hrönn Guðríður Hálfdánardóttir, Þorsteinn Kristjánsson, Sigurður Örn Jónsson, Sigríður Oddný Guðjónsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Sæþór Ólafsson, Hermann Páll Jónsson og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞÓRDÍS HANSEN, Mosabarði 6, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 22. mars. Henni verður sungin sálumessa frá St. Jósefskirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 31. mars kl. 13.00. Ólafur Árni Torfason, Helena Högnadóttir, Jón Marías Torfason, Viktoría Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir, NIKOLAI SOKOLOV, Sunnuvegi 1, Þórshöfn, andaðist á sjúkrahúsinu á Húsavík mánudaginn 23. mars. Útför hans fer fram frá Þórshafnarkirkju þriðjudaginn 31. mars kl. 14.00. Guðrún Kristjánsdóttir, Dmitrii Sokolov. ✝ Sigurbjörg Run-ólfsdóttir hús- móðir fæddist í Reykjavík 4. febrúar 1921. Hún lést á Borgarspítalanum 19. mars 2009. For- eldrar hennar voru Runólfur Guðjónsson bókbandsmeistari, f. í Hjörsey á Mýrum 7. apríl 1877, d. 29. febrúar 1942, og Mar- grét G. Guðmunds- dóttir, f. í Melshúsum í Reykjavík 4. febr- úar 1881, d. 5. júní 1942. Systkini Sigurbjargar voru Guðmundur, f. 6. júní 1906, d. 23. ágúst 1966; Guðjón 9. júlí 1907, d. 16. september 1999; Sigríður Sólveig, f. 16 maí 1909, d. 21. maí 1967; Guðný, f. 3. október 1913, d. 2. janúar 1980; og eftirlif- andi er systirin Unnur, f. 19. maí 1918. Hinn 30.8. 1946 giftist Sig- urbjörg, Benoný B. Kristjánssyni, f. í Hjarðadal Dýrafirði 25. maí 1920. Foreldar hans voru Kristján J. Be- árið 1941 er hún fékk berkla og lá hún á Hælinu í um eitt ár. Hún starfaði mikið hjá föður sínum á Bókbandsstofu Landsbókasafns Ís- lands. Liggja mörg handverkin eftir hana í fagurlega innbundnum bókum. Hún var heimavinnandi húsmóðir, mjög listræn og mikil handverkskona, hvort heldur var í prjónaskap, fata- og útsaum eða postulínsmálun o.fl. Árið 1960 drukknaði sonur þeirra hjóna og var það henni mikill harmur. Hún tók í mörg ár þátt í starfi Sjálf- stæðisflokksins, sérstaklega þó hjá Hvöt, þar sem hún sat m.a. í stjórn- inni um tíma. Hún gekk í Odd- fellow-regluna 7.11. 1968, Stúka, Rb.st.nr 4 Sigríður. Reglan var henni mikil hugstoð og var hún virk í ýmsum nefndum þar og öðr- um störfum. Hún starfaði hjá sportvöruversluninni Sporvali í nokkur ár. Þau hjón áttu sér ynd- islegt athvarf í sumarbústað í Grímsnesi, þar sem hún gat rækt- að blóm og tré, en hún var mikil áhugamanneskja í öllu er viðkom gróðri. Eftir að heilsa og sér- staklega sjón fór að daprast flutt- ist hún á Hjúkrunarheimilið Eir árið 2002. Útför Sigurbjargar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 30. mars, kl. 13. nonýsson, f. 25. ágúst 1885, d. 2. október 1969, og Kristín Þórðardóttir, f. 30.mars 1881. Börn Sigurbjargar og Benonýs eru: 1) Hilm- ar, f. 12. ágúst 1950, d. 25. júní 1960. 2) Margret Erla, f. 23. okt. 1956, börn a) Be- noný Hilmar Margr- etarson, f. 25. nóv- ember 1976, dóttir hans Sunneva Lind Benonýsdóttir, f. 19. ágúst 2000, b) Guðlaug Íris Margr- etardóttir, f. 20. október 1978, maki Jón Ólafur Sigurðson, f. 13. apríl 1975, sonur þeirra, Sig- urbjörn Gabríel, f. 18. september 2007, c) Sigurbjörn Guðni Sig- urgeirsson, f. 1. desember 1981, d. 20. september 2003, sonur hans er Grétar Rafn, f. 9. ágúst 1999. Sigurbjörg hóf nám í hárgreiðslu í Iðnskólanum og hárgreiðslustof- unni Pírólu en varð frá að hverfa er hún var um það bil að ljúka því Elsku Didda amma, nú fékkstu loksins hvíldina og friðinn sem þú þráðir svo mikið síðustu mánuði. Við systkinin skrifum þessa grein með ljúfsáran söknuð í hjarta og minnumst þín með bros á vör. Þú varst ávallt til staðar elsku amma og þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum ýmsa erfiðleika eins og berkla á yngri árum, sonarmissi, missi elskaðs eig- inmanns og barnabarns varstu ætíð létt í lund og lifðir lífinu með æðru- leysi. Þú varst mikil garðyrkjukona og munum við seint gleyma öllum blómafjöldanum í Hellulandi ásamt rifsberjarunnanum góða. Í Grímsnesi byggðuð þið Benni afi sumarbústað og varst þú ekki lengi að koma upp fallegum bóndarósum sem nánast umkringdu húsið. Þú varst ávallt í stakk búin til að hjálpa öðrum og voru ófá störfin sem þú inntir af hendi í þágu góðgerðarmála. Í gegnum tíðina hefur yndisleg kona að nafni Ingi- björg Bergrós, Beggó, verið þér og fjölskyldunni ómetanleg stoð og stytta í gleði og sorg og erum við full þakklætis fyrir það. Eins viljum við þakka starfsfólki Eirar fyrir alúðlega umönnun og hlý- legt viðmót. Elsku amma, nú ertu komin til strákanna þinna og við vitum að þú vakir yfir okkur. Þín barnabörn Benoný Hilmar og Guðlaug Íris Margrétarbörn. Ennþá sest ég niður að skrifa nokkrar línur um gamla vinkonu úr saumaklúbbnum. Mér finnst svo stutt síðan ég skrifaði kveðjuorð til Ernu okkar, en þetta er ósköp eðlilegt þar sem við erum allar komnar á háan aldur. Þrátt fyrir það köllum við okk- ur stelpur í okkar hóp. Sigurbjörg Runólfsdóttir, eða Didda eins og við kölluðum hana, ólst hér upp á menningarheimili að Berg- staðastræti 60 sem foreldrar hennar áttu. Pabbi hennar var bókbindari á Landsbókasafninu en mamma henn- ar var heimavinnandi húsmóðir eins og það er kallað í dag. Kært var með systkinum hennar og sum þeirra byrjuðu að búa þar. Didda fór ung að árum að læra hárgreiðslu en því mið- ur varð hún að hverfa frá náminu vegna veikinda. Það kom að því að Didda giftist yndislegum manni, Benoný Krist- jánssyni pípulagningamanni, og var kært með þeim. Þau stofnuðu heimili í lítilli íbúð að Bergstaðastræti. Alls staðar var sami hlýleikinn hvar sem þau bjuggu. Didda kunni þá list að láta öllum líða vel með sinni ró og festu. Þau áttu tvö börn, Margréti og Hilmar, og voru þá komin í einbýlis- hús. Þau hjónin urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa soninn sinn að- eins níu ára. Þá var dóttir þeirra ein eftir og reyndist hún foreldrum sín- um ákaflega vel. Síðan missir Didda manninn sinn á miðjum aldri og var hann henni mikill harmdauði. Einmitt þá fer sjónin að daprast sem var mikið áfall þessari miklu hannyrðakonu. En Didda lét ekki deigan síga. Hún tók lífinu óskaplega vel, hún var svo sterk og aldrei heyrðist hún kvarta. Það var svo ljúft að koma á heimili þeirra hjóna og sjá ástúð þeirra hvors til annars og sömu rólegheitin yfir öllu. Við áttum góðar stundir bæði á heimilinu þeirra og í sumarbústaðn- um. Svo kom að því að Didda þurfti að fara af heimili sínu og á hjúkrunar- heimili. Didda tók því með sömu ró og áður. Margrét dóttir hennar gerði allt sem í hennar valdi stóð til að gera vistina þar sem allra besta. Systir Diddu, Unnur, var komin þangað og höfðu þær félagsskap hvor af annarri. Við sem eftir erum í klúbbnum þökkum fyrir samfylgdina á liðnum árum. Guð blessi minningu hennar. Gunnþóra. Fáein kveðjuorð til góðrar vinkonu minnar Sigurbjargar Runólfsdóttur. Það var fyrir rúmum 30 árum sem ég var svo lánsöm að fá að kynnast henni Diddu minni eins og hún var gjarnan kölluð. Þessi ár hefur aldrei borið skugga á okkar vinskap, við glöddumst saman í gleði og hryggð- umst saman í sorg og hún miðlaði mér af reynslu sinni og lífsspeki. Með Diddu er genginn góður vinur og bið ég henni fararheillar á nýrri vegferð, um leið og ég þakka henni samfylgdina. Votta ég Margréti dóttur hennar og fjölskyldu innilega samúð og kveð kæra vinkonu með ljóðinu: Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Ingibjörg Bergrós. Mig langar að minnast hennar Diddu með nokkrum orðum. Hún hefur alltaf verið hluti af mínu lífi. Didda og móðir mín voru mjög góðar vinkonur og eru búnar að þekkjast síðan þær voru 10 ára gamlar. Mamma er frá Vestmannaeyjum en Didda var Reykjavíkurmær, bjó á Bergstaðastræti. Leiðir þeirra lágu saman þegar mamma var í vist að passa bróðurson hennar Diddu. Hún heimsótti hana mömmu til Eyja og þær héldu við vináttunni með bréfa- skriftum. Síðan bjó mamma hjá Diddu á Bergstaðastrætinu þegar hún fór að freista gæfunnar í höfuð- borginni á stríðsárunum. Didda og Benni byggðu sér hús í Heiðargerði eins og foreldrar mínir. Þau voru frumbyggjar í Smáíbúða- hverfinu. Heimili þeirra var afar fal- legt og valinn hlutur á hverjum stað. Við Hilmar sonur Diddu og Benna vorum í sama bekk og samgangur fjölskyldnanna var mikill. Þegar Hilmar dó aðeins níu ára gamall fannst mér eins og þetta gæti ekki gerst. Þetta var í fyrsta sinn sem ég kynntist dauðanum og þetta var allt of mikill vinur minn til að þetta gæti verið satt. Margrét og tvíburasyst- kini mín voru einnig skólasystkin. Allt sem Didda tók sér fyrir hendur var mjög vel gert og hún var hagleik- skona. Hún eldaði góðan mat, bakaði flottar kökur, prjónaði hverja flíkina á fætur annarri og seinna ræktaði hún öll sumarblómin sín sjálf. Garð- urinn hennar í Heiðargerðinu var lystigarður. Didda og mamma eru búnar að vera saman í saumaklúbb í 65 ár. Þessar saumaklúbbssystur eru allar úr Eyjum nema Didda. Hún samlagaðist hópnum strax og varð ein af þeim í þessum frábæra hóp frá byrjun. Þessi vinátta hefur verið þeim ómetanleg í gegnum árin. Elsku Margrét og fjölskylda, ég votta ykkur innilega samúð mína. Hvíl þú í friði. Guðrún Markúsdóttir. Sigurbjörg Runólfsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSBJÖRN BJÖRNSSON fyrrv. forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, Hæðargarði 29, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 22. mars. Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 31. mars kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið, endurhæfingu fyrir krabbameinssjúka, reikn. 0130-26-410520 kt. 590406-0740. Bjarney Sigurðardóttir, Rannveig J. Ásbjörnsdóttir, Stefán Carlsson, Björn E. Ásbjörnsson, Valgerður Sveinsdóttir, Fanney B. Ásbjörnsdóttir, Tómas Jóhannesson, Ester Ásbjörnsdóttir, Einar Egilsson, barnabörn og barnabarnabörn. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 27. mars var spilað á 14 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S Ólöf Ólafsd. – Lilja Kristjánsd. 388 Sæmundur Björnss. – Örn Einarsson 384 Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 342 Oddur Halldórss. – Gísli Friðfinnss. 332 A/V Haukur Guðmss. – Björn Björnsson 383 Bragi V. Björnsson – Ægir Hafsteinsson 371 Kristján Þorláksson – Jón Sævaldss. 357 Oddur Jónsson – Magnús Jónsson 357 Halldórsmót B.A. Spilamennskan hjá Bridsfélagi Ak- ureyrar er í fullum gangi en nú er ný- lokið þriggja kvölda Board-a-Match. Það er hraðsveitakeppni þar sem hvert spil gefur stig fyrir hærri tölu auk þess sem impamunur veitir stig. Sveitir Frímanns og Ragnheiðar voru með forystu eftir tvö kvöld en þriðja kvöldið stungu liðsmenn Frí- manns aðra af enda unnu þeir öll kvöldin. Með Frímanni spiluðu Reyn- ir Helgason, Björn Þorláksson, Sveinn Pálsson og Jón Björnsson. Heildarstaðan: Sv. Frímanns Stefánssonar 226 Sv. Gylfa Pálssonar 190 Sv. Ragnheiðar Haraldsd. 187 Úrslitin 3. kvöldið: Sv. Frímanns Stefánssonar 76 Sv. Gylfa Pálssonar 70 Sv. Unu Sveinsdóttur 62 Undanúrslitin í Íslandsmótinu í sveitakeppni standa yfir og vonandi standa norðlenskar sveitir sig vel þar. Næsta mót hjá B.A. er svo eins kvölds einmenningur þar sem gott færi er til að næla sér í páskaegg fyrir hátíðina. Bridsfélögin á Suðurnesjum Miðvikudaginn 25. mars var spilað fimmta og síðasta kvöldið í Butler- tvímenningnum. Úrslit á þessu fimmta kvöldi er sem hér segir: Karl G. Karlsson – Gunnlaugur Sævars/ Garðar Garðarsson 53 Svavar Jensen – Pétur Júlíusson 53 Úlfar Kristinsson – Vignir Sigursvss. 51 Bjarki Dagsson – Dagur Ingimundars. 47 Og lokastaðan eftir 5 kvöldin er þá þessi: Garðar Garðarsson – Gunnlaugur Sævars/ Karl G. Karlsson 294 Bjarki Dagsson – Dagur Ingimundars. 248 Ævar Jónasson – Jón H. Gíslason 246 Grethe Iversen – Sigríður Eyjólfsdóttir 245 Kristján Kristjánsson – Gunnar Guðbjörns- son/Sigurður Davíðsson 238 Úlfar Kristinsson – Vignir Sigursvss. 233 Karl Einarsson – Birkir Jónsson 231 Feðgarnir Dagur og Bjarki, sem er byrjandi, héldu vel á spilunum allan tímann og náðu þar með öðru sætinu. Næsta miðvikudag, 1. apríl og mánudaginn 6. apríl spilum við tveggja kvölda Páska-Lilju tvímenn- ing og eru þessi 2 kvöld kveðjumót Lilju Guðjónsdóttur þar sem hún er á förum til Noregs og er það mikill missir fyrir okkur og hvetjum við alla sem langar að spila og kveðja Lilju að koma við hjá okkur. Spilað er í Fé- lagsheimili okkar í Mánagrund kl. 19.15 og eru allir velkomnir og alltaf heitt á könnunni. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.