Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009 ✝ Hallbjörn Berg-mann Elímund- arson fæddist á Hell- issandi 21. október 1918. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð hinn 21. mars sl. Foreldrar hans voru Elímundur Ög- mundsson, f. 30.9. 1876, d. 27.7. 1954, og Sigurlaug Cýrus- dóttir, f. 17.12. 1881, d. 4.6. 1963. Systkini Hallbjörns voru: 1) Anna Elísabet, f. 18.11. 1904, d. 22.7. 1956. 2) Guðrún Ástríður, f. 10.7. 1906, d. 22.8. 1998. 3) Björn Gestur, f. 8.1. 1908, d. 9.9. 1916. 4) Kristjánsína, f. 13.7. 1909, d. 23.9. 1985. 5) Ögmundur Sig- urður, f. 24.6. 1911, d. 24.1. 1985. 6) Hallgrímur Pétur, f. 1.7. 1913, d. 14.9. 1916. 7) Sæmundur Berg- mann, f. 6.10. 1915, d. 15.12. 2002. 8) Hallbjörg, f. 30.4. 1917, d. 2.6. 2002. 9) Ólafur Bergmann, f. 28.12. 1921, d. 5.1. 2003. 10) Krist- rún Helga Svandís, f. 16.12. 1925, d. 25.2. 2004. Hallbjörn kvæntist 8.12. 1951 eftirlifandi eiginkonu sinni Erlu Fríðhólm Sigurð- ardóttur, f. 6.11. 1922. Þau voru barnlaus en ólu Þorbjörgu Frið- Jens Garðar, f. 15.12. 1976. Hann á þrjú börn með Ernu Þorsteins- dóttur, f. 25.7. 1977, b) Sturla Már, f. 4. 12. 1983. Hallbjörn ólst upp á Hellissandi í stórum systk- inahópi. Eins og venjan var á þeim tíma byrjaði hann snemma að vinna. Þegar hann hafði aldur til fór hann í sveit og eftir það tók við sjómennskan. Síðar var hann í Héraðsskólanum á Laug- arvatni tvo vetur. Eftir að hann kom til Reykjavíkur lærði hann húsamíði og hlaut síðar meist- araréttindi í þeirri grein. Hall- björn vann síðan við smíðar allan sinn starfsaldur. Í Reykjavík kynntist hann konuefni sínu, Erlu Fríðhólm Sigurðardóttur og fylgdust þau að gegnum lífið í sextíu og fjögur ár. Þau reistu sér hús í Kópavogi um 1950 og voru búsett í Kópavogshreppi síðar Kópavogsbæ upp frá því. Síðustu árin hafa þau átt heimili í Vogatungu 43. Hallbjörn hafði yndi af ferðalögum og fóru þau hjónin víða, bæði innanlands og utan. Hann var alla tíð mjög tengdur æskustöðvum sínum á Snæfellsnesi, enda gjörkunnugur öllum staðháttum og þekkti þar ótal kennileiti. Iðjusemi var Hall- birni í blóð borin. Þegar hann hætti störfum fyrir aldurs sakir lærði hann að binda inn bækur og að skera út. Einnig eyddi hann löngum stundum í frí- merkjasöfnun. Síðustu æviárin dvaldi Hallbjörn í Sunnuhlíð. Útför Hallbjörns verður gerð frá Kópavogskirkju í dag kl. 15. riksdóttur, f. 6.10. 1951, systurdóttur Erlu, upp að mestu leyti. Hún er gift Rúnari Þórarinssyni, f. 27.5. 1950. Þeirra börn eru: a) Erla Björg, f. 14.11. 1970. Eiginmaður hennar er Egil Aagaard- Nilsen, f. 13.12. 1964. Þau eiga þrjú börn, b) Hallbjörn Valgeir, f. 13.6. 1981. Fyrir hjóna- band eignaðist Hall- björn dótturina Jónu Herdísi. Hún er f. 24.2. 1944. Móðir Jónu Herdísar var Ingigerður Ein- arsdóttir, f. 23.2. 1914, d. 23.9. 1995. Jóna Herdís var gift Gunn- ari Ingólfssyni f. 28.7. 1943, d. 16.6. 1991, þau skildu. Dætur þeirra eru: a) Ingibjörg, f. 20.11. 1961. Maki Björn B. Sigurðsson, f. 11.4. 1962. Þau eiga tvö börn og þrjú barnabörn, b) Sveinbjörg, f. 24.10. 1962. Maki Steinn Arnar Jóhannesson, f. 23.1. 1963. Þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn, c) Guðbjörg, f. 4.1. 1966. Maki Magnús Sigurjónsson, f. 3.3. 1962. Þau eiga fjögur börn. Jóna Her- dís er gift Helga Garðarssyni, f. 10.11. 1938. Synir þeirra eru: a) Elsku fóstri. Þá kom að því að þú fékkst hina langþráðu hvíld. Þú varst alveg sérstaklega barn- góður maður og eru ég og börnin mín heppin að hafa átt þig að. Þegar ég var lítil var farið á sunnudögum og keyptur ís. Síðar fékk ég að fara sjálf í bíó. Þá þurfti ég að segja þér hvað kostaði í strætó, bíómiðinn, poppið og ópalið. Ég fékk ekki eina krónu meir, þá var nú betra að fá pening hjá Erlu. Þú varst sérstaklega róttækur maður. Ég fór með þér í allar skrúðgöngur, að ég held, en þá var það Keflavíkurgangan og alltaf hinn 1. maí. Það hafði kannski smááhrif á mig, alla vega kaus ég alltaf rétt. Hvílíkur afi þú varst börnunum mínum og þakka ég þér fyrir það. Þegar Halli Valli brenndist varst þú hjá honum tím- unum saman og þú varst sá fyrsti sem vissi að hann væri ekki blind- ur, þvílík þolinmæði. Þegar við Rúnar kynntumst og allt til dags- ins í dag hefur hann átt tvo tengdapabba og tvær tengda- mömmur. Það trúa honum nátt- úrlega ákaflega fáir sem ekki þekkja aðstæður. Elsku Halli minn, ég þakka þér fyrir að hafa fengið að lifa með þér. Hvíldu í friði. Þín Þorbjörg (Bobbý). Elsku afi minn. Mikið þótti mér óraunverulegt að standa á einni stærstu kjöt- kveðjuhátíð í heimi og fá fregnið af andláti þínu. Tilfinningarnar sem þustu um líkama minn voru nánast ólýsanlegar. Á heimleiðinni fékk ég nægan tíma til að rifja upp allar þær æðislegu minningar sem við áttum saman tveir. Þegar við sát- um við eldhúsborðið og fengum við okkur te, skáluðum: „Það hressir Bragakaffið.“ Þú skipaðir svo stór- an sess á mínum uppvaxtarárum. Ég hlakkaði alltaf svo til að fara í helgarferð til ykkar í Kópavoginn og þegar þið komuð suðureftir og gistuð. Ég man alltaf æðislegu „afa-lyktina“ þína sem ilmaði um allt húsið þegar þið voruð heima. Þú varst líka svolítill laumuprakk- ari, laumaðir að mér pening og sagðir mér að fara niður í sjoppu og fá mér samloku og kók. Ég fékk mér alltaf samloku og kók eða næstum því alltaf. Það varst líka þú sem leyfðir mér fyrstur að keyra bíl einn og óstuddur og ég velti næstum því Hyundainum þín- um. Öll skiptin sem ég spilaði manna með þér og ömmu og allar ferðirnar upp í Ölfusborgir, gönguferðirnar og sundlaugaferð- irnar. Þú gafst mér svo margar af mínum uppáhaldsminningum sem ég mun geyma við hjartað mitt að eilífu. Á erfiðum tímum í mínu lífi hugsaði ég til öryggisins hjá ykk- ur. Þú varst ein mín mesta fyr- irmynd. Ég væri allt annar maður í dag ef ég hefði ekki verið svo lán- samur að eignast þig sem afa. Megirðu hvíla í friði og ró elsku afi minn Þinn nafni Hallbjörn V. Rúnarsson. Elsku afi minn, ég kveð þig með söknuð í hjarta en samt smágleði líka því nú veit ég að þú ert kom- inn til himnaríkis og líður vonandi vel. Ég er líka búin að biðja Lúsý að passa þig vel fyrir mig en mundu bara að ég elska þig svo svo svo heitt. Kveðja Hélène Rún. Elsku besti afi minn, með sökn- uð í hjarta kveð ég þig í hinsta sinn. Ég gleðst þó líka því hvíld- inni varstu sennilega feginn og þreytt var orðin þín sál. Síðustu árin þín voru ekki eins og við hefð- um óskað. En í huga mínum eru það minningarnar um uppvaxtarár mín sem verma hjarta mitt. Ég man svo vel sumarbústað- arferðirnar sem þið amma fóruð með mig í. Allar sundlaugaferð- irnar, því að sjálfsögðu urðum við að prófa sundlaugarnar víðs vegar um landið. Ég er ennþá ekki viss hvort þér fannst svona gaman að synda eða hvort það voru umræð- urnar í heita pottinum sem toguðu í þig. Ég hugsa um síðasta skiptið sem ég náði sambandi við þig. Það var daginn áður en þú lagðir upp í þitt síðasta ferðalag. Ég sat hjá þér og gaf þér að borða skonsu með banana, sem amma hafði bak- að. Ég lagði höfuð mitt á öxl þína og sagði þér í einlægni að þú værir besti afi í heimi. Og það varst þú, afi minn. Minningarnar eru ótal margar og allar eru þær ljúfar. Það sem stendur þó upp úr er kletturinn sem þú varst, reglusem- in, staðfestan og tryggðin. Starfsfólki á deild 4 í Sunnuhlíð vil ég fyrir hönd okkar aðstand- enda færa bestu þakkir fyrir góða umönnun. Mér finnst vel við hæfi að kveðja þig með ljóði sem móðir þín orti til afa síns. Elsku besti afi í heimi, við sjáumst. Þú varst gjöf frá Guði góðum, afi kær. Þig skal mætan muna meðan hjartað slær. Orðin aldrei gleymast elskulega hlý. Vögguvísur þínar vaka minni í. Hljóp ég elsku afi upp í faðminn þinn, hönd um háls þér lagði, höfuð þér við kinn. Þá var kysst á kollinn, klappað vangann á. En hve blítt þú brostir, besti afi þá. (Sigurlaug Cýrusdóttir frá Dvergasteini á Hellissandi.) Þín Erla Björg. Með Hallbirni, móðurbróður mínum, er genginn sá síðasti úr hópi systkinanna ellefu frá Dvergasteini á Hellissandi. Halli var hlýr og skemmtilegur maður, félagslyndur og hafði gaman af því að vera innanum fólk. Hann byrjaði ungur að vinna og var dugnaðarforkur sem sá sér og sínum farborða með miklum sóma. Eftir að hann kom til Reykjavíkur lærði hann húsasmíði og varð það hans aðalstarf upp frá því. Á tíma- bilum þegar lítið var að gera fór hann til sjós á síðutogurum og gátu það verið langar útilegur. Það er engin elsku mamma með það sagði Halli. Aðstæður fólks í upp- vexti hans mótuðu viðhorfin og var hann róttækur í skoðunum. Mér er það minnisstætt frá barnæsku þegar hann lýsti með tilþrifum því mikla óréttlæti að sumir skömmtuðu sér ótæpilega á meðan aðrir bæru smánarlaun úr býtum. Að sjálfsögðu fannst mér hann hafa lög að mæla. Halli var alla tíð reglusamur. Hann þurfti ekki á víni að halda því hann var glaðsinna og skemmti sér ekki síð- ur en aðrir. Um tíma æfði hann Hallbjörn Bergmann Elímundarson ✝ Valur Guðmunds-son fæddist á Efra-Apavatni í Laugardal hinn 31. desember 1925. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 14. mars 2009. Foreldrar hans voru Guð- mundur Ásmundsson, bóndi á Efra- Apavatni í Laugardal og orgelleikari í Mos- fellskirkju í Gríms- nesi, f. í Eyvind- artungu 29.3. 1889, d. 26.12. 1967 og Jónína Kristín Þor- steinsdóttir húsfreyja, f. í Stekkholti í Biskupstungum 17.9. 1890, d. 20.12. 1963. Valur var sjötti í röð sjö systkina. Systkini Vals: Jóhanna Kristín, f. 7.4. 1914, d. 1.8. 1995; Þorsteinn, f. 20.9. 1916, d. 20.6. 1980; Ásmundur, f. 29.7. 1918, d. 24.7. 1971; Arnheiður Lilja, f. 1.7. 1920; Ágúst Karl, f. 16.1. 1922, d. 9.3.2004; Magnús, f. 25.9. 1928. Hinn 15. apríl 1957 kvæntist Val- ur Þórdísi Skaptadóttur fulltrúa, f. í Stafangri 15.12. 1928. Foreldrar f. 1991. 3) María Ýr innheimtu- stjóri, f. 9.4.1965 sambýlismaður Rúnar Sigurðsson tölvunarfræð- ingur, f. 26.8. 1964. Börn þeirra Ýmir, f. 1993 og Ylfa, f. 1994. 4) Guðmundur verkfræðingur, f. 11.10. 1966, maki Marta Kristín Lárusdóttir tölvunarfræðingur, f. 8.6.1963. Börn þeirra Lárus, f. 1994, Valur, f. 2000 og Guðrún Ýr, f. 2003. Valur ólst upp á Efra-Apavatni. Hann stundaði nám í Héraðsskól- anum á Laugarvatni. Valur lagði stund á sveitastörf og rak vörubíl í Laugardalnum þar til hann hóf nám í rafvirkjun árið 1954, hjá mági sínum Geir A. Björnssyni. Hann lauk sveinsprófi 1958 og fékk meistararéttindi 1965. Hann vann við fagið alla tíð en hóf kennslu við Iðnskólann í Reykjavík árið 1971 og var skipaður kennari við Iðnskólann 1975. Hann vann samhliða sem rafvirkjameistari skólans. Valur lauk uppeldis- og kennslufræði frá Kennaraháskóla Íslands 1976 og kenndi við Iðnskól- ann til ársins 1993. Valur hélt tengslum við sveit sína, Laugardal- inn, alla tíð og stundaði þar hesta- mennsku og silungsveiði. Útför Vals fer fram frá Bústaða- kirkju í dag, 30. mars, klukkan 13. hennar voru Marie Davidson, f. í Staf- angri í Noregi 8.3. 1895, d. 13.4. 1989 og Skapti Davíðsson, f. í Stöðlakoti í Reykja- vík 15.1. 1887, d. 11.12.1983. Valur og Þórdís hófu sinn búskap á Kleppsvegi 8 Reykja- vík, bjuggu svo í 37 ár í Brúnalandi 7 en frá árinu 2005 á Sléttu- vegi 13. Þau eign- uðust fjögur börn. Þau eru: 1) Skapti rafmagnstækni- fræðingur, f. 4.7. 1958, maki Jór- unn Gunnarsdóttir tækniteiknari, f. 21. des. 1959. Börn þeirra a) Hrönn, f. 1985, maki Árni Hrafn Svav- arsson, f. 1980, sonur þeirra Breki Hrafn, f. 2004, b) Þórdís 1987, og c) Gunnar 1990. 2) Dóra Sjöfn kennari og deildarstjóri, f. 3.9. 1959, maki Birgir Sveinsson stýrimaður, f. 7.9. 1954. Börn þeirra a) Valur tækni- fræðingur, f. 1980, sambýliskona Anna Guðrún Smáradóttir, f. 1981, b) Sturla 1985, og c) Arna Snjólaug, Laugardaginn 14. mars kvaddi afi sína nánustu og yfirgaf þetta tilverustig. Það er fyrst og fremst þakklæti sem yfirtekur sorgina og söknuðinn nú þegar ég lít yfir far- inn veg og hugsa um allar þær frá- bæru stundir sem ég átti með afa Val. Afi átti tvö heimili, annað var í Brúnalandi í Fossvoginum en hitt var í sveitinni í Útey, þar sem hann eyddi yfirleitt sumrinu í hesta- mennsku og silungsveiði. Frá þess- um stöðum á ég mínar bestu æsku- minningar. Í sveitinni fylgdi ég afa ávallt eins og skugginn, skemmtilegastar voru þó alltaf veiðiferðirnar okkar. Afi vitjaði um netin tvisvar á dag, fyrst eldsnemma að morgni og aft- ur síðdegis. Síðdegisferðina fór ég alltaf í, en erfiðara var þó að vakna eldsnemma á morgnana til að kom- ast í þá fyrri, en þegar ég náði að vakna í þá fyrri var deginum redd- að, enda aðstæður aldrei betri en snemma að morgni þegar sólin sit- ur lágt á lofti og stilla er yfir vatn- inu. Það voru góðar stundirnar sem við afi áttum úti á vatni og oft var valið á fiski dagsins erfitt. En fiskur dagsins var sá stærsti í afl- anum en ég fékk ávallt það hlut- verk að bera þann fisk sem hlaut þá vafasömu tilnefningu heim að hlaði til ömmu, sem hún svo mat- reiddi á meistaralegan hátt. Það besta við afa var að hann gaf mér alltaf þá tilfinningu að ég hefði ver- ið mikilvægur hlekkur í hverju verkefni sem ég aðstoðaði hann við og var ekki spar á hólið þegar pjakkurinn hafði staðið sig vel. Þó að það sé með miklum trega og söknuði sem ég kveð þig nú, afi minn, er þakklæti fyrir allar okkar samverustundir mér efst í hjarta. Vertu sæll, afi minn, ég óska þér góðrar ferðar yfir gresjuna miklu, þín verður sárt saknað en þangað til að við hittumst aftur áttu alltaf sérstakan stað í hjarta mínu. Valur Birgisson. Elsku afi minn, sá eini sem ég hef þekkt. Það sem ég mun alltaf muna er þinn einstaki hlátur sem var svo smitandi og þinn frábæra persónuleika. Þú fylltir hjarta mitt af visku og lærdómi, hlutum sem verða ávallt með mér. Ég veit að afi minn hefur átt stórkostlega ævi, frábæra konu, börn og síðast en ekki síst barna- og barnabarnabörn sem hafa fyllt hjarta hans af ást. Þótt við höfum fengið mismunandi mikinn tíma með þér í þessari ver- öld höfum við öll notið þess jafn- mikið og elskum þig öll afar heitt. Útey var okkur öllum sem annað heimili þar sem við áttum margar okkar bestu stundir. Ég man hvernig þessi staður veitti þér orku og andlitið ljómaði alltaf þegar þú varst kominn í sveitina. Ég hugsa oft um söguna þína um ekruna miklu þangað sem hestarn- ir fara og trúi því að þar sértu núna að gæta allra gæðinganna þinna sem hafa fallið frá. Ég kveð þig nú og óska þér góðrar ferðar yfir ekruna miklu þar sem ég mun hitta þig eftir mörg ár. Þangað til mun ávallt vera sérstakur staður í hjarta okkar sem geymir allar þær góðu minningar sem við eigum um þig. Arna Snjólaug Birgisdóttir. Þegar ég hugsa um afa Val sé ég hann fyrir mér á hestbaki á honum Bleik sínum, syngjandi ásamt fjöl- skyldu og vinum. Þessa mynd mun ég alltaf geyma með mér í hjarta mínu. Ég er nokkuð viss um að flestallir sem þekktu hann afa vita nákvæmlega hvað ég á við. Afi fylgdist með og var stoltur af öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Hann lét mig vita af því í hvert einasta skipti sem ég heimsótti hann og ömmu. Afi kom og horfði á flestar danssýningar sem ég tók þátt í og var alltaf mjög spenntur að vita hvernig mér gekk í skól- anum. Afi var svo ánægður við útskrift mína úr Verzlunarskólanum og af því tilefni hélt hann ræðu sem þeg- ar ég rifja upp núna sé og skil enn betur hversu yndislegur hann afi var. Afi minn, ég veit að þú varst alltaf að passa upp á okkur ömmu og vildir allt fyrir okkur gera en Valur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.