Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 20
20 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009 ÞAÐ URÐU merk umskipti í íslenskum stjórnmálum þegar minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna var mynduð með hlutleysi Framsóknar og rík- isstjórn Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar fór frá. Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið við völd óslitið í 18 ár. Mörgum þótti það meira en nóg. Ég tel mikilvægt að félagshyggjuflokk- arnir verði áfram við völd eftir kosningar. Samfylking og VG eru félagshyggjuflokkar. Framsókn hefur breytt um stefnu með nýrri forustu og er nú á ný fé- lagshyggjuflokkur einnig. Ég fagna breyttri stefnu Framsóknar og vænti þess, að sá flokkur geti starfað með félagshyggjuöflunum í landinu að framkvæmd félagslegra úrræða til þess að auka jöfnuð og réttlæti í þjóðfélaginu. Eftir bankahrunið er mjög mikilvægt að standa vörð um velferðarkerfið og styrkja það eftir því sem kostur er á til þess að auðvelda fólki að tak- ast á við versnandi lífskjör í kjöl- far fjármálakreppunnar. Byrjað var að efla velferðarkerfið Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafði byrjað að efla velferðarkerfið, m.a. með því að bæta kjör aldraðra og öryrkja lítillega. Byrjað var á því að bæta kjör þeirra sem voru úti á vinnu- markaði með því að draga úr tekjutengingum. Það kom sér mjög vel fyrir þá sem voru úti að vinna. Þeir þurftu þá ekki að sæta eins miklum skerðingum á trygg- ingabótum vegna atvinnutekna og áður hafði verið. Einnig var mjög mikils virði, að afnumin var skerð- ing vegna tekna maka. Það var mann- réttindamál að koma þeirri lagfæringu í framkvæmd. En það var lítið sem ekkert byrjað að bæta kjör þeirra aldraðra og ör- yrkja sem ekki voru á vinnumarkaði. Jó- hanna Sigurðardóttir setti að vísu sem fé- lagsmálaráðherra reglugerð um lág- marksframfærslu líf- eyrisþega. Var þessi lágmarksframfærsla í fyrstu ákveðin 150 þús. kr. á mánuði fyr- ir skatta hjá einstaklingum og síð- an var hún ákveðin 180 þús. kr. fyrir skatta eða 150 þús. kr. eftir skatta. Þetta var dágott fyrsta skref en alltof lág upphæð. Sam- fylkingin boðaði fyrir alþing- iskosningar 2007 að lífeyrir aldr- aðra ætti að vera sá sami og meðaltals neysluútgjöld ein- staklinga samkvæmt könnun Hag- stofunnar. Í desember sl. nam sá kostnaður 282 þús. kr. á mánuði á einstakling án skatta miðað við 150 þús. kr. lágmarksfram- færslutryggingu félagsmálaráðu- neytis. Það vantar því 132 þús. kr. á mánuði upp á að marki Samfylk- ingar frá 2007 sé náð. Að vísu ætl- aði Samfylkingin að ná þessu marki í áföngum. Aðstæður eru breyttar vegna fjármálakrepp- unnar. Það er strax byrjað að skerða kjör aldraðra að raungildi til. Finna verður leiðir til þess að bæta kjör aldraðra. Þeir lifa ekki af þeim lífeyri sem skammtaður er í dag. Ef til vill má draga úr skerðingu tryggingabóta vegna tekna úr lífeyrissjóði. Einnig má draga úr skattlagningu lífeyr- issjóðstekna og síðast en ekki síst má hækka skattleysismörkin, en þau bæta verulega kjör láglauna- fólks og lífeyrisþega. Hækkun skattleysismarka, sem fyrri stjórn ákvað, var of lítil. Auka þarf jöfnuð í þjóðfélag- inu Ef félagshyggjuflokkarnir verða áfram við völd verður væntanlega unnt að auka jöfnuð í þjóðfélaginu, m.a. með auknu réttlæti í skatta- málum. Það á að hækka skatta á þeim sem hafa góðar og háar tekjur en lækka þá á þeim sem hafa lágar tekjur. Það mætti taka hátekjuskatt upp á ný. Samfylking og VG geta væntanlega orðið sam- mála um það að innkalla allar veiðiheimildir. Báðir flokkarnir hafa sett fram hugmyndir í þá veru. Nú er komið að framkvæmd þeirra hugmynda. Samfylkingin getur ekki lengur ýtt þessu stóra hagsmunamáli fólksins í landinu á undan sér. Það er orðin almenn krafa í landinu að kvótakerfinu verði umbylt og réttlátt kerfi reist á grunni þess gamla. Mannrétt- indanefnd SÞ hvað upp úr um það, að kerfið væri ósanngjarnt og framkvæmd þess fæli í sér mann- réttindabrot. Þetta er blettur á þjóðinni. Þann blett verður af þvo af okkur. Ef Samfylking og Vinstri græn ætla að halda áfram stjórnarsamstarfi eftir kosningar, hugsanlega með aðild Framsóknar að slíkri stjórn, verður stjórnin að marka róttæka stefnu til hagsbóta fyrir vinnandi fólk í landinu og all- an almenning. Það verður erfitt að vinna að umbótum á meðan þjóðin er að vinna sig út úr kreppunni en það er unnt að dreifa byrðunum réttlátlega og bæta kjör þeirra, sem höllustum fæti standa, lág- launafólks, aldraðra og öryrkja. Við þurfum félagshyggju- stjórn eftir kosningar Björgvin Guð- mundsson vill að fé- lagshyggjuflokk- arnir verði áfram við völd eftir kosn- ingar »Ef félagshyggju- flokkarnir verða áfram við völd verður væntanlega unnt að auka jöfnuð í þjóðfélag- inu, m.a. með auknu réttlæti í skattamálum Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. ÞAÐ er dapurlegt að fylgjast með um- ræðum um hvalveiðar þessa dagana. Stór hluti þjóðarinnar lýsir yfir stuðningi við veiðarnar, með þær forsendur að baki að þær hafi jákvæð áhrif á efnahaginn og skapi töluverðan fjölda starfa, eða allt að 300. Þar á móti heyrast mótmæl- araddir úr ýmsum áttum, sem benda á þá staðreynd að veiðarnar skaði ímynd landsins og aðrar at- vinnugreinar, eins og hvalaskoðun, og íslensk fyrirtæki erlendis. Þær raddir sem minnast á vel- ferð dýranna sjálfra eru fljótt af- skrifaðar sem eitthvert dýravernd- unarbull, yfirleitt af hvalveiðimönnunum sjálfum sem keppast við að vernda eigin hags- muni, enda snýst þetta allt um pen- inga og aftur peninga. Það sorglegasta við þessa op- inberu umræðu um hvalveiðar er að það vantar allt umtal um hval- slátrunina sjálfa. Það er því líkast að allir „skammist“ sín eitthvað fyrir að skjóta þeirri mikilvægu, ef ekki langmikilvægustu umræðu upp á yfirborðið. Oft er það ekki nema þegar mál- ið viðkemur manninum sjálfum, að fyrst er opnað fyrir siðferðislega hugsun. Fyrr á tímum gafst yfirleitt lítill tími til að hugsa um annað en lífs- afkomu, og þar af leiðandi minna hugsað um tilveruna í kringum okkur. Nú á dögum hins vegar leggjum við upp úr því að slátra dýrum til matar og útflutnings á „mannúðlegan hátt“, og veita þeim að minnsta kosti vott af virðingu í leiðinni, með því að enda líf þeirra á „miskunnsamlegan“ hátt. Ef horft er blint framhjá vist- fræðilegu og efnahagslegu rök- unum fyrir því að banna hvalveiðar, sem eru í þessu tilviki einkum aug- ljós, þá situr eftir spurningin hvort rétt- lætanlegt sé að slátra allt að 1.500 vits- munaverum, á þessu fimm ára tímabili. Slátrun þar sem virð- ingin er síst í forgangi. Það er engin trygg- ing fyrir því að slátr- unin sé ekki grimm- úðleg, og að hvalurinn kveljist ekki mínútum saman, allt upp í klukkustund. Það er ljóst hverjum hugsandi manni sem vinnur í nánd við dýrin – þá meina ég við annað en að murka úr þeim lífið – að hvalir eru vitsmunaverur sem eiga betra skilið. Upptökuvélafælni hvalveiði- manna gerir þetta heila mál alveg einstaklega vandræðalegt, en oftar en ekki er skutlinum pakkað niður og veiðum frestað þegar upptöku- vélar eru óvænt til staðar. Nú er tími til kominn að fólk spyrji sig hvort það vilji vera hluti af því vitsmunasamfélagi sem við teljum okkur vera, sem forgangs- raðar virðingu og tillitssemi gagn- vart öðrum lífverum og náttúru, á eftir efnahag og eigin hagsmunum. Að sjálfsögðu er það vitfirring að leyfa þessar veiðar yfirhöfuð, en það er ekki meginmálið. Það sem skiptir mestu máli er að draga til baka þessa sjálfhverfu ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, ekki á efnahagslegum forsendum, heldur þeim vitsmunalegu. Hvalir, firring og mannremba Sigurberg Rúriks- son skrifar um hvalveiðar Sigurberg Rúriksson »Nú er tími til kominn að fólk spyrji sig hvort það vilji vera hluti af því vitsmunasam- félagi sem við teljum okkur vera … Höfundur er nemandi í Fjölbrauta- skólanum við Ármúla á nátt- úrufræðibraut.                                      !         " # $ % &      ' (      ) *           )  (   )    ($  &   +  $ " %  ,  $ " ,  -      &  ,  .  $  /  0      .  )   1 )        &    )    Vignir Sigurpálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.