Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson og Ragnar Axelsson GÖTURNAR kvíslast um Urr- iðaholtið, en umferð er ekki mikil um svæðið. Á einstaka stað eru iðn- aðarmenn að störfum í slakkanum ofan við vatnið. Náttúran er einstök á þessu svæði enda miðaðist skipulag hverfisins við tengingu við náttúr- una. Rætt var um tímamótaverkefni við uppbyggingu nýs bæjarhluta þegar framkvæmdin var kynnt í apríl árið 2007. Metnaðarfullt skipulagið hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar og mikla umræðu. Farið var að selja lóðir á svæðinu fyrri hluta árs 2007 og var talsverð eftirspurn fyrstu mánuðina. Síðan hægðist á og eftir bankahrunið hefur nánast allt verið í frosti. Ráðgert var að í suðurhlíðum Urr- iðaholts, ofan við Urriðavatn, yrði risið myndarlegt íbúðahverfi í árslok 2014 með 4.400 íbúum í 1.625 íbúð- um. Þar yrði jafnframt atvinnu- og þjónustuhúsnæði á um 150 þúsund fermetrum í viðskiptastræti á norð- anverðu holtinu. Áætlað er að fjögur til fimm þúsund manns starfi þar. Innan við 10 byggingaleyfi hafa verið gefin út Fyrstu lóðirnar fyrir um 350 íbúðaeiningar á vestursvæðinu voru byggingahæfar og gatnagerð lokið af hálfu bæjarins á miðju síðasta ári. Ráðgert er að í þessum fyrsta áfanga verði um eitt þúsund íbúar. Þær upp- lýsingar fást núna að rúmlega helm- ingur lóða í áfanganum hafi verið verið seldur, en á heimasíðu Urr- iðaholts ehf. segir í frétt frá 19. nóv- ember 2007 að alls hafi lóðir undir 278 íbúðir verið seldar í Urriðaholti. Sala á lóðum segir þó aðeins hluta sögunnar, því innan við 10 bygg- ingaleyfi hafa verið gefin út af bygg- ingafulltrúanum í Garðabæ. Eitt hús er langt komið í byggingu, en nokkr- ir aðrir hafa byrjað framkvæmdir. Lóðaverð tekur mið af staðsetn- ingu og stærð og kemur fram, á heimasíðu Urriðaholts ehf., að verð fyrir þær einbýlishúsalóðir sem eru óseldar er á bilinu frá 17,9 milljónum króna upp í 24 milljónir. Verðið hefur ekki lækkað frá því sem auglýst var á síðasta ári. Það er félagið Urriðaholt sem stendur fyrir framkvæmdum í sam- nefndu holti. Eigendur Urriðaholts ehf. eru Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowreglunnar með 2/3 hluta í félaginu, en sjóðurinn á mikið land í Heiðmörkinni, og félagið Visk- usteinn ehf. er með þriðjung hluta- fjár. Aðaleigendur þess félags eru þeir bræður Jón og Sigurður Gísli Pálmasynir. Auk landsins sem Oddfellowregl- an lagði inn í félagið hefur Urriðaholt ehf. lagt í mikinn kostnað vegna und- irbúnings og skipulags. Sá kostnaður fæst ekki gefinn upp, en mun vera yf- ir 500 milljónir króna. Kostnaður Garðabæjar við gatna- gerð í fyrsta áfanga er um 550 millj- ónir króna. Urriðaholt ehf. mun vera ábyrgt fyrir kostnaði af gatnagerð. Garðabær hefur fengið greiddar 350 milljónir af kostnaði sínum og hefur tryggingar fyrir þeim 200 milljónum sem eru útistandandi. Garðabær fer með skyldur sveit- arfélags á svæðinu og annast m.a. gatnagerð og innheimtir gatnagerð- argjöld. Urriðaholt ehf. selur hins vegar byggingarréttinn að lóðum á svæðinu ásamt tilheyrandi leigulóð- arréttindum. Til að tryggja skjóta og vandaða uppbyggingu „Til að tryggja skjóta og vandaða uppbyggingu skóla, íþróttamann- virkja og sundlaugar hefur Urr- iðaholt ehf. skuldbundið sig til að leggja rúmlega 1,3 milljarða króna til þessara verkefna,“ segir í frétta- tilkynningu Garðabæjar og Urr- iðaholts frá 20. apríl 2007. Framlagið greiðist hlutfallslega á hverja íbúð jafnóðum og byggingarleyfi fyrir einstakar lóðir eru gefin út. Byrjað er að hanna skóla, leik- skóla og íþróttamannvirki í hverfinu, en bærinn fær ákveðna upphæð af hverri seldri lóð til uppbyggingar þessara mannvirkja. Hönnun grunn- og leikskóla byggist á hug- myndafræði hverfisins og verður um svokallaðan náttúruskóla að ræða. Arkitektar hafa skilað inn frum- hönnun en framkvæmdum verður væntanlega áfangaskipt og byggt upp í samræmi við uppbyggingu í hverfinu og fjölgun barna á skóla- aldri. Tímasetningar liggja ekki fyr- ir. Á síðasta ári greiddi Garðabær 22 milljónir króna fyrir hönnun. Meðal verkefna bæjarins í ár er að malbika götur í Urriðaholti. Lóðir í Urriðaholti voru bæði seld- ar til fyrirtækja og einstaklinga und- ir einbýlishús, parhús, raðhús og lítil fjölbýli með fjölbreyttar stærðir íbúða. Mikil vinna var lögð í að skipu- leggja Urriðaholt með það fyrir aug- um að íbúar fái sem best notið úti- vistar og nálægðar við Urriðavatn og Heiðmörk. Í skipulagsvinnu var unn- ið með forsendur sjálfbærrar þróun- ar að leiðarljósi og áhersla lögð á að Urriðaholt skari fram úr í umhverf- ismálum. Meðal annars má nefna að til að tryggja náttúrulegan vatnsbúskap í Urriðavatni átti úrkoma ekki að renna í hefðbundin niðurföll heldur beint út í jarðveginn. Enn fremur var kveðið á um í skilmálum að notuð verði vistvæn byggingarefni. Talsvert hefur verið um að kann- aðir hafi verið möguleikar á að skila lóðum, en slíkt er ekki mögulegt, að sögn Jóns Pálma Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Urriðaholts ehf. Ekki er um úthlutun sveitarfélags að ræða, heldur sölu fyrirtækis, sem hefur lagt í kostnað vegna uppbygg- ingarinnar. Frestun á byggingu húss fyrir Náttúrufræðistofnun Af einstökum fyrirtækjum sem keyptu lóðir í Urriðaholti voru Ís- lenskir aðalverktakar stórtækastir. Fyrirtækið keypti heila götu í Urr- iðaholti, Mosagötu, og hugðist ÍAV byggja þar 77 íbúðir. ÍAV hefur ekki hafist handa frekar en aðrir sem keyptu lóðir undir fjölbýlishús. Þar á bæ bíða menn átekta og meta mögu- leikana í stöðunni. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þáver- andi umhverfisráðherra, tók fyrstu skóflustungu að nýju húsi Nátt- úrufræðistofnunar Íslands í Urr- iðaholti um mitt síðasta sumar. Það verður 3.500 fermetrar að stærð og á að standa við Jónasartorg, vestast á Urriðaholti. Ráðgert var að stofn- unin flytti í lok þessa árs og þar með myndi ljúka hálfrar aldar bið eftir varanlegum heimkynnum. Urriðaholt ehf. hafði samið við Ís- tak um að byggja húsið fyrir Urr- iðaholt, sem verður eigandi þess, en Náttúrufræðistofnun hefur gert leigusamning til 25 ára. Fjármögnun framkvæmda lá fyrir síðastliðið haust þegar bankarnir féllu, en nýi Landsbanki hefur ekki endurnýjað samninga um lánsloforð. Búið var að taka grunninn, setja upp vinnubúðir og hönnun hússins er að fullu lokið. Verkefninu hefur verið frestað í sam- ráði við Náttúrufræðistofnun meðan unnið er að fjármögnun. Á háholtinu ráðgerir Grund, dval- ar- og hjúkrunarheimili, að reisa Fyrirmyndarhverfi Í HNOTSKURN »Rammaskipulag fyrir Urr-iðaholt í Garðabæ fékk í lok árs 2007 verðlaun fyrir áherslu á lífsgæði í borg- arskipulagi, frá samtökunum Livable Communities. »Til að tryggja nátt-úrulegan vatnsbúskap í Urriðavatni er úrkoma ekki látin renna í hefðbundin nið- urföll heldur beint út í jarð- veginn. »Listaverkið Táknatréðstendur á Urriðaholti, en það er samstarfsverkefni Gabríelu Friðriksdóttur og fleiri. » Íbúar í Urriðaholti fá aðkostnaðarlausu heimavörn Securitas í eitt og hálft ár. »Golfklúbburinn Oddur ogUrriðaholt ehf. sömdu um að fyrstu skráðir íbúar í fyrsta áfanga Urriðaholts er tryggð- ur aðgangur að Oddi. Framtíðarsýn Mikil vinna var lögð í skipulagningu Urriðaholts með það fyrir augum að íbúar fái notið útivistar og nálægðar við náttúruperlur. Grænir geirar ganga í gegnum hverfið og þjóna sem útivistarsvæði og gönguleiðir. Hægagangur Stefnt var að markvissri uppbyggingu í Urriðaholti með skýrt afmörkuðum byggingartíma. Þær áætlanir  Eitt hús komið vel á veg í Urriðaholti  Lóðaskil ekki möguleg í hverfinu  Ekki er byrjað á skólabyggingum Fasteignabólan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.