Morgunblaðið - 30.03.2009, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.03.2009, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „Í ÞESSUM kaflaskilum í lífi þjóðarinnar höfum við nú svarað kallinu um breytingar og tekið til við að skrifa nýjan kafla í sögu flokksins okkar,“ sagði Bjarni Benediktsson, nýkjörinn formað- ur Sjálfstæðisflokksins, þegar hann ávarpaði fundargesti á landsfundi flokksins í Laugardals- höll í gær. Bjarni fékk 990 at- kvæði af 1.705 greiddum atkvæð- um eða 58,1%. Kristján Þór Júlíusson, sem einnig hafði lýst yfir framboði í embætti formanns, fékk 688 at- kvæði eða 40,4%. Bjarni þakkaði Kristjáni fyrir „snarpa og góða“ kosningabaráttu og sagði að hún hefði verið Kristjáni til sóma. Bjarni gagnrýndi Samfylk- inguna harðlega í ræðu sinni án þess að nefna flokkinn á nafn. Hann sagði að hjól atvinnulífsins færu ekki að snúast ef hér væru við völd stjórnmálaflokkar sem í „stefnuleysi láta berast fram og til baka með síbreytilegum straum- um dægurumræðunnar, vegna þess að helsta stefnumál þeirra er að koma vel út í skoðanakönn- unum“, sagði Bjarni og salurinn tók undir með dynjandi lófa- klappi. Hann sagði að endurreisn atvinnulífsins, þetta stærsta vel- ferðarmál samtímans, næði þá og því aðeins fram að ganga ef sá stjórnmálaflokkur fengi braut- argengi, sem alla tíð hefði skilið og borið virðingu fyrir þeirri stað- reynd að „órjúfanleg tengsl“ væru á milli öflugs atvinnulífs og vel- ferðar fólksins í landinu. „Sá flokkur er Sjálfstæðisflokkurinn,“ sagði Bjarni. Kristján bar sig vel þrátt fyrir ósigur. Hann lagði áherslu á að flokksmenn stæðu saman um þann ágæta og góða dreng sem Bjarni Benediktsson væri. „Ég munstra mig í áhöfn Bjarna Bene- diktssonar,“ sagði Kristján og voru orðin viðeigandi í ljósi þess að Kristján er gamall skipstjóri. Árangur Kristjáns þykir merki- legur í ljósi þess að hann tilkynnti fyrir aðeins viku að hann byði sig fram í embætti formanns. „Ég hef verið viku við þetta verkefni með mínu fólki og tíminn knappur. Þessi árangur er mjög góður þótt Kynslóðaskipti í flokknum  Bjarni Benediktsson nýr formaður Sjálfstæðisflokksins og Þorgerður Katrín fékk yfirburðakosningu í embætti varaformanns  Kristján Þór styrkti stöðu sína  Óvissa um stefnu í gjaldmiðilsmálum Morgunblaðið/Ómar Ný forysta Bjarni sagði að sameiginlegt verkefni allra væri að endurheimta traust landsmanna. „ENDANLEG ályktun fundarins ber með sér að um málamiðlun sé að ræða milli mismunandi viðhorfa,“ segir Friðrik Sophusson, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæð- isflokksins og ráðherra, um ályktun landsfundar um Evrópumál. „Ályktunin breytir að mínu mati afstöðu flokksins þar sem nú er viðurkennt að ýmis álitamál verði aðeins skýrð í viðræðum við Evrópusambandið og að þjóðin eigi að skera úr í málinu enda málið stórt og umdeilt og ekki eingöngu á forræði stjórnmálaflokka. Hins vegar er bent á að endurnýjað hagsmunamat hafi ekki leitt til grundvallarbreytinga á af- stöðu flokksins en það þýðir að flokkurinn muni ekki hafa frumkvæði að viðræðum að sinni. Aðalatriðið að mínu áliti er að ný for- ysta sé sífellt að láta skoða málið og end- urmeta hagsmuni Íslands í ljósi breyttra aðstæðna því þannig getum við unnið tíma ef nýjar aðstæður koma upp,“ segir Frið- rik. Hann hefur aldrei lýst því yfir að Ís- landi eigi að ganga í ESB, hann hefur hins vegar talið að umsókn um aðild gæti skýrt málin. „Ég held að það sé eitthvað sem við þurfum á að halda fyrr en síðar þegar við erum að koma okkur út úr þessari kreppu,“ segir Friðrik. thorbjorn@mbl.is Málamiðlun um Evrópumál Friðrik Sophusson Aflamarkskerfi með framselj- anlegum heim- ildum hefur skilað þjóðarbúinu mikl- um ávinningi, segir í ályktun lands- fundar Sjálfstæð- isflokksins um sjávarútvegsmál. Landsfundur telur að hagsmunum ís- lensks sjávarútvegs sé betur borgið utan ESB en innan, enda sé sjávarútvegsstefna sambandsins andstæð hagsmunum íslensks sjávarútvegs og þar með íslenskra sjáv- arbyggða. Hart var deilt í umræðum um ályktunina á laugardeginum. Guðmundur Halldórsson, fyrrverandi formaður Eld- ingar, félags smábátaeigenda á Vest- fjörðum, gagnrýndi tilvist kvótakerfisins harðlega. „Kvótakerfið er krabbamein sjávarútvegsins. Krabbameinið er komið á það stig að það er ólæknandi, burt með meinið, burt með kvótakerfið,“ sagði hann. Árétta stuðning við kvótakerfi „STEINGRÍMUR J. er hinn nýi Skattmann og skikkjan hefur verið send með hraðpósti frá Bessastöðum. Skatt- mann er mættur aftur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir er hún ávarpaði landsfund Sjálfstæðisflokksins á laugardag en hún hlaut í gær yfirburðakosningu í emb- ætti varaformanns og hlaut 80,4% atkvæða. Þorgerður Katrín sagði að hún myndi ávallt standa að baki nýkjörins formanns. Allir sjálfstæðismenn þyrftu að fara út af fundinum baráttuglaðir og berjast fyrir þjóðina. „Bjarni, við verðum að klára þetta dæmi,“ sagði Þorgerður Katrín. „Koma svo, áfram Ísland. Berjast, berjast berjast,“ sagði hún síðan að íþróttasið og upp- skar mikil fagnaðarlæti fundarmanna. Í framboðsræðu sinni á laugardag var Þorgerður á persónulegu nótunum. „Það sem mest tók á voru erfið veikindi litlu dóttur okkar. Þegar hún náði bata sem var kraftaverki líkastur, guði sé þökk, var gleðin svo mikil að áhyggjur af öðru urðu sem hjómið eitt.“ Hún sagðist telja að hún yrði dæmd af sínum verkum sem varafor- maður. Hún sagðist telja að kona þyrfti ekki að svara fyrir starf og laun eiginmanns síns, en Kristján Arason, eiginmaður Þorgerðar, var sem kunnugt er fram- kvæmdastjóri einkabankaþjónustu hjá Kaupþingi. thorbjorn@mbl.is Þorgerður varaði við nýjum Skattmann og fékk 80,4% Sagði að sjálfstæðismenn þyrftu að berjast fyrir þjóðina Morgunblaðið/Ómar Hylltur Geir H. Haarde var hylltur með dynjandi lófa- klappi og var klappað í takt til að sýna Geir virðingu. BJARNI Benediktsson sagðist í gær þeirrar skoð- unar að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins. Þetta vekur spurningar um hvaða leið Bjarni vilji fara í gjaldmiðilsmálum. Í við- tali við Fréttablaðið 21. mars sagðist hann ekki hlynntur einhliða upptöku evru. „Rætt hefur verið um einhliða upptöku annarrar myntar, en ég tel að í gjaldmiðilsmálum sé enginn kostur jafnsterkur og evran með ESB-aðild í stað krónunnar,“ sagði hann. „Ég hef ávallt sagt að ég teldi að hagsmunum okk- ar væri best borgið utan ESB,“ segir Bjarni. „Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur verið byggð á hags- munamati hverju sinni. Við eigum enga valkosti í gjaldmiðilsmálum fyrr en við höfum komið á efna- hagslegu jafnvægi að nýju á Íslandi. Það þarf að end- urnýja peningastefnuna og umræðan um Evrópu- sambandið er drifin áfram af kröfunni um breytingar í gjaldmiðilsmálum. Ég hef ákveðinn skilning á því vegna þess að evran er betri kostur í samstarfi við ESB heldur en einhliða upptaka án samstarfs. Hins vegar er heildarmat á hagsmunum sem leiðir til þeirrar niðurstöðu flokksins að okkar hagsmunum sé betur borgið utan ESB heldur en að fara þá leið,“ segir Bjarni. Ekki hlynntur einhliða upptöku evru ég hefði vissulega viljað hafa sig- ur. Yfirlýsing fundarins við þessa nýju forystu er mjög traust og ég styð hana heils hugar,“ segir Kristján. Landsfundarfulltrúar sem blaðamaður ræddi við í Laug- ardalshöll voru almennt ánægðir með hvernig Kristján tók ósigr- inum. Og þykir hann hafa styrkt stöðu sína innan flokksins með þessu góða fylgi. Aldrei hafa fleiri tekið þátt í landsfundi flokksins en tæplega 2.000 manns voru á fundinum þegar flest var.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.