Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 31
527. og 528. leiksýning Leik-félags Reykjavíkur markavonandi ákveðin tímamót íleikhússögu okkar. Í fyrsta
skipti, svo ég muni eftir, bregst ís-
lenskt atvinnuleikhús samstundis við
atburðum sem eru að gerast í núinu.
Inn í oftast óhagganlega verk-
efnaskrá hefur annars vegar verið
skotið með nánast engum undirbún-
ingi tíu mínútna ákalli breska rithöf-
undarins Caryl Churchill vegna voða-
verkanna í Palestínu og hins vegar er
verkefni sem átti að fjalla um far-
andverkamenn orðið á mettíma að
verki um hrunið. Það verður athygl-
isvert að fylgjast með hvernig áhorf-
endur bregðast við þessari nýjung.
Hvort þetta er upphaf að stærri
breytingum á hefðbundnu leik-
húsformi okkar og samtali sviðs og
áhorfenda?
Það eru þaulvanir menn í leik-
hústilraunum sem standa að sýning-
unni. Tónskáldið Hallur Ingólfsson,
leikritaskáldið Jón Atli Jónasson og
leikarinn og leikstjórinn Jón Páll
Eyjólfsson hafa allir í nokkurn tíma
fengist við ýmiss konar andleikhús í
póstmódernískum skilningi – þar sem
hvorki er hirt um línulega frásögn og
hefðbundnar reglur né lögmál Arist-
ótelesar og Stanislavskis – og nú
stíga þeir saman stórt skref. Sam-
kvæmt aldagamalli hefð fá þessir svo-
kölluðu aðstandendur sýningar, leik-
skáld, leikstjóri, tónskáld, jafnan að
rexa í og ráðskast með leikara í tvo til
þrjá mánuði, en einungis sjálfir að
stíga í eina mínútu á svið í lok frum-
sýningar og verða svo að láta sig
hverfa úr leikhúsinu, ofurselja það
sem þeir oft telja „sitt“ hugverk eft-
irleiðis og alfarið leikurum. Þessir að-
standendur hafa nú einfaldlega ýtt
leikurunum út af sviðinu, enginn
flækist þar fyrir þeim lengur, þeir
gera þetta bara allt sjálfir! Þó ekki
væri nema vegna þessarar uppreisn-
ar gegn ofríki leikarans í íslensku
leikhúsi, sem margir leikmyndateikn-
arar hefðu glaðir tekið þátt í, þessa
lævísa brandara, gæfi ég sýningunni
fimm stjörnur, væri ég ekki alfarið á
móti stjörnugjöf í samskiptum
manna. Jón Atli og Hallur komast
líka ótrúlega vel frá hinum ýmsu hlut-
verkum sínum. Hversdagslegur leik-
stíllinn, spuna-ramminn, hentar þeim
vel og hugvitssamlega lætur leik-
stjórinn – því það er þarna leikstjóri –
þegar mest reynir á kunnáttu leik-
arans tvo atburði gerast samhliða;
mónótónn er brotinn upp af þöglum
farsaundirleik.
Það stendur glæsikerra á sviðinu
þegar komið er inn í salinn. Annars er
eins og maður sé staddur baksviðs,
Potemkim-tjöld gærdagsins afhjúp-
ast: þau eru bara þunnur, illa smíð-
aður rammi. Leikmunir eru eins og
sóttir eftir hendinni úr leikmuna-
geymslunni. Inn kemur m.a. geitin
hans Albees orðin að íslensku lambi á
eyðieyju og magnarar, hljóðnemar,
flatskjáir koma rúllandi beint úr
hljóðdeildinni. Leikskráin mín (engar
tvær eru eins) er samkvæmt þörf
dagsins endurunnin úr dagskrá milli-
þings SUS í Eyjum. Þórlindur Kjart-
ansson brosir aftan á grein sem sögð
er úr ítalska blaðinu íl Manifesto eftir
Hauk Má Helgason. Allt vinnur þetta
gegn þeirri fortíð sem sviðsetning í
leikhúsum raðar oftast upp fyrir
áhorfandann: Við „erum hér“ í núi
hrunsins, stundum áhorfendur,
stundum sem lömb, stundum sem
lamað lið í öllu ruglinu, að halda
framhjá Smáralind með Kringlunni,
góflandi í okkur hamborgurum, gláp-
andi á flatskjái. Og þeir eru enn
hérna útrásarvíkingarnir, sullandi í
sig kókeitrinu, því sem við hellum of-
an í börnin áður en þau ná máli, ekki
hinu sem er dýrt; plana þemað á
næsta afmæli sem toppað geti
mannátið síðast, opna sitt innsta eðli
fyrir áhorfendum. Og höfðingjar
framkvæmdavaldsins eru líka mætt-
ir, hátíðlegir eða vææælandi yfir fót-
brotum sínum. Húmorinn er oft kol-
svartur, svartari en hjá
Spaugstofunni, alþýðlegur, eins og
hann var framinn á markaðstorgum!
Eða eru hirðfíflin mætt á staðinn? Og
þar fer Jón Páll, auðvitað, mest á flug.
Ég skemmti mér konunglega, þótt
skömm sé frá að segja, og var gripin
hræðilegri innilokunarkennd, löngun
til að flýja andspænis hryllilegri
framtíðarsýninni í lokin. Þó var ekki
allt jafn nýstárlegt og greiningin gat
ef til vill í heild verið skarpari og
dýpri. Ég segi, ef til vill, því jafnvel sá
sem gerir ríkar kröfur til leikhússins
getur varla ætlast til að á þessari
stundu – þar sem við erum – geti það
frekar en aðrir töfrað fram nothæfar
greiningar.
Brandara-
kallar
Þú ert hér „Húmorinn er oft kolsvartur, svartari en hjá Spaugstofunni, alþýðlegur, einsog hann var framinn á
markaðstorgum? Eða eru hirðfíflin mætt á staðinn? Og þar fer Jón Páll, auðvitað, mest á flug,“ segir í dómnum.
Leikfélag Reykjavíkur
Þú ert hér
Höfundur: Mindgroup. Leikstjóri:
Mindgroup. Leikmynd: Mindgroup. Tón-
list: Mindgroup. Lýsing: Mindgroup.
Sýningarstjórn: Kári Gíslason. Mind-
group: Jón Páll Eyjólfsson, Jón Atli Jón-
asson og Hallur Ingólfsson.
Nýja sviðið, föstudaginn 27. mars 2009
kl. 20.00
MARÍA
KRISTJÁNSDÓTTIR
LEIKLIST
Menning 31LEIKLIST
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009
Franski rithöfundurinnMarie Darrieussecq ervinsæll höfundur í heima-landi sínu. Skáldverk
hennar hafa hlotið margar við-
urkenningar og verið þýdd á mörg
tungumál. Sædýrasafnið er fyrsta
leikrit höfundar og var það skrifað
sérstaklega fyrir Þjóðleikhúsið.
Sýningin er unnin í samstarfi við
Centre Dramatique National Or-
léans/Loiret/Centre og við franska
leikstjórann Arthur Nauzyciel sem
kom hingað til lands 2007 og setti
upp Ímyndunarveikina eftir Molière
í Þjóðleikhúsinu. Aðstandendur sýn-
ingarinnar koma frá fjórum löndum
en verkið verður einnig sýnt síðar í
ríkisleikhúsinu í Orléans.
Verkið fjallar um tvær fjölskyldur
sem neyðast til að dvelja saman á
gömlu sædýrasafni sem er í umsjón
annarrar þeirra. Tíminn er óræður,
getur þó verið í nútímanum eða í ná-
inni framtíð. Stríð hefur geisað en
óljóst er hvort því er lokið. Fjöl-
skyldurnar telja sig hólpnar í bili en
ógnin vofir sífellt yfir og óvinir í
næsta nágrenni. Matur er af skorn-
um skammti og hefur fólkið þurft að
leggja sér ýmislegt óætilegt til
munns eða selja líkama sinn til að
lifa af.
Sjálfur söguþráðurinn er óljós.
Áhorfendur geta einungis getið sér
til um hvað hefur gerst, hvað er að
gerast og hvað mun gerast. Þetta er
ástand.
Í leikskrá segir höfundur að hún
hafi skrifað leikritið „… án grein-
armerkjasetningar og leiklýsinga, í
hálfgerðum stikkorðastíl“ og láti
leikstjóra eftir að setja textann á
svið. Þessi stikkorðastíll er auðsær.
Senur eru stuttar og textinn á þá
leið að hann gæti komið hvar sem er
í sýningunni. Efni leikritsins er
áhugavert, þörf mannsins að lifa af.
Textinn er draumkenndur og oft fal-
legur. Sjón þýddi verkið í náinni
samvinnu við höfundinn og er text-
inn alþýðlegur og lítt háfleygur eins
og stundum bregður fyrir í franskri
nútímaleikritun.
En þrátt fyrir áhugavert efni og
fagran texta er ýmsu ábótavant ef
litið er á sýninguna sem leikverk.
Eins og áður sagði er þarna um að
ræða ástand eða nánast gjörning og
hefur tilraun leikstjórans Arthurs
Nauzyciels til að setja þetta í leik-
ritsbúning ekki tekist sem skyldi og
týnast sumar af hugleiðingum höf-
undar í óþarfa umgjörð.
Leikarar standa sig með prýði, þó
er eins og leikstjórnin dragi úr
raunverulegri persónusköpun og
textaflutningi. Þar er ekki við leik-
ara að sakast. Það sem stendur upp
úr er leikur Vigdísar Hrefnu og Ív-
ars Arnar. Þeirra leikur er trúastur
verkinu að því leyti að hann tengist
absúrdismanum sem þarna er á
ferð. Einnig er ótrúlegt sæskrímsli,
sem leikið er af Damien Jalet, hluti
af íbúum safnsins. Frábærar hreyf-
ingar þessara persóna, tvíburanna
og sæskrímslisins, eru undir stjórn
Ernu Ómarsdóttur og má glöggt
greina einkenni hennar. Tónlist
Barða Jóhannssonar er falleg og
ógnvænleg í senn og er hún mjög
vel útsett fyrir sýninguna.
Leikmyndin er ekki beint fögur.
Plasti er komið fyrir um alla veggi
og gólf og stór plastkúla er fyr-
irferðarmikil á sviðinu, kannski of.
Vatn er umtalsverður hluti sýning-
arinnar og má vera að plastið og
vatnið gefi hugmynd um sæ-
dýrasafn.
Segja má að Sædýrasafnið sé í
senn leikrit og myndlistarsýning.
Sem leikrit hefur það vissa ann-
marka sem fyrr segir. Ef við lítum
hins vegar á hið myndræna má
segja að hér sé áhugaverð myndlist-
arsýning unnin upp úr hugleið-
ingum ágæts höfundar.
Um fólk og furðudýr
Ljósmynd/Frédéric Nauczyciel
Sædýrasafnið „Verkið fjallar um tvær fjölskyldur sem neyðast til að dvelja
saman á gömlu sædýrasafni sem er í umsjón annarrar þeirra.“
Þjóðleikhúsið
Sædýrasafnið, Marie Darrieussecq
Leikarar: Björn Hlynur Haraldsson, Da-
mien Jalet, Elva Ósk Ólafsdóttir, Ívar
Örn Sverrisson, Margrét Vilhjálms-
dóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Valur
Freyr Einarsson og Vigdís Hrefna Páls-
dóttir.
Leikmynd og búningar: Giulio Lichtner.
Lýsing: Scott Zielinski. Tónlist: Barði
Jóhannsson. Sviðshreyfingar: Erna Óm-
arsdóttir og Damien Jalet. Þýðing: Sjón.
Leikstjórn: Arthur Nauzyciel.
Frumsýning í Kassanum, föstudaginn
27. mars
INGIBJÖRG
ÞÓRISDÓTTIR
LEIKLIST