Morgunblaðið - 30.03.2009, Síða 9

Morgunblaðið - 30.03.2009, Síða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009 FERSKIR ÁVEX TIR FERSKT GRÆN METI ótrúlegt úrval! fyrst og fremst ódýr! HREIN SNILLD Drjúgt, fjölhæft og þægilegt... Gott á: gler plast teppi flísar stein ryðfrítt stál fatnað áklæði tölvuskjái omfl. ATH. frábært á rauðvínsbletti og tússtöflur S. 544 5466 • www.kemi.is • kemi@kemi.is Eftir Þorbjörn Þórðarson og Magnús Halldórsson GEIR H. Haarde, fráfarandi formað- ur Sjálfstæðisflokksins, sagði í ávarpi á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gærmorgun að Davíð Oddsson, fyrr- verandi formaður flokksins, forsætis- ráðherra og seðlabankastjóri, hefði vegið með ómaklegum og óverðskuld- uðum hætti að Vilhjálmi Egilssyni og starfi endurreisnarnefndar Sjálf- stæðisflokksins í ræðu deginum áður. Geir sagði að hann hefði gefið Vil- hjálmi Egilssyni bestu meðmæli í starfið. Hann hrósaði einnig Vilhjálmi og sagði hann hafa staðið sig vel í starfi sem formaður endurreisn- arnefndar. Hann lagði einnig til að landsfundarfulltrúar greiddu atkvæði og samþykktu ályktun um end- urreisn atvinnulífsins til þess að sýna tillögum nefndarinnar og starfi Vil- hjálms stuðning. Fundargestir gengu út Davíð, sem flutti óvænta ræðu á landsfundinum á laugardaginn, fór mikinn og sagði „útrásarvíkingana hafa átt sameiginlega eina ósk“; að koma sér úr Seðlabankanum. Hann gagnrýndi endurreisnarskýrslu Sjálf- stæðisflokksins harkalega og sagði hana illa skrifaða og þar væru marg- ar rangfærslur. Sagði hann ekki trú- verðugt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að láta þann mann, sem Hreiðar Már Sigurðsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason hefðu fengið til þess að stýra Samtökum atvinnulífs- ins, hlutast til um gerð siðareglna fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn. Þar átti hann við Vilhjálm Egilsson, fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnulífs- ins. Nokkrir fundargestir gengu út þegar þessi orð féllu, og fór kliður um salinn. „Mér finnst þessi ummæli al- mennt séð mjög ómakleg, ekki bara í minn garð heldur líka í garð þessara 80 einstaklinga sem voru virkir í vinnuhópunum og tóku að sér að skrifa þetta rit,“ segir Vilhjálmur. Davíð fór vítt og breitt yfir hið póli- tíska svið og margendurtók að hin „verklausa vinstri stjórn“ Samfylk- ingarinnar og Vinstri grænna hefði valdið „stórkostlegu tjóni“. Í lok ræðu sinnar sagði hann alveg ljóst, að ef vinstristjórn yrði við völd eftir kosningar myndi kreppan dýpka um „að minnsta kosti fjögur ár“. Davíð gerði margsinnis hlé á ræðu sinni þar sem fundargestir klöppuðu og hlógu. Í lok ræðunnar stóðu landsfund- arfulltrúar upp og klöppuðu vel og lengi. Geir sagði orð Davíðs ómakleg Morgunblaðið/Ómar Hrós Geir hrósaði Vilhjálmi Egils- syni fyrir endurreisnarstarfið. Morgunblaðið/Ómar Gagnrýni Davíð Oddsson fór vítt og breitt yfir hið pólitíska svið. Vó með ómaklegum hætti að Vilhjálmi Í HNOTSKURN »Davíð líkti Jóhönnu Sig-urðardóttur forsætisráð- herra við álf í ræðunni. »Hann gagnrýndi nýjanseðlabankastjóra, Svein Harald Oygaard, fyrir að segj- ast ekki muna hvenær hann var beðinn að taka við emb- ættinu. »„Annaðhvort er maðurinnmeð Alzheimer á alvar- legu stigi eða hann sagði ís- lensku þjóðinni ósatt,“ sagði Davíð. „SVO virðist sem fjármálastofnanir séu nú enn og aft- ur byrjaðar að bjóða heimilunum upp á flóknar fjár- málalausnir sem settar eru í fallegan markaðsbúning s.s. eins og greiðslujöfnunarleiðina,“ segir í tilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna, sem barst í gær- kvöldi. „Slík lausn er í raun eingöngu bráðabirgða- og skammtímalausn sem leysir ekki vandann en heldur heimilunum áfram í rússíbanareiðinni með gengi ís- lensku krónunnar. Vandanum er í raun kastað inn í framtíðina, jafnvel til elliáranna, ef ekki til barnanna sem verða þeirrar gæfu aðnjótandi að erfa skulda- bagga foreldranna sem gistu í þrælabúðum krónunnar og fjármálastofnana frá lántökudegi árið 2007,“ segir þar ennfremur. Hagsmunasamtökin voru stofnuð í janúar sl. og er markmiðið m.a. að beita sér fyrir breytingum á gjald- þrotalögum og leiðrétta stöðu íbúðalána heimilanna. Boðið verði upp á að breyta lánum í krónulán Samstökin skora á stjórnvöld að koma fram með raunhæfa langtímalausn „fyrir þá sem voru ginntir með markaðstilboðum bankanna til að taka erlend lán, með því að leiðrétta þessi lán áður en þingi er slitið og áður en lánin losna úr frystingu. Leiðréttingin felst í því að boðið verði upp á að breyta lánunum í krónulán frá og með þeim degi sem þau voru tekin. Til sam- ræmis við önnur íbúðalán í landinu mætti setja á þau verðtryggingu líkt og á önnur íbúðalán“, segir m.a. í fréttatilkynningu. Gagnrýna tilboð fjármálastofnana Víkingar með Samfylkingu MBL.IS | SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.