Morgunblaðið - 30.03.2009, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 30.03.2009, Qupperneq 34
34 Menning MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009 Wildberry Hvammstangasveitin Wildberry tók einnig þátt í til- raununum 2006. Liðsmenn eru þeir sömu og forðum; Ásgeir Trausti Einarsson gítarleikari og söngvari, Kristinn Arnar Benjamínsson, sem leikur líka á gítar og syngur, Birkir Þór Þorbjörnsson bassaleikari og Andri Páll Guðmundsson trommuleikari. Þeir spila math-rokk og meðalaldur sveitarmanna er sautján ár. Lonogdon Árbæingarnir Daníel Guðmunds- son, DanniSuco / Sucofés, og Fann- ar Daníel Guðmundsson, báðir fæddir 1993. Þeir spila hiphop. Pascal Pinon Því sérkennilega nafni Pascal Pi- non heitir hljómsveit úr Reykjavík sem skipuð er þeim Jófríði Ákadótt- ur, sem leikur á gítar og syngur, Ásthildi Ákadóttur, sem leikur á hljómborð og harmonikku og radd- ar, Kristínu Ylfu Hólmgrímsdóttur, sem leikur á gítar og blokkflautu og Höllu Kristjánsdóttur, sem leikur á bassa. Þær eru allar fjórtán ára nema Halla sem er fimmtán og lýsa tónlist sinni svo: "Okkar tónlist er ljúf og blíð (við!) krúttleg og sæt (við!) og engin landsbyggðarmetall ónei ónei." Flawless Error Rokktríóið Flawless Error er úr Grundarfirði og stefnir hátt. Þre- menningarnir eru Ásbergur Ragn- arsson, sextán ára og leikur á bassa, Sigþór Fannar Grétarsson, sextán ára og leikur á gítar, og Bergur Einar Dagbjartsson, tólf ára og leik- ur á trommur. Zap Rokkhljómsveitin Zap er úr Grafarvogi og mikill metnaður í gangi. Sveitina skipa Hermann Árnason, bassaleikari og söngvari, Jóhann Garðarsson, gítarleik- ari og söngvari, Davíð Ás Gunnarsson, gítarleikari, Rafn Franklin Hrafnsson, trommuleikari, og Hjördís Lára Hlíðberg söngkona. Þau eru á aldrinum fjórtán til fimmtán ára. Draumhvörf Það koma tvær rokksveitir úr Kópavogi fram í kvöld og Draum- hvörf er önnur þeirra. Hljómsveit- armenn eru Þorvaldur Sigurbjörn Helgason, sem syngur og leikur á hljómborð, Ástvaldur Axel Þór- isson, sem leikur á rafgítar, Sindri Benediktsson, sem leikur einnig á rafgítar, og Emil Svavarsson, sem sýslar með slagverk. Meðalaldur þeirra er sautján ár og þeir spila til- raunakennt popp. The Vulgate The Vulgate er ný af nálinni, stofnuð í september sl., og spilar framsækinn metal. Hún er úr Kópa- vogi og stígur sín fyrstu skref á sviði í kvöld. Sveitarmenn eru allir sextán ára og heita Samúel Örn Böðvarsson, bassaleikari, Hjalti Þór Kristjánsson, trommuleikari, Rúnar Örn Grét- arsson, gítarleikari, Ólafur Einar Þorbergsson gítarleikari og Bene- dikt Heiðar Þorgeirsson, söngvari. The Vintage Álftnesingarnir í The Vintage hafa spilað saman í nokkur ár, en sveitin hefur bæði skipt um nafn og hljóðfæraleikara á æviferli sínum. Nú skipa hana Óskar Logi Ágústs- son, gítarleikari og söngvari, Hall- dór Gunnar Pálsson, bassaleikari, og Guðjón Reynisson, trommuleik- ari. Þeir eru um fimmtán ára og hyggjast spila blúsrokk. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Síðasta tilraunakvöld Músíktilrauna verður haldið í kvöld í Ís-lensku óperunni, en undanfarin kvöld hafa 32 hljómsveitir sleg-ist um sæti í úrslitum. Í kvöld takast síðustu tíu sveitirnar á umtvö úrslitasæti, eitt sem áheyrendur veita og annað sem dóm- nefnd úthlutar, en eftir keppnina í kvöld mun dómnefnd líka velja tvær hljómsveitir aukalega í úrslitin af þeim 42 sem keppa þetta árið. Það ber meðal annars til tíðinda í kvöld að hin kvennasveit tilraun- anna tekur þátt, en annars er í boði fjölbreytileg músík: Ýmis afbrigði af rokki; blúsrokk, metal, math og framsækinn metall, tilraunakennt popp, hipphopp og svo ljúf og blíð krúttleg og sæt. Keppt er í Íslensku óperunni og hefst fjörið kl. 19:00 stundvíslega. Úrslit Músíktilrauna verða haldin í Listasafni Reykjavíkur - Hafn- arhúsinu næstkomandi laugardag og hefjast kl. 17:00. Fjölbreytt flóra Powerline Garðabæjarsveitin Powerline spilar mest rokk og smá metal. Sveitarmenn, sem eru allir fimmtán ára, eru Fannar Már Oddsson, spunagítarleikari, Atli Fannar Bjarnason hryngítarleikari, Leifur Örn Eiríksson trommuleikari, og Ríkarður Einarsson bassaleikari. San Juan San Juan er rokkhljómsveit úr Hafnarfirði og eru allir meðlimir hennar þaðan komnir. Sveitina skipa Tandri Tryggvason gítarleikari og söngvari, Arnar Freyr Kristinsson, sem leikur á bassa, Árni Þórður Sigurðsson trommuleikari og Snorri Már Gylfason gítarleikari. Þeir eru allir sextán ára nema Snorri Már sem er sautján. Þess má geta að Tandri var valinn besti söngvari hljómsveitakeppninnar Hraunrokks í Hafnarfirði fyrir stuttu. Vestanhafs þykja svokallaðar„klasalöggur“, eða „mallcops“, ekki sérlega líklegartil afreka. Þessi nauðsyn- lega stétt manna hefur í mörg horn að líta í verslunarmiðstöðvum, með vök- ulum augum fylgist hún grannt með búðaþjófum og grunsamlegum við- skiptavinum, öryggisútbúnaði og öðru því sem hinn almenni kúnni hefur ekki áhyggjur af. Oftast eru þessir menn uppgjafa lögreglumenn eða að þeir hafa ekki náð lokaprófi úr akademí- unni. Það kemur því fyrir að þeir verða fyrir háði og spotti vandræðagemlinga og undirmálsfiska í hafdjúpum við- skiptavinanna. Nú eru þeir orðnir nýj- asta skotmark aulamyndagerð- armanna, Paul Mart: Mall Cop, naut mikilla vinsælda og von er á nokkrum slíkum gleðigjöfum til viðbótar á með- an járnið er heitt. Paul Blart (James), er þéttholda, miðaldra maður sem annast örygg- isvörslu í verslunarmiðstöð. Hann náði ekki lokaprófi í lögguskólanum og lifir tilbreytingarlausu lífi þar sem hann rennir sér um mollið á rafhjóli sínu daginn út og inn. Einhver mundi telja hann heimóttarlega rolu því einkalífið er síst skárra. Paul er einstæður faðir sem elur upp stúlku á táningsaldri, mamman er frá Suður-Ameríku og lét sig hverfa eftir að hún giftist Paul og fékk Græna kortið upp í hendurnar. Feðginin búa hjá mömmu hans (Knight) og fáskrúðugt skemmtanalíf fjölskyldunnar fer einkum fram á mat- málstímum. Handritshöfundurinn James, reynir að gera einhæft hallærislíferni Pauls hins feita, feimna og hryggbrotna að bakgrunni í aulagrín og það tekst að því leytinu að James (sem gerði góða hluti í sjónvarpsþáttunum King of Queens), er hreint ekki sem verstur aulagrínari og hleypir oft óvæntum galsa í þá dellu sem myndin er. Þar sem James semur handritið og per- sónurnar, sníður hann Blart að sínum takmörkuðu en óumdeilanlegu grín- istagetu. Aðrar persónur eru nauðsyn- legar til uppfyllingar, m.a. stúlkukvöl sem á að falla fyrir óvæntum hetju- skap sem hið hjólandi mannfjall sýnir þegar illmenni setjast um klasann. Heldur þunnur þrettándi en það verður heldur ekki af James skafið að áhorfandinn stendur sig að furðu mörgum hláturrokum undir sýningu, nokkuð sem virtari spámenn geta ekki alltaf státað sig af. Mall Cop „Paul Blart (James), er þéttholda, miðaldra maður sem annast ör- yggisvörslu í nálægri verslunarmiðstöð.“ Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Paul Mart: Mall Cop bbmnn Leikstjóri: Steve Carr. Aðalleikarar: Ke- vin James, Jayma Mays, Keir O’Donnell, Bobby Cannavale, Stephen Rannazzisi, Shirley Knight. 90 mín. Bandaríkin. 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Æði rennur á öryggisvörð Gefið henni gaum, konunni sem leikur mömmu Pauls Bart, hún á nefnilega litríkan feril að baki þó svo að hún sé farin að taka að sér B-hlutverk í B-myndum sem þessum á síðari árum. Shirley Knight hóf leik í kvikmyndum árið 1955, í kvikmyndagerð The Sweet Bird of Youth (’63), leik- ritsins fræga eftir Tennessee Williams, og The Dark at the top of the Stairs (’61), sem er kvik- myndagerð leikrits eftir William Inge. Emmy-verðlaun og -til- nefningar eru á annan tuginn og Knight hefur hlotið verðlaun á hátíðum víða um heim. Hún varð aldrei stórstjarna samt sem áður, en er minnisstæð í myndunum The Salton Sea, As Good as it Gets, The Rain People (leikstj. Francis Ford Coppola) og The Group (leikstj. Sydney Lumet). Hún hefur farið með hátt á ann- að hundrað hlutverk í kvikmynd- um og sjónvarpi og er eftirsótt karakterleikkona enn þann dag í dag. Shirley Knight. Allir þurfa salt í grautinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.