Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 750kr. 750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA 750k r. Vinsælasta gamanmynd ársins í USA 2 vikur á toppnum! 8ÓSKARSVERÐLAUN Þ A R Á M E Ð A L BESTA MYNDIN OG BESTI LEIKSTJÓRINN 750k r. 5 SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Vicky Cristina Barcelona kl. 5:50 LEYFÐ The Reader kl. 8 B.i.14 ára The boy in the striped.. kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.16 ára Mall cop kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ Arn - Tempelriddaren kl. 6 - 9 B.i.14 ára Last Chance Harvey kl. 10:20 LEYFÐ Marley and Me kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Villtu vinna milljarð kl. 8 B.i. 12 ára Killshot kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára The International kl. 10:30 B.i. 16 ára He´s just not that into you kl. 6 - 9 B.i. 12 ára Fanboys kl. 6 LEYFÐ Mall Cop kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ Marley & Me kl. 8 - 10:10 LEYFÐ Blái Fílinn ísl. tal kl. 6 LEYFÐ Ógleymanleg saga um strákinn í röndóttu náttfötunum Byggð á samnefndri METSÖLUBÓK sem farið hefur sigurför um heiminn USA Saga um vinskap sem átti sér engin landamæri 750k r. ÖRYGGI TEKUR SÉR ALDREI FRÍ Tvær vikur á toppnum í U.S.A.! SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI FYRSTA ÁSTIN, SÍÐASTA TÆKIFÆRIÐ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Í SKUGGA HEILAGS STRÍÐS GETUR ÁSTIN VERIÐ FORBOÐIN! SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Tvær vikur toppnum í U.S.A.! 750k r. 750k r. Í GÆR VAR HÚN VITNI Í DAG ER HÚN SKOTMARK Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú bor 750k r. Chronolium byrjaði kvöldiðmeð þéttri og magnaðrikeyrslu. Ekki svo ýkjafrumleg en vel af hendi leyst. Seinna lagið var þó heldur síðra því fyrra en mikið af hári gerði sitt. Melkorka var á allt öðrum slóðum, hádramatískt metnaðarfullt rokk knúið af hljómborðum og tilfinn- ingaríkum textum. Proggið gekk ekki upp í fyrra laginu en það síðara var einkar vel samið og vel flutt. Þeir félagar í Negatrivia voru í fínu stuði, þéttir og ákveðnir. Lögin höfðu aftur á móti lítið við sig, það seinna skárra en ekki gott þó. Lögin hjá Artika voru aftur á móti í góðu lagi og þegar við bættist fín spilamennska, sérstaklega hjá bassa og sólógítar, gekk flest upp. Söng- urinn fulleintóna þó. Akureyrska hljómsveitin Betrothi, sem mætti kannski snara sem hinir lofuðu, kom mjög á óvart. Þeir fé- lagar eru ungir að árum og eiga eðli- lega nokkuð í land í spilamennsku, en það var fullt af fínum hugmyndum í gangi og lögin góð. Söngvari sveit- arinnar var innblásinn í seinna lag- inu. Efnileg sveit. Ljósvaki átti fyrsta leik eftir hlé og braut rokkið upp með stæl, fínn laga- smiður og afslappaður og skemmti- legur flytjandi. Þegar við bættust innilegir textar og fín dansspor varð eiginlega ekki betur gert. Earendel hefur áður tekið þátt í Músíktilraunum og heldur sig við sama keip – myljandi hetjurokk. Sveitinni hefur farið þó nokkuð fram, bæði í spilamennsku og lagasmíðum, og sérstaklega var seinna lag hennar afbragð. Söngvarinn var svo í sér- flokki – frábær frammistaða. Heldur skiptu menn um gír þegar St. Peter the Leader sté á svið – kassagítarknúið poppað rokk. Sveitin er vel spilandi og þétt og söngvarinn mjög efnilegur, en lögin hálf- stefnulaus, það fyrra gott lag en eig- inlega ekkert nema viðlagið og þótt það síðara hafi verið betra dugði það ekki til. Njarðvíkingarnir Anti-Feministar höfðu greinilega lagt nótt við dag í æfingum, vel þéttir og öruggir. Ef lögin hefðu verið frumlegri hefðu þeir eflaust náð lengra. Rokkið hjá Antares var þungt og heilmikið í gangi. Hamagangurinn var þó fullmikill á köflum og gítarsóló í fyrra laginu algerlega út úr kú. Seinna lagið var aftur á móti fanta- gott. Lokatónar kvöldsins voru í boði Sound of Seclusion. Það vantaði ekki pælingarnar, lögin fléttur úr skalaæf- ingum og snúnum gítarriffum en eins og sveitin næði ekki vel saman. Seinna lag sveitarinnar var vel flutt en hálfgerð erindis- og endaleysa. Artika marði sigur úr sal, en dóm- nefnd kaus Ljósvaka áfram. Anti-Feministar Vel þéttir og öruggir. Betrothi Kom skemmtilega á óvart. Mikill metnaður Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Antares Heilmikið í gangi hjá Antares. Músíktilraunir Annað tilraunakvöld Músíktilrauna 2009, haldið í Íslensku óperunni 28. mars. Fram komu Chronolium, Mel- korka, Negatrivia, Artika, Betrothi, Ljós- vaki, Earendel, St. Peter the Leader, Anti-Feministar, Antares og Sound of Seclusion. Íslenska óperan Chronolium Skilaði þéttri og magnaðri keyrslu. ÁRNI MATTHÍASSON TÓNLIST Melkorka Hádramatískt metn- aðarfullt rokk í boði Melkorku. Negatrivia Þeir félagar í Negatrivia voru þéttir og ákveðnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.