Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 28
28 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009 Orð dagsins: Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. (Mk 13, 27.) Krossgáta Lárétt | 1 vel verki far- inn, 4 hörfar, 7 hugboðs, 8 óglatt, 9 elska, 11 kyrr- ir, 13 æviskeið, 14 gubb- aðir, 15 eydd, 17 bára, 20 tré, 22 fingur, 23 úr- komu, 24 rétta við, 25 dregur. Lóðrétt | 1 hyggja, 2 dunda, 3 blóma, 4 hjú, 5 jarðvinnslutækis, 6 ill- kvittna, 10 blés, kalt, 12 stjórna, 13 heiður, 15 týnir, 16 úldni, 18 lá- deyðu, 19 svarar, 20 hlífa,21 eyja. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fannfergi, 8 risti, 9 dunda, 10 tíu, 11 sella, 13 róðan, 15 friðs, 18 hagur, 21 ker, 22 gelda, 23 orðar, 24 hroðalegt. Lóðrétt: 2 alsæl, 3 neita, 4 endur, 5 ginið, 6 hrís, 7 barn, 12 lið, 14 óma, 15 fúga, 16 illur, 17 skarð, 18 hroll, 19 geðug, 20 rýrt. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Frumstig 8 3 1 5 9 2 1 3 6 2 5 4 9 6 7 8 7 1 3 9 4 9 2 6 9 7 2 1 2 5 6 4 5 7 6 9 2 3 5 8 3 1 1 2 6 7 8 1 7 9 6 9 7 4 3 1 8 4 6 7 3 5 1 3 8 6 8 2 7 8 2 7 9 4 1 6 5 3 1 9 5 6 3 2 7 4 8 3 4 6 8 7 5 9 2 1 4 6 2 5 1 7 3 8 9 5 1 8 3 9 6 4 7 2 9 7 3 2 8 4 1 6 5 6 5 9 7 2 3 8 1 4 2 8 4 1 6 9 5 3 7 7 3 1 4 5 8 2 9 6 6 4 3 8 7 9 2 1 5 9 7 2 5 6 1 8 4 3 5 8 1 3 4 2 7 9 6 8 5 4 1 2 7 6 3 9 7 1 6 9 3 5 4 2 8 3 2 9 6 8 4 1 5 7 1 9 7 4 5 6 3 8 2 4 6 8 2 9 3 5 7 1 2 3 5 7 1 8 9 6 4 9 6 3 1 2 5 7 8 4 2 8 4 6 9 7 3 5 1 5 1 7 4 8 3 6 2 9 3 2 9 7 6 4 5 1 8 4 5 8 9 3 1 2 7 6 1 7 6 2 5 8 9 4 3 6 9 1 5 4 2 8 3 7 7 3 2 8 1 9 4 6 5 8 4 5 3 7 6 1 9 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. Í dag er mánudagur 30. mars, 89. dag- ur ársins 2009 Víkverji hefur ferðast víða umævina og yfirleitt komið heill heim og án meiriháttar skakkafalla. Nýlega var hann á ferð um fjarlægar slóðir í Evrópu. Spenntur að ferðast til lands sem hvorki er í alfaraleið né efst á lista margra þegar velja skal áfangastað. Víkverji kom sér fyrir á hótelinu og hlakkaði til að fara í gönguferð um höfuðborgina áður en vinna hæf- ist daginn eftir. Eftir að hafa stigið fjögur skref út af hótelinu, enn standandi á rauðu teppinu, koma fjórir lágvaxnir og flækingslegir guttar á barnsaldri aðvífandi. Drengirnir voru að leita sér að sígar- ettustubbum í ruslatunnu við hótelið en komu svo auga á Víkverja þar sem hann stóð vænlegur og sakleys- islegur á tröppum hótelsins. Upphófst nú mikið betl og Vík- verji reyndi að stugga vinsamlega við drengjunum sem hvergi gáfu sig og höfðu loks umkringt Víkverja. Víkverji ber við flugþreytu og reynsluleysi þegar um glæpona á barnsaldri er að ræða, en til að gera stutta sögu enn styttri þá náðu drengirnir seðlaveskinu upp úr tösku Víkverja sem þó hélt sig hafa ríghaldið í op töskunnar. Þeir hlupu svo hraðar en vindurinn og voru horfnir á svipstundu. x x x Þessi stutti dans við unga betlaraá hóteltröppum í Skopje urðu til þess að Víkverji varði fjórum klukkustundum á lögreglustöð borg- arinnar vegna 50 evra, ökuskírteinis og greiðslukorts. Hótelstjórinn sannfærði Víkverja um að hann myndi „gera allt sem í hans valdi stæði til að upplýsa glæpinn“. Hvað hann ætlaði að upplýsa var ekki al- veg á hreinu enda heyrðist ekki meira frá honum. Víkverji kýs að ímynda sér að drengirnir hafi haldið rakleiðis með peningana til að fá sér vel í svanginn og ef til vill keypt í matinn fyrir fjöl- skylduna í leiðinni. Hann vill ekki hugsa lengra og bægir frá hugsunum um fullorðna sem standa að baki barnaglæpa- gengjum eða eiturlyfjaneyslu barna. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 c6 4. Rc3 a6 5. h3 e6 6. e3 c5 7. cxd5 exd5 8. Be2 Rc6 9. O-O Be6 10. b3 Hc8 11. Bb2 cxd4 12. Rxd4 Bc5 13. Rxc6 Hxc6 14. Hc1 O-O 15. Ra4 Ba7 16. Hxc6 bxc6 17. Bxa6 Re4 18. Dh5 f5 19. Bd3 Bd7 20. Hc1 De7 21. Hc2 f4 22. exf4 Hxf4 23. Bxe4 Hxe4 24. Bc3 d4 25. Bd2 d3 26. Hc3 He2 27. Hxd3 Staðan kom upp í blindskák á Amber-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Nice í Frakklandi. Kín- verski stórmeistarinn Wang Yue (2.739) hafði svart gegn Vassily Iv- ansjúk (2.779) frá Úkraínu. 27. … Hxd2! 28. Hxd2 De1+ 29. Kh2 Dxd2 og hvítur gafst upp. Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið stendur yfir þessa dagana en nánari upplýsingar um það er m.a. að finna á vefslóðinni www.skak.is. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Meckwell. Norður ♠1093 ♥76 ♦ÁDG653 ♣74 Vestur Austur ♠Á ♠DG7 ♥KG85 ♥Á1092 ♦K2 ♦84 ♣ÁDG986 ♣K1053 Suður ♠K86542 ♥D43 ♦1097 ♣2 Suður spilar 3G. Það eru fleiri en Zia í Nickell- sveitinni sem geta búið til stig úr engu – hinir mögnuðu Meckstoth og Rod- well kunna líka öll brögðin í bókinni. Spil dagsins er frá fyrstu umferð Van- derbilt-útsláttarins, þar sem Nickell stóð tæpt í viðureign við stigalægstu sveitina. Þeir félagar voru í N-S og Rodwell vakti í norður á 3♦. Pass í austur og ljósi þess að hættur voru hagstæðar skellti Meckstoth sér í ÞRJÚ GRÖND á ruslið! Það var og. Vafalítið hefur vestur haft sínar grun- semdir, en hvað getur hann gert? Með dobli býður hann þeirri hættu heim að makker fari í 4♠ og það er ekki víst að 4♣ skili neinu af viti. Alla vega valdi vestur að passa og A-V fengu 350 fyrir að taka 3G sjö niður, en hinum megin uppskáru liðsmenn Nickells 690 í A-V fyrir 12 slagi í 3G. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú laðar fram það besta í öðrum með því að hrósa og uppörva. Spjall við ókunnugan aðila gæti aldeilis víkkað út sjóndeildarhring þinn. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þér verður ekkert úr verki ef þú ætlar þér of mikið í einu. Veltu vandamál- unum upp í byrjun dags, og í dagslok hef- urðu leyst þau. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Leiktu, þjálfaðu og elskaðu; það er hin fullkomna blanda. En ef enginn veit hvað þú veist, nýtur veröldin ekki góðs af. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er mikilvægt að þú sinnir löngun þinni til að gera eitthvað nýtt. Hættu að bíða eftir því að aðrir taki fyrsta skrefið. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Oft er lítið að marka það sem sagt er um menn og málefni og því skaltu fara varlega í að hlaupa eftir óvarlegum um- mælum annarra. Reyndu að blanda þér ekki í deilur. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er gott að finna stuðning þeirra, sem standa manni næst. Vertu varkár og segðu ekkert fyrr en þú ert al- veg viss. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það eru ýmis tækifæri sem bíða þín. Reyndu að forðast árekstra. Einhvern tímann í dag leyfir þú ástvinum að finnast þeir merkilegasta fólk í heimi. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Láttu það eftir þér að sletta svolítið úr klaufunum en gættu allrar háttvísi. Ef það gengur ekki eftir, verður það þér í það minnsta til góðs. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það getur stundum verið erfitt að fá sannleikann fram og ekki víst að öll- um líki útkoman jafn vel. Farðu í bíó, íþróttir eða eitthvað annað skemmtilegt. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þótt þú lendir í einhverju mót- læti um skeið máttu ekki láta það á þig fá. Allir samningar byggjast fyrst og fremst á málamiðlunum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Gættu þess að halda útgjöld- unum innan skynsamlegra marka og bíddu heldur með kaupin en að stofna til erfiðra skulda. Vertu trúr í vináttu þó að þú standir í viðskiptum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú hefur alla burði til þess að ná langt í lífinu ef þú gætir þess að vera trúr þínum nánustu og vinum þínum. Stjörnuspá 30. mars 1802 Kúabólusetning, gegn bólu- sótt, var lögboðin hér á landi, miklu fyrr en í flestum öðrum löndum. Lengst af sáu prest- ar um bólusetninguna en síð- ar læknar og ljósmæður. Bólusótt var áður fyrr mikil landplága og var síðasti far- aldurinn á Íslandi 1839-1840. 30. mars 1949 Aðild Íslands að Atlantshafs- bandalaginu var samþykkt á Alþingi með 37 atkvæðum gegn 13 en 2 sátu hjá. Miklar óeirðir urðu við Alþing- ishúsið og lögreglan beitti táragasi. Daginn eftir var fyrirsögn Morgunblaðsins: „Trylltur skríll ræðst á Al- þingi. Grjótkast kommúnista veldur limlestingum.“ Þjóð- viljinn sagði: „Landráðin framin í skjóli ofbeldis og villimannlegra árása á frið- sama alþýðu.“ 30. mars 2006 Miklir sinueldar kviknuðu á Mýrum á Vesturlandi. Þeir loguðu í þrjá daga á hundrað ferkílómetra svæði og gróður skemmdist. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Tveir strákar í 4. ÁRJ í Valla- skóla á Selfossi fundu 1.000 kr. á skólalóðinni og gáfu Rauða kross- inum í söfnunina 100 kall á haus. Þeir eru frá vinstri Ogmjen Petro- vic og Dagur Snær Elísson. Hlutavelta ÁRNI B. Stefánsson augnlæknir og eiginkona hans, Gunnhildur Stefánsdóttir, ákváðu að helga sig barnabörnunum þremur á þessum tímamótum og eyddu því föstudeginum síðasta með þeim í hellinum Leiðarenda, rétt sunnan Hafnarfjarðar. Þau gæddu sér á heitu kakói og kringlum en Árni segist vera haldinn ólæknandi hellabakteríu. „Það hefur ekki fundist nein meðferð við þessu,“ segir læknirinn sjálfur og skellihlær. Barnabörnin eru á aldrinum 5-11 ára, „akkúrat á þeim aldri sem ég fékk hellabakteríuna sjálfur,“ segir Árni, „og ég ætla að smita þau.“ Árni segir verndun og varðveislu íslenskra hraunhella, og að sýna þá almenningi, eiga hug sinn allan. „Því miður er búið að skemma hellana okkar mikið. Þeir eru oft skreyttir með dropstráum og drop- steinum en fólk á það til að brjóta þá, óvart eða viljandi. Hellarnir hafa stórlega látið á sjá af umferð fólks og allir okkar stærstu hellar eru óbætanlega skaðaðir.“ Auk hellanna hafa Árni og Gunnhildur áhuga á hvers kyns útiveru og í mörg ár hafa þau róið á kajökum með ströndum landsins. „Við erum komin í rúmlega 2.100 km og höfum farið fyrir öll stærstu björgin og erfiðustu annesin.“ ylfa@mbl.is Árni B. Stefánsson augnlæknir sextugur Eyðir deginum í helli Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.